Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 ✝ Kristinn BjarniGestsson fæddist í Stykkishólmi 23. nóv- ember 1932. Hann lést á St. Franciskusspít- alanum í Stykkishólmi þann 8. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Hildimundardóttir, f. 15.11. 1911, d. 8.1.2003 og Gestur Guðmundur Bjarna- son bifvélavirki, f. 22.5. 1904, d. 15.2. 1970. Kristinn ólst upp í Stykkishólmi, elstur 10 systk- ina. Systkin hans eru: 1) Ingibjörg, f. 9.2. 1935, gift Gísla Birgi Jónssyni, 2) Hildimundur, f. 9.8. 1936, d. 2.1. 1988, kvæntur Þórhildi Halldórs- 25. maí 1990 og Svövu Oddsdóttur, f. 6. desember 1900, d. 26. júní 2001. Þau eignuðust þrjá syni, Baldvin, f. 8. ágúst 1954, maki Elín Ólafsdóttir, þau eiga einn son, Gestur Hólm, f. 5. ágúst 1956, sambýliskona Kristín Benediktsdóttir, hann á tvær dætur og eina fósturdóttur, Heimir Svav- ar, f. 7. apríl 1960, maki Margrét Thorlacius, þau eiga tvö börn. Lang- afabörnin eru 3. Kristinn byrjaði ungur til sjós en lærði síðan bifvélavirkjun í Iðnskól- anum í Stykkishólmi. Hann rak bif- reiðaverkstæðið Bílaver sem hann seldi síðar og gerðist trillusjómaður. 1980 tekur hann við bókaverslun, Stellubúð, af tengdaforeldrum sín- um og rak í nokkur ár. Hann tók þátt í ýmsu félagsstarfi og var m.a. einn af stofnfélögum í Lionsklúbbi Stykkishólms. Hann starfaði einnig í Félagi smábátaeigenda í Stykk- ishólmi. Útför Kristins fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag, 14. nóvember, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar dóttur, 3) Jónas, f. 10.6. 1940, kvæntur Elínu S. Ólafsdóttur, 4) Ólafía, f. 29.7. 1941, gift Þórði Á. Þórð- arsyni, 5) Hulda, f. 26.9. 1943, gift Kjart- ani Þorgrímssyni, d. 20.11. 1992, 6) Brynja, f. 25.8. 1945, gift Ein- ari Halldórssyni, d. 11.1. 1999, 7) Ævar, f. 14.9. 1947, kvæntur Ölmu Diego, 8) Júl- íana, f. 19.6. 1949, gift Hermanni Bragasyni, 9) Hrafnhildur, f. 7.2. 1952. Eiginkona Kristins er Ingveldur Sigurðardóttir, f. 6. janúar 1928, dóttir hjónanna Sigurðar Jónas- sonar kaupmanns, f. 8. júlí 1900, d. Í fáum orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns sem ég hef verið svo lánsöm að vera sam- ferða síðustu 34 árin. Kiddi var traustur maður, glettinn, frum- kvöðull og með svolitla ævin- týraþrá. Á sínum yngri árum var hann einn þeirra sem ferðuðust um hálendi Íslands á Land Rover jeppa, löngu fyrir tíma hálendis- ferða og þegar íslensk náttúra var enn ósnortin. Hann ólst að vissu leyti upp við ferðalög í óbyggðum þar sem hann fór ungur með Hildi- mundi afa sínum, sem var vega- verkstjóri, í vegavinnu á sumrin. Hann nam bifvélavirkjun og stofn- aði síðar bifreiðaverkstæðið Bíla- ver í Stykkishólmi og rak það í mörg ár. Hann byrjaði ungur á sjónum og hafði alltaf verið viðloð- andi hann og átt trillur. Eftir að hann seldi verkstæðið sneri hann sér alfarið að því að sækja sjóinn. Hann átti lengi trébáta en það kom að því að hann eignaðist Sóma- plastbát. Mér er minnisstætt að rétt áður en hann fékk bátinn af- hentan þá var verið að ræða um nafn á bátnum og komu nokkrar uppástungur og í gríni segi ég við hann: En bara Elín eins og ég! Bát- urinn fékk nafnið Elín og held ég að mér hafi aldrei hlotnast eins mikill heiður og fylgdi því. Þegar sonur okkar fæddist flutti ég í Hólminn. Hann var strax mikið hjá afa og ömmu enda afi mikil barnagæla. Mér er minnisstætt að Kiddi afi var alltaf að dansa með Bjarna og voru lög með Ása í Bæ í miklu uppáhaldi, hann dansaði svo vel svo að Bjarni fékk skóna hans lánaða til að athuga hvort skórnir væri galdurinn. Svona var afi alltaf til í að leika með barnabörnunum. Afi og amma voru stór hluti af lífi hans frá upphafi. Við fluttum til útlanda og vorum þar í nokkur ár en Bjarni fékk alltaf að koma og vera hjá afa og ömmu á sumrin. Ég held að það sé ómetanlegt fyrir hann. Afi átti alltaf trillu og smábát (jullu). Þegar Stella og Kiddi tóku við rekstri bókabúðarinnar fluttu þau niður við höfn og sagði Bjarni þá að garðurinn hjá afa og ömmu væri bryggjan enda eyddi hann ófáum stundum þar með afa eða einn að leik. Afi batt langt band í litla jullu sem hann átti og fékk Bjarni að sitja þar í björgunarvesti, dorga og róa eins langt og spottinn náði, auðvitað fylgdust bæði afi og amma með úr eldhúsglugganum. Það var gaman að fylgjast með Kidda í nýju hlutverki sem kaup- maður, hann kom suður í innkaupa- ferðir og þræddi allar heildsölur og keypti inn svolítið á hverjum stað, hann hafði ánægju af því að hitta fólk og spjalla enda var hann vin- margur. Þegar þau svo seldu Stellubúð var hann í ýmsum verk- efnum, t.d. smíðaði hann minka- gildrur og dráttarvagna undir báta. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum og var úrræðagóður. Síðustu árin tók hann þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara í Stykkis- hólmi og sótti ýmis námskeið, t.d. í útskurði, málun og málmsmíði. Ég vil samgleðjast ykkur öllum sem fenguð að kynnast Kidda og vera honum samferða í gegnum líf- ið. Elín Ólafsdóttir. Kiddi minn, þá er þessari löngu baráttu lokið, ég veit að það verður vel tekið á móti þér í nýjum og betri heimi. Vil ég þakka þér allar góðar stundir. Minningin lifir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína og sendum við Stellu og börnum ykk- ar innilegar samúðarkveðjur. Ólafía (Olla) og fjölskylda. Elsku Kiddi frændi, nú þegar þú hefur kvatt þetta líf langar mig að kveðja þig með þessu fallega ljóði sem segir allt sem ég vil segja við þig í lokin. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða Svo fallegur, einlægur og hlýr En örlög þín ráðin – mig setur hljóða Við hittumst samt aftur á ný Megi algóður guð þína sálu nú geyma Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár Þó kominn sért yfir í aðra heima Mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf.ók.) Guð blessi minningu þína. Sædís Björk Þórðardóttir, Kristinn Gestsson var leikfélagi minn í æsku, skólabróðir, jafnaldri og vinur alla tíð. Við vorum ná- grannar og bjuggum báðir á Þing- húshöfða. Á unglingsárunum vor- um við kúskar við vegagerð um Kerlingarskarð hjá Hildimundi afa Kristins. Tjaldbúðir okkar voru undir Hafrafelli og ekki var farið heim í Stykkishólm nema í helg- arfrí. Uppvaxtarárin liðu og um tíma hittumst við Kristinn sjaldnar, en þá kom til farsælt hjónaband hans og uppáhalds frænku minnar, Ingv- eldar Sigurðardóttur, sem nú kveð- ur sinn ágæta lífsförunaut. Krist- inn var geysilega fjölhæfur maður. Hann var bifvélavirki og rak verk- stæði um árabil. Hann kunni skil á ótrúlegustu hlutum í véltækni og smíðum, hvort sem var til lands eða sjávar. Þegar verkstæðisrekstri lauk tók við trilluútgerð, sem átti hug hans allan. Þar naut sín verk- og tæknikunnáttan, enda var hann heiðraður á sjómannadaginn fyrir nokkrum árum af kollegum sínum. Kristinn var virkur í félagsmál- um og hann var mannvinur en bar það ekki á torg. Hann gat verið gagnrýninn á menn og málefni, en Kristinn Bjarni Gestsson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUTTORMUR ÁRMANN GUNNARSSON frá Marteinstungu, Holtum, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 10. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Marteinstungukirkju laugar- daginn 21. nóvember kl. 14.00. Elke Gunnarsson, börn, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SOLVEIG SIGURLAUG ÓLAFSDÓTTIR, Hlévangi, Keflavík, andaðist sunnudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir, Þorsteinn Árnason, Jón Ágúst Guðjónsson, Ragnheiður Guðbjörg Óskarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, AÐALHEIÐUR DAGMAR ÓLAFSDÓTTIR, Reynimel 58, Reykjavík, sem lést að kvöldi miðvikudagsins 11. nóvember á Landspítalanum Fossvogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 11.00. Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir, Guðmundur Kristinn Jónmundsson, Fanný Jónmundsdóttir, Þórey Rut Jónmundsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LILJA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, áður til heimilis að Kirkjubraut 52, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða miðvikudaginn 11. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 14.00. Guðmundur Smári Guðnason, Kristín Guðjónsdóttir, Eufemía Berglind Guðnadóttir, Kjartan Björnsson, Júlíus Víðir Guðnason, Fanney Björnsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVANHVÍT FRIÐRIKSDÓTTIR frá Efri-Hólum, Norður-Þingeyjarsýslu, síðast til heimilis í Hvassaleiti 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Friðrik Stefánsson, Björn Stefánsson, Guðrún Stefánsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Svanhvít Friðriksdóttir, Hjálmar Friðriksson, Svanur Sigurjónsson, Hektor Stefánsson og tengdabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, ÞURÍÐUR SIGURFLJÓÐ ÓLAFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi fimmtudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Stóra-Vatnshornskirkju laugar- daginn 21. nóvember kl. 14.00. Jón Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.