Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað föstudaginn 27. nóvember 2009 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12 mánudaginn 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Vordraumar & vetrarkvíði – félagsþjónusta í andstreymi Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi Salnum í Kópavogi föstudaginn 20. nóvember 2009 kl. 13:00 til 17:00 RáðstefnustjóRi jón Björnsson, fv. félagsmálastjóri, sálfræðingur og rithöfundur Málþingið er öllum opið sem láta sig velferðarmál varða GjALD kr. 4000 DAGsKRá setning Gunnar M. sandholt, félagsmálastjóri, formaður samtaka félagsmálastjóra á Íslandi staða sveitarfélaganna og velferðarþjónustunnar Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga „á Íslandi eru allir jafnir en sumir jafnari...“ steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra unifeM á Íslandi Hjartað sanna og góða. jón ásgeir Kalmansson, siðfræðingur forysta til framfara – lykilþættir til árangurs í stjórnun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna Háskólans í Reykjavík KAffiHLé fagmennska í félagsþjónustu – kjarni málsins á öllum tímum nanna K. sigurðardóttir, félagsráðgjafi Í kolli mínum geymi ég gullið Gerður Kristný, rithöfundur og skáld N Ý PR EN T eh f. ALLT frá árinu 1994 hef ég legið reglulega inni á geð- deild LSP. Þá greindist ég með inn- lægt þunglyndi sem tekur sig upp aftur og aftur. Það má segja að að meðaltali hafi ég legið inni tvisvar á ári eða þar um bil. Ég hef því haft tækifæri til að bera saman starf geðdeildarinnar yfir öll þessi ár. Þegar ég lá fyrst inni, febrúar til apríl árið 1994, var sjúkraþjálf- un starfandi, svo og iðjuþjálfun. Þá var gert ágætt plan fyrir sjúk- lingana á deildinni og fór ég niður á hverjum degi, ýmist í sjúkra- þjálfun eða iðjuþjálfun. Í sjúkra- þjálfuninni var boðið upp á göngu- bretti og hjól ásamt nokkrum tækjum. Einnig var boðið upp á leikfimitíma sem voru með ýmsu móti. Í iðjuþjálfuninni máluðum við á slæður, fléttuðum körfur og gerðum ýmislegt fallegt. Allt þetta, hreyfingin og athafnirnar sem við gerðum daglega, jók bata okkar verulega. Ég fékk líka tíma hjá sálfræðingi og almennt var vel um mig hugsað á deildinni. Á hverjum morgni voru morg- unfundir þar sem við söfnuðumst saman og fórum yfir daginn með lækni og hjúkrunarfræðingi. Einhvern tíma á þessum áratug voru síðan sjúkraþjálfunin og iðju- þjálfunin lagðar niður vegna sparnaðar og tekin var upp svo- kölluð deildariðja á deildum þar sem málað var á gifs. Í dag er það eina afþreyingin sem býðst á deildinni og oftar en ekki liggur sú vinna niðri vegna fjarveru/ veikinda starfsmanneskju. Ekki er um skipulagðar gönguferðir eða nokkra aðra hreyfingu að ræða nema sjúklingur sæki það sér- staklega. Það ætti að vera öllum ljóst að sjúklingur í djúpu þunglyndi sæk- ir ekki sérstaklega að fara í gönguferðir með starfsfólki. Það þarf að örva sjúk- lingana til að fara og hafa reglubundna hreyfingu á dagskrá. Það er vísindalega sannað að hreyfing bætir geðheilsu og hefur sérstaklega góð áhrif á þunglyndi. Það, að liggja inni á geð- deild og fitna og stirðna vegna ónógrar hreyfingar er ekki að bæta sjálfsmatið, fyrir nú utan að dagsbirtan hefur, eins og allir vita, ótrúlega góð áhrif á þung- lyndi. Ég lá þarna inni á deildinni um daginn í vikutíma vegna geðlægð- ar og get fullyrt að ef ég hefði ekki haft prjónana mína, hefði ég orðið ennþá þunglyndari eftir dvölina þar, aðallega vegna að- gerðaleysis. Ekki var um að ræða neina skipulagða viðtalstíma nema við lækninn á morgnana, þá daga sem hann/hún mætti. Ég man eftir einni kyrrðarstund með presti og einum slökunartíma með hjúkr- unarfræðingi. Það fór svo alveg eftir því hvaða starfsfólk var á vakt, við hvern maður gat talað. Landspítalinn hefur þá reglu að hafa tvær heitar máltíðir á dag sem er auðvitað fáránlega mikil fæða fyrir sjúklinga sem hreyfa sig ekki neitt. Svo eru auðvitað kaffitímar og fleira inni á milli. Hápunktar dagsins eru þessir matartímar og svo heimsóknir þær sem maður fær kannski, ef maður er heppinn. Það segir sig sjálft að svona mikill matur og lítil hreyfing bætir ekki geð sjúklinga, þvert á móti. Ég er algjörlega meðvituð um að spara þarf í heilbrigðiskerfinu en er verið að spara þarna? Hversu mikill sparnaður er að því að fólki sé hleypt heim, ekki alveg nógu góðu, ekki með neina eft- irmeðferð og algjörlega upp á sjálft sig komið? Ég útskrifaðist viku eftir innlögn, var ekki orðin nógu heilbrigð en nægilega mikið í bata til að fara af deildinni. Mér var lofað að ég fengi sálfræðihjálp sem ég er búin að vera að biðja um síðan í fyrra … síðan eru liðn- ar þrjár vikur og enginn sálfræð- ingur búinn að hafa samband. Þegar ég hringdi var mér tjáð að búið væri að leggja inn beiðni sem tæki svo tíma að fara yfir. Ég lagðist inn á þessa deild þrisvar sinnum síðasta vetur. Í öll skiptin fór ég heim án eftirmeð- ferðar og án þess að vera orðin nægilega góð. Geðdeildin er neyðarúrræði en væri ekki æskilegra að sjúklingar fengju eftirfylgd við sitt hæfi, heldur en að leggjast inn hvað eft- ir annað? Myndi ekki innlögnum fækka ef boðið væri upp á pró- gramm fyrir hvern og einn sjúk- ling sem samanstæði af líkamlegri hreyfingu og andlegum stuðningi? Ég er alveg viss um að það væri sparnaður til lengri tíma litið. Ég hugsa að það væri ódýrara fyrir LSP að veita mér reglulega sál- fræðiþjónustu en að taka við mér aftur og aftur. Ég kynntist ungri stúlku þarna inni sem var útskrifuð gegn vilja sínum og send heim. Einhver ástæða var fyrir því að hún kom inn og hefði ekki verið sjálfsagt að endurhæfa hana og aðstoða í erf- iðleikum hennar, frekar en að henda henni heim með engar lausnir? Ég gæti alveg hugsað mér að boðið væri upp á viðtalsmeðferðir eftir þörfum sjúklinganna og ekki væri talað niður til þeirra á deild- inni eins og því miður viðgengst í dag. Ég er alveg viss um að með þessum aðferðum væri hægt að minnka lyfjakostnaðinn og fækka innlögnum. Einnig þarf að fara yf- ir starfsmannaúrvalið og kanna hverjir eru ákjósanlegir að vinna með fólki og hverjir ekki. Það hlýtur að vera hægt að bæta geð- heilbrigði landsmanna öðruvísi en með miklum tilkostnaði. Aðbúnaður á geðdeildum LSP Eftir Öddu Guð- rúnu Sigurjóns- dóttur Adda Guðrún Sigurjónsdóttir » Greinin fjallar um aðbúnað sjúklinga á geðdeildum LSP og til- lögur um úrbætur þar að lútandi. Höfundur er leikskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.