Morgunblaðið - 14.11.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009
Á Alþingi í gær spurði KristjánÞór Júlíusson alþingismaður
Steingrím J. Sigfússon fjár-
málaráðherra út í beiðni iðn-
aðarráðuneytisins til fjár-
laganefndar um auknar
fjárheimildir. Í rökstuðningi iðn-
aðarráðuneytisins mun hafa komið
fram að leitað hefði verið til
nefndarinnar þar sem fjár-
málaráðherra hefði ekki fallist á
allar óskir iðnaðarráðuneytisins.
Steingrímur sagðist kannast viðað iðnaðarráðherra hefði
kvartað undan því að misskiln-
ingur – eins og hann orðaði það –
hefði orðið um meðferð tiltekinna
liða í fjárlagafrumvarpinu.
En hitt vissi ég ekki að iðn-aðarráðuneytið hefði leitað á
náðir fjárlaganefndar sérstaklega
og án þess að hafa um það samráð
við fjármálaráðuneytið,“ sagði
Steingrímur.
Mikið má hafa gengið á í rík-isstjórn og djúpstæður má
ágreiningurinn hafa verið áður en
einstakir fagráðherrar fara að
lobbíera í fjárlaganefnd framhjá
fjármálaráðherra og án hans vit-
undar.
Greinilegt er að í landinu erekki lengur ein ríkisstjórn.
Hér sitja í það minnsta tvær rík-
isstjórnir, ef til vill fleiri. Þær
hafa hins vegar myndað bandalag
um að hanga á völdunum, hvað
sem það kostar íslenskan almenn-
ing.
Ríkisstjórn Íslands.
Ekki ein ríkisstjórn
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 9 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað
Bolungarvík 3 skýjað Brussel 17 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt
Akureyri 5 alskýjað Dublin 9 skýjað Barcelona 18 léttskýjað
Egilsstaðir 5 rigning Glasgow 9 skúrir Mallorca 19 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 6 alskýjað London 11 skúrir Róm 19 léttskýjað
Nuuk -7 léttskýjað París 18 heiðskírt Aþena 18 léttskýjað
Þórshöfn 9 alskýjað Amsterdam 15 skýjað Winnipeg -3 skýjað
Ósló -1 skýjað Hamborg 11 skúrir Montreal 1 léttskýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað Berlín 10 skúrir New York 10 alskýjað
Stokkhólmur 1 skýjað Vín 12 skýjað Chicago 4 skýjað
Helsinki -3 léttskýjað Moskva 8 þoka Orlando 14 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
14. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.22 3,8 10.36 0,7 16.37 3,7 22.51 0,6 9:55 16:31
ÍSAFJÖRÐUR 0.13 0,3 6.27 2,0 12.40 0,3 18.31 2,0 10:18 16:17
SIGLUFJÖRÐUR 2.11 0,2 8.25 1,2 14.28 0,1 20.50 1,1 10:02 15:59
DJÚPIVOGUR 1.29 2,1 7.45 0,5 13.48 1,9 19.49 0,5 9:29 15:56
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Norðaustan 10-15 m/s norðan-
og austanlands og rigning eða
slydda austantil en skúrir eða
él með norðuströndinni. Hæg-
ari suðvestantil og léttskýjað.
Hiti 2 til 7 stig, mildast suð-
austanlands.
Á mánudag
Norðaustan 8-13 m/s og snjó-
koma eða él norðan- og norð-
austanlands, slydda eða rigning
með köflum suðaustanlands,
en áfram bjartviðri suðvest-
antil. Vægt frost, en víða frost-
laust við ströndina, einkum
sunnantil.
Á þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag
Norðlæg átt með éljum norð-
anlands, en úrkomulítið sunn-
antil. Kólnar smám saman.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s,
en sums staðar mun hvassara í
strengjum suðaustanlands.
Rigning eða súld með köflum á
austanverðu landinu, en yfir-
leitt þurrt vestantil. Hiti 2 til 8
stig.
KEÐJUSAGIR eru nú þandar sem
aldrei fyrr á Íslandi, segir á vef
Skógræktarinnar. Mjög mikið er
grisjað í þjóðskógunum og hefur
verið síðan í ágúst og talsverð
grisjun er hjá skógræktarfélögum.
Meirihluti grisjunarinnar er unn-
inn af verktökum í kjölfar útboða
og eru fimm verktakar með samtals
hátt í 20 skógarhöggsmenn að
vinna í þjóðskógunum. Nánast allur
viðurinn selst jafnóðum en hluti er
geymdur í stæðum fram á næsta ár
og látinn hálfþorna fyrir úrvinnslu.
Það verð sem fæst fyrir viðinn dug-
ar um það bil fyrir grisjunar- og út-
keyrslukostnaði. Þannig felst ágóð-
inn einkum í því að fá skóginn
grisjaðan auk atvinnusköpunar á
þessum erfiðu tímum, segir á skog-
ur.is.
Mest hefur verið grisjað á
Stálpastöðum í Skorradal, Hall-
ormsstaðaskógi, Haukadalsskógi,
Þjórsárdal og Þórðarstaðaskógi í
Fnjóskadal. Trjátegundirnar eru
sitkagreni, rauðgreni, rússalerki,
stafafura og birki. Þá hefur umtals-
vert verið grisjað af alaskaösp úr
skjólbeltum á Tumastöðum í Fljóts-
hlíð.
Veðrið hefur unnið með skógar-
höggsmönnum í haust en nú eru
dagar teknir að styttast og jóla-
trjáavertíð að hefjast. Stefnt er að
frekari grisjunarútboðum er dagar
taka að lengjast á nýju ári. Áætlað
er að meira verði grisjað þá en á
árinu sem er að líða. aij@mbl.is
Keðjusagir þandar sem aldrei fyrr
Mikið er grisjað í þjóðskógunum á þessu hausti Góð sala í íslenskum viði
Eftir Atla Vigfússon
Þingeyjarsveit | Það hefur verið mikið
að gera í reykhúsum bænda nú í
nóvember og fólk er að leggja loka-
hönd á haustmatinn.
Svo virðist sem vaxandi áhugi sé á
heimagerðum mat og hafa fleiri gert
sperðla í haust en oft áður. Margir
hakka feit slög af fullorðnu fé í
sperðlana og fá úr þeim efnivið í
fjölda máltíða sem margir kunna að
meta.
En þó hráefnið sé gott skiptir allt-
af miklu máli hvernig reykingin
tekst til og eru margir listamenn á
því sviði. Einn þeirra er Benedikt
Kristjánsson bóndi á Hólmavaði í
Aðaldal sem kann tökin á sperðl-
unum og reykir fyrir vini og vanda-
menn á þessum árstíma.
Á myndinni má sjá Benedikt með
nýreykta heimagerða sperðla sem
eru virkilega girnilegur matur og
góð nýting á hráefni sem fellur til á
sveitabæjum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Heimalagað Heimareyktir sperðlar njóta vaxandi vinsælda.
Vaxandi áhugi á heima-
gerðum haustmat