Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 SVEITARFÉLAGIÐ Garður mun þurfa að ganga á Framtíðarsjóð sinn til að standa undir áframhaldandi uppbyggingu Gerðaskóla á næsta ári. Jafnframt verður fé sjóðsins notað til að kaupa jörðina Útskála. Þessi áform verða kynnt á íbúafundi í Garð- inum í kvöld. Áætlað er að framkvæmdir við stækkun Gerðaskóla sem hófust á síð- asta ári kosti tæpar 900 milljónir kr. Búið er að taka fjórar kennslustofur í notkun og áætlað að ljúka jafn mörg- um á næsta ári. Áformað er að flytja tónlistarskólann í nýju aðstöðuna í Gerðaskóla á næsta ári en þar hefur nú verið útbúinn tónleikasalur. Þá verður skólalóðin endurnýjuð. Greiða niður lán Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri segir að til þessa hafi ávöxtun Fram- tíðarsjóðs verið notuð í uppbygg- inguna. Aðstæður hafi breyst á fjár- málamörkuðum og því vilji bæjarstjórn nota 300 milljónir úr sjóðnum til að fjármagna þessa mik- ilvægu uppbyggingu. Þegar hefur verið ákveðið að nota 340 milljónir til að greiða niður lán. Þá hafa náðst samningar við kirkjuráð um að sveitarfélagið kaupi land kirkjujarðarinnar Útskála fyrir 90 milljónir. Framtíðarsjóðurinn mun fjármagna það. helgi@mbl.is Taka úr sjóði til að kaupa land og byggja við skóla Morgunblaðið/RAX Gerðaskóli Uppbygging Gerðaskóla er fjárfesting í framtíðinni. Í HNOTSKURN »Framtíðarsjóður Garðsvarð til fyrir rúmum tveimur árum þegar sveitarfé- lagið seldi eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Stofn- féð, um tveir milljarðar króna, er varðveitt í banka. Áform um Fram- tíðarsjóð Garðs kynnt á íbúafundi Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „PIPARKÖKUHÚSIN eru mín handavinna, núna þegar allar kon- ur eru farnar að prjóna,“ segir Val- dís Einarsdóttir á Akranesi. Hún hefur níu sinnum unnið piparköku- húsaleik Kötlu og í fyrra sáu stjórnendur fyrirtækisins að eng- um væri gerlegt að keppa við þessa fyrirmyndarhúsmóður á Skag- anum. Hún var því færð upp í sér- stakan heiðursflokk, þar sem hún á sér enga mótherja. Piparkökuhúsið sem Valdís sendi inn þetta árið er eftirlíking af svo- nefndu Haraldarhúsi á Akranesi. Í tímans rás hefur hún þó glímt við mörg fleiri, til dæmis Akranes- kirkju, Fríkirkjuveg 11, Höfða og Alþingishúsið. Eitt árið bjó hún til íslenskan sveitabæ með gamla lag- inu og bjálkahús var viðfangsefnið fyrir ein jólin. „Nei, þótt margt sérstakt hafi hent þetta árið þá hafa piparköku- húsin sloppið. Hvorki hefur verið ráðist á þinghúsið mitt né Höfði brunnið,“ segir Valdís og hlær. Hún segir því ekki að leyna að oft sé býsna tímafrekt að búa til pipar- kökuhús. Þetta áhugamál sé hins vegar afar gefandi. Þegar best láti fari eins mánaðar vinna í hvert hús. „Ég legg mikið upp úr því að allt í húsinu sé matarkyns. Ég set vegg- ina saman með kremi og gardín- urnar eru úr marsípani,“ segir Val- dís sem segir fjölskylduna oft hafa sameinast við þetta skemmtilega áhugamál. Reyndar ætli hún að taka sonarsyni sína og langömmu- börnin í sérstaka yfirhalningu í piparkökugerð á næsta ári. „Mér finnst húsin mín falleg og hef hreinlega ekki tímt að henda þeim eða borða. Þetta eru svolítil listaverk. Hef því komið þeim hér fyrir í gluggalausu herbergi niðri í kjallara og ætli elsta húsið sem ég á sé ekki síðan um aldamót.“ Morgunblaðið/Sverrir Húsagerð Bakstur er hluti af jólaundirbúningi Valdísar Einarsdóttur. Komin í heiðursflokk í piparkökuhúsagerð Í HNOTSKURN » Piparkökuleikurinn erorðinn fastur liður í jóla- undirbúningi margra og hefur þátttaka aukist ár frá ári og húsin æ glæsilegri. »Sú nýbreytni var í ár aðþeir sem hafa unnið í full- orðinsflokknum sl. fimm ár gátu ekki keppt til verðlauna. » Verðlaunaafhending ípiparkökuhúsaleik Kötlu verður í Smáralind nk. laug- ardag klukkan 15.30. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is DÚNMJÚK JÓLAGJÖF EKTA DÚNN, MEÐ EÐA ÁN SKINNHETTU (REFUR) NÝ SENDING AF VINSÆLU DAISY HLÝRABOLUNUM OKKAR Í NÝJUM LITUM VERÐ 2.990 – FRÁBÆRIR Í JÓLAPAKKANN! KJÓLL 9.990 SM ÁR AL IN D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.