Morgunblaðið - 18.11.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
Meiri þægindi og
aukið geymsluþol
Nú er MS rjóminn í ½ l
umbúðum með tappa. 12
daga
geymslu
-
þol
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
–
0
4
8
7
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Alfons Finnsson
,,ELSKAN mín, ertu að spyrja um
aflabrögð?“ sagði Pétur Bogason
hafnarvörður í Ólafsvík í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég get
sagt þér að þau eru vægast sagt lé-
leg,“ hélt Pétur áfram.
„Það eru tveir dragnótarbátar bún-
ir að landa núna, annar var með 700
kíló og hinn með 900 kíló. Einn bátur
lagði netin í dag [í gær] svo þar er
kannski ljósið í myrkrinu ef hann fær
góðan afla,“ sagði Pétur.
Skást hjá línubátunum
Línubátarnir hafa verið að fá ágæt-
is afla þegar þeir komast á sjó vegna
veðurs. Pétur segir að ýsuaflinn sé
miklu minni en áður en talsvert meira
af þorski. Pétur bætir því við að tveir
bátar séu á skötuselsveiðum um þess-
ar mundir en aflinn dræmur. Hand-
færabátar hafa farið á sjó en aflinn
þar er einnig mjög lélegur.
,,Aflabrögðin hljóta að lagast á
næstunni,“ segir Pétur og bendir á að
það sé stærsti straumur sem geti haft
áhrif á aflabrögðin.
Lélegur afli á flestum veiðum á Snæfellsnesi
Aflabrögðin hljóta að
lagast á stærsta straumi
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Löndun Dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason var með 900 kíló eftir daginn.
Lárus Einarsson vann við löndun úr bátnum í Ólafsvík í gærkvöldi.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HAFTIÐ milli bormanna í Óshlíðargöngum gaf sig við
sprengingu í fyrradag. Því hefur opnast á milli fyrr en
áætlað var. Göngin verða þó ekki opnuð umferð fyrr en
næsta sumar.
Sprengingar hafa gengið illa í Óshlíðargöngum und-
anfarna mánuði vegna erfiðra setlaga og tilheyrandi
hruns, að sögn Rúnars Ágústs Jónssonar, staðarstjóra
hjá Ósafli. Fyrirhugað var að opna á milli Hnífsdals- og
Bolungarvíkurleggjanna 28. nóvember næstkomandi og
var reiknað með að Kristján Möller samgönguráðherra
og fleiri gestir gætu verið viðstaddir. Átti að skilja eftir
þriggja til fjögurra metra haft fyrir athöfn. Það fór hins
vegar svo að við litla sprengingu í fyrradag hrundi efri
hluti haftsins og göngin opnuðust. Rúnar Ágúst segir að
vegna öryggis starfsmanna hafi strax verið gengið í það
að ljúka við að sprengja haftið og styrkja loft og veggi
svo ekki stafaði hætta af frekara hruni.
Á næstunni verður unnið að sprengingum fyrir síð-
asta útskoti ganganna ásamt bergstyrkingum. Göngin
verða hreinsuð og grafnir skurðir. Síðar verða lagðar
lagnir og rakablettir klæddir og rafmagn lagt um göng-
in.
Rúnar Ágúst taldi líklegt að einhverjir starfsmenn
hefðu þegar ekið í gegn en hann sagði að göngin yrðu
ekki opnuð fyrir umferð á meðan þar væri unnið.
Síðustu sprengingunni verður fagnað með viðhöfn 28.
nóvember, eins og áformað var, en í stað þess að
sprengja síðasta haftið mun samgönguráðherra vænt-
anlega sprengja fyrir síðasta útskotinu.
Óshlíðargöngin liggja á milli Ísafjarðar og Bolungar-
víkur og eru liðlega fimm kílómetra löng.
Bormenn opnuðu Óshlíðargöng óvænt
Slógu í gegn tólf dögum
fyrir áformuð hátíðahöld
Reiknað með að samgönguráðherra sprengi síðasta útskotið
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt tvo 22 ára karl-
menn í fangelsi fyrir kynferðisbrot
gegn fjórtán ára stúlku. Mennirnir,
sem áttu báðir í kynferðislegu sam-
bandi við stúlkuna, voru dæmdir í
tuttugu og átján mánaða fangelsi.
Meirihluti refsinganna er bundinn
skilorði.
Annar maðurinn var fundinn sek-
ur um að hafa haft samræði við
stúlkuna í tugi skipta á tímabilinu frá
desember 2007 til febrúar 2008.
Hann var einnig fundinn sekur um
að hafa hótað henni á MSN-síðu
hennar á netinu og sagt m.a. að ef
stúlkan hætti ekki að bulla um að
hann og félagi hans hefðu nauðgað
henni færi hún og fjölskylda hennar
að lenda í óvæntum slysum.
Dómar voru skilorðsbundnir
Sá var dæmdur í tuttugu mánaða
fangelsi en refsingu átján mánaða
frestað haldi maðurinn almennt skil-
orð til þriggja ára. Hann var jafn-
framt dæmdur til að greiða stúlk-
unni 450 þúsund krónur í
miskabætur.
Hinn maðurinn var fundinn sekur
um að hafa átt í kynferðislegu sam-
bandi við stúlkuna á fyrri hluta árs-
ins 2008, en einnig fyrir umferðar-
lagabrot og fíkniefnalagabrot.
Maðurinn var dæmdur í átján
mánaða fangelsi en fimmtán mánuð-
ir voru bundnir skilorði. Auk þess
var hann dæmdur til að greiða stúlk-
unni 400 þúsund krónur í bætur auk
málskostnaðar, sem nam rúmum 900
þúsund krónum, og 400 þúsund
króna sektar í ríkissjóð.
Dæmdir fyrir
kynferðisbrot
Brotin voru framin gegn 14 ára stúlku
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sekir Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur dæmt tvo í fangelsi fyr-
ir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku.
SALA á jólabjórnum hefst í vínbúð-
um Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins á morgun, fimmtudag.
„Viðskiptavinir bíða margir
spenntir eftir jólabjórnum, en mik-
ið hefur verið spurt um það hvenær
hann berst í Vínbúðir,“ segir á
heimasíðu ÁTVR.
Þar er jafnframt upplýst að sex-
tán tegundir af jólabjór verði til
sölu fyrir þessi jól.
Einhverjar nýjar tegundir bætast
í hóp jólabjóranna í ár, en að öðru
leyti ættu viðskiptavinir að þekkja
flestar tegundir frá fyrri árum,
segir á heimasíðunni.
Að þessu sinni verða bæði ís-
lenskar og erlendar tegundir á boð-
stólum. Flest íslensku brugghúsin
munu bjóða viðskiptavinum upp á
jólabjór. Hefur færst í vöxt á und-
anförnum árum að þau bruggi jóla-
bjór. sisi@mbl.is
Sextán tegundir af jólabjór verða á
boðstólum í vínbúðunum fyrir þessi jól
Morgunblaðið/Ómar
BIÐTÍMI eftir bólusetningu gegn svínaflensu er nú
ríflega tvær vikur, fólk sem pantar tíma í slíka bólu-
setningu nú fær yfirleitt tíma í byrjun desember.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að bólu-
setning hafi gengið nokkuð treglega framan af nóv-
ember en eftir næstu helgi fari bóluefni að berast í stórum vikulegum
skömmtum. Eftir þann tíma ætti því að minnsta kosti ekki að standa á bólu-
setningum vegna skorts á efni. Hann segir enga ástæðu fyrir fólk að hætta
við bólusetninguna, þó að biðin sé þetta löng, en flensan er nú í mikilli rén-
un. „Allur tími er góður tími til að láta bólusetja sig. Við erum að búa okk-
ur undir næstu bylgju,“ segir hann. Þótt fólk sleppi við flensuna í þessari
bylgju komi flensan aftur og þá komi bólusetningin til góða.
Biðtími eftir bólusetningu gegn
svínaflensu er nú ríflega tvær vikur