Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 ✝ Vigfús Sigurðssonfæddist í Suð- urkoti í Grímsnesi 22. maí 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 6. desember sl. For- eldrar hans voru Ingveldur Ein- arsdóttir, d. 1960, og Sigurður Jónsson, d. 1924. Árið 1925 flutti Vigfús með móður sinni til Hafnarfjarðar og átti þar heima síð- an. Hinn 11. október 1936 kvæntist Vigfús Ástu Ólínu Júníusdóttur, f. 11. október 1916, d. 23. desember 1999. Foreldrar hennar voru Guð- finna Guðmundsdóttir, d. 1931, og Júníus Ólafsson, d. 1965. Þau eign- uðust tvær dætur. 1) Inga Sigrún, f. 11. júlí 1939, gift Óla Rafni Sum- arliðasyni. Dætur þeirra eru a) Ásta, maður hennar er Heimir Sæ- berg Loftsson, b) Kristjana, sonur hennar er Ívar Rafn, c) Berglind, maður hennar er Kristinn Þórir Kristjánsson, börn þeirra eru, Arna Ýr, maður hennar er Jóhann Bær- ing Pálmason, börn þeirra eru ársins 1948. Þá tók hann við fram- kvæmdastjórastöðu Skipa- smíðastöðvarinnar Drafnar og byggingafyrirtækisins Þórs sem hann stofnaði 1941 ásamt 11 fé- lögum sínum. Vigfús starfaði þar til ársins 1982. Árið 1960 stofnaði hann Penslaverksmiðjuna ásamt frænda sínum og vini, Einari Þorsteinssyni. Vigfús var félagslyndur og söng- elskur og var í Karlakórnum Þröst- um til margra ára, þar af var hann gjaldkeri frá 1941-1953. Síðustu ár- in söng hann með eldri Þröstum. Vigfús sat í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar og nefndum bæjarins í mörg ár fyrir Alþýðuflokkinn. Vig- fús var í stjórn Alþýðuflokks Hafn- arfjarðar, Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar, Iðnráði, í stjórn Landssambands iðnaðarmanna 1951-1972, þar af forseti Lands- sambandsins í 7 ár, formaður Nor- ræna iðnráðsins og í bankaráði Iðn- aðarbankans í 12 ár. Vigfús var unnandi fagurra blóma og báru garðarnir á Hraunkambi og Kletta- hrauni vitni um það. Báðir garð- arnir voru margverðlaunaðir með- an þau áttu heima þar. Vigfús dvaldi síðustu 18 mánuði á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi. Útför Vigfúsar fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, fimmtudag- inn 17. desember, og hefst athöfnin kl. 13. Bergdís Lilja og Kristinn Þórir. Inga Rut, maður hennar er Einar Guðmundsson og sonur þeirra er Guðmundur. Óli Rafn. d) Karen, maður hennar er Ómar Helgason, börn þeirra eru Tanja Björk, Na- talía Ösp og Daði Rafn. e) Rakel, maður hennar er Sigurður Ágústsson, dóttir þeirra er Laufey Lind. Dóttir Rakelar og Jó- hanns Andréssonar er Sonja Rut. 2) Guðfinna, f. 12. maí 1941, var gift Eyjólfi Sig. Bjarnasyni, d. 2005. Maður hennar er Aðalsteinn Valdi- marsson. Börn Guðfinnu a) Ásta, maður hennar er Hermann Jónsson. Synir Ástu eru, Atli, kona hans er Rannveig Albína Norðdahl, Tryggvi og Ísak. b) Sigurborg, maður henn- ar er Sverrir Kristinn Kristinsson, synir þeirra eru Ingimar Bjarni og Eyjólfur Árni. c) Vigfús, hans kona er Rakel Þórðardóttir, dætur þeirra eru Þórunn Vaka og Sóley. Vigfús útskrifaðist sem húsasmið- ur árið 1934 og starfaði við það til Elsku afi. Nú er komin kveðjustund og margs er að minnast. Afi var mikill blómaunnandi og voru garðarnir hans algjört listaverk og fékk hann oft verðlaun fyrir þá. Hann ræktaði sjálfur hluta af blómunum og smíð- aði blómakassana undir þau. Afi smíðaði það sem hann mögulega gat. Afi smíðaði líkan af Suður- kotinu, bænum þar sem hann fædd- ist, og var það í garðinum á Kletta- hrauninu. Nú er Suðurkotið í garðinum hjá Vigfúsi og var afi ánægður með að það skyldi vera komið austur næstum því á æsku- slóðirnar. Afkomendahópurinn hans afa er orðinn stór og þegar hóp- urinn kom saman þá stóð hann og horfði yfir hópinn og brosti. Oftar en ekki tók hann í höndina á þeim sem næst honum var og hélt lengi í lófanum sínum. Hann var ánægður með hópinn sinn. Afi var ekki af tölvukynslóðinni og þegar einn langafastrákurinn var ár í Ástralíu skrifaði afi honum nokkur sendi- bréf. Þarna var nútíminn og gamli tíminn, þá var afi 88 ára gamall. Ein af minningunum frá langafast- rák er að afi átti alltaf brjóstsykur og fengu þeir alltaf mola hjá hon- um. Elsku afi nú ertu kominn til ömmu sem hefur tekið brosandi á móti þér. Við kveðjum þig með sorg í hjarta og eigum eftir að sakna þín, góðar minningar gleðja okkur og lifa með okkur um ókomna tíð. Ásta, Sigurborg og Vigfús. Elskulegur afi okkar er dáinn, 97 ára að aldri. Við vorum svo lánsamar að hafa hann og ömmu alltaf nálægt okkur, þar sem við eldri systur áttum heima í sama húsi og þau fyrstu ár- in okkar, og svo síðar við hliðina á þeim á Klettahrauni, þar sem fjölg- aði í systrahópnum hjá okkur og bættust við tvær. Okkur er það mjög minnisstætt hvað garðarnir hjá honum afa voru fallegir og vel hugsað um þá, hann var farinn að undirbúa þá mörgum mánuðum áður en sumarið kom með því að sá blómafræjum í potta niður í kjallara þar sem hann nostr- aði við þau. Oftar en einu sinni fékk hann viðurkenningu frá bænum fyr- ir fallegan garð. Þarna er honum afa okkar rétt lýst, hann var jafn góður og fallegur maður eins og hann hugsaði um umhverfið sitt, alltaf yfirvegaður og svo stutt í húmorinn. Haustið 1993 fluttu afi og amma á Sólvangsveginn og voru þau með þeim fyrstu sem fluttu þangað inn, og að sjálfsögðu var afi duglegur að taka til hendinni í garðinum. Í desember fyrir 10 árum dó hún amma okkar, og hefur hann alltaf saknað hennar mikið, það hefur verið dauft yfir honum öll jólin síð- an. Við eigum margar góðar minn- ingar um þau sem við geymum í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og vitum að þú er kominn á góðan stað, og vonandi búinn að hitta hana Ástu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Ásta, Kristjana, Berglind, Karen og Rakel. Með Vigfúsi Sigurðssyni er horf- inn af sjónarsviði merkur forustu- maður iðnaðarmanna á síðustu öld. Um árabil var hann í forustusveit iðnaðarmanna í Hafnarfirði, í stjórn Landssambands iðnaðarmanna og forseti sambandsins og í bankaráði Iðnaðarbankans. Þá var hann for- stjóri Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar í Hafnarfirði og stjórnar- maður í Félagi dráttarbrautaeig- enda. Samstarf okkar Vigfúsar hófst, þegar ég var ráðinn framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðar- manna vorið 1958 og síðan hélst samstarfið áfram, þegar hann var kosinn í bankaráð Iðnaðarbankans árið 1963. Seta í bankaráði var virðingar- staða, en fátt sýnir betur hógværð og mannkosti Vigfúsar, að ekki sóttist hann eftir starfinu heldur var eftir því leitað, að hann tækist það á hendur. Á þessum árum átti Iðnaðar- bankinn á brattann að sækja. Eng- in voru útibúin, sem voru grund- völlur að auknum umsvifum og viðskiftum. Ekki var öllum þetta ljóst og margir voru úrtölumenn- irnir. Sagt var að ekki væri þörf á útibúi frá bankanum í Hafnarfirði, þar sem Hafnarfjarðarstrætó væri með endastöð í Lækjargötu á mót Iðnaðarbankanum. Það var mikil og góð liðveisla að fá Hafnfirðinginn Vigfús í bankaráðið, sem bæði skildi þörf bankans til stækkunar og Hafnfirðinga til bættrar banka- þjónustu. Þáttur iðnaðarins í endurreisn at- vinnulífs á Íslandi á 20. öld er mikill og hans sér merki í mannvirkjum og fyrirtækjum, sem staðist hafa margs konar mótbyr. Hitt liggur ekki eins opið fyrir augum, hversu framtak og víðsýni forgöngumanna iðnaðarins lagði grunninn að þess- um árangri. Iðnfræðsla og tæknimenntun í landinu var borin uppi af iðnaðar- mannafélögunum og Landssam- band iðnaðarmanna og Félag ísl. iðnrekenda stuðluðu með starfi sínu að framsækinni iðnþróun. Þegar ég horfi til baka og minn- ist samstarfs okkar Vigfúsar að málum iðnaðarins, koma mér í hug orðin, sem sögð voru forðum um mætan mann. „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns get- ið“. Blessuð sé minning Vigfúsar Sig- urðssonar. Bragi Hannesson. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Vigfúsar Sigurðssonar, eins helsta samferðamanns föður okkar, Einars Þorsteinssonar heit- ins. Þeir Vigfús og Einar voru syn- ir systranna Ingveldar og Helgu Einarsdætra. Um samgang þeirra frænda þekkjum við systur lítið fyrr en þeir stofna saman Pensla- verksmiðjuna árið 1960, sem fyrstu árin var rekin í kjallaranum heima hjá Vigfúsi og Ástu Júníusdóttur, konu hans, að Hraunkambi 5 í Hafnarfirði. Eftir það má segja að Vigfús og fjölskylda hans tengist fjölskyldu okkar órofa böndum, enda ráku þeir Penslaverksmiðjuna saman starfsaldur sinn á enda, faðir okkar og Vigfús. Árið 1968 flytja þeir verksmiðjuna úr kjallaranum að Hraunkambi í nýtt húsnæði að Trönuhrauni 9 í Hafnarfirði. Þar var hún var starfrækt allt til ársins 2005. Faðir okkar var við störf í Penslaverksmiðjunni allt þar til um ári áður en hann féll frá, þann 12. júlí 1987 og þótt Vigfús hafi ekki haft hendur á stjórnartaumum hennar síðustu árin, enda í hárri elli, sýndi hann starfseminni ávallt mikinn áhuga og fylgdist vel með á meðan heilsan leyfði. Það bar aldrei skugga á samstarf pabba og Vigfúsar og verkaskipting var skýr þeirra í milli. Faðir okkar sá framleiðsluna og Vigfús um reksturinn. Við systur og Markús heitinn bróðir okkar komum öll í einhverjum mæli að rekstri Pensla- verksmiðjunnar ásamt dætrum Vigfúsar, þeim Guðfinnu og Ingu. Guðfinna og Inga ásamt Elínu, sem er elst okkar systra, áttu þar lengstan og mestan starfsaldur. Allar minnumst við vingjarnslegs viðmóts og veglegs viðgjörnings í daglegu morgunkaffi hjá Ástu, þeg- ar við stigum okkar fyrstu skref í penslaframleiðslu í kjallaranum í Hraunkambinum. Flest barnabörn þeirra frænda unnu jafnframt sín fyrstu launuðu störf í Penslaverksmiðjunni, sem án nokkurs vafa var þeim öllum hollt og gott veganesti út í lífið. Það er því fyrst og fremst með þakklæti í huga sem við systur og fjölskyldur okkar kveðjum Vigfús Sigurðsson og vottum afkomendum hans okkar vinsamlegustu samúð- arkveðjur. Elín, Sigríður Helga og Helga Þórunn Einarsdætur. Vigfús Sigurðsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Klifshaga, Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Skinnastaðarkirkju föstudaginn 18. desember kl. 14.00. Daði Þröstur Þorgrímsson, Jóhanna Birna Falsdóttir, Sigra Þorgrímsdóttir, Jón Sigurðsson, Pétur Þorgrímsson, Magnea R. Árnadóttir, Grímur Jónsson, María Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir, amma og systir, BRYNJA JÚLÍUSDÓTTIR, Strandgötu 6, Ólafsfirði, lést á Hornbrekku, Ólafsfirði laugardaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hornbrekku, Ólafsfirði. Þröstur Ólafsson, Lára Þórðardóttir, Sólveig Anna Brynjudóttir, Kristinn Axel Sigurðsson, Þorfinna Ellen Þrastardóttir, Júlíus G. Gunnlaugsson, Guðfinna Steinsdóttir, Ólafur Víglundsson, dóttursynir og systkini. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG JÚLÍANA BALDVINSDÓTTIR, Öldugerði 18, Hvolsvelli, lést á heimili sínu laugardaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Ólafur Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Jakobína Vilhelmsdóttir, Baldvin Guðni Ólafsson, Praparat Ólafsson, Ásta Halla Ólafsdóttir, Garðar Gunnar Þorgilsson, Ingibjörg Ýr Ólafsdóttir, Oddur Árnason, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON, Ægisbraut 7, Búðardal, Dalabyggð, lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 14. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13.00. Guðlaug Guðmundsdóttir, Sigurður Rúnar Friðjónsson, Guðborg Tryggvadóttir, Þórður Friðjónsson, Ragnheiður D. Agnarsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Margrét L. Steingrímsdóttir, Lýður Árni Friðjónsson, Renate Mikukste, Steinunn Kristín Friðjónsdóttir, Árni M. Mathiesen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ PÁLL DANÍELSSON, Miðbraut 23, Seltjarnarnesi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 14. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gustav Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.