Morgunblaðið - 14.11.2009, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.11.2009, Qupperneq 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 NÚNA þegar Ís- land er svo gott sem gjaldþrota (líklega verr statt en gjald- þrota), og afborganir af lánunum okkar hjóna eru orðnar eins og við hefðum keypt 400 fermetra lúx- usvillu á besta stað í bænum, eða London jafnvel. Þá velti ég því fyrir mér: Hvern- ig gat þetta gerst? Íslenskir stjórn- málamenn breyttu góðu hagkerfi í eina rjúkandi rúst. Það tók þá 18 ár, frá 1991 til og með 2008. Þessir stjórnmálamenn eru kallaðir bjálf- ar í dagblöðum úti um allan heim. Geir Haarde var valinn í 4. sætið af lesendum The Guardian yfir þá þjóðarleiðtoga sem bera mesta sök á hruninu á fjármálamörkuðum heimsins! Hvað gerðist? Af hverju kusum við Íslendingar bjálfa til að stjórna okkur? Erum við ekki vel menntuð þjóð? Það eru allir að segja það. Er það bara eitthvert smjaður? Nú veit ég að Geir Haarde og Davíð eru engir bjánar, en þeir höguðu sér vissulega bjánalega, og mistök- in voru stór. Núna þurfum við, al- menningur, að borga Icesave vegna þess að einkaaðilum var leyft að stunda fjárglæfrastarfsemi í öðrum löndum eftirlitslaust. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, benti réttilega á í viðtali við Ævar Kjartansson á Rás 1 um daginn, að flokkurinn hefði verið valinn 1991, og aftur 1995 og aftur 1999 og aft- ur 2003 og aftur 2007, til að stjórna landinu. Af hverju gerðum við það? Það vissu allir sem fylgdust með hvernig Landsbankinn var seldur, að þar var á ferðinni misbeiting valds af verstu tegund. Það var skrifað um söluna á þeim tíma. Það birtist góður greinaflokkur um þetta mál í Frétta- blaðinu eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur þar sem allt þetta mál er rakið. Og núna er allur sannleikurinn kominn í ljós: Auðmenn fengu Landsbank- ann á 10 milljarða, borguðu bara hluta, nú þurfum við að kaupa hann til baka fyrir 700 milljarða! En af hverju kusum við þessa stjórnmálamenn aftur og aftur? Upplýsingarnar lágu fyrir. Margir hagfræðingar vöruðu við því sem var að gerast. Það var stórkostleg- ur viðskiptahalli við útlönd og gegndarlaus skuldasöfnun alveg frá 2001 sem bara jókst og jókst þar til hrunið varð. En: Það þurfti að leita til að finna réttu grein- arnar. Það þurfti að hafa áhuga á málefninu og velta því fyrir sé hvað var að gerast. Íslenskir kjós- endur létu hinsvegar nægja að velta sér við í sófanum og segja spekingslega: „Það er sami rassinn undir þessu öllu saman“, og héldu áfram að kjósa sama flokkinn sama hvað á dundi. Ég er þeirrar skoðunar að lýð- ræðið sjálft sé a.m.k. hluti af vandamálinu. Þjóðfélagið byggist á því að það séu gerðar kröfur til allra þjóðfélagshópa: Launþegar gera kröfu til vinnuveitenda og öf- ugt, kennarar til nemenda, for- eldrar til kennara o.s.frv. Þetta virkar. En það er einn þjóðfélags- hópur sem enginn gerir neinar kröfur til: Það eru kjósendur. Þeir geta hegðað sér nákvæmlega eins og þeim sýnist og allir eru hvattir til að kjósa. Það á ekki að hvetja menn til að kjósa. Það á að hvetja menn til að kynna sér málin og þá að kjósa. Það ætti jafnvel að halda uppi áróðri til að fá þá sem ekki hafa áhuga á stjórnmálum til að kjósa ekki. Ef við fengjum áhugasama kjósendur myndu áhrif ýmissa styrktaraðila og þrýstihópa minnka. Stjórnmálaflokkarnir þyrftu ekki að fara í rándýrar kynningar og markaðsherferðir, kostaðar af fyrirtækjum og hags- munaaðilum sem síðan ætlast til að fá greiðann endurgoldinn með ein- um eða öðrum hætti. Menn hafa talað um hættuna af þessu, en nú er hún sýnileg. Andvaraleysi kost- aði okkur, og þá erlendu aðila sem Íslendingar sviku, þúsundir millj- arða! Margir hafa rætt um að nota tölvutæknina til að halda fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur til að auka beint lýðræði. Það er eflaust mögulegt upp að vissu marki, en það má ekki ofnota það, einmitt vegna þess að menn verða að geta tekið upplýsta ákvörðun. Fyrsta skrefið er að hafa viljann til þess að setja sig inn í málin. Hér er til- laga um hvernig nýta mætti tölvu- tæknina í kosningum: Það mætti láta fólk kjósa heima, eða á kjör- stöðum þar sem komið hefði verið upp kosningavélum (tölvum). Það er ekkert óeðlilegra en að telja fram skattinn eða sýsla með fjár- málin úr heimabankanum. Þar mætti biðja fólk um að svara nokkrum léttum spurningum um málefnið sem spurt er um. Þetta væru spurningar sem krefðust al- gerrar lágmarks þekkingar. Ef viðkomandi gæti ekki svarað spurningunum, mætti gefa honum kost á því að kynna sér málið bet- ur og kjósa nokkrum dögum seinna. Þannig mætti hvetja fólk til að verða betri og ábyrgari kjós- endur. Ég tek það fram að hér væri ekki um neitt gáfnapróf að ræða. Þetta væru spurningar um staðreyndir í málinu sem allir ættu að geta kynnt sér. Þetta yrði líka til þess að þrýsta á bæði stjórn- málamenn og fjölmiðla um að halda uppi vitrænni umræðu og viðhafa almennt öguð vinnubrögð varðandi hvernig upplýsingum er komið á framfæri við almenning. Kannski gætu aðrar þjóðir tekið okkur til fyrirmyndar. Það væri nú skemmtileg tilbreyting. Ísland er nú ekki eina landið sem hefur kos- ið yfir sig bjálfa eða einræð- issinnaða foringja. Sami rassinn Eftir Reyni Eyvindarson » Þjóðfélagið byggist á því að það séu gerð- ar kröfur til allra þjóð- félagshópa. En það er einn sem enginn gerir neinar kröfur til: Það eru kjósendur. Reynir Eyvindarson Höfundur er verkfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blað- ið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréf- um til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina N1-deildin Sunnudagur: Kl. 14.00 | Vodafone-höllin | Valur - Fylkir KONUR Sunnudagur: ALLIR Á VÖLLINN! Kl. 16.00 | Vodafone-höllin | Valur - Fram Sunnudagur: KARLAR Frítt á leikina í boði:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.