Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Starrinn er sterkari Starri hámar hér í sig epli á Austurvelli. Þrösturinn hugsar sér gott til glóðarinnar og bíður eftir að röðin komi að sér. Þótt hann sé svangur leggur hann ekki í starrann. Ómar Utanríkisráðherra og formaður fjár- laganefndar hafa ásamt fleirum borið hitann og þungann af Icesave-málinu. Það er mikið áhyggjuefni ef slíkir ráðamenn ganga með þá grillu í kollinum að hægt verði að bakka út úr Icesave- skuldbindingunni þvert á gildandi samning einfaldlega með því að setja ný lög síðar. Formaður fjárlaganefndar, Guð- bjartur Hannesson, sagði á Al- þingi 22. október, að „ef okkur er misboðið er það nú einu sinni þannig að íslenska Alþingi getur hvenær sem er fellt þessa rík- isábyrgð úr gildi. Hafa menn ekk- ert áttað sig á því?“ Og utanrík- isráðherra, Össur Skarphéðinsson, bætti um betur: „Herra trúr, Al- þingi er fullvalda og fullveðja. Al- þingi getur hvenær sem það telur að það hafi siðferðileg og þjóð- arleg rök breytt sínum lögum.“ Og síðar: „Alþingi getur hvenær sem það vill takmarkað ríkisábyrgð.“ Vanefndaákvæði Icesave- samninganna Þessar fullyrðingar eru vægast sagt undarlegar í ljósi þess að í samningunum sjálfum er sér- staklega tekið fram að ef Alþingi breytir síðar lögum þannig að það skerði greiðslugetu innistæðu- tryggingasjóðs eða ríkisins, þá megi Bretar og Hollendingar gjaldfella alla skuldina og ganga að eigum Íslendinga (gr. 12.1.11). Þetta er alveg skýrt í Icesave- samningunum. Þar segir að „þeg- ar vanefndartilvik á sér stað … er lánveitanda heimilt … að lýsa því yfir að allur heildarhöfuðstóllinn eða hluti hans, ásamt áföllnum vöxtum … falli í gjalddaga og komi til greiðslu þegar í stað“ (gr. 12.3). Breyting af því tagi sem Össur og Guðbjartur telja Alþingi geta gripið til „hvenær sem er“, fellur einmitt undir eitt af ræki- lega tilgreindum vanefnd- artilvikum samninganna, þ.e. laga- breytingu sem fæli í sér „veruleg neikvæð áhrif á getu trygg- ingasjóðs eða ríkisins til að inna grundvallarefn- isatriðum Icesave- samninganna eftir margra mánaða um- fjöllun. Óskhyggja Í starfi okkar með InDefence-hópnum höfum við átt töluverð samskipti við ráða- menn og aðila sem tengjast þeim flokk- um sem nú mynda ríkisstjórn Íslands. Hjá þeim höfum við ítrekað heyrt þann málflutning að Íslendingar muni ekki þurfa að greiða Icesave-skuldbindingarnar þegar upp er staðið, þ.e.a.s. að annað hvort verði hægt að neita að greiða þegar skuldin fellur eða að þá yrði samið upp á nýtt af meiri sanngirni. Sé litið til óbil- girni viðsemjenda okkar hingað til, ekki síst í ljósi þess að þeir voru tilbúnir til þess að beita al- þjóðastofnunum og hryðjuverka- lögum gegn Íslendingum til þess að verja sína hagsmuni, þá virðast þessar hugmyndir fjarstæðu- kenndar. Ef Alþingi samþykkir viðaukasamning ríkisstjórnarinnar um Icesave verður staða íslenska ríkisins gagnvart því að fá inni- haldi samninganna hnekkt eða breytt síðar, umsvifalaust marg- falt verri en hún er nú. Það er því nauðsynlegt að fá upp á borðið haldgóðan rökstuðning fyrir ofan- greindum sjónarmiðum, sé hann til, í ljósi þess að slíkar hug- myndir um auðvelda lausn síðar meir virðast útbreiddar. Slíkur rökstuðningur hefur hvergi komið fram. Ráðamenn hafa margir hverjir lýst miklum áhyggjum af reiði „alþjóðasamfélagsins“ ef Ís- land neitar að gangast undir af- arkosti núverandi Icesave- samninga. Svo miklum að jaðrar við hræðsluáróður. Því liggur beinast við að spyrja: Hvar ætla stjórnvöld að fá hugrekkið til þess að bjóða þessum sömu aðilum birginn síðar, ef Alþingi hefur formlega viðurkennt ábyrgð á Ice- save reikningunum, ef þau hafa það ekki nú, þegar kröfur Breta og Hollendinga byggjast á vafa- sömum lagalegum grunni? Semja nú – svíkja síðar? Að semja nú og svíkja síðar er ekki vænlegt til þess að skapa Ís- lendingum traust á alþjóðlegum vettvangi. Alþingi setti skýra fyr- irvara við ríkisábyrgð vegna Ice- save samninganna í sumar, sem áttu að gera þjóðinni kleift að standa efnahagslega undir greiðslum af Icesave- skuldbind- ingunum. Það er lágmarkskrafa að Alþingi spyrni nú við fæti og standi fast á fyrirvörunum sem áttu að tryggja, eins og hægt er, að íslenska ríkið hafi getu til að standa við gerða samninga. Eftir Eirík S. Svav- arsson, Jóhannes Þ. Skúlason, Ólaf Elí- asson og Ragnar Friðrik Ólafsson » Breyting sem Össur og Guðbjartur telja Alþingi geta gripið til „hvenær sem er“ fellur einmitt undir rækilega tilgreind vanefnd- artilvik samninganna Eiríkur er lögfræðingur, Jóhannes er kennari, Ólafur er tónlistarkennari, Ragnar er félagssálfræðingur. Ragnar Friðrik Ólafsson Jóhannes Þ. Skúlason Eiríkur S. Svavarsson greiðslur sínar, hvors um sig, af hendi“ (gr.12.1.11). Í gögnum sem InDefence-hópurinn sendi öllum þingmönnum og fjölmiðlum þann 15. júní sl. var m.a. fjallað um hin óvenju rúmu vanefndaákvæði samninganna og einmitt sér- staklega bent á að hendur Alþing- is væru bundnar á þennan hátt. Það verður að teljast verulegt áhyggjuefni að formaður fjár- laganefndar og utanríkisráðherra Íslands hafi ekki betri skilning á Ólafur Elíasson Vanþekking og óskhyggja stjórnvalda um Icesave
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.