Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Jólaleikur Dregið næst út : 21. des. 5 vinn ingar 23. des. 10 vin ningar Vinningar verð a birtir á heima síðu Krónunnar ww w.kronan.is Vinningur: Allir vinningarn ir tuttugu innih alda eftirfaran di: Flugbjörgunars veitin ● „Trau sti“ heimilispa kki 18.000 kr. Vífilfell ● hálfs árs birgðir af 0 ,5 l gosi 31.00 0 kr. Skjár 1 ● hálfs árs áskrift 13. 200 kr. KRÓNAN ● gja fabréf 30.000 kr. Atlantsolía ● b ensínúttekt 8. 000 kr. KEA ● hangikj ötslæri úrbeina ð 6.000 kr. Mackintosh ● sælgæti 2,4 k g 3.100 kr. Heildarverðmæ ti vinninga er 2 .000.000 kr. Það eina sem þ ú þarft að gera er að versla í K rónunni, lukkunúmerið þ itt er á kassast rimlinum. Allir sem versla í Krónunni eiga möguleika á að vinna! hálfs árs birgðir bensín úttekt af gosi Áskrift í 6 mánuði 30.000 kr gjafabréf 8.000 kr sælgæti Mackintosh 2,4 kg Hangi- læri Krónunnar 20 Alv öru vinningar! Hver að verðmæ ti 100.000kr. Vinningsnúmer 14.des. 491153755 905132700 506123408 452638765 423749760 Ertu vinningshafi ? Skráðu þig á www .kronan.is Geymdu strimi linn! Lukkunúmerið er á honum. 20 lukkunúmer dregin út til jól a! Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Við erum bara tvö í fyrirtæk-inu og ég er betri helming-urinn,“ segir Hanna Elías-dóttir og hlær en hún og maður hennar Ingvar Sveinsson hafa rekið fyrirtæki sitt Gæfumuni saman í stofunni heima undanfarin tólf ár. Þau selja gjafavörur í um fimmtíu verslanir um land allt, engla, fugla og ýmsilegt fleira en þau hafa sérhæft sig í samúðarvörum. Og Gæfuljósin svokölluðu frá þeim hjónum eru löngu orðin landskunn. „Við sinnum allri vinnu hér inni á heimilinu sem tengist fyrirtæk- isrekstrinum en við erum með lager úti í bílskúr. Auðvitað reynir heil- mikið á þegar hjón vinna svona mikið saman og stundum segi ég upp og stundum segir hann líka upp. En við ráðum hvort annað alltaf aftur í vinnu. Við eigum almennt gott sam- starf en vissulega erum við ekki alltaf sammála. Við erum bæði skapmikil og Ingvar fer stundum út á lager þeg- ar hann vill fá frí frá mér eða ég frá honum,“ segir Hanna og lítur sposk á eiginmanninn. Ingvar er aðal „englamaðurinn“ Vörurnar þeirra eru aðallega úr keramiki og gifsi og á upphafsárum fyrirtækisins steyptu þau sjálf munina og máluðu þá líka. „Þá gekk nú miklu meira á. Allt heimilið var undirlagt, öll borð og hillur voru þakt- ar Gæfumunum á ýmsum vinnslu- stigum. Einu sinni gerði ég til dæmis þrjúhundruð kirkjur sem Varnarliðið pantaði hjá mér og þær þurftu nú sitt pláss. En barnabörnin mín hjálpuðu mér í þeirri törn eins og oft áður. Við erum alveg hætt að steypa en málum hlutina ennþá sjálf, til dæmis Gæfu- engla fyrir hver jól og þá er alltaf ný lína og nýir litir. Englar eru okkar að- alvara og ég hef stundum sagt við Ingvar að hann sé aðal „englamað- urinn“ af því honum gengur best að selja engla.“ Ingvar grípur þetta á lofti og segir lífið undarlegt. „Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að mála engla.“ Þau Hanna og Ingvar vita hvað það er að missa allt sitt og þurfa að byrja upp á nýtt á miðjum aldri. Þau lentu í miklum erfiðleikum fyrir um fimmtán árum. Trúin flytur fjöll „Við áttum fyrirtæki sem varð gjaldþrota og við misstum í tvígang heimilið okkar og auk þess þurftum við bæði að takast á við veikindi. Ég stóð ein um tíma og þurfti að finna leiðir til að komast af. Ég reiknaði ekki með að nokkur vildi sextuga konu í vinnu.“ Hanna varð að gera eitthvað í mál- unum og þar sem hún sat einn dag við glugga og velti þessu fyrir sér, þá sá hún fuglahóp úti. „Fuglar hafa alltaf fylgt mér og þá datt mér í hug að kannski gæti ég bara búið til fugla og engla til að selja. Ég fór í föndurbúð og keypti gifs og málningu og byrjaði að skapa mína eigin fulga og engla. Þannig hófst þetta allt saman. Ég fór síðan með munina mína í Tékk- Kristal og þau tóku þetta í sölu og svo fór allt að rúlla og hefur heldur betur undið upp á sig í gegnum árin. Ég var ekki alls ókunnug viðskiptum því ég hafði átt verslunina Bláa fuglinn sem ég seldi árið 1993. Í öllum okkar erfiðleikum hef ég aldrei misst vonina og ég veit að trúin flytur fjöll. Mér hefur alltaf fundist eins og eitthvað vaki yfir okkur Ingv- ari, verndi okkur og leiðbeini. Það skiptir líka miklu máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs,“ segir Hanna og bætir við að þegar kom að því að gefa fyrirtækinu nafn, þá hafi nafnið gæfumunir strax komið upp í hugann. „Ég vildi láta fyrirtækið okkar heita fallegu og jákvæðu nafni og það hefur reynst vel.“ Viljum að Gæfumunir lifi Þau eiga stóra fjölskyldu sem hefur staðið við bakið á þeim í gegnum þykkt og þunnt. „Við eigum sex börn og fyrir nokkrum árum vildu þau endilega að ég fengi mér tölvu til að létta róðurinn í vinnunni. Mér leist nú ekkert á það í byrjun en sló til og það reyndist mjög gaman og hefur opnað leiðir til að komast í samband við allskonar fyr- irtæki. Ferðamarkaðurinn þetta árið hefur stóraukið söluna hjá okkur og við höfum látið framleiða fyrir okkur erlendis sérstaka hluti fyrir þann markað og sjáum fram á stóraukn- ingu. Við höfum verið einstaklega heppin með verslunareigendur víða um land, því allt er þetta frábært fólk og gam- an að hafa kynnst því. Manni ber að þakka fyrir slíkt og gerum það hér og nú. Tékk-Kristall er okkur ofarlega í huga ásamt versluninni Betra líf, Akri, Blómabúð Akureyrar og Klass- ik á Egilsstöðum.“ Gæfumunir finnast á þúsundum heimila um allt land og víða erlendis. Þau hjón segjast vonast til að fyr- irtækið lifi lengi. „Við viljum nota tækifærið og senda bestu óskir um gleðileg jól og birtu á nýju ári. Og minnum á að manni leggst alltaf eitt- hvað til.“ Gæfa fylgir Gæfumunum Þau hafa reynt margt í líf- inu en hafa aldrei misst vonina. Hanna og Ingvar reka sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima og segja hvort öðru stundum upp vinnunni en ráða sig jafn- harðan aftur. Saman heima Hanna og Ingvar kunna vel við sig í friðsæla horninu. Litríkir Jólaengl- arnir í ár fást í rauðu, fjólubláu og gráu. Fuglar Þeir hafa ævinlega fylgt Hönnu og eru hluti af Gæfu- munum. Morgunblaðið/Ómar Jólastemning María, Jósep, Jesúbarnið, vitringarnir, lambið, kýrin og asninn eru saman í setti. Þá gekk nú meira á. Allt heimilið var undirlagt, öll borð og hillur voru þaktar Gæfumun- um á ýmsum vinnslustigum. Jólaljós Eitt af Gæfuljósunum, úr postulíni og varpar mildri birtu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.