Morgunblaðið - 14.11.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.11.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „HAFRAGRAUTURINN hefur gert góða lukku. Í byrjun fjölgaði grautarþegum dag frá degi og nú koma um það bil 200 krakkar í hverja máltíð. Matreiðslumaður skólans eldar fjörutíu lítra á hverj- um morgni og síðan höfum við stjórnendur skólans og fleiri skipt á milli okkar að ausa í skálarnar,“ seg- ir Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Byrjað var að bjóða nemendum í Hamrahlíð upp á ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags á vorönn þessa árs og var því svo haldið áfram þegar skólastarf hófst aftur í haust. Ráð gegn morgunsleni „Fyrir nokkrum árum var haft á orði á kennarafundi að stundum væri hálfgert morgunslen yfir krökkunum og þá var sú tillaga nefnd, meira í gamni en alvöru, að kannski væri þjóðráð að bjóða upp á hafragraut. Síðar var þetta sama nefnt á foreldrafundi í fyrravetur eftir hrunið og það kom hugmynd- inni á hreyfingu,“ segir Lárus. Boðið er upp á hafragrautinn í Hamrahlíð í fyrstu frímínútum á morgnana frá þriðjudegi til föstu- dags. Í fleiri skólum, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, er boðið upp á þessa staðgóðu máltíð í upphafi vinnudags og líkar hvarvetna vel. Grauturinn gerir góða lukku Morgunblaðið / Ómar Lyst Krakkarnir gera hafragrautnum í Hamrahlíð góð skil, en farið var að bjóða grautinn í þeim tilgangi að hrista af þeim morgunslenið í skammdeginu. Morgunblaðið/Ómar Ausið Pálmi Magnússon áfangastjóri og Lárus Bjarnason skólameistari ausa í skálar grautarþega sem eru um 200 og hefur farið fjölgandi. GREIÐARI sam- göngur innan hverfis fyrir gangandi og hjólandi vegfar- endur, Bústaða- og Réttarholts- veg í stokk og göng og sund- laug við Selja- veg. Þetta var meðal áherslumála sem íbúar Háaleitis- og Bústaða- hverfis settu fram á opnu húsi um framtíðarskipulag hverfisins í tengslum við endurskoðun aðal- skipulags Reykjavíkur. Eftir stutta kynningu á þeirri vinnu sem nú fer fram við nýtt aðalskipulag upphófust fjörugar umræður. En fundurinn var sá sjö- undi af tíu sem skipulags- og byggingarsvið stendur fyrir í öll- um hverfum borgarinnar vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur. Bústaðaveg í stokk og göng SÍMINN hyggst á næstu vikum setja upp fjóra GSM-senda á Snæfellsnesi til að bæta GSM- samband á svæð- inu. Samkvæmt fyrri áætlun Sím- ans stóð til að koma fyrir ein- um sendi, en ákveðið var að bæta við þremur til viðbótar. Sendarnir verða á Klakki, Lárkoti, Bjarnar- hafnarfjalli og við Malarrif. Stefnt er að því að uppsetningu á Snæ- fellsnesi verði lokið fyrir áramót. GSM-samband á Snæfellsnesi bætt Í sambandi GSM samband skal bætt. „Í framhaldi af umræðu undan- farna daga um málefni Knatt- spyrnusambands Íslands áréttar borgarráð það ákvæði í mannrétt- indastefnu Reykjavíkur, sem skuld- bindur borgaryfirvöld til að vinna gegn klámvæðingu og vændi,“ seg- ir í ályktun borgarráðs, sem sam- þykkt var samhljóða í fyrradag. „Í ljósi þess getur borgarráð ekki annað en brugðist við þegar slík mál koma upp hjá mikilvægum samstarfsaðila borgarinnar um íþróttir, uppeldi og forvarnir. Reykjavíkurborg hefur ætíð stutt myndarlega við íþróttahreyf- inguna, enda brýnt að borgaryfir- völd stuðli að bættri heilsu og vel- líðan borgarbúa í hvívetna. Starf í þágu barna og ungmenna er þar sérstaklega mikilvægt, enda for- varnargildi íþrótta óumdeilt. Brýnt er því að forsvarsfólk íþróttafélaga og sambanda ástundi þau vinnu- brögð sem eru þessu góða og mik- ilvæga starfi til sóma. Í ljósi þess hvetur borgarráð Knattspyrnu- sambandið og önnur samtök íþróttahreyfingarinnar til að marka sér skýra stefnu um þessi mál og leita þannig leiða til að slík atvik, sem varpa skugga á annars afbragðs störf íþróttahreyfing- arinnar, endurtaki sig ekki.“ Íþróttahreyfingin marki skýra stefnu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að senda ekki jólakort innanlands fyr- ir þessi jól í nafni einstakra ráðu- neyta. Þess í stað verður andvirði kortanna og sendingarkostnaðar, alls um 4,5 milljónir króna, afhent 9 hjálparsamtökum. Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, Hjálpræðisherinn, Rauði kross Ís- lands og Fjölskylduhjálpin fá hvert í sinn hlut 500.000 krónur, að því er segir í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu Ráðuneytin senda engin jólakort í ár Hafragrautur fyrir fjóra 2 lítrar vatn 250 g hafragrjón 1 matskeið salt Hitað og hrært í, þar til sýður. Grauturinn er soðinn í 5 til 20 mínútur og borinn fram með mjólk og sykri ef vill. Ýmsu má bæta við hafragraut til að braðbæta og gera mat- armeiri, svo sem hveitiklíði til mýkingar, sykri og kanil eða kanilsykri, sultu, fjallagrösum, mjólk eða skyri. Grautinn má einnig bera fram kaldan og með skyri og þá er hann kallaður hræringur. Vatns- grautur er tegund hafragrauts þar sem haframjölið er soðið í vatni. Mjólkurgrautur heitir þeg- ar mjölið er soðið í mjólk. (Byggt á Mat og drykk, bók Helgu Sigurðardóttir.) Sígildur grautur Gullfalleg vara frá Svíþjóð ALLT TIL AÐ FEGRA HEIMILIÐ OG BÚSTAÐINN Falleg gjafavara á góðu verði Sími 530 2915 · www.village.se SMÁRALIND Sími 530 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.