Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 45
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009
Ástkær móðir mín
er horfin til nýrra
heimkynna eftir erfitt
veikindastríð á 82. aldursári. Hún
hefur ávallt verið órjúfanlegur
hluti tilveru minnar en við höfum
haldið heimili saman á annan ára-
tug. Ég sakna hennar óendanlega
mikið en hugga mig við það að hún
sé búin að hitta fólkið sitt hinum
megin og sé sátt. Hún var nýkom-
in til dvalar á Eir og enginn bjóst
við að andlát hennar bæri svo
brátt að. En hún fór sínar eigin
leiðir. Pabbi var fæddur árið 1926
og dó þ. 26. sept. 1993. Mamma
var fædd 1927 og dó 27. sept. sl.
eða degi á eftir pabba. Þar sem ég
trúi ekki á tilviljanir þá verð ég að
sætta mig við það að svona hefði
þetta átt að fara.
Mamma var mjög greind kona,
gegnheil með ríka réttlætiskennd.
Áhugamál hennar voru margvís-
leg, hún var alfræðiorðabók og
Jódís Stefánsdóttir
✝ Jódís Stef-ánsdóttir fæddist
á Norður-Reykjum í
Hálsasveit í Borg-
arfirði 31. október
1927. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík 27.
september sl.
Útför Jódísar fór
fram 6. október 2009.
Meira: mbl.is/minningar
viskubrunnur og
höfðum við systkinin
oft á orði að hún
myndi vinna allar
spurningakeppnir ef
hún fengist til að
taka þátt. Það var
fátt sem vakti ekki
áhuga hennar og má
þar nefna fagurbók-
menntir og tónlist,
sígilda jafnt sem
dægurlagatónlist.
Hún var á yngri ár-
um mikil hannyrða-
kona, vandvirk og
nákvæm. Hún var mikil hestakona
á yngri árum og átti góða gæð-
inga. Skuggi var uppáhaldshest-
urinn hennar, erfiður og hrekkj-
óttur, taminn af Höskuldi á
Hofsstöðum. Hún ferðaðist tals-
vert um landið eftir að fór að
hægjast um og fór tvisvar til að
heimsækja Stefán son sinn í Sví-
þjóð.
Þrátt fyrir að mamma væri hlé-
dræg og í raun ófélagslynd kona,
þá gat hún verið hrókur alls fagn-
aðar í fárra vina hópi. Hún var í
miklu uppáhaldi hjá tengdasonum
sínum og vinum barna sinna sem
margir urðu vinir hennar ævi-
langt. Hún hafði góða og í raun
kolsvarta kímnigáfu og hennar
vopn voru orðin. Þau gátu verið
beitt ef hún þurfi að verja börnin
sín eða annað sem henni hafði ver-
ið falið. Hún var yndisleg amma,
gætti barnabarna og elskaði hvít-
voðunga.
Þegar horft er yfir lífshlaup
mömmu, þá hefði hún eflaust
blómstrað og lífsgæði hennar orðið
önnur og meiri ef lífið hefði verið
henni auðveldara. Hún og pabbi
voru jafn ólík og dagur og nótt.
Hún ofurviðkvæm, listakona af
guðs náð og vandmeðfarin. Hann
grófur, erfiður í sambúð, einnig
með snilligáfu en á allt öðru sviði.
Sambúðin með honum í meira en
tvo áratugi og að ala upp börnin
sex, oft í mikilli örbirgð, hefur án
efa tekið toll af líðan hennar og sál-
arástandi. Þau hjónin bjuggu ekki
saman frá árinu 1978. Henni hætti
aldrei að þykja vænt um hann og
þessi ákvörðun hennar hefur
örugglega verið þyngri þraut held-
ur en við getum gert okkur í hug-
arlund. Þau skildu hins vegar aldr-
ei og vildu vera á sama stað þegar
yfir lyki.
Mamma veiktist árið 2005 og
náði sér nokkuð vel og átti 2 góð ár
eftir það. Vorið 2008 fékk hún 3
heilaáföll ásamt öðrum áföllum og
var henni ekki hugað líf það sumar.
Hún náði sér á fætur aftur og var
heimavið í vetur. Hún veiktist síð-
an aftur í maí og var nýkomin til
dvalar á Eir þegar hún lést.
Ég vil að lokum þakka starfsfólki
á B-4 deild Borgarspítalans, Dag-
deild Landakots og á Hjúkrunar-
heimilinu Eir fyrir frábæra
umönnun í veikindum hennar.
Margrét
Hálfdánardóttir
✝ Valtýr Jónassonfæddist á Siglu-
firði 9. september
1925. Hann lést á
dvalarheimilinu
Grund í Reykjavík
21. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Jónas Jónasson, f. á
Ökrum í Haganes-
hreppi í Skagafirði 3.
mars 1892, d. 6. jan-
úar 1962, og Jóhanna
Jónsdóttir, f. á Ill-
ugastöðum í Holts-
hreppi í Skagafirði 27. júní 1889,
d. 12. janúar 1941. Systkini hans
eru fjögur, Kári, f. 1913, d. 1982,
Gísli Þorlákur, f. 1917, d. 1950,
Ingibjörg, f. 1920 og Valey, f.
1931.
þeirra eru Vigdís og Signý, Elsa
Karen, maki Magnús Rúnar Ragn-
arsson, sonur þeirra er Óskar Leó,
og Valtýr, maki Elsa Kristjáns-
dóttir. 4) Guðrún, f. 9. desember
1957, sonur hennar er Gunnlaugur
Bollason, maki Unnur Þorgeirs-
dóttir, börn þeirra eru Þorgeir og
Bjarni. 5) Baldvin, f. 30. sept-
ember 1965, maki Laufey Ása
Njálsdóttir, dætur þeirra eru
Flóra, Hjördís Lára og Anna
Björk.
Valtýr bjó á Siglufirði mestan
hluta ævinnar og stundaði þar sjó-
mennsku og almenna verkamanna-
vinnu. Seinni hluta starfsævinnar
starfaði Valtýr við fiskmat.
Áhugamál hans voru skíði, spila-
mennska (bridge) og pútt. Valtýr
og Flóra fluttu til Hveragerðis
1997 og bjuggu á dvalarheimilinu
Ási.
Valtýr var jarðsunginn í Reykja-
vík 2. október síðastliðinn, í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Hinn 20. júní 1948
kvæntist Valtýr
Flóru Baldvinsdóttur,
f. á Ási í Arnarnes-
hreppi í Eyjafirði 28.
júlí 1929, d. 25. ágúst
2003. Valtýr og
Flóra eignuðust
fimm börn. Þau eru:
1) Gunnlaugur, f. 10.
september 1948, d.
23. maí 1969. 2)
Drengur, f. 22. mars
1950, d. sama dag. 3)
Jónas, f. 7. desember
1951, maki Vigdís
Sigríður Sverrisdóttir. Sonur Jón-
asar er Stefnir, maki Inga Birna
Antonsdóttir. Börn Ingu Birnu eru
Emilía og Jón Ingi. Börn Jónasar
og Vigdísar eru Fríða, maki
Sveinbjörn Sigurðsson, dætur
Valtýr Jónasson frá Siglufirði er
látinn, 84 ára að aldri. Útför hans
hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Valtýr á að baki langa og
farsæla ævi og vil ég með þessum
orðum kveðja ástkæran afa og minn-
ast góðra samverustunda á liðnum
árum.
Afi fæddist árið 1925 í hinum
mikla síldarbæ, Siglufirði. Hann var
Siglfirðingur í húð og hár og bjó þar
lengst af. Hann giftist ömmu Flóru á
Siglufirði árið 1948 og hófu þau þar
búskap með tvær hendur tómar. Eft-
irlifandi afkomendur þeirra eru 16
talsins í þrjá ættliði og má með sanni
segja að lífskjör okkar afkomend-
anna séu með öðrum hætti en amma
og afi áttu að venjast á sínum ung-
dómsárum. Það má segja að lífs-
hlaup afa og ömmu og afkomenda
þeirra endurspegli þær gríðarlegu
breytingar sem orðið hafa á þjóð-
félaginu sl. 84 ár sem afi hefur lifað.
Árið 1996 fluttu afi og amma frá
Siglufirði til Hveragerðis til að vera
nær börnum og barnabörnum sem
öll bjuggu í Reykjavík. Þau eyddu
því síðustu æviárunum saman í
Hveragerði þó hugur þeirra stæði
alltaf norður. Amma Flóra lést fyrir
6 árum og var það afa mjög þung-
bært enda höfðu þau þá verið gift í 55
ár.
Afi Valli var skemmtilegur kar-
akter. Hann var vinnuþjarkur af
gamla skólanum, átti trillu og stund-
aði sjóinn þegar hann var upp á sitt
besta. Hann var alltaf mjög örlátur
afi og duglegur að gauka að mér
fimmþúsundköllum þegar ég var í
skóla og þurfti mest á því að halda.
Þegar ég var krakki man ég að hann
hafði gaman af að fara á gönguskíði
en spilamennskan var samt hans
helsta áhugamál og var brids hans líf
og yndi. Hin seinni ár þegar afi var
fluttur á dvalarheimilið Ás í Hvera-
gerði tók hann upp nýtt áhugamál
sem var að pútta á litlum púttvelli
sem var í bakgarðinum hjá húsi
þeirra ömmu og afa. Gestir máttu
alltaf eiga von á því ef þeir skutust
austur í kaffi að vera réttur pútter í
forstofunni og mátti maður taka
„einn eða tvo hringi“ úti í garði með
afa áður en hægt var að fara inn í
kaffi.
Bestu minningar mínar um afa eru
flestar tengdar ferðum mínum til
ömmu og afa norður á Siglufjörð.
Minningar um skíðafrí um páska og
sumarleyfi á sumrin á Sigló eru
ómetanlegar og kveð ég afa Valla
með góðar minningar í farteskinu og
þakklæti fyrir ljúfar samverustund-
ir.
Fríða Jónasdóttir.
Valtýr Jónasson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
AUÐAR VORDÍSAR JÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu í Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, deild H1 í
Reykjavík fyrir frábæra umönnun og umhyggju.
Jón Heiðar Guðmundsson, Þóra Björg Stefánsdóttir,
Elín Guðmundsdóttir, Guðjón Á. Einarsson,
Helga Guðmundsdóttir, Ólafur E. Jóhannsson
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
FRIÐRIKS KRISTJÁNSSONAR,
Túngötu 23,
Tálknafirði.
Nanna Júlíusdóttir,
Birna Friðriksdóttir, Bárður Árnason,
Bjarney Friðriksdóttir, Pétur Sveinsson,
Ingvi Friðriksson, Elín Ellertsdóttir,
Margrét Friðriksdóttir,
Kristján Friðriksson, Lára Wathne,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
JÓNÍNU STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR
frá Söndum í Miðfirði,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Skjóli fyrir alúð og umönnun.
Jón Grétar Guðmundsson, Sesselja Ó. Einarsdóttir,
Jóhann Örn Guðmundsson, Guðrún Helga Hauksdóttir,
Salóme Guðný Guðmundsdóttir, Helgi Þór Guðmundsson,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
BALDVINS ÁSGEIRSSONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra,
Furulundi 15c,
Akureyri.
Ívar Baldvinsson,
Valur Baldvinsson,
Óttar Baldvinsson,
Ásrún Baldvinsdóttir,
Vilhjálmur Baldvinsson,
Gunnhildur Baldvinsdóttir,
Aðalbjörg Baldvinsdóttir,
Stefán J. Baldvinsson
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmu,
FRÍÐU SÓLVEIGAR ÓLAFSDÓTTUR.
Þökkum af hlýhug starfsfólki Landspítalans,
Sigurði Björnssyni lækni, hjúkrunarfólki á 11B
og líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Einnig viljum við þakka heimahjúkrun Karitas, þau öll studdu okkur svo
dyggilega. Vinnuveitendum og samstarfsfólki viljum við einnig þakka fyrir
umburðarlyndi og skilning á erfiðum tímum.
Gunnar R. Jónsson,
Gunnar Atli Gunnarsson, Sonja Sif Jóhannsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Hákon Gunnarsson, Katrín Kristjánsdóttir
og ömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS JÓNSSONAR,
Boðahlein 15,
Garðabæ.
Björg Bjarndís Sigurðardóttir,
Soffía Margrét Jónsdóttir,
Guðmundur Jón Jónsson, Hjördís Alexandersdóttir,
Marín Jónsdóttir,
Gunnar Jónsson,
Steinar Skarphéðinn Jónsson, Sigrún Gissurardóttir,
Rósa Ingibjörg Jónsdóttir, Oddgeir Björnsson,
afabörn og langafabörn.