Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ÉG upplifi þetta eins og verið sé að þagga ástandið niður,“ segir Birkir Högnason, formaður ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallað- ur var nýverið til fundar með Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra eftir að stjórn deildarinnar sendi frá sér harðorða ályktun um aukið álag á sjúkraliða á Landspítalanum, LSH. Í ályktuninni var þeim orðum heil- brigðisráðherra á opinni ráðstefnu mótmælt að álag á starfsfólk Land- spítalans hefði ekki aukist. Á fundinum með ráðherra var Birki tilkynnt að óskað hefði verið eftir áliti landlæknis á öryggismálum á LSH og í byrjun þessarar viku ósk- aði landlæknir eftir umsögn frá stjórn ungliða- deildarinnar. Þarf að skila þeirri um- sögn fyrir morg- undaginn, sama dag og landlæknir hyggst skila ráð- herra áliti sínu, að sögn Birkis. Hann segir sjúkraliða hafa miklar áhyggjur af því að öryggi þeirra í starfi sé ógnað. Búið sé að fækka sjúkraliðum á mörgum deildum spít- alans og ekki sé mannskapur kallað- ur út í forföllum sjúkraliða nema í al- gjörum undantekningartilfellum. Við þessar aðstæður aukist hætta á mis- tökum í starfi og um leið sé öryggi sjúklinga ógnað líka. Á þetta var ein- mitt minnst í umræddri ályktun og segir Birkir að heilbrigðisráðherra hafi lýst óánægju sinni með það. Sömuleiðis hafi ráðherra lýst óánægju með ummæli formanna Sjúkraliðafélagsins og Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga í svipaða veru, þ.e. að álag á starfsfólk spít- alans hefði aukist. Birkir hefur síðustu daga heimsótt flestar deildir spítalans. „Ástandið er misjafnt eftir deildum en almennt er það mjög slæmt,“ segir Birkir og nefnir sem dæmi tvær legudeildir í Fossvogi. Þar sé farið að bera á for- föllum sjúkraliða vegna álags- tengdra veikinda og svipaða sögu megi segja um Grensásdeild. Þar sé gríðarleg undirmönnun, ekki bara hjá sjúkraliðum heldur einnig hjúkr- unarfræðingum. „Ástandið þaggað niður“  Formaður ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands segir sjúkraliða að kikna undan gríðarlegu álagi  Öryggi sjúklinga ógnað og aukin hætta á mistökum » Ungir sjúkraliðar kallaðir á fund ráðherra » Landlæknir skilar áliti um öryggið á LSH » Farið að bera á forföllum vegna aukins álags » Trúnaðarmenn sjúkraliða á LSH funda í dag Birkir Högnason EFTIR langferð ofan úr Breiðholti fengu börnin á Suðurborg að súpa á heitu kakói. Leiðin lá nið- ur í miðbæ þar sem þau hvíldu lúin beinin á garð- bekk. Sæl og glöð yfir ferðalaginu dreyptu þau á drykknum dísæta og veltu vöngum yfir lífinu og tilverunni. Veðrið hefur verið upp á sitt allra besta und- anfarið á höfuðborgarsvæðinu og því tilvalið að leggja land undir fót og skoða heiminn. DREYPT Á HEITUM DRYKK EFTIR LANGFERÐ Morgunblaðið/Golli Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is AUSTURBÆJARBÍÓ er til sölu og er auglýst eftir til- boðum í Morgunblaðinu í dag. „Húsið er í sæmilegu ásig- komulagi og ég vænti þess að áhugasamir fjárfestar finni því hlutverk við hæfi,“ segir Kjartan Hallgeirsson, lög- giltur fasteignasali hjá Eignamiðlun, í samtali við Morg- unblaðið. Þetta sögufræga hús við Snorrabrautina í Reykjavík er nærri 1.700 fermetrar og var byggt árið 1947 sem kvikmynda-, tónleika- og leikhús. Slík starfsemi var í húsinu í áratugi eða allt fram til ársins 2002. Um árabil var veitingahúsið Silfurtunglið rekið á annarri hæð húss- ins. Upp úr aldamótum var ætlunin að rífa Austurbæjarbíó og reisa þar fjölbýlishús á reitnum. Fallið var frá þeim fyrirætlunum eftir hávær mótmæli. Síðan hefur húsið verið nýtt einkum sem leikhús fyrir söngleiki og ýmsar uppfærslur, til að mynda á vegum framhaldsskólanna. Húsið er í eigu Arion-banka hf. sem yfirtók það þegar Nýsir hf. fór í þrot. „Hús hafa oft þá tilhneigingu að finna sér hlutverk sem stundum er allt annað en í upphafi. Skammt frá Austur- bæjarbíói er til dæmis gamla Osta- og smjörsalan þar sem Söngskólinn í Reykjavík er í dag og í millitíðinni voru þar tölvufyrirtæki og útvarpsstöð. Ég er því bjart- sýnn á að við finnum kaupendur að gamla bíóhúsinu, í hvaða tilgangi sem það verður nýtt í framtíðinni.“ Austurbæjarbíó til sölu Austurbæjarbíó Þetta kunna hús við Snorrabraut hefur hýst margvíslega starfsemi í gegnum árin. Húsið er byggt 1947 og hefur ýmsa möguleika til notkunar SAMEINING skattstofa lands- ins í eina stofnun þar sem landið verður eitt skatt- umdæmi sem kveðið er á um í stjórnarfrum- varpi á ekki að rekast á um- fangsmiklar skattkerfisbreyt- ingar sem lagt er til að taki gildi um áramót að sögn Indriða H. Þorláks- sonar aðstoðarmanns fjármála- ráðherra. Indriði bendir m.a. á að skatturinn búi að einu miðlægu tækni- og tölvukerfi. „Þó breyta eigi skattstofufyrirkomulaginu þá er ekki á þessu stigi verið að gera stór- felldar breytingar á verksviði ein- stakra aðila. Þessar stofnanir munu halda áfram og vinna að verkefnum. Það er síðan verkefni framtíðarinnar að skipuleggja og haga verkaskipt- ingu með sem hagkvæmustum hætti.“ Að sögn Indriða er ekki gert ráð fyrir fækkun starfsmanna umfram það sem felst í aðhaldsaðgerðum sem ákveðnar hafa verið en í frum- varpinu kemur fram að stofnunum skattkerfisins sé gert að hagræða í rekstri fyrir tæpar 240 milljónir kr. Breyting- arnar rek- ast ekki á Indriði H. Þorláksson Ekki stórfelldar breytingar á verkum GENGI hlutabréfa deCODE, móð- urfélags Íslenskrar erfðagreiningar, þrefaldaðist á Nasdaq-markaðnum í New York í gær. Á bak við verð- hækkunina voru töluverð viðskipti. Alls urðu eigendaskipti að 43,6 milljónum hluta í deCODE í gær en að meðaltali hafa verið viðskipti með 3 milljónir hluta undanfarna tvo mánuði. Gengi bréfanna hækkaði úr 9 sentum í rúm 27 sent og er nú orð- ið hærra en það var þegar félagið óskaði eftir gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun fyrir réttum mán- uði. Töluverðar gengissveiflur hafa verið undanfarna daga. DeCODE greindi frá því í gær- kvöldi að vísindamenn fyrirtækisins hefðu birt grein í vísindatímaritinu Nature um erfðabreytileika sem hefði mikil áhrif á sykursýki 2. Gengið þrefaldast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.