Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Tilboð óskast í veiði í Þverá í Fljótshlíð frá og með næsta sumri, 2010. Tilboðin verði til 3-5 ára. Áin hefur gefið um 150 til 200 laxa á sumri og viðlíka af urriða. LAXVEIÐIÁ TIL LEIGU Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á om@mbl.is eða hjá undirrituðum. Tilboðum skal skila eigi síðar en 25. nóvember n.k. til, Kristins Jónssonar, Staðarbakka, 861 Fljótshlíð eða Óskars Magnússonar, Sámsstaðabakka, 861, Fljótshlíð. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á FUNDI iðnaðarnefndar Alþingis í gær mótmæltu stórorkunotendur harðlega fyrirhuguðu kolefnis- gjaldi stjórnvalda. Meðal annars kom fram að Sementsverksmiðjan á Akranesi notaði 22 þúsund tonn af kolum á ári og nýi skatturinn, eins og hann hefði verið kynntur, þýddi 130 milljónir króna í aukna skatta. Verksmiðjan gæti ekki staðist samkeppni við innflutt sem- ent við slíkar aðstæður og yrði hreinlega að loka. Indriði H. Þorláksson, aðstoðar- maður fjármálaráðherra, segir að nýr skattur, svonefnt kolefnisgjald, eigi að leggjast á alla eldsneytis- brennslu og færa ríkissjóði ein- hverja milljarða í tekjur, en upp- hæðin liggi ekki fyrir. Hugmyndin sé að takmarka áhrif skattsins á al- menning þannig að stærsti hluti gjaldanna lendi á atvinnurekstri. Þorsteinn Víglundsson, stjórnar- maður hjá Sementsverksmiðjunni, sagði að aukin skattheimta þýddi að verksmiðjan þyrfti að hækka sementsverðið um 15 til 20% til þess að mæta skattahækkuninni. Ljóst væri að ekki væri hægt að ná slíkri verðhækkun út í verðlagið þar sem sambærilegur kostnaður legðist ekki á samkeppnisfyrirtæki, og því væri sjálfhætt. Indriði segir að nýja gjaldið eigi að draga úr notkun á umræddum vörum sem hafi mengandi áhrif. Einstaklingar og fyrirtæki geti mætt hækkuninni með því að draga úr neyslunni. Nýr kolefnisskattur lokar Sementsverksmiðjunni Gjaldið á að draga úr neyslunni og vera þannig liður í sparnaði og umhverfisvernd Indriði H. Þorláksson Þorsteinn Víglundsson Í HNOTSKURN » Í fréttum Sjónvarps í gær-kvöldi kom fram að kolefn- issskatturinn ætti að skila rík- issjóði allt að þremur milljörðum króna. »Miðað við 5% hækkunmyndi bensínlítri á bílinn hækka um sex til sjö krónur. SÍÐASTLIÐNA viku hefur skólastarfið í Haga- skóla snúist um verkefnið Vináttu, virðingu og jafnrétti en eitt af meginmarkmiðum þess er að stuðla að aukinni samvinnu og samkennd meðal nemenda skólans. Í tengslum við verkefnið var m.a. í gær haldinn fínn föstudagur en þá mættu starfsmenn og nemendur spariklæddir í skólann. Þessir skólapiltar tóku sig sérlega vel út og hljóta að hafa vakið aðdáun hvar sem þeir fóru. FLOTTIR Í TAUINU Á FÍNUM FÖSTUDEGI Morgunblaðið/RAX BÚNAÐUR sem ætlaður er til að svíkja fé út úr fólki fannst í fórum tveggja Frakka sem komu hingað til lands fyrr í mánuðinum. Grunur leikur á að mennirnir hafi komið hingað í ólögmætum tilgangi og var þeim vísað úr landi í gær, að ákvörð- un Útlendingastofnunar. Frakkarnir komu til landsins frá London 10. nóvember. Tollgæsla og lögregla fundu búnað sem ætlaður er til að svíkja fé af fólki með blekk- ingum og fölsun evruseðla, að því er fram kemur í tilkynningu lögregl- unnar á Suðurnesjum. Sams konar búnaður hefur áður verið tekinn af fólki sem hingað hefur komið, meðal annars búnt af fölsuðum seðlum eða skornum pappír með fáeinum ekta seðlum efst og neðst. Tilgangurinn er að reyna að skipta þessu út fyrir peninga. Við ákvörðun um að vísa mönn- unum úr landi vísaði Útlend- ingastofnun til ákvæða útlend- ingalaga um allsherjarreglu og almannaöryggi. Með búnað til að svíkja út fé Tveimur Frökkum vísað úr landi Í BYRJUN desember er fyrirhugað að opna jólaþorp á Hljómalindar- reitnum sem er aftan við Laugaveg 17-19 í miðborg Reykjavíkur. Í tilkynningu kemur fram að átján fallega skreytt tréhús og veg- legt viðburðatjald myndi uppistöð- una í þorpinu, en þar mun fólki gef- ast kostur á að leigja sér tíma- bundna aðstöðu til að koma varningi sínum á framfæri. „Jóla- þorpið verður jafnframt vett- vangur sómahjónanna Grýlu og Leppalúða sem ásamt sonum sínum þrettán verða með söng og gam- anmál fyrir gesti og gangandi. Þá munu margir af fremstu tónlist- armönnum landsins koma fram í jólaþorpinu, skáld og rithöfundar lesa úr ljóðum sínum og uppistand- arar og barnastjörnur gleðja gesti. Lögð verður áhersla á jólavarning, heimilisiðnað, hönnun og handverk en einnig sitthvað fleira. Skráning þátttakenda í jólaþorpinu er hafin og geta þeir sem hug hafa á að leigja sér þar hús til lengri eða skemmri tíma skráð sig á netfang- inu skemmtilegt@skemmtilegt.is.“ Jólaþorp á Hljóma- lindarreit Morgunblaðið/Jakob Fannar Nálgast Garðurinn verður jólaþorp ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun höfðu liðlega 660 manns skráð sig hjá Þjóðarhagi, félagi hóps fjár- festa, sem vill gera Nýja Kaupþingi tilboð í Haga. Vefsíðan thjodarhagur.is var opnuð í gær og í gærkvöldi höfðu um 5.650 manns heimsótt síðuna, þar sem skráningin fer fram. Um 660 vilja kaupa Haga HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 26. október sl. þess efnis að manni nokkrum yrði gert að sæta nálg- unarbanni í sex mánuði, þannig að lagt yrði bann við því að hann kæmi á eða í námunda við heimili barns- móður sinnar, veitti henni eftirför, nálgaðist hana á almannafæri, hringdi í hana eða setti sig á annan hátt í samband við hana. Maðurinn og konan eiga saman fjögurra ára gamlan dreng en eru ekki í sambandi og skal umgengni mannsins og drengsins fara fram undir eftirliti barnaverndar- nefndar samkvæmt úrskurði. Í fyrra var maðurinn dæmdur fyrir ofbeldisbrot en 2. september sl. var honum veitt reynslulausn. Síðan þá hefur konan kært hann tvisvar fyrir hótanir og áreitni auk þess sem stjúpfaðir hennar og móð- ir hafa kært hann vegna lífláts- og ofbeldishótana. Maðurinn veitti konunni tvisvar eftirför í haust. Fyrst reyndi hann að komast inn í læstan bíl hennar, barði hann að utan og öskraði á hana. Lögreglan skakkaði leikinn í seinna skiptið eftir að maðurinn hafði reynt að aka á bíl konunnar. Í nálgunar- bann eftir hótanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.