Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 fremur en 95 ára vegna þess að „við erum á bláþræði lífsins“, sagði hún við mig og lagði um leið höndina á arm séra Sigurbjörns Einarssonar biskups, vinar síns sem sat við hlið hennar. Ég sat andspænis þeim og dáðist að heiðríkjunni yfir lífi þeirra. Nú hefur þessi bláþráður lífs þeirra beggja slitnað en þau spunnu annan þráð sem við getum fikrað okkur eft- ir; skildu líka eftir leiðsögn um þau sönnu verðmæti sem þjóðin á og við hvert um sig. Með miklu þakklæti og virðingu kveð ég frú Rósu og votta aðstand- endum hennar samúð. Ólafur Örn Haraldsson. Sofðu nú, svefn er vær, svefnhvíldin þreyttum kær. Deyr inn í dagsins frið dimmasta nótt. Uppi við englahlið allt verður hljótt. Drottins þig dreymir frið. – Dreymi þig rótt. Rósa B. Blöndals var með merkari skáldum síðustu aldar. Kveðskapur hennar var dýrt kveðinn, orðavalið vandað og hrynjandin þung svo að persónur og atburðir verða ljóslifandi við lestur hans. Undirtónninn er ástin á fegurðinni, ástin á lifandi og dauðri náttúru, fjöllum, fossum, mannabörn- um og ekki síst hafsins börnum, hvöl- unum. Tónlistina, sönginn og hörpu- sláttinn heyrði hún allt í kringum sig og miðlaði. Þeir sem aldrei gátu og munu aldrei geta virt fyrir sér fegurð Sogsfossanna geta upplifað hana í kvæði Rósu. Rósa var aðgerðasinni löngu áður en nokkur vissi hvað það orð þýddi. Hún grét örlög fossanna og barðist líka gegn virkjun Laxár og virkjunarstefnunni almennt og véla- öldinni. Eins og hún sagði: Aldrei varð í manna minni meira tjón en gerðir þú. Fyrir fjörutíu árum heyrð- um við frá því sagt hver hefði sprengt Laxárvirkjun og bjargað með því ómetanlegum verðmætum. Rósu fannst það furðuleg saga en við trúum á hana og vitum að penninn er sterk- ari en dínamítið. En Rósa var ekki bara unnandi íslenskrar náttúru heldur líka íslenskrar tungu og menningar. Hún kenndi íslensku, samdi skáldsögur og fræðibækur, t.d. um Skáld-Rósu, og kunni Íslendinga- sögurnar eins vel eða betur en aðrir. Hún benti á í bók sinni um leyndar ástir í Njálu að þriðja dóttirin sé nafn- greind tvisvar í Brennu-Njáls sögu, þ.e. í fyrsta sinn er hún kemur í kvennahópi til brúðkaupsveislunnar að Hlíðarenda og svo þegar hún gengur með systur sinni út úr brenn- unni að Bergþórshvoli. Rósa var ynd- islegur næsti nágranni okkar í sveit- inni og taldi það síst eftir sér að rölta þessa tvo kílómetra til okkar með lyf eða góð ráð ef hún bara gæti eitthvað hjálpað. Við áttum sameiginlega fjallasýn eða eins og Rósa mælti fram: Ég á einn vænan yndisstað, það er mitt græna Vörðufell. Gísli, faðir Valfríðar, var fæddur á Mosfelli og samskipti fjölskyldnanna voru mikil. Við fórum oft í kaffi að Mosfelli eftir messur eiginmanns hennar, séra Ing- ólfs Ástmarssonar. Það var einstak- lega gott að leita til þeirra hjóna og sonar þeirra, Arnars. Oft var glatt á hjalla þegar sungin voru lög pabba við kvæði hennar og önnur lög, spjall- að saman um skáldskap og náttúru- vernd. Fleiri hafa reynt að þýða kvæði ensku skáldkonunnar C.G. Rossetti en varla tekist það eins og Rósu. Er dauðans nótt mig dvelur um djúpan harm ei kveð. Ei skyggi leiðið skógarbjörk, né skrýði rós þann beð. Mig vorið grasi vefur, það vökvar döggin gyllt. Í glöðum hug mig geymdu eða gleymdu ef þú vilt. En Rossetti bað líka: Mundu mig þegar ég er farin, og við geymum minninguna um göfuga konu í huga okkar og varðveitum. Við þökkum stöðuga vináttu og góðvild í okkar garð og sendum barnabörnum henn- ar og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Valfríður Gísladóttir og Einar Júlíusson, Reykjalundi. ✝ Þórmundur Þór-mundsson fædd- ist í Reykjavík 5.12. 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 4.11. 2009. Foreldrar hans voru Þórmundur Guð- mundsson, f. 27.10. 1905, d. 25.2. 1991 og Vilborg Þórunn Jónsdóttir, f. 24.11. 1911, d. 28.2. 1983. Þórmundur var yngstur fjögurra systkina og eru látin Þórunn, f. 30.4. 1928, d. 21.1. 1949 og Gunnar, f. 30.7. 1929, d. 26.1. 1930. Gunnhildur Erla, f. 3.6. 1930, lifir systkini sín. Hún giftist Skúla Jakobssyni, f. 7.7. 1918, d. 17.11. 1963. Seinni mað- ur Gunnhildar var Bjarni Ey- vindsson, f. 3.5. 1920, látinn. Þórmundur kvæntist 25.12. 1954 Unni Jónsdóttur, frá Litla- Saurbæ í Ölfusi, f. 23.12. 1933. Þórmundur til starfa hjá Raf- veitu Selfoss árið 1947 og lærði rafvirkjun sem lauk með sveins- prófi frá Iðnskólanum á Selfossi. Fyrstu 17 árin eftir það starfaði hann hjá rafveitunni en árið 1964 breytti Þórmundur til og hóf störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins og vann hann þar til ársins 2002 er hann ákvað að láta gott heita á þeim vettvangi og snúa sér að öðrum hugð- arefnum. Mikil fjölbreytni, ferðalög og viðvera einkenndu störfin hjá Rarik fyrstu árin, en á þessum tíma voru dreifikerfi veitnanna með öðrum hætti en í dag, og menn því oft að heiman í lengri tíma. Með fjölgun starfs- manna og breyttum áherslum dró úr álagi og fengu menn þá meiri tíma til að sinna sínum áhugamálum. Eftir að hann hætti störfum lagði hann mikla áherslu á að rækta fjölskylduna ásamt ferðalögum og bókalestri sem voru hans helsta uppspretta umræðna og athafna síðustu ár- in. Útför Þórmundar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 14. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar Foreldrar hennar voru Jón Helgason, f. 8.1. 1895, d. 20.2. 1992 og Margrét Kristjánsdóttir, f. 11.7. 1897, d. 20.4. 1964. Börn Þór- mundar og Unnar eru Vilborg, f. 5.11. 1952, maki Benedikt Bene- diktsson, f. 1.7. 1951, Margrét, f. 18.1. 1956, maki Sveinn Guðmunds- son, f. 4.2. 1954, Þórunn, f. 14.11. 1957, maki Gísli Steindórsson, f. 17.5. 1947 og Jóhann, f. 27.1. 1960, maki Sigríður Möller, f. 27.7. 1960. Barnabörnin eru 9 og barna- barnabörnin 14. Þórmundur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp fram til árs- ins 1940 er foreldrar hans flutt- ust á Selfoss. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu réðst Stundum tekur það langan tíma og miklar vangaveltur að setja nokkur orð á blað. En það á ekki við núna þegar ég skrifa þetta og hugsa um hann pabba. Hann ólst upp á eftirstríðsárunum á Selfossi og tók út sinn þroska í samræmi við tíðarandann og þær breytingar sem þjóðfélagið gekk í gegnum. Ég held að það hafi aldrei verið vafi í huga hans hverjar væru meginregl- urnar í lífinu, en það voru réttlæti og jöfnuður til handa öllum, og að styðja fjölskyldu og samferðarmenn eftir bestu getu. Þetta viðhorf má kannski rekja til hugmynda sem komu utanfrá og áttu að fylgja roð- anum sem kom úr austurátt. Þó svo að með árunum hafi sá huliðsheim- ur opnast og mönnum orðið ljóst hvernig farið var með staðreyndir, þá breytti það því ekki að menn eru bundnir sínum alla tíð. Nú seinni árin þegar rætt var um stefnur og strauma í heimsmálunum var mun einfaldara að taka bara meira í nef- ið og hnusa þó svo að ekki væri hann sammála öllu og öllum. Ef ég man rétt þá voru opinberir starfs- menn í gegnum tíðina ekki með neinar ofurtekjur frekar en nú, mamma vinnandi heima, hugsandi um börn og bú og ekki í fastri launavinnu fyrr en eftir miðjan ald- ur. En það kom ekki í veg fyrir það að hann lagði okkur krökkunum til stuðning, ef ekki aura þá vinnu. Þegar koma þurfti upp húsi, leggja rafmagn, slá upp milliveggjum, mála eða múra þá var hann fyrstur á staðinn og yfirleitt síðastur heim. Og ekki vantaði heldur hvatninguna eða stuðninginn á námsárum mín- um bæði hér heima og erlendis. Þó ekki færu á milli mörg orð eða sím- töl var eins og hann vissi af þörf- inni, og sendi oft smáræði til þess að strákurinn næði að klára sig af verkefninu. Eins og alltaf gerist þegar maður eldist og flytur að heiman, svo ekki sé talað um í annað bæjarfélag, þá trosna oft þeir þéttu þræðir sem tengdu menn áður eða bindast á annan og nýjan hátt. Ég veit það að þótt við börnin hans flyttum að heiman þá átti hann ráð við því að hafa fólkið sitt nálægt sér. Hann einfaldlega tók afabörnin sín og gerði þau sér svo hænd að stundum áttu systur mínar erfitt með að ná þeim heim, því það var aldrei nein lognmolla hjá honum afa. Oft var spilað og það með miklum látum, eldhúsborðinu ekki veitt nein grið, né postulíni eða húsgögnum hlíft þegar háðar voru orustur og farið í feluleiki. Enda skilja þeir verald- legu hlutir ekkert eftir sig, ekki eina einustu minningu en allir muna fjörið og slagsmálin sem háð voru við þann gamla. En nú er ekki lengur slegist, og ekki spilað við eldhúsborðið eða farið í bíltúra eða tekið í nefið. Nú er það söknuður og tregi sem gagntekur hugi okkar allra, en það er ekki þannig sem við eigum að minnast hans. Hann myndi örugglega óska þess að við tækjumst ögn á, spiluðum við eld- húsborðið, tækjum í nefið og færum kannski í smá bíltúr, en umfram allt að við séum heiðarleg og skilum áfram þeim gildum sem hann lagði mesta áherslu á. Jóhann Þórmundsson. Hvert sem ég fer fylgir þú mér. Ég mynd þína ber í huga mér. Helju úr heimt hefur þú mig grafið og gleymt gefið mér þig. Létt er mín lund lauguð af þér gyllir nú grund geislanna her. Hvert sem ég fer fylgir þú mér ég mynd þína ber í hjarta mér (Þorsteinn Einarsson.) Ég felli tár en hví ég græt því afi minn er farinn. Þín minning hún er sæl og sæt og sömu leið fer ég. Ég hitti þig á himninum er kemur mín stund og kasínu við spilum ávallt léttir í lund. (Gunnar Benediktsson.) Þetta er kveðja til þín frá barna- börnum og barnabarnabörnum og við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur okkur gefið. Gunnar Benediktsson. Ég kynntist Þórmundi fyrir u.þ.b. 8 árum. Við fyrstu sýn virk- aði hann á mann svona í hrjúfari kantinum en svo þegar maður kynntist honum þá var hann mjúk- ur hið innra, vildi öllum vel og hall- mælti engum. Það var ofboðslega auðvelt að líka vel við hann því hann kom til dyranna alveg nákvæmlega eins og hann var klæddur og var ekta að öllu leyti og þótti gaman að gera að gamni sinu. Hann og Unnur pössuðu dreng- ina okkar Munda, oft og mikið sóttu þeir í hann langa sinn. Iðulega sett- ust þeir í fangið á honum og rótuðu í vasabókhaldinu sem hann var svo þekktur fyrir. Hann hló dátt að lát- unum í drengjunum meðan aðrir reyndu að siða þá til. Hann var ekki fyrir það að gera úlfalda úr mý- flugu heldur leyfði hlutunum að hafa sinn gang. Það er mér í fersku minni þegar hann tók sig til og málaði bílskúr- inn sinn á Mánaveginum, hann hafði fengið þessa fínu málningu á lítinn pening og málaði bílskúrinn allan og allt sem í honum var nema gólfið rétt slapp. Þetta var bara málning eins og hver önnur þó hún hefði verið eiturgræn. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé eini bílskúrinn á landinu sem lýsir í myrkri og mikið var nú hlegið að þessu uppátæki hans. Takk fyrir mig Þórmundur/Bósi afi. Minning þín lifir. Kveðja, Margrét Birgitta Davíðs- dóttir, Davíð Ingimar og Birgir Þór Þórmundssynir. Við móðurbróðir minn og vinur, Þórmundur Þórmundsson, „frændi“, erum búnir að þekkjast í meira en 60 ár. Á svona stundum rifjast upp gamlar stundir. Sem gutti á Skarði í heimsókn hjá afa og ömmu og þú ungur maður var mað- ur oft tekinn í gegn eins og algengt er milli stráka en það voru ekki nema 15 ár á milli okkar og ekki lít- ið sem ég leit upp til þín, Bóbó minn, og allt var reynt að apa eftir stóra frænda. Þú fæddist í Reykja- vík 1932 en 1938 flytur fjölskyldan á Selfoss, Vilborg amma, Þórunn, mamma og þú en afi hafði farið tveimur árum á undan vegna vinn- unnar. Selfyssingur frá 6 ára aldri til 77 ára segir manni að þú varst einn af „orginal“ heimamönnum sem sáu bæinn sinn vaxa og dafna. Fyrst var búið á Jaðri meðan byggt var á Miðtúni 17 og kallað Skarð og var fjölskyldan alla tíð kennd við Skarð. Á þessum árum var Ísland að rafvæðast og þinn þáttur í því var meiri en margur gerir sér grein fyrir. Rafveita Selfoss var stofnuð 1946 og strax árið eftir hófst þú starf hjá veitunni 15 ára gamall. Hjá Rafveitu Selfoss lærðir þú raf- virkjun með námi í Iðnskóla Sel- foss. Hjalti Þorvarðarson stýrði Rafveitunni á þessum tíma en þú og Jóakim sáuð um verklegar fram- kvæmdir. Þeir voru margir sum- arguttarnir sem unnu undir þinni stjórn og fengu sína eldskírn bæði vinnulega og ekki síst í mannlegri tilsögn enda oft hlegið þegar þeir tímar voru endurlífgaðir. Okkar leiðir lágu saman 1962 þegar ég flutti að Skarði og hóf nám í Iðn- skóla Selfoss. Þá varst þú heldur betur búinn að afreka, giftur Unni og börnin orðin fjögur. Fjölskylda mín varð fyrir miklu áfalli 1963 þegar faðir minn lést óvænt. Til að mín fjölskylda gæti flutt til Selfoss og jafnframt fengið bestu úrlausn sinna mála byggðuð þið Unnur nýtt hús á Mánagötunni og létuð okkur eftir ykkar hluta á Skarði svo stóra systir gæti búið sem næst sínum foreldrum með synina. Árið 1964 hættir þú störfum hjá Rafveitu Sel- foss eftir 17 ár og hófst vinnu hjá Rarik. Hjá Rarik hélt áfram þín uppbygging á raforkukerfum lands- ins sem verkstjóri vinnuflokka og þá í dreifbýli á Suðurlandi. Hjá Ra- rik varstu til ársins 2002 „utan einnar viku“ 1973 samtals 39 ár. Þeir eru ekki margir sem starfað hafa samfellt við rafvæðingu á Ís- landi í 56 ár. Undir þinni verk- stjórn og leiðsögn störfuðum við saman hjá Rarik á Suðurlandi í rúm fjögur ár og byrjuðum á því daginn eftir sögufrægar sveitat- stjórnarkosningar og mikil veislu- höld. Ekki voru menn þá í hvít- botnuðum gúmmískó með rauð axlabönd, það kom síðar. „Kross nítján þrjátíu og tveir, Gufunesra- díó kallar“ var kunnulegt á tal- stöðvarbylgjunni, en númerið var þér kært, fæðingarárið og flottur bíll. Ástand raforkukerfisins var ekki alltaf upp á sitt besta á þeim árum og þurftu menn þá að starfa við hinar ýmsu aðstæður. Aldrei var vælt þótt staurar væru brotnir og vírinn slitinn og veðrið brjálað. „Æ, æ, ansans vandræði“ heyrðist stundum, annað ekki. Þegar ég hóf byggingu á íbúðar- húsi mínu í Stekkholtinu á Selfossi fyrir mína fjölskyldu varst þú fyrsti maður sem mættir með hamarinn. Fyrsta sumarfríið þitt í langan tíma var allt notað til smíða og að ráðleggja og var hvergi slegið af. Það var ómetanleg aðstoð af þinni hálfu. Það var ekki bara ég sem þú studdir, Bóbó minn, börnin og barnabörnin fengu heldur betur stuðninginn. Ég vil fyrir mína hönd, mömmu, bræðra minna og okkar fjölskyldu þakka þér, Bóbó minn, samveruna. Unni, Vilborgu, Margréti, Þórunni, Jóhanni og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð. Jakob Skúlason. Í dag kveð ég með söknuði vin minn traustan og hjálpsaman með fáeinum orðum. Ég kynntist Þór- mundi fyrir meira en 65 árum, rétt eftir að ég, þá 10 ára, flutti á Sel- foss með foreldrum mínum. Þá bjó hann á Langanesi hjá foreldrum sínum að Skarði er þá taldist til Ölfuss. Ölfusáin var því á milli okk- ar og beggja vegna brúarinnar breskt herlið, en það hafði engin áhrif á vinskap okkar sem reyndist traustur frá upphafi. Árin liðu og eins og gerist með unga menn var margt brallað sem ekki verður tí- undað hér, enda var Þórmundur aldrei gefinn fyrir skjall og upp- hefð. Æskan á alltaf sína sögu. Þórmundur kvæntist Unni Jóns- dóttur og heim til þeirra var ávallt gott að líta, spjalla og spá um allt og ekkert. Vinskapurinn hélst traustur í gegnum árin, ef á þurfti var Þórmundur alltaf til taks og óteljandi eru stundirnar sem við sátum saman og spjölluðum um landsmálin og heimsmálin. Okkar síðasti fundur, þá á sjúkrahúsinu rétt fyrir brotthvarf hans, snerist aðallega um skemmtilegar minn- ingar æskuáranna og þau voru mörg smáatriðin sem Þórmundur mundi eftir. Þær eru góðar, skemmtilegar og óteljandi, þær minningar sem ég á með Þórmundi, traustum vini og góðum dreng. Ég og fjölskylda mín vottum Unni og afkomendum þeirra Þór- mundar, okkar innilegustu samúð. Gunnar Gränz. Þórmundur Þórmundsson  Fleiri minningargreinar um Þór- mund Þórmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.