Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Í TILEFNI af fyrirspurn Birkis J. Jónssonar alþingismanns og svari Kristjáns L. Möller sam- gönguráðherra á Alþingi 4. nóv- ember sl. og ummælum Birnu Lárusdóttur í hádegisfréttum RUV 5. nóvember um „samgöngu- miðstöð“ í Vatnsmýri bendir fram- kvæmdastjórn Samtaka um betri byggð á eftirfarandi: Í lýðræðislegum kosningum í mars 2001 samþykktu Reykvík- ingar að flugi í Vatnsmýri skyldi hætt eigi síðar en í árslok 2016. Í kosningum 2006 var sú niðurstaða staðfest þegar fjórir flokkar með brottflutning flugsins á stefnuskrá fengu 90% atkvæða. Í skýrslu ParX 2007 fyrir sam- gönguráðherra og borgarstjóra kemur fram að tap þjóðarbúsins af flugi í Vatnsmýri í stað miðborg- arbyggðar er a.m.k. 3.500.000.000 kr. á ári á verðlagi 2005. Nið- urstaða úr sambærilegri úttekt Betri byggðar er að tapið sé fjór- falt eða a.m.k. 14.000.000.000 kr. Í úttektum ParX og Betri byggðar er einkum miðað við ábata af minni akstursþörf en lítið tillit tekið til annars ábata t.d. af auknu heilbrigði, bættri borg- armenningu, minni mengun og út- blæstri, bættum rekstri heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga o.s.frv. Í alþjóðlegri hugmyndakeppni um skipulag í Vatnsmýri bárust um 140 tillögur, hver annarri glæsilegri, sem allar styðja hug- myndir og kröfur Samtaka um betri byggð um blandaða og þétta miðborgarbyggð þar í stað flug- vallar. Nú er hafin löngu tímabær end- urskoðun aðalskipulags Reykjavík- ur þar sem kúvenda þarf og marka nýja stefnu fyrir þróun höf- uðborgarinnar inn á við á nýrri öld án flugvallar í Vatnsmýri. Flugvöllurinn veldur stjórn- lausri útþenslu byggðar og bíla- samfélagi án hliðstæðu. Afleidd einkaneysla slær flest met og kemur þjóðinni nú illa í hruninu m.a. vegna risaflota einkabíla og skefjalausra húsbygginga á jöðr- um höfuðborgarsvæðisins. Landsbyggðarforkólfar lands- málaflokka hafa lengi misbeitt valdinu, sem felst í illa fengnum yfirráðum yfir flugi í Vatnsmýri og í óréttlátu misvægi atkvæða til Alþingis. Þeir hafa sveigt mörg flokkssystkin sín í ráðhúsi Reykja- víkur til undirgefni varðandi helstu hagsmuni borgarbúa, þ.e.a.s. áframhaldandi flug í Vatnsmýri og naumt skammtað fé til stofnbrauta á höfuðborg- arsvæðinu. Flugvöllurinn veldur því að þéttleiki byggðar hefur hrapað úr 170 íbúum á hektara 1945 í 15 árið 2008. Flestir búa nú utan göngu- fjarlægðar og því eru nærþjón- ustan og rekstrargrunnur Strætó hrunin. Mestöll verslun er komin í verslunarmiðstöðvar og önnur þjónusta er dreifð um svæðið. Völlurinn er helsti orsakavaldur bílasamfélagsins og stuðlar að sí- auknu vægi stofnbrauta á höf- uðborgarsvæðinu. Stofnbrautir, vegafé, flugvöllur og lofthelgi yfir borginni eru á valdi samgöngu- ráðherra, sem ræður þannig öllu, sem máli skiptir um þróun höf- uðborgarinnar. Með því að reisa miðborg- arbyggð með 45 þúsund íbúum og störfum í Vatnsmýri má stöðva stjórnlausa útþenslu byggðar, rjúfa vítahring bílasamfélagsins og hefja uppbyggingu skilvirkrar menningarborgar til mikilla hags- bóta fyrir borgarbúa og aðra landsmenn. Þá dregur úr þörf á akstri um allt að 40% á næstu 15- 20 árum. Nú kostar akstur 140 þúsund einkabíla á höfuðborgarsvæðinu um 200 milljarða kr. og 84.000.000 klst. af tíma ökumanna og farþega (1,2 í bíl) á ári. Þegar Vatnsmýri er fullbyggð sparar samfélagið ár- lega 80 milljarða kr. og 20 þúsund mannár í akstri. Að auki sparast um 10.000 mannár því ekki þarf að vinna fyrir um 50 þúsund bílum, sem þá verða óþarfir. Á lýðveldistímanum fékk flug- völlurinn, sem einkum var til hag- ræðis fyrir landsbyggðarforkólfa, síaukið vægi í byggðastefnunni og varð þannig ein helsta pólitíska ormagryfja lýðveldisins. Áratug- um saman var flugið notað til að róa dreifbýlisbúa, sem sumir hverjir eru enn án boðlegra vega- samgangna, innan svæða og út á við. Samgönguyfirvöld vinna gegn helstu hagsmunum borgarbúa og vanrækja um leið það hlutverk, að tryggja hagkvæmar, skilvirkar og öruggar samgöngur á landi, legi og í lofti í sátt við almannahags- muni, t.d. með því að tefja ein- falda veðurathugun á Hólmsheiði. Of oft hafa samgönguyfirvöld sóað fé og tækifærum samfélags- ins m.a. í flugvöll í Vatnsmýri 2002, færslu Hringbrautar 2004 og í Héðinsfjarðargöng 2009. Og nú leggja þau drög að nýrri flugstöð í Vatnsmýri fyrir milljarða króna, flugstöð sem samgönguyfirvöld leyfa sér að kalla „samgöngu- miðstöð“ til þess eins að breiða yf- ir þann augljósa tilgang að festa flugið í sessi. Vonandi hindra borgaryfirvöld þetta skemmdarverk; kjósendur munu fylgjast vel með afstöðu flokka í aðdraganda borgarstjórn- arkosninga. Í samgöngunefnd Alþingis er stefna ríkisins gagnvart borginni mótuð í skugga mikils misvægis atkvæða. Á sl. 63 löggjafaþingum áttu borgarbúar að meðaltali 1,43 af 9 nefndarmönnum. Í ljósi alls þessa ber að skoða afstöðu Krist- jáns L. Möller, Birnu Lárusdóttur og annarra landsbyggðarforkólfa. Hagsmunir höfuðborgarinnar Eftir Einar Eiríksson, Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson »Enn sóar samgöngu- ráðherra fé og tæki- færum borgarbúa: legg- ur drög að nýrri flugstöð í Vatnsmýri fyrir milljarða til þess eins að festa flugið í sessi. Einar Eiríksson Einar er framkvæmdastjóri, Gunnar er verkfræðingur, Örn er arkitekt. Allir eru í framkvæmdastjórn Sam- taka um betri byggð. Örn SigurðssonGunnar H. Gunnarsson Atvinnuhúsnæði Landsbyggðin BAKKABRAUT - KÓPAVOGUR Erum með í sölu 647 fm atvinnuhúsnæði. Styrkt gólf fyr- ir þungavélar,gryfja til undirvagnsviðgerða, plan einnig styrkt. Hæð innkeyrsludyra 4,2m, hæð frá gólfi í mæni 9,2m og 6,2m við útvegg. Skrifstofur yfir hluta salar í öðrum enda. 090826 Til sölu jörðin Brekka í Reykhólahreppi. Jörðin er í fögru umhverfi. Fjölbreytt landslag m.a. tölu- vert kjarr. Landstærðin talin vera 700 ha. Einginn húsa- kostur tilheyrir jörðinni. Áhugaverð staðsetning með fal- legu útsýni. 101627 Landsbyggðin ÞÓRISDALUR - BÆJARHREPPI Jörðin er landmikil og er talin vera rúmir 4000 ha. Þóris- dalurinn er á landi milli Jökulsár og Skyndidalsár að austan og Laxár að vestan. Lambatungujökli að sunnan og eru landamerkin við býlið Krossaland. Mjög áhuga- verð nátturuperla. 101629 SYÐRI BBREKKUR I - AKRAHREPP SKAGAF. Um er að ræða sölu á alls 240 ha lands á Syðri Brekkum ásamt íbúðarhúsi og útihúsum. Jörðin er vel stasett, miðsvæðis í Skagafirði, um 17 km frá Varmahlíð og um 20 km frá Sauðárkróki. Mjög víðsýnt er frá jörðinni. Hita- veita frá Varmahlíð. 101626 Landsbyggðin Sérbýli ca 200-250 fm óskast til kaups Fyrir trausta kaupendur vantar okkur nú þegar ca 200-250 fm sérbýli á einni hæð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Um getur verið að ræða einbýlishús, raðhús eða parhús. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson. Vel staðett og bjart 193 fm verslunar- og skrifstofu- húsnæði á jarðhæð. Gluggar á þrjá vegu. Nýleg vönduð eign með góðri aðkomu. Leiga eða sala. Möguleg skipti á sumarhúsi eða íbúð. Laust 1. desember. LÆKJARGATA 34D - HAFNARFIRÐI Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf FJÖLMIÐLAR hafa greint frá fyr- irhuguðum framkvæmdum ætluðum til að koma atvinnulífinu af stað og hjálpa til við endurreisn efnahags- lífsins; framkvæmdum sem lífeyr- issjóðirnir ætli að fjármagna. Meðal þeirra eru vegabætur á Vest- urlands- og Suðurlandsvegi sem ætl- unin er að gera að hraðbraut með tvöföldum akreinum í báðar áttir. Eru þessi verkefni virkilega þau arðvænlegustu í samgöngubótum landsins? Ekki alls fyrir löngu sögðu fjöl- miðlar frá áliti erlends sérfræðings í samgöngumálum, að umferðaþungi á þessum vegum væri fjarri því að nauðsyn bæri til að breyta þeim í 2x2 brautir. Hins vegar benti hann á að 2x1 lausn væri algjörlega full- nægjandi en auk þess jafn örugg og 40% ódýrari! Er þarna ekki lausn sem ber aðstoð vel og lífeyrissjóð- irnir gætu fjármagnað? Lausn, sem ekki krefðist vegatolla? En hyggjum að öðru. Þjóðvegur 1 er enn ekki að fullu með bundið slit- lag og verðmætasköpun á afurðum til útflutnings og gjaldreyrissköp- unar er víða um land torvelduð vegna slæmra samgangna. Allt sem styrkir útflutningsiðnað er lífs- spursmál að efla eftir gjaldeyr- issukk undanfarinna ára. Væri það ekki verðug langtímafjárfesting líf- eyrissjóðanna að koma að þessum málum? VILHJÁLMUR EINARSSON, Útgarði 2, Egilsstöðum. Um framkvæmdir í samgöngumálum Frá Vilhjálmi Einarssyni BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.