Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Ég hef staðið lengi í þeirri óeigingjörnu vinnu að halda tónleika að mínu skapi... 44 » „ÉG var í 17 ár að þessu – eins og Rowling með Harry Potter,“ segir Jón Hjaltason, söguritari Akureyrar, í léttum dúr í tilefni útkomu fimmta bindis Sögu Akureyrar. Nú fjallar Jón um árin 1940-1962; bókin hefst á stríðsárunum og lýkur á 100 ára afmælishátíð bæjarins. „Þar sem ég skil við bæinn 1962 er mjög mikill uppgangur og jákvæðni mikil. Ég hef velt því fyrir mér hvort það geti mögulega ver- ið vegna þess að menn sameinuðust um að vanda sig verulega við að halda upp á afmælið eða hvort það var vegna þess að bærinn var að sigla inn í vaxtarskeið sjöunda áratugarins. Hér voru menn sem ætluðu að sigra heiminn.“ Bærinn var löngum þekktur fyrir KEA og SÍS en Jón leggur áherslu á hve mikið var af öðrum öflugum fyrirtækjum á Akureyri. Nefn- ir mörg dæmi og segir: „Hér þreifst mjög vel, hlið við hlið, rekstur á vegum bæjarins, sam- vinnufyrirtækin og einkaframtakið.“ Jón segir ýmislegt hafa komið sér á óvart við ritun bókarinnar. „Ég hafði til dæmis alltaf staðið í þeirri trú, í einlægni, að bænum hefðu stjórnað menn sem höfðu hugsjónir í pólitík en komst að því að þá eins og nú stjórnuðust menn af tísku,“ segir hann um það tímabil sem fjallað er um í fimmta bindinu. Annað kom ekki á óvart: „Akureyringar voru mjög ánægðir með bæinn og samfélagið hér 1962; margir töldu þetta fallegasta bæ landsins og þótt víðar væri leitað. Það er sem sagt gömul ímynd! Þetta byrjaði með þremur fyrstu trjánum fyrir 1900, síðan fengum við Lystigarðinn og um 1940 voru Akureyringar orðnir sannfærðir um að bærinn þeirra væri sá fallegasti. Og eftir það eflast þeir í þeirri trú! “ Og þótt starfi hans sé lokið, a.m.k. í bili, seg- ir Jón mikilvægt að Akureyringar telji ekki að saga bæjarins frá öndverðu til okkar daga sé tæmd. „Það er eilífðarverkefni að skrá sög- una.“ Þótt bindin fimm séu komin „leysir það okkur ekki undan þeirri skyldu að halda áfram að skrifa sögu Akureyrar fyrir þetta tímabil“. skapti@mbl.is Verkefni til eilífðar Jón Hjaltason hefur skráð sögu Akureyrar til 1962 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Söguritari Jón Hjaltason hefur skrifað sögu Akureyrar til ársins 1962 í fimm bindum. VERÐLAUNIN eru veitt barna- eða unglingabók sem þykir bera af öðrum sam- bærilegum bók- um sem gefnar hafa verið út í Færeyjum, Grænlandi eða Íslandi. Ís- lenska dóm- nefndin tilnefnir til verðlaunanna árið 2010 skáldsöguna Garðinn eftir Gerði Kristnýju ( útg. Mál og menning 2008). Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Flétta sögunnar er áhugaverð og í mörgum hliðarsögum eru nútíð og fortíð tengdar saman og spurt um mörkin milli hins þekkta og óþekkta. Sagan er gædd ríku innsæi í sálarlíf unglinga auk þess sem Gerður Kristný blandar saman ólíkum bókmenntagreinum og nýtir sér eiginleika draugasögunnar, fantasíunnar, þroskasögunnar og sögulegu skáldsögunnar...“. Verð- launin verða veitt í ágúst 2010 og hlýtur verðlaunahafinn 60.000 danskar krónur eða um 1,4 millj- ónir íslenskra króna. Gerður tilnefnd … …til Barna- og ung- lingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins Gerður Kristný TILKYNNT hef- ur verið hvaða bækur starfsfólk bókaverslana kann best að meta í jóla- bókaflóðinu. Er þetta í tíunda sinn sem fólkið á gólfinu í bóka- verslunum veitir þessar viður- kenningar, en þær eru veittar í sjö flokkum. Sextíu bóksalar tóku þátt í kjörinu. Besta íslenska skáldsag- an var valin Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson. Ljóðabók ársins er Nokkur orð um kulun sól- ar eftir Gyrði Elíasson, Köttur út í mýri, sögur sem Silja Aðalsteins- dóttir valdi, er besta barnabókin og Vigdís eftir Pál Valsson besta ævi- sagan. Leikur engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur var valin besta þýdda skáldsagan, Hver er sterkastur? eftir Mario Ramos, í þýðingu Guð- rúnar Vilmundardóttur, besta þýdda barnabókin, og Jöklar á Ís- landi eftir Helga Björnsson besta fræðiritið. Vinsælastar hjá sölufólki Jón Kalman Stefánsson TÓNLEIKANEFND Háskóla Íslands býður til árlegra Jóla- söngva á Háskólatorgi í dag, fimmtudag, kl. 12.30. Sungin verða íslensk og er- lend jólalög og er viðstöddum boðið að syngja með í hefð- bundnum jólalögum. Á Jólasöngvum verða frum- fluttar „Jólasveinavísur“ eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Lag- ið samdi hann árið 1960, en það hefur ekki verið flutt fyrr. Textinn er úr gömlum húsgöngum, m.a. um jólasveinana sem Grýla strýkir með vendi. Kvennakór við Háskóla Ís- lands flytur en hann er skipaður 32 stúlkum frá sex löndum. Margrét Bóasdóttir stjórnar. Tónlist Frumflytja lag Jóns Ásgeirssonar Jón Ásgeirsson KOMU jólanna verður fagnað með orgelslætti í Lágafells- kirkju í kvöld, fimmtudag, klukkan 20.00. Organistinn og skipuleggjandinn, Douglas Brotchie, innleiddi þessa hefð þegar hann flutti í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum. Leikin verða nokkur litrík jólastykki sem J.S. Bach samdi fyrir þennan tíma kirkjuársins. Einnig verður leikin, í fyrsta skipti hér á landi að því talið er, svíta eftir Domen- ico Zipoli. Douglasi til halds og trausts verður Sig- rún Jónsdóttir söngkona. Hún syngur nokkra að- ventusálma og að auki önnur lög sem hæfa stað og stund. Tónlist Orgelverk og söng- ur í Lágafellskirkju Douglas Brotchie KRISTJANA Stefánsdóttir og tríó djassa inn jólin í Borgarleikhúsinu í kvöld, fimmtudag. Jólatónleikar þeirra í forsal leikhússins hefjast klukkan 22. Tríóið sem leikur með Kristjönu skipa þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Gunn- ar Hrafnsson á bassa og Pét- ur Grétarsson á trommur. Þetta eru árlegir jólatónleikar flytendanna. Fullt hefur verið út úr dyrum und- anfarin ár á tónleikum þeirra og að sögn mikil jólasteming. Kunnir gestir er starfa í Borg- arleikhúsinu munu taka lagið með Kristjönu og tríóinu. Tónlist Jóladjass Kristjönu Stefáns og félaga Kristjana Stefánsdóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR fimm árum sendi Sindri Freysson frá sér skáldsög- una Flóttann sem byggðist á reynslu Þjóðverja sem fór huldu höfði hér á landi í heilt á eftir hernám Breta. Í Dóttur mæðra minna er Sindri á áþekkum slóðum ef svo má segja, því nú segir hann frá örlögum sjö Ísfirðinga sem hand- teknir voru af Bretum og fluttir í enskt fangelsi fyrir að hafa liðsinnt Þjóðverjanum. „Augu mín beindust fljótlega að yngsta fanganum í hópn- um, sautján ára stúlku sem algjörlega ómögulegt virtist að réttlæta að hefði verið handtekin. Af vangaveltum mínum um hana fæddist síðan aðalpersóna bókarinnar og þunga- miðja, Kristín Eva, dóttir tveggja mæðra. Þegar ég var bú- inn að skrifa fyrstu handritsdrög fékk ég þá þrumufregn að umrædd stúlka væri enn á lífi og byggi í Bandaríkjunum. Ég náði sambandi við hana eftir ýmsum krókaleiðum og flaug síðan út í ársbyrjun 2006. Hún bjó í niðurníddu og snjógirtu húsi nánast úti í sveit utan við New Haven í Conn- ecticut. Hún var roskin orðin og fársjúk, súrefniskúturinn alltaf innan seilingar, en furðulega hress samt og kraft- mikil. Sjarmerandi kona sem hafði lifað feikilega erfiða ævi. Minningarnar sem hún hafði á takteinum um handtökuna og fangelsisvistina rímuðu ótrúlega vel við söguna sem ég hafði gert mér í hugarlund, og hjálpuðu mér að fylla í ýmsar eyður. Hún dó nokkrum mánuðum eftir að ég hitti hana.“ Spurður hvort hann sé þá búinn að segja söguna alla svarar Sindri: „Ef þú ert að fiska eftir hvort um fyrirfram hannaða trílógíu sé að ræða er svarið nei – en þó ekki af- dráttarlaust. Þriðja bókin frá svipuðu tímaskeiði er ekki útilokuð, enda er stríð kjörinn vettvangur skáldsögu. Mannleg tilvist er aldrei jafn berskjölduð og þegar sprengi- kúlurnar þjóta um loftin, aldrei jafn reiðubúin fyrir inn- göngu höfundar. En slík bók myndi vera jafn sjálfstæð í efnistökum og frásagnaraðferð og hinar tvær. Þetta eru að- skildir söguheimar sem kyssast þó stundum þegar persón- ur og atburðir verða á hvort annars vegi, svipað og Faulk- ner nýtti stundum í sínum verkum. Það undirstrikar að hver einasta manneskja á sér sína eigin einstöku veröld og eigin einstöku sögu.“ Sindri lagðist í talsverða heimildarvinnu vegna bók- arinnar, fór meðal annars til Lundúna og Hull, þar sem veigamiklir kaflar bókarinnar gerast. „Ég gat því miður heldur ekki heimsótt Holloway-fangelsið í London því að það var rifið 1970, eftir að hafa verið starfrækt í nærfellt 120 ár. Samhliða hófust að vísu framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis á sömu lóð og það er nú í fullum rekstri og hýsir tæplega 500 kvenfanga. Fyrir gráglettni tilverunnar dúsa þar einmitt núna tvær íslenskar stúlkur, innan við tví- tugt, og bíða réttarhalda upp á von og óvon. Óháð hugs- anlegum brotum þeirra finn ég afskaplega til með þeim, enda benda þau gögn sem ég hef kynnt mér til að fangavist sé konum langtum þungbærari en körlum.“ Berskjölduð tilvist  Hver einasta manneskja á sína eigin einstöku veröld og eigin einstöku sögu  Fangavist er konum langtum þungbærari en körlum Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimildaskáldsaga Örlög sjö Ísfirðinga á stríðsárunum urðu Sindra Freyssyni innblástur. Aðfaranótt 8. júní 1941 voru sjö Ísfirðingar handteknir og fluttir í fangelsi ytra. Úr yf- irlýsingu breska hersins: „Þetta fólk hefir hjálpað Þýskalandi og hefir á virkan hátt torveldað varnir Íslands. En þó hershöfðingjanum þyki leitt að hann skyldi þurfa að taka þetta skref, þá vill hann, að íslensku þjóðinni sje gert það ljóst, að hann muni ekki þola minstu aðstoð óvinum breska heimsveldisins til handa, eða verknaði, sem sjeu líklegir til að stofna ör- yggi breska herliðsins á Isl- andi í hættu.“ „Þetta fólk hefir hjálpað Þýskalandi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.