Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 ÞAÐ ER nú einu sinni svo að eðl- isfræði og saga eru mjög ólík við- fangsefni og gera ólíkar kröfur til þeirra manna sem við þessi vísindi fást. Með þessum skrifuðum orðum er fyrst og fremst átt við þekking- arforða sem menn hafa aflað sér, vinnubrögð og aðferðir sem menn hafa ungir lært og lengi beitt og heildarviðhorf sem skapast hafa á löngum tíma í greininni, t.d. á heilli farsælli starfsævi. Ef þessi skilyrði eru fyrir hendi mun ekki vera auð- velt að færa sig um set milli nefndra vísindagreina og koma síðan fram með byltingarkenndar hugmyndir sem eiga að valda straumhvörfum í hinni nýju fræðigrein. Ekki alls fyrir löngu hlustaði ég á Kastljósþátt þar sem eðlisfræðing- urinn Páll Teódórsson sýndi tæki sem hann hefur notað til aldursgreiningar á trjáviði sem mannshöndin á einhvern tímann að hafa snert og mótað, brennt eða not- að. Tæki þetta sagði hann vera í þró- un og ef vel tækist til ætti að vera hægt að sanna með niðurstöðum þess að landnám á Íslandi væri miklu eldra en flestir ætla í dag. Þessu til áréttingar benti hann á eitt og annað sem fornleifafræðingar hafa fundið hér á landi og dregið ályktanir af. Ef ég man rétt nefndi hann að líklega væri landnám hér um 200 árum eldra en forn fræði segja og nefndi í því sambandi ártalið 670 sem upphafsár. Ég hefi orðið þess var að erindi eðlisfræðingsins í Kastljósþættinum hefur víða fallið í góðan jarðveg hjá fólki sem á hlustaði og hefur hann því líklega náð tilgangi sínum, hver svo sem hann hefur verið. Mér líkaði hins vegar ekki hinn sagnfræðilegi boðskapur sem fram kom og hefi haft af því nokkra fyrirhöfn að leið- rétta við mína viðmælendur herfileg- an misskilning sem þarna var á ferð- inni um landnám almennt og þá sérstaklega um landnám austmanna frá Noregi á Íslandi. Almennt er tal- ið að allar stórar eyjar á jarðkringl- unni hafi verið fundnar fyrir lok bronsaldar og þær síðan byggðar ef menn gátu dregið þar fram lífið. Ef þetta er rétt ætti það einnig að gilda um Ísland. Helstu heimildarrit vor um land- nám á Íslandi eru Íslendingabók Ara og Landnáma. Þar er þess hvergi getið að Ísland væri mannlaust eða óbyggt þegar það fannst og var num- ið, tekið til eignar, af norrænum mönnun og fleirum. Það landnám fór fram eftir sérstökum viðurkenndum reglum sem jafngiltu lögum um eign- arhald, með lögum skal land byggja, fyrir stofnun Alþingis. Í einum kafla bókar sinnar segir Ari Þorgilsson frá landnámi Norðmanna hér og frá upphafi þess með þessum orðum: Ís- land byggðist fyrst úr Noregi á dög- um Haralds hins hárfagra (let- urbreyting hefur verið gerð). Þessa setningu væri óvarlegt að skilja svo að Ísland hafi verið mannlaust þegar fyrstu landnemarnir komu austan eða vestan um haf, því síðar í sama kafla segir Ari að hér hafi þá verið kristnir menn. Þá heimild nota bæði bæði Sturla Þórðarson og Haukur Erlendsson í landnámabókum sínum en bæta þessu við, S1 og H1: „Enn er og þess getið á bókum enskum, að í þann tíma var farið milli landanna.“ Að lokum. Getur þú, Páll, gefið einhverjar skýringar á því hvers vegna þú hyggur að landnám á Ís- landi hafi hafist um árið 670 og telur þú að það sé lítið mál að færa nor- rænt landnám á Íslandi, samkvæmt landnámabókum, fram um 200 ár? GUÐMUNDUR HANSEN FRIÐRIKSSON, eftirlaunamaður. Eðlisfræði og landnám á Íslandi Frá Guðmund Hansen Friðrikssyni JÓN og ég við vorum eins og bræður /og áttum föður sem var okkur kær/ og ekki skorti okkur heldur mæður/ því ei þær reyndust færri vera en tvær./ Lánið elti Jón, en lét í friði mig/ lánsami Jón ég öfunda þig. Svona hófst gamall, vinsæll slagari, sem lýð- urinn söng við öll tækifæri upp úr miðri síðustu öld. Jón var snjall. Ef hann ætlaði að gera eitthvað, þá byrjaði hann á því að taka lán. Og til að lág- marka eigin áhættu stofnaði hann hlutafélag. Ekki gekk að stofna bara fyrirtæki, það þurfti líka að starfrækja það með tilheyrandi kostnaði, frekum mannafla og fín- um búnaði. Lúkkið verður að vera í lagi, ef einhver á að vilja skipta við fyrirtæki. Síðan langaði hann til að gera eitthvað annað og stofnaði einkahlutafélag, sem hlutafélagið hans átti hlut í og tók meiri lán. Jón var lánsamur. Eng- inn synjaði honum um lán og hann ætlaði að gera svo margt og verða svo ríkur. Hann stofnaði hvert einkahlutafélagið á fætur öðru og alltaf tók hann lán. Jón hafði alltaf dreymt um að eiga banka. Hann reri öllum árum að því að eignast svoleiðis apparat. Þegar hann átti orðið nokkra tugi hlutafélaga, dótturfélög, systur-, dótturdóttur- og frænkufélög, lét hann þau kaupa útsölubanka á lánum. Þá gat hann látið þau taka meiri lán, sem hann gerði að sjálfsögðu. Hann vissi að það var óhætt að taka mikið af lánum, því að alltaf hafði allur kostnaður af þeim, vextir, byggingarkostnaður, ferða- lög, búnaður og bílakaup farið beint út í verðlagið og lýðurinn greitt hann möglunarlaust. Þarna fékk hann kjörið tækifæri til að fara í fyrirtækjaleik í útlöndum líka og hvað var þá eðlilegra en að fara inn á reikninga lýðsins í land- inu (það var hvort sem er bara heimskur, óupplýstur, ólánsamur óþjóðalýður), hirða peningana og skilja eftir miða í staðinn, sem á stóð: „I owe you.“ Allir forkólfar, sérfræðingar, lögfræðingar, hags- tjórnendur, bankastjórar, embætt- ismenn og pólitíkusar lýðsins urðu agndofa yfir snilldinni og kepptust við að klappa Jóni lof í lófa. Jón trúði því statt og stöðugt, að hann væri útsendari almættisins, enda hafði honum verið innrætt það frá blautu barnsbeini að hann væri svo lánsamur. Já, hann lifði svo sannarlega lífinu hann Jón, en því miður var það allt á kostnað ann- arra. Hann varð gjálífi sýnd- arveruleika og siðblindu að bráð. Nú er öldin önnur. Jón er skuld- ugur upp fyrir haus og enginn öf- undar hann lengur.Nú elta lánin Jón, en því miður láta þau mig ekki í friði. Spekingar stjórnvisk- unnar gerðu reyndar alla þjóðina ábyrga fyrir lántöku Jóns um ófyrirsjáanlega framtíð, sam- kvæmt einhverjum undarlegum lögum og samkomulagi, sem eng- inn skilur. Hvað varð um alla peningana? spyr fólk. Hvaða peninga? spyr ég. Hvernig á þjóð með óhag- stæðan vöruskiptajöfnuð í tugi ára, sem hefur alltaf eytt meira en hún hefur aflað og alltaf tekið lán til þess að brúa bilið milli tekna og gjalda (óhófseyðslu), að eiga einhverja peninga? Það voru aldr- ei til neinir peningar, aðeins loforð og væntingar um eitthvað, kannski einhvern tíma. STEFÁN AÐALSTEINSSON, fv. verslunarmaður. Lánsami Jón Frá Stefáni Aðalsteinssyni Stefán Aðalsteinsson Stórfréttir í tölvupósti Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Kanarí Jólaferð 19. desember - 14 nætur 24. nóvember – haustferð Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frá kr. 49.000 Síðustu sætin! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar fllugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með hálfu fæði eða með "öllu inniföldu" jafnframt í boði). Einnig bjóðum við mjög takmarkað magn sæta í jólaferðina 19. desember á frábærum kjörum og m.a. sértilboð á Green Park Apartments, sem er einfalt og vel staðsett íbúðahótel á ensku ströndinni. Fjölbreytt gisting í boði. Ótrúleg sértilboð ! Verð kr. 49.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 24. nóv. Verð kr. 99.900 - Flug og gisting Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 25 nætur. Stökktu tilboð 24. nóvember. Aukalega m.v. stökktu tilboð með hálfu fæði kr. 30.000 og með "öllu inniföldu" kr. 50.000. Aukalega m.v. 2 í íbúð á Club Green Oasis *** með "öllu inniföldu" kr. 60.000. Verð kr. 109.900 - Jólaferð í 14 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Green Park Apartments í 14 nætur. Aukalega m.v. gistingu í smáhýsi m. 2 svefnherb. á Parquesol kr. 18.050. Verð m.v. 2 í íbúð á Green Park kr. 134.900. Sértilboð 19. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.