Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 45
Ólafur Ragnar Stundum nefndur Pétur Jóhann Sigfússon. SJÓNVARPSSTJARNA Ólafur Ragn- ar Hannesson, úr þáttunum Nætur-, Dag- og Fangavaktinni, verður með morgunþátt á FM957 á morgun. Ólaf- ur Ragnar hefur slegið í gegn í fyrr- nefndum þáttum. Þátturinn hefst kl. 7.45 og lýkur 9.30. Vegna þessa mun morgunþátturinn Zúúber leggjast niður og mun Ólafur Ragnar mæta með skottið troðfullt af tónlist, pizzum og gosi, sem hann út- deilir til hlustenda í útvarpsþættinum. Þessi uppákoma er þó ekki eingöngu til gamans gerð, heldur er verið að kynna væntanlega kvikmynd, Bjarn- freðarson, sem frumsýnd verður á annan í jólum í Sambíóunum. Útvarps- stöðin FM957 verður með sérstaka forsýningu á myndinni fyrir hlust- endur sína á laugardaginn. Ólafur Ragnar mun í þættinum gefa miða á myndina auk þess að gefa ann- an varning. Já sæll! Ólafur Ragnar í morgunþætti á FM957 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Stuttu eftir að ég fékk Heimtil míns hjarta í hendurnarkomu vinkonur mínar íheimsókn og þær hópuðust strax um bókina sem lá á stofu- borðinu og vildu handfjatla hana, skoða og lykta af henni. Kápan, hönnuð af Ragnari Helga Ólafssyni, er enda alveg sérlega fal- leg og freistandi. Bók verður enn betri fyrir vikið ef það er næstum jafnánægjulegt að dást að henni lokaðri eins og að opna hana og lesa. Ekki skyldi þó dæma bókina af kápunni einni saman, en Heim til míns hjarta stendur undir þeim væntingum sem kápan vekur því það er heilmikið í hana spunnið og sagan, sem er fyrstu persónu frá- sögn með sjálfsævisögulegu ívafi, kemur ánægjulega á óvart. Oddný Eir er heimspekingur að mennt og það skín í gegnum skrif- in, Heim til míns hjarta er pæl- ingabók. Sjálf hefur Oddný sagt að henni hafi legið mikið á hjarta við skrifin og það sést því sögumaður veltir vöngum og brýtur heilann stöðugt um ást og samskipti, heils- una, lífið, fræðin og allt. Rammi sögunnar er vist aðal- persónunnar á óræðu heilsuhæli þar sem hún leitar bóta sinna meina, útbrunnin, ráðvillt og með kramið hjarta. Lækningin við þess- um huglægu kvillum reynist vera mjög líkamleg og reyndar er í sög- unni allri fléttað mjög saman hinu andlega og holdlega. Í gegnum meðferðina, sem gengur m.a. út á að eima hjarta sjúklingsins og búa til úr því ilmvatn, hverfur sögumað- ur aftur í tímann og gerir upp end- urminningar úr fortíð sinni í ít- arlegri „ilmskýrslu“. Oft, sérstaklega framan af bók- inni, kemst frásögnin á flug í fal- legri greiningu á hinu flókna sam- bandi á milli fólks sem þykir vænt hverju um annað: „Pabbi bað bróð- ur minn um að byggja með sér torf- kofa þegar sambandið á milli þeirra var farið að rofna. Þeir þurftu að hlaða grunn í allskonar veðrum. Smátt og smátt byggðu þeir upp nándina sín á milli og voru sam- mála um að dyrnar skyldu vísa til móts við öræfin.“ (55) Textinn er efnismikill og fullur af speki en um leið er stíllinn fallegur og léttur að mestu. Þó fannst mér frásögnin ná misjöfnum hæðum og detta aðeins niður á milli þeirra kafla þar sem Oddnýju tekst best upp. Á heildina eru hins vegar vanga- veltur sögumanns skemmtilega ein- lægar, stundum djúpar og oft fyndnar. Verkið er úthugsað allt frá kápu inn að kjarna sem gerir það að verkum að Heim til míns hjarta er bók sem ánægjulegt er að horfa á og þefa af, lesa og velta fyrir sér. Falleg og djúpspök ilmskýrsla Heim til míns hjarta bbbbn Eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur 220 bls. Bjartur, 2009. UNA SIGHVATSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/G.Rúnar Oddný Eir Verkið er úthugsað allt frá kápu inn að kjarna. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fös 18/12 kl. 19:00 aukas Sun 3/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00 Þri 29/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 3/1 kl. 14:00 Sun 17/1 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00 Vinsælasti söngleikur ársins - tryggðu þér miða strax Jesús litli (Litla svið) Fim 17/12 kl. 20:00 8.K Þri 29/12 kl. 19:00 Sun 3/1 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 21:00 9.K Þri 29/12 kl. 21:00 aukas Lau 9/1 kl. 20:00 Sun 20/12 kl. 20:00 aukas Mið 30/12 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 20:00 Snarpur sýningartími. Síðasta sýning leikársins 10. janúar. Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 18/12 kl. 19:00 49.K Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Fös 18/12 kl. 22:00 50.K Lau 16/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 16:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 22:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mán 28/12 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 22:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Rautt brennur fyrir (Nýja svið) Þri 29/12 kl. 20:00 síðasta sýn Ekki við hæfi barna. Síðasta sýning 29. des Bláa gullið (Litla svið) Fim 17/12 kl. 10:00 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Mið 30/12 kl. 21:00 aukas Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Harry og Heimir í jólapakkann Gjafakort Borgarleikhússins – gjöf sem lifnar við GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Einstakt tilboð til jóla ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Nýjar sýningar komnar í sölu! Oliver! (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 23/1 kl. 15:00 Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 30/1 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 6/2 kl. 15:00 Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Fim 14/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Lau 16/1 kl. 15:00 Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 19:00 Gjafakort á tilboðsverði til jóla! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Sun 27/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Fim 17/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Aukasýningar komnar í sölu! Ókyrrð (Kassinn) Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00 Gestaleikur - aðeins þessar tvær sýningar! Ð Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Lykillinn að jólunum (Rýmið) Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 15:00 Síðustu sýningar 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00 Forsala er hafin HANDRIT að kvikmyndinni Z for Zachariah eftir Nissar Modi, byggt á skáldsögu Robert C. O’Bri- en’s frá árinu 1973, er á s.k. Svartlista kvikmynda- rýnisins þekkta, Franklin Leonard, sem birtur er árlega. Á þessum lista má finna áhugaverð handrit að mati 311 stjórnenda í kvikmyndabransanum í Hollywood. Nefna þeir allt að tíu handrit frá þessu ári sem ekki eru enn orðin að kvikmynd. Handritið hefur verið í vinnslu fyrir Zik Zak Filmworks í samvinnu við kvikmyndagerðarmanninn Pál Gríms- son. Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá kvik- myndafyrirtækinu Zik Zak, staðfestir þetta í sam- tali á vefnum Iceland Cinema Now, segir handritið hafa vakið mikla athygli vetanhafs. Z for Zach- ariah segir frá 16 ára stúlku í litlum bandarískum bæ, eftirlifanda kjarnorkustríðs. Sagan er sögð frá hennar sjónarhorni, í dagbókarformi. BBC hefur gert sjónvarpsmynd upp úr bókinni.Morgunblaðið/Árni Sæberg Z for Zachariah á Svartlista Þórir Snær Áhugi vestanhafs fyrir handritinu að Z for Zachariah.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.