Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009
Mér datt í hug hending úrkvæði eftir BjarnaThorarensen þegar éghafði lokið lestri á bók
Steinars Braga, sem hann nefnir
Himinninn yfir Þingvöllum. „Glaður
drekk ég dauða úr rós“ þar sem
meginþemað er tenging dauða og
ástar því að rósin vísar til vara
dauðrar ástmeyjar. Sögurnar þrjár
úr bókinni fjalla einmitt um dauðann
og samveruna eða dauðann í sam-
verunni. Þetta eru furðusögur sem
minna á endurunninn módernisma
þar sem andinn og tilfinningarnar
birtast okkur í líkamlegu eða hlut-
gerðu formi. Þær eru jafnframt sög-
ur um eyðingarmátt orða og illsku
annarra. Þótt sögurnar séu á vissan
hátt ólíkar, hafi ólík sögusvið, er þó
ótalmargt sameiginlegt með þeim,
ekki síst örlagaþrungin stefna sagn-
anna að ginnungagapi óreiðunnar.
Eitt megineinkenni þeirra er
hversu döngunarlausar aðalpersón-
urnar eru, oft sveimhugar sem eru
ekki einu sinni leitandi heldur reyna
að sætta sig á einhvern hátt við ör-
væntingu sína og eymd. Þær gerast
á mörkum siðferðislegrar upplausn-
ar og renna í endann yfir þau mörk.
Sögusviðið í fyrstu sögunni er
Reykjavík. Stúlka í vanda leitar til
aðalpersónunnar, ungs manns sem
lifir í doða og einsemd. Sagan hverf-
ist um heimsóknir stúlkunnar til
mannsins og þegar hún hættir að
koma grípur hann til örþrifaráðs.
Önnur sagan fjallar um par í frönsku
Ölpunum og samskipti þess við
mann sem meðvitað leitast við að
kljúfa samband þeirra með illgjarnri
orðræðu sinni. Þriðja sagan gerist á
borpalli í einhverri eyðimörk sem
áður var hafsbotn og yfir henni er
mikill heimsend-
abragur.
Kostir Steinar
Braga sem sagna-
skálds eru einkum
hversu ríkulega
hann beitir
ímyndunaraflinu
og hversu létt
honum reynist að
túlka einsemd og firringu, örvænt-
ingu og upplausn. Í þessum sögum
finnst mér hann ganga svo hart fram
í þessu að lesanda verður um og ó.
Sömuleiðis er hann leikinn sagna-
smiður svo að minnir á hina gömlu
módernísku meistara. Einn þáttur í
sögunum er hin heimspekilega og til-
vistarlega orðræða sem mér finnst
stundum taka völdin af frásögninni.
Hún hefur hins vegar lítið gildi í
söguframvindunni, er á vissan hátt
meðvitað óekta, moð eða kitsch. Þetta
gerir smásögurnar dálítið torlesnar
og erfiðar fyrir menn í tímaþröng.
Sögur Steinars Braga eru að
sönnu vel smíðaðar. Það þyngir þær
hins vegar og dregur þær niður
hversu bölmóðurinn í orðræðunni og
efninu er mikill þegar hið innhverfa
verður úthverft. Aðeins meiri kímni
og kaldhæðni hefði ekki skaðað
þessa bók. Það vantar gleðina í þann
sem drekkur úr rósinni.
Smásögur
Himinninn yfir Þingvöllum
bbbmn
eftir Steinar Braga. Mál og menning
2009 – 299 bls.
SKAFTI Þ.
HALLDÓRSSON
BÆKUR
Dauði úr rós
HUNDRAÐ og tíu ár eru liðin síðan
Bjarni Þorsteinsson gaf út Hátíða-
söngva sína og verður hans minnst í
Grafarvogskirkju á morgun, sunnu-
dag, á degi orðsins og tónanna.
Dagskrá hefst klukkan 13.00 með
erindum sem þau Una Margrét
Jónsdóttir, Gunnsteinn Ólafsson og
Jónas Ragnarsson flytja. Guðþjón-
usta verður klukkan 14.00 og verða
Hátíðasöngvarnir fluttir. Kór Graf-
arvogskirkju syngur ásamt Yngri
barnakór kirkjunnar undir stjórn
Hákonar Leifssonar og Arnhildar
Valgarðsdóttur. Jóhann Friðgeir
Valdimarsson syngur einsöng og
Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu.
Hátíða-
söngvar
Í TILEFNI af útkomu geisla-
disksins Kviku heldur Agnar Már
Magnússon djasspíanisti tónleika í
Norræna húsinu á morgun, sunnu-
dag, og hefjast þeir klukkan 20.00.
Ásamt Agnari Má leika þeir Valdi-
mar K. Sigurjónsson á kontrabassa
og Scott McLemore á trommur.
Geisladiskurinn Kvika hefur að
geyma frumsamda djasstónlist Agn-
ars Más en upptökurnar eru frá tón-
leikum á Jazzhátíð í Reykjavík árið
2008. Þar voru meðleikarar tón-
skáldsins bandarísku tónlistarmenn-
irnir Ben Street og Bill Stewart.
Agnar Már er í fremstu röð ís-
lenskra djasspíanista og hefur hann
áður sent frá sér diskana 01 og Láð,
sem hlutu mikið lof.
Agnar Már
leikur Kviku
Málþing um íslenskar
leiklistarrannsóknir
Í dag laugardag, 14. nóvember, efna Leikminjasafn Íslands og
Listaháskóli Íslands til málþings um íslenska leiklistarfræði.
Málþingið er haldið í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og
Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Það verður haldið í fundasal
Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og hefst kl. 14.00.
Þar munu eftirtaldir fræðimenn flytja stutt erindi:
Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræðingur og leikmyndahöfundur:
„Rétt landslag eða róttæk list?“ – sögunni miðlað á sviðinu.
Ingibjörg Björnsdóttir, listdanskennari: „Ausdruckstanz“ á
íslensku leiksviði – Um dansarann Ellen Kid.
Magnús Þór Þorbergsson, lektor við Leiklistardeild Listaháskóla
Íslands: „Hvað eigum við að kalla instructör?“ - Nokkrar hug-
leiðingar um stöðu leikstjórans í íslensku leikhúsi á 3. áratugi
síðustu aldar.
Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands: Að
dæma eða ekki að dæma. Hugleiðingar um tilvistarvanda
íslenskrar leiklistargagnrýni á fyrri hluta síðustu aldar.
Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur: Nýjársnóttin: Gleðileikur
Indriða Einarssonar og íslenskir samtímaviðburðir.
Björn G. Björnsson, leikmyndahöfundur: Hvernig geymist leiklist?
Umræðum stýrir Dagný Kristjánsdóttir prófessor við H.Í.
Sveinn Einarsson, stjórnarformaður Leikminjasafnsins, setur málþingið.
Málræktarþing
Íslenskrar málnefndar og
Mjólkursamsölunnar 2009
DAGSKRÁ
Laugardaginn 14. nóvember
kl. 11.00-13.30 í hátíðasal HÍ
11.00-11.10 Guðrún Kvaran:
Ávarp. Ályktun Íslenskrar málnefndar
11.10-11.25 Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Út í heim á íslenskum skóm“
11.25-11.30 Upplestur. Kristín Olga Gunnarsdóttir
11.30-11.45 Þrúður Hjelm:
„Íslenskan og leikskólakennarinn“
11.45-12.00 Sæmundur Helgason:
„Hvernig gengur að efla vöxt og viðgang íslenskunnar?“
12.00-12.10 Ávarp Einars Sigurðssonar, forstjóra MS
12.10-12.40 HLÉ
Veitingar í boði MS
12.40-12.50 Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
12.50-12.55 Upplestur. Jóhannes Bjarki Bjarkason
12.55-13.10 Bragi Halldórsson:
„Íslenska í framhaldsskólum í sögulegu ljósi“
13.10-13.25 Jón Torfi Jónasson:
„Móðurmálið ætti að vera augasteinn allra skóla …“
13.25-13.30 Kór Kársnesskóla
Fundarstjóri Sigurður Konráðsson