Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Endurnýjað samstarf  Obama forseti minnir á sameiginleg gildi Japana og Bandaríkjamanna  Fer í dag til Kína og hittir m.a. hálfbróður sinn sem býr í sunnanverðu landinu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BARACK Obama Bandaríkjaforseti og Yukio Hatoyama, forsætisráðherra Japans, hétu í gær að finna fljótt lausn á deilunni um herstöð Banda- ríkjamanna á japönsku eynni Okinawa en íbúar hennar eru mjög andvígir stöðinni. Hatoyama, sem tók við völdum í sumar, hefur lofað að endur- skoða samning sem gerður var um stöðina árið 2006 og virðist Obama hafa samþykkt það. Obama er nú í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Asíu- landa, í dag fer hann til Kína. Japan hefur áratugum saman verið öflugasti bandamaður Bandaríkjanna í Austur-Asíu en Hatoyama hefur lagt áherslu á sjálfstæðari stefnu. Ráðherrann sagði á fréttamannafundi að laga þyrfti samstarfið að nýjum aðstæðum og Obama tók í sama streng. En hann lagði jafnframt áherslu á að þjóðirnar tvær deildu sömu gildum og hefðu sameiginlegra hagsmuna að gæta. Bent er á að Obama, sem hyggst í ferðinni sitja fund APEC, Efnahagsamtaka Asíu- og Kyrra- hafsríkja, reyni með ferð sinni að notfæra sér hrifninguna sem kjör hans hefur vakið um allan heim og reyni í kjölfarið að bæta samskiptin við Asíuríki. En það eru ekki einvörðungu samskiptin við Japan sem hafa stirðnað. Deilt um gengi og verndarstefnu Margir Bandaríkjamenn tortryggja Kínverja og telja þá m.a. hindra innflutning á bandarískum varningi og halda gengi gjaldmiðilsins, júansins, óeðlilega lágu. Lágt gengið veldur því einnig að kínverskar vörur eru samkeppnishæfari en ella á alþjóðamörkuðum. Kínverjar saka á hinn bóginn Obama og stjórn hans um að hefta alþjóða- viðskipti með innflutningshömlum sem eiga að vernda bandaríska framleiðslu. Bandaríski forsetinn mun hitta hálfbróður sinn í Kína. Mark Ndesandjo er kvæntur kínverskri konu og búa þau í Shenzen í suðurhluta landsins en hyggjast fara til Peking til þess að hitta Obama. Ndesandjo og forsetinn eru samfeðra. Í HNOTSKURN »Skýrt var frá því að Obama myndi íræðu sinni í Kína í dag ekki nefna Tíbet á nafn, markmiðið er vafalaust að styggja ekki gestgjafana. Slík tillitssemi gæti orðið mjög umdeild í Bandaríkjunum. »Bandaríkin eru mikilvægasti markaðurKína. En Kína hefur einnig keypt geysi- mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum og á mikinn dollaraforða og því má segja að ríkin séu mjög háð hvort öðru. STÖÐUGT gera vísindamenn nýjar uppgötvanir á sviði glasafjóvgunar og sumar þeirra geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir samfélagið. Nú hafa japanskir vísindamenn að sögn Jyl- landsposten þróað aðferð til að auka möguleika kvenna sem komnar er af æskuskeiði til að verða barnshafandi. Þeir taka bestu hluta eggfrumunnar og endurbæta þá með hlutum úr egg- frumu yngri konu. Notaður er kjarninn úr eggi eldri konunnar, þar sem mest er af sjálfu erfðaefninu og honum komið fyrir í eggi ungu konunnar. Síðan er breytta eggfruman frjóvguð en ljóst að for- eldrarnir eru ekki lengur tveir eins og venjulega heldur þrír. Blaðið bendir m.a. á að ef þessi tækni verði notuð mikið muni foreldrafundir í skólunum taka breytingum og einnig má búast við flóknum deilum um erfðamál. Glasafrjóvgun mistekst oft hjá konum sem komnar eru vel á fertugs- aldur vegna þess að gallar reynast vera í umfryminu, slímkenndu efni sem umlykur sjálfan kjarnann. Til- raunirnar sem vísindamenn við St. Mother-háskólann í Japan hafa gert hafa fram til þessa borið góðan ár- angur. Tekist hefur að búa til alls sjö fósturvísa og verið notuð í þá alls 31 eggfruma. Astushi Tatanka, sem fer fyrir rannsóknateyminu, er mjög vongóður og álítur að aðferðin geti komið að gagni í baráttunni gegn ýmsum sjúkdómum. Fyrstir til að þróa hugmyndina voru reyndar vísindamenn í St. Barnabas Medical Center í New Jer- sey í Bandaríkjunum og var það árið 2001. kjon@mbl.is Þrír foreldrar? Vísindamönnum í Japan hefur tekist að frjóvga eggfrumur sem hafa í sér efni úr frumum tveggja kvenna Í HNOTSKURN »Vísindamennirnir í NewJersey settu árið 2001 hvatbera úr ungum konum í eggfrumur eldri kvenna til að endurbæta þær. »Efast var um að aðferðinværi siðferðislega verj- andi, hún gæti opnað leið til að „framleiða“ erfðabreytt börn. RÉTTAÐ verður yfir Khalid Sheikh Moham- med, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 og fjórum sam- verkamönnum hans fyrir borg- aralegum dóm- stóli í New York. Var búist við form- legri yfirlýsingu þessa efnis frá Eric Holder, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, í gærkvöldi. Um er að ræða mikilvæga breyt- ingu á stefnunni í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í tíð George W. Bush forseta var ákveðið að nota herdóm- stóla til að fjalla um mál hryðju- verkamanna á borð við Muhammed. Ólöglegar vatnspyntingar Ekki hefur verið sagt hvenær réttarhöldin hefjist. Gera má ráð fyrir að verjendur í réttarhöldunum í New York muni nú reyna að fá úr- skurð um að vitnisburður sem feng- ist hefur með ólöglegum aðferðum í yfirheyrslum, eins og t.d. vatnspynt- ingum, sé ólöglegur en vitað er að Muhammed sætti slíkri meðferð. Mennirnir hafa verið í haldi í Guant- anamo-búðunum á Kúbu. Muhammed hefur sjálfur stært sig af því að hafa skipulagt árásirnar 2001. Nær 3.000 manns létu lífið þegar 19 hryðjuverkamenn flugu farþegaþotum á Tvíburaturnana í New York og hús varnarmálaráðu- neytisins í Washington auk þess sem ein vélin brotlenti í Pennsylvaníu. kjon@mbl.is Hryðju- verkamenn fyrir rétt Khalid Sheikh Muhammed Skipulögðu 11.9. 2001 SVISSLENDINGURINN Ernst Baltisberger, sem er 91 árs gamall, býr sig undir að aka fyrst- ur manna inn á nýja hraðbraut, A4 Konauramt, í gær. Baltisberger smíðaði vélhjólið sitt að hluta til sjálfur. Sjónarvottar segja hann frísklegri en margan sextugan manninn og hann hafi sveiflað sér á bak af mikilli fimi. Heilsan er góð, hann sér eins og örn frá sér og það sem næst er sér hann jafn vel og úrsmiður. Háaldraður mótorhjólakappi í Sviss prófar nýja hraðbraut Ekki af baki dottinn Reuters J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b.                   20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.