Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 mér fannst hann mildast með aldr- inum, ég held að bæði lífsþroski og Stella frænka hafi átt þar hlut að máli. Við munum ekki sigla saman á okkar kæra Breiðafirði í bili, en ég, Erna og afkomendur þökkum kynnin og samfylgdina, Steinþór Sigurðsson. Í minningu Kristins Gestssonar, eða Kidda Gests eins og við Hólm- arar oftast kölluðum hann, langar okkur að senda svolitla kveðju, nú þegar hann er lagður í sína hinstu för. Við urðum þeirra gæfu aðnjót- andi að eiga dálítil viðskipti við þau hjónin Stellu og Kidda fyrir fimm- tán og hálfu ári síðan. Þau höfðu þá afráðið að hætta rekstri Stellubúðar og flytja frá höfninni. Varð úr að við keyptum af þeim húsið og verslunina. Það var einstaklega gott að eiga við þau viðskipti. Allt stóð eins og stafur á bók hjá Kidda og þeim báðum. Það var líka góður andi í húsinu við höfnina sem Svava, mamma Stellu, hafði sagt mér að héti Sjávarborg. Hefur okkur liðið ákaflega vel þar. Það er sjónarsviptir að sjá ekki lengur Kidda keyra framhjá og um hafnarsvæðið, því að þó hann væri fluttur frá höfninni, átti hann þar sterkar rætur og leið ekki sá dagur að hann færi þar um. Stellu send- um við einlægar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir allt. Sonum þeirra og þeirra fjölskyldum og systkinum Kristins sendum við sömuleiðis samúðarkveðjur. Dagbjört Höskuldsdóttir og Eyþór Ágústsson. Við fráfall vinar míns, Kristins Gestssonar, koma margar góðar minningar tengdar honum upp í hugann. Fyrst kynntist ég Kidda þegar ég gerðist trillukarl um 1990. Þá var hann formaður smábátafélags- ins Ægis í Stykkishólmi og var bú- inn að vinna ötullega að því að keypt yrði flotbryggja þar sem smábátaeigendur gætu verið ör- yggir með viðlegu fyrir báta sína. Og í framhaldi af því sóttum við nokkrir með Kidda í fararbroddi um að fá að byggja verbúðir við Flæðiskerið. Það var ekki ónýtt fyrir óreyndan trillusjómann að eiga aðgang að Kidda og voru þær ófáar ferðirnar sem farnar voru í bílskúrinn í Lágholtinu til að fá hjálp við að leysa úr hinum ýmsu vandamálum sem gátu hrjáð smá- báteiganda. Kiddi var lærður bif- vélavirki og var bara ansi lunkinn í sínu fagi og það sem mér finnst minnisstæðast er að alltaf gaf hann sér tíma til að hjálpa og aldrei var rukkuð króna fyrir. Kiddi var þannig gerður að hann þurfti alltaf að hafa eitthvað á prjónunum og standa í fram- kvæmdum. Það lýsir honum best að nýverið sótti hann um að fá að byggja fjárhús uppi í Nýrækt þótt hann væri orðinn alvarlega veikur. Áhugaverðast þótti honum að spá í bátakaup og var hann búinn að eiga þá nokkra í gegnum árin. Það sem einkenndi bátana hans var að þeir voru alltaf í toppstandi og vel græj- aðir. Kiddi hafði græna fingur og var skógrækt honum hugleikin. Í gegn- um tíðina hafa margir sprotarnir og græðlingarnir farið um hendur hans og Stellu orðið að gróskumikl- um trjám. Í samtölum okkar við eldhúsborðið bar skógrækt og gróðursetningu oft á góma og var ekki komið að tómum kofanum þar. Fyrir nokkrum árum þegar við Kiddi vorum báðir í stuði skelltum við okkur í höfuðborgina til að kaupa okkur jakkaföt. Fórum í Herragarðinn og báðum um tvenn föt alveg eins og Davíð Oddsson átti og keyptum við þau gullbindi. Svo þegar heim var komið fannst okkur að við yrðum að halda upp á kaupin og fórum á Hótel Stykk- ishólm og pöntuðum okkur það dýrasta sem var á matseðlinum. Svona var Kiddi, alltaf til í smá sprell. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Stellu, sonum þeirra og fjöl- skyldum. Símon Sturluson.                          ✝ Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður og ömmu, JÓHÖNNU HERDÍSAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi. Ríkharður H. Friðriksson, Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir, Kristín Helga Ríkharðsdóttir. ✝ Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SVEINSSONAR fyrrv. skipstjóra frá Siglufirði, fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 17. nóvember kl. 13.00. Anna Jóna Ingólfsdóttir, Ingólfur Jónsson, Ragna Halldórsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR GUÐJOHNSEN, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 12. nóvember. Jarðarför verður auglýst síðar. Grete Marion, Sveinbjörn Guðjohnsen, Katrín Gísladóttir, Viðar Helgi Guðjohnsen, Margrét Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS SIGURÐSSONAR, Stapavöllum 14, Reykjanesbæ. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Emilsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RÖGNVALDAR ÞORSTEINSSONAR, Dalbraut 59, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 11B, Landspítala við Hringbraut. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Halldóra Engilbertsdóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, MILLÝ BIRNA HARALDSDÓTTIR, Ofanleiti 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 5. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Líney Ólafsdóttir, Karl Tómasson, Ólafur Karlsson, Erla Hrund Halldórsdóttir, Birna Karlsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður, vinar okkar og frænda, BJÖRNS SKAFTASONAR frá Hornafirði, Sjafnargötu 6, Reykjavík. Hildigerður Skaftadóttir, Unnsteinn Guðmundsson, Elvar Örn Unnsteinsson, Elínborg Ólafsdóttir, Íris Dóra Unnsteinsdóttir, Hilmar Stefánsson, Selma Unnsteinsdóttir, Pétur Magnússon og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR H. HARALDSSON, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 12. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Andrésdóttir, Brynja Björk Rögnvaldsdóttir, Þórhallur G. Harðarson, Rögnvaldur Óttar Rögnvaldsson, Margrét Gísladóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, frænku og ömmu, GUÐRÍÐAR ÁSTU BJÖRNSDÓTTUR. Blessuð sé minning hennar. Ásgrímur Ágústsson, Valgarð S. Halldórsson, Unnur Halldórsdóttir, Valgerður Solveig Pálsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.