Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ENGINN vafi leikur á því að skatta- hækkanir munu skila sér beint í minnkandi vörusölu og einkaneyslu og þar með minnkandi skatttekjum ríkisins. Þetta segir Andrés Magnús- son, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Reynsl- an sýni þetta og nefnir hann áfeng- issölu síðustu mánuðina sem dæmi. Hækkun á áfengisgjaldi eigi stóran þátt í því að velta í áfengisverslun í október sé 25% minni en í sama mán- uði á síðasta ári, samkvæmt upplýs- ingum sem Rannsóknasetur verslun- arinnar sendi frá sér í gær um veltu í dagvöruverslun í október. Þar kemur fram að velta í dagvöru- verslun dróst saman um tæp 4%, mið- að við fast verðlag og sama mánuð í fyrra. Verði áfengisgjaldið hækkað enn meira þá telur Andrés sölusam- dráttinn munu halda áfram og tekjur ríkisins minnka. Vantar umræðu um afleiðingar Andrés segir skattahækkanir hitta mest fyrir þá sem hafa miðlungstekj- ur, fólkið sem haldi uppi einkaneyslu í samfélaginu. Ef staðgreiðsluprósenta fari upp undir 50% á þá sem eru með kringum 500 þúsund krónur í mán- aðarlaun þá muni það hafa mikil áhrif á einkaneysluna, sama hvar borið sé niður. „Það vantar alveg umræðu um af- leiðingarnar. Stjórnvöld horfa bara á hvað hver prósentuhækkun gefur í staðgreiðslunni og mat er lagt á tekj- urnar út frá því. Það er gömul saga og ný að skattar hafa áhrif á neysluna. Nýjustu tölur um smásöluna sanna þetta. Þegar gengið er hart að ráð- stöfunartekjum almennings þá er það vísasti vegur til að hafa neikvæð áhrif á neysluna, svo ekki sé minnst á áhrif- in á rekstur fyrirtækjanna. Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Andrés og tekur dæmi af sölu á raftækjum. Hún hefur dregist snar- lega saman frá árinu 2007. Þannig seldust um þriðjungi færri kælitæki á síðasta ári, miðað við 2007. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs seldust nærri 9 þúsund kæli- og frystitæki, borið saman við ríflega 16 þúsund tæki á öllu síðasta ári. Þá benda tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar til að sala á raftækjum í október sl. hafi dregist saman á milli ára um 28%. Verði vörugjöld eða aðrir skattar hækkaðir þá dregst þessi sala enn meira saman, segir Andrés. Skattahækkanir skila sér beint í minni sölu Sala á raftækjum 2007–2009 2007 2008 2009 Kæli- frystitæki 24.733 16.248 8.904 Þvottavélar 22.839 14.180 7.785 Sjónvörp 33.917 20.192 9.380 Útvörp 37.835 28.228 10.076 Heimild: Hagstofa Íslands Seld stykki jan-sept Í HNOTSKURN »Sala á áfengi í október sl.var 25% minni en í sama mánuði í fyrra. Í millitíðinni hefur áfengisgjald hækkað og gæti átt eftir að hækka meira. Velta í dagvöru- verslun dregst áfram saman vinningshafar í strika- merkjaleik knorr www.knorr.is Strikamerkjaleik Knorr er lokið og þátttakan var frábær. Yfir 3100 manns tóku þátt og fyrir hvert innsent umslag með 10 strikamerkjum gaf Ásbjörn Ólafsson ehf. eina matvöru til Mæðrastyrksnefndar. Ásbjörn Ólafsson þakkar kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju með 100.000 króna verslunarferð í Kringlunni. Þetta eru heppnu vinningshafarnir: Bryndís Bára Bragadóttir, Hvolsvelli Dagmar Sigurðardóttir, Garðabæ Ingimar Þ. Vigfússon, Reykjavík Margrét R. Kjartansdóttir, Kópavogi Mjöll Kristjánsdóttir, Vestmannaeyjum Þessir versla í Kringlunni fyrir heilar 100.000 krónur Við bjóðum upp á ljúffengt íslenskt jólahlaðborð á besta stað í bænum þar sem jóla- stemmningin er mest. Frábær aðstaða fyrir hópa, vinnustaði og fjölskyldur sem vilja upplifa gleðilega hátíð í hjarta miðborgarinnar. Pantaðu núna! Pantaðu núna 511·1690 potturinn@potturinn.is í hjarta miðborgarinnar S K Ó L A B R Ú Forréttir: Gæsasúpa með sveppakremi, reyktur lax með chantillysósu, grafinn lax með hunangsósu, hreindýra paté með rifsberjageli, laxa paté með hvítlauksdressingu og þrjár tegundir af síld. Aðalréttir: Lambalæri, grísapörusteik, gæsabringa, kalkúnabringur, hangikjöt og saltfiskur. Eftirréttir: Ris a l´amande, súkkulaðifrómas, skyrkaka, creme carmelle, súkkulaði gosbrunnur og ávextir Verð aðeins: 4.990kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.