Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Skólakerfi á krossgötum una í forgang,“ segir hún um stöðuna fái skólinn ekki það fé sem upp á vanti. Þrátt fyrir niðurskurð segir hún lyk- ilatriði að draga ekki úr gæðum kennslunnar en álag á starfsfólk aukist, kennslumat verði endurskoðað, sem og fastlaunasamningar. Mikil fjölgun stúdenta þýði að skól- inn megi ekki við því að missa starfsmenn og ekki hafi verið hægt að ráða nýja starfsmenn í ár. Ekki verði held- ur bætt við á næsta ári. Árið 2007 gerðu HÍ og ríkisvaldið með sér samning um viðbótarframlag til skólans. HÍ átti að fá stigvaxandi framlag á næstu fimm árum til þess að fjármagna stefnu skólans, 640 verðbættar milljónir á ári. Samningurinn var afkastatengdur og segir Kristín að HÍ hafi staðið við öll áfangamarkmiðin en samningnum hafi verið frestað eftir að HÍ hafi fengið 300 milljónir 2007 og fullt framlag 2008. „Það er mjög mikið áfall,“ segir Kristín um frestunina og vísar til þess að framlagið hafi verið hugsað til þess að hægt væri að ráða nýja kennara, efla rannsóknir, kennslu, nýsköp- un, framhaldsnám og fleira. Ný verkefni bíða Lagt er til að framlög til Háskólans á Bifröst dragist saman um 27,2 milljónir króna frá fjárlögum 2009. Ágúst Einarsson, rektor skólans, segir að búið hafi verið að kynna væntanlegan niðurskurð og því hafi verið brugðist við með aukinni hagræðingu og niðurskurði kostnaðar. Eins hafi verið gerðar ráð- stafanir til þess að auka tekjur annars staðar frá. „En auðvitað kemur þetta sér illa fyrir okkur eins og aðra,“ segir hann. Um 1.200 nemendur eru í Háskólanum á Bifröst. Um 350 manns voru á launaskrá 2008 og fastráðnir starfsmenn eru um 70. Skólinn er með stærri fyrirtækjum á Vesturlandi og með stærstu fyrirtækjum í Borgarbyggð. Ágúst segir að niðurskurðurinn hafi ekki bein áhrif á nemendur, en starfsfólk hafi tekið á sig launa- skerðingu síðla sumars og nokkrum starfs- mönnum hafi verið sagt upp störfum. „Við erum alveg undirbúin að mæta bæði þessu ári og því næsta,“ segir hann og bætir við að starfsemin gangi vel á Bifröst. „Við þurfum að gæta að öllu í rekstri og höfum gert það. Þessi niðurskurður hefur ekki bitnað á þjónustu við nemendur og við höfum jafnað þessu þannig niður að við komumst í gegnum þetta árið 2010,“ segir Ágúst og bætir við að öflun annars fjár- magns hafi gengið vel. FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NEMENDUM við háskóla landsins fjölgar stöðugt en á sama tíma lækka opinberar fjárveitingar til þeirra. Skerðingunni er fyrst og fremst mætt með launalækk- unum og reynt er að láta niðurskurðinn ekki bitna á nemendum. Gert er ráð fyrir að fjárveiting til Háskóla Íslands lækki um 315,7 milljónir kr. frá fjárlögum 2009 að frátöldum verðlagshækkunum. Í haust var boðað að stefnt væri að því að skera niður um 8,5% á háskólastiginu á næsta ári, en Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Ís- lands, bendir á að að hluta til hafi verið tekið til- lit til fjölgunar nemenda við HÍ og niðurskurð- urinn verði því um 3% í skólanum á milli ára, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sam- anborið við um 5% meðaltalslækkun hjá öðrum háskólum. Kristín segir að frá því fjárlaga- frumvarpið 2009 var lagt fram í október á liðnu ári hafi HÍ skorið niður um einn milljarð. Á sama tíma hafi nemendum fjölgað verulega. Fyrir ára- mótin 2008-2009 hafi stjórnvöld hvött stjórn- endur skólans til þess að opna dyrnar fyrir fleiri nemendum en áður og þá hafi verið teknir inn 1.400 nemendur í stað 100 til 200 nem- enda eins og áður hafi verið að jafnaði um áramót. Í haust hafi síðan verið 20% fjölgun nýnema miðað við haustið 2008 og nú séu 14.000 nemendur í skólanum. Þó tekið hafi verið tillit til fjölgunar nemenda í fjárlagafrumvarpinu segir Kristín að ekki sé gert ráð fyrir fram- lagi með 700 nemendum og því vanti 300 milljónir króna til þess að brúa bilið. „Við gerum okkur vonir um að það verði komið til móts við okkur varðandi þessa 700 stúdenta sem út af standa,“ segir hún. Kristín leggur áherslu á að undan- farin ár hafi HÍ skilað fjárhagsáætlun innan ramma fjárlaga og þannig verði það áfram. „Við setjum kennsl- Launalækkanir lærimeistara  Nemendum við háskóla landsins fjölgar stöðugt en á sama tíma lækka opinberar fjárveitingar til þeirra töluvert  Viðbótarframlagi til HÍ til að ráða nýja kennara, efla rann- sóknir, kennslu, nýsköpun, framhaldsnám og fleira frestað Háskólar - rekstrargrunnur Fjárlög Frumvarp Breyting 2009 2010 frá fjárl. m.kr. m.kr. % Háskóli Íslands 9.958,3 9.817,0 -1,4 Tilraunastöð Háskólans að Keldum 202,5 199,9 -1,3 Raunvísindastofnun Háskólans 390,3 372,2 -4,6 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 279,3 260,2 -6,8 Háskólinn á Akureyri 1.460,9 1.364,0 -6,6 Landbúnaðarháskóli Íslands 551,4 522,2 -5,3 Hólaskóli - Háskólinn á Hólum 267,7 253,2 -5,4 Námsmatsstofnun 129,2 121,6 -5,9 Háskólinn á Bifröst 347,5 329,4 -5,2 Háskólinn í Reykjavík 2.172,9 2.067,0 -4,9 Listaháskóli Íslands 667,7 635,1 -4,9 Rannsóknamiðstöð Íslands 178,5 174,3 -2,4 Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora 179,2 181,9 1,5 Markáætlun á sviði vísinda og tækni 315,0 315,0 0,0 Rannsóknasjóður 815,0 815,0 0,0 Tækjasjóður 115,0 115,0 0,0 Rannsóknarnámssjóður 100,0 100,0 0,0 Háskóla- og vísindastofnanir, viðhald og stofnk. 340,0 135,0 -60,3 Háskóla- og rannsóknastarfsemi 239,5 174,0 -27,3 Alþjóðleg samskipti 1.540,0 1.451,9 -5,7 Samtals 20.249,9 19.403,9 -4,2 Aukning Minnkun Nemendur óttast niðurskurð Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að nemendur hafi ekki enn fengið nákvæma útlistun á því hvernig niðurskurðurinn komi helst niður á stúdentum, en ýmislegt hafi verið tekið af þeim og það réttlætt með niðurskurðinum. Áhrif á nemendur Í þessu sambandi nefnir Hildur að nú hafi stúdentar ekki lengur að- gang að byggingum allan sólar- hringinn eins og áður og það sé skýrt með því að ekki sé til fjár- magn til þess að hafa vaktmann á nóttunni. Sjúkra- og upptökupróf, sem hafi verið í janúar, verði í maí og að nokkru leyti sé vísað til pen- ingaleysis í því efni. Rætt sé um að samstarfssamningar við erlenda háskóla séu í uppnámi og þar með möguleikar stúdenta á að fara í skiptinám. Eins bitni niðurskurð- urinn á kennslunni verði náms- leiðum fækkað. Hildur segir að vegna niður- Morgunblaðið/Eggert Háskólatorg Stúdentar við Háskóla Íslands hafa ekki lengur afnot af bygg- ingum skólans til lesturs og undirbúnings allan sólarhringinn. skurðarins hafi Háskólinn velt fyrir sér mögulegum fjöldatakmörk- unum í skólann og hækkun skrá- setningargjalda. „Það væru líklega alvarlegustu afleiðingar nið- urskurðarins og nokkuð sem stúd- entaráð mundi alfarið leggjast gegn,“ segir hún. „Við erum í háskóla til þess að vera í námi og það er hrikalegt ef skerðingin kemur niður á kennsl- unni,“ segir Hildur og bætir við að SHÍ hafi bent á leiðir til þess að skera niður án þess að niðurskurð- urinn bitnaði á nemendum. Í því sambandi nefnir hún niðurskurð í stjórnsýslunni, hagræðingu í störf- um og aðra hagræðingu innanhúss. Hildur segist vona að launalækk- anir kennara komi ekki niður á gæðum námsins og verði til dæmis ekki til þess að kennarar gefi sér minni tíma en ella við að leiðbeina nemendum við lokaritgerðir. „Við vitum ekki enn hvort lægri laun draga úr metnaði kennara til kennslunnar,“ segir hún. 3 milljónir er hæsta, áætlaða verð á ársnemanda í há- skóla á Íslandi, en lægsta verðið er um 500 þús- und. 450 milljónir hljóðar skerð- inging sam- tals upp á hjá HÍ og HR. 300 milljónir króna vantar til þess að brúa kostn- aðarbilið vegna fjölgunar nem- enda í HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.