Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 335. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is « AVATAR SLÆR DRAUMSÝN CAMERONS Í GEGN? «N1DEILDIN Berglind Íris best í leik og marki 6 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „[...] verði þessar breytingar að lög- um þá mun staðgreiðsluframkvæmd verða flóknari og ónákvæmari,“ segir í umsögn embættis ríkisskatt- stjóra um ákvæði um þrepskiptan tekjuskatt í frumvarpi fjármálaráð- herra um tekjuöflun ríkissjóðs. Bent er á að þetta eigi sérstaklega við um þá sem starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda og jafnframt um þá sem samskattaðir eru og hafa mismiklar tekjur. „Við álagningu opinberra gjalda mun fjöldi framteljenda því annað hvort eiga inneign hjá hinu opin- bera í formi ofgreidds tekjuskatts og útsvars eða skulda opinber gjöld. Samkvæmt upplýsingum úr staðgreiðslukerfi ríkisskattstjóra eru um það bil 33.000 launþegar með hærri árstekjur en 2.400.000 kr. og þiggja laun frá fleiri en ein- um launagreiðanda. Gera má ráð fyrir að langflestir þessara aðila muni fá leiðréttingu í álagningu,“ segir í umsögninni. Skattstjóri Suðurlandsumdæmis tekur í sama streng og segir í um- sögn við frumvarpið að fjögur skattþrep hafi í för með sér alls kyns flækjur í skattframkvæmdinni og verði dýr í rekstri. „Undirbún- ingstíminn er nánast enginn og að- lögun launakerfa landsmanna taf- söm og dýr,“ segir hann. „Nær ógerlegt að leiða fram auðlegðarskattstofn“ Efnahags- og skattanefnd Al- þingis hefur borist mikill fjöldi um- sagna við skattafrumvörpin og eru mörg ákvæði þeirra gagnrýnd. Fram kemur í umsögnum endur- skoðunarfyrirtækja og endurskoð- enda að óframkvæmanlegt sé að leggja auðlegðarskatt á einstak- linga þar sem markaðsvirði hluta- bréfa eigi að mynda skattstofninn. Deloitte bendir á að einstaklingar telja fram í mars en félög allt fram til 15. september. „[...] er hluti auð- legðarskattstofnsins byggður á skattalegu bókfærðu eigin fé félaga sem eiga eftir að telja fram þegar einstaklingurinn á að hafa byggt sitt framtal á framtali félagsins sem hefur ekki enn talið fram.“ Félag löggiltra endurskoðenda segir að miðað við núverandi lögsögu og skattaumgjörð á Íslandi geti verið nær ógerlegt að leiða fram auðlegð- arskattstofn eins og gert sé ráð fyr- ir í frumvarpinu.  Hefur í för með sér | 8 „Flóknari og ónákvæmari“  RSK telur líklegt að leiðrétta þurfi álagningu tuga þúsunda eftir skattabreytingu  „Undirbúningstími nánast enginn og aðlögun launakerfa landsmanna tafsöm og dýr“ VERKTAKAR munu í dag færa farveg Hvítár í Árnessýslu, þar sem verið er að smíða nýja brú yfir ána við Bræðratungu. Fyrri helmingur brúar- innar, sem byggður var á fyllingu, er þegar kominn og nú verður hafist handa austan megin við ána og þá er ánni veitt að vesturbakkanum. Alls verður brúin 270 metra löng og verður tilbúin síðari hluta næsta árs. Brúin breytir miklu fyrir samgöngur í uppsveitum á Suðurlandi. FÆRA FARVEG HINS MIKLA FALLVATNS Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson  MAÐUR fórst en öðrum var bjargað eftir að bát hvolfdi út af Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð í gærmorgun. Maðurinn sem bjargaðist komst í gúm- björgunarbát og var bjargað um borð í nærstaddan fiskibát. Til- drög slyssins eru til rannsóknar. Mikið lið björgunarmanna vann við leit og björgunarstörf fram eftir degi í gær. »4 Manni bjargað en annar fórst út af Fáskrúðsfirði  HILDUR Björnsdóttir, for- maður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, segir að niðurskurðurinn hafi þegar haft áhrif á stúdenta og þeir óttist sér- staklega fjölda- takmarkanir og hækkun skrásetn- ingargjalda. Háskólarnir hafa brugðist við minni fjárveitingum með því að halda að sér í mannaráðningum og lækka laun starfsmanna. Fjölgun nemenda geri þeim hins vegar erf- itt að brúa bilið. »18 Háskólastúdentar óttast niðurskurð til skólanna Búist er við að 53% af almennum kröfum í þrotabú Straums verði greidd, en allar forgangskröfur og kröfur með veðum verði að fullu greiddar. VIÐSKIPTI Allar forgangs- kröfur greiddar Stofnefnahagsreikningur NBI nem- ur tæplega 944 milljörðum króna, en reikningurinn var kynntur til sögunnar í gær. Það svarar til 65% af vergri landsframleiðslu á Íslandi. Eignir NBI 65% af landsframleiðslu  LOKUN tónlistarskóla og bóka- safns og engar strætisvagnaferðir geta á ári skilað 195 milljóna króna sparnaði í rekstri Sveitarfélagsins Álftaness. Halli á rekstri Álftaness stefnir í að verða 232 milljónir króna í ár og nær 570 milljónir ef ekki er tekið tillit til sölu bygging- arréttar. Rætt hefur verið um að hækka útsvar og fasteignagjöld. Þá benda ráðgjafar á þá möguleika til hagræðingar að draga úr viðhaldi, lækka styrki til íþróttafélaga og að í skólamötuneyti gildi sú regla að þeir borgi sem borða. »14 Mikill niðurskurður á Álftanesi og þeir borgi sem borða Fleiri a ska tak k! Kveðja, Askasleikir *Nánar um skilmála á flytjandi.is PI PA P R \\ BW AA TB •• SÍ A • 9 SÍ A • 91 8 818 S 91 8 8 Opið til kl.22 öll kvöld til jóla! Gjafakort er góður pakki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.