Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 DANSKA lögreglan beitti í gær táragasi og kylfum til að stöðva mót- mælagöngu að ráðstefnumiðstöð í Kaupmannahöfn þar sem loftslags- þing Sameinuðu þjóðanna er haldið. Lögreglan handtók á þriðja hundrað mótmælenda sem tóku þátt í göng- unni. Um 1.500 manns tóku þátt í mót- mælunum og reyndu að komast að Bella Center eftir að fyrstu þjóðar- leiðtogarnir komu þangað til að taka þátt í samningaviðræðunum síðustu daga loftslagsþingsins. Lögreglan setti upp vegartálma til að hindra gönguna, skaut táragashylkjum ná- lægt ráðstefnumiðstöðinni og beitti kylfum til að ýta burtu hópi mótmæl- enda sem reyndu að komast inn í bygginguna. Lögreglan sagðist hafa handtekið um 260 mótmælendur. Að minnsta kosti þrír mótmælendur lágu á göt- unni eftir að hafa verið barðir með kylfum, að sögn danskra fjölmiðla. Mótmælendurnir voru fluttir í gamalt bjórgeymsluhús sem var breytt í bráðabirgðafangelsi vegna loftslagsþingsins. Nokkrum fang- anna tókst að opna klefa sína og reyndu að sleppa úr fangelsinu en lögreglumenn stöðvuðu þá. Fulltrúar 194 ríkja taka þátt í ráð- stefnunni og mótmælendurnir saka þá um að útvatna tillögur um aðgerð- ir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda sem eru taldar stuðla að hlýnun jarðar. „Við viljum koma á framfæri þeim skila- boðum að við þurfum róttæka nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum,“ sagði Kevin Smith, félagi í hreyfingu aðgerðasinna sem tók þátt í mót- mælunum. Hedegaard víkur fyrir Løkke Loftslagsþingið er haldið á vegum Rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Skipuleggjendur þings- ins segjast hafa þurft að vísa þús- undum manna frá vegna þess að fleiri komist ekki fyrir í Bella Cent- er. Þeir segja að um 46.000 manns hafi komið til Kaupmannahafnar vegna loftslagsþingsins en aðeins sé hægt að hleypa um 15.000 manns inn í bygginguna. Umhverfisverndarhreyfingar á borð við Vini jarðar senda yfirleitt marga fulltrúa á slíkar ráðstefnur en kvarta nú yfir því að fá ekki nægan aðgang að Bella Center. Connie Hedegaard, fráfarandi umhverfisráðherra Danmerkur, hef- ur stjórnað loftslagsþinginu en kvaðst í gær hafa vikið fyrir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Hún sagði að þar sem gert væri ráð fyrir að um 115 þjóð- arleiðtogar tækju þátt í loftslags- þinginu síðustu dagana væri eðlilegt að danski forsætisráðherrann stjórnaði því. bogi@mbl.is Táragasi beitt gegn mótmælendum  Danska lögreglan stöðvaði göngu mótmælenda að ráðstefnumiðstöð þar sem loftslagsþing SÞ er haldið  Umhverfisverndarhreyfingar kvarta yfir því að þær fái ekki nægan aðgang að þinginu Reuters Átök Lögreglumenn handtaka mótmælanda sem tók þátt í um 1.500 manna mótmælum í Kaupmannahöfn í gær. Arion banki býður nú viðskiptavinum með erlend og innlend íbúðalán lausnir sem lækka höfuðstól lána og létta greiðslubyrði. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Skoðaðu hvaða leið gæti hentað þér á arionbanki.is. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 40 9 12 /0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.