Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Sýning Halldórs Ragnarssonarí Gryfju Listasafns ASÍ beróræðan titil: Saxófónn eðakontór? Grár litur á veggjum gæti vísað til skrifstofugráma, saxó- fónn til annars konar upplifunar. Það er ekki ljóst hvað Halldór er að fara með þessu nafni, en það er eins og það á að vera. Listinni er ekki endilega ætlað að svara spurningum heldur allt eins vekja þær upp. Í Gryfjunni eru nokkur verk sem öll fjalla um tungumálið og möguleika þess, sem og samspil tungumáls og myndmáls. Halldór hefur líka skrifað ljóð, en árið 2004 kom út ljóðabókin Öreindir af lúsinni sem gaf til kynna persónulega og ferska nálgun við orð og ljóð, ort á mörkum ljóðlistar og myndlistar. Í ASÍ byggir Halldór nokkuð á end- urtekningu. Í hverju verki fyrir sig eru setningar endurteknar í sífellu, nema í teikningaröð þar sem hver teikning er sjálfstætt verk. Í vegg- málverkinu vildi að ég gæti málað þig lýsir listamaðurinn á svolítið róm- antískan hátt yfir vanmætti sínum gagnvart sköpunarverkinu, sem gæti verið kona eða ástkona/ástmaður. Myndin reyna að láta myndefnið fjalla um þetta, er í svipuðum dúr, hér kem- ur fram vanmáttur listamannsins. Veggmynd úr tómum sígarettu- pökkum minnir á hversdagslist lið- inna áratuga, t.d. sígarettuverk eftir unga breska listamenn, partýverk. Þetta er eins konar birtingarmynd ólifnaðar sem aftur minnir á rómantík síðustu aldar, dandýiska listamenn: Já, ég reykti allar þessar sígarettur. Og mitt á milli játninga óvænt orð: Klamedya, eins og til áréttingar á dökkum hliðum partýlífernis. Innrammaðar teikningar á gulum bakgrunni, í litlum römmum, eru í myndasögustíl sem nær langt aftur á síðustu öld. Teikningar eftir Helga Þorgils frá áttunda áratug síðustu aldar koma upp í hugann. Þetta er líka skissuformið, sígilt viðfangsefni listamanna. Hér kallast á teikningar og setningar en það eru setningarnar sem standa upp úr, eins og á sýning- unni í heild. Erótískar og óvæntar, eða fallega rómantískar en um leið tvöfaldar í merkingu sinni: ég er alveg að komast yfir þig. Halldór Ragnarsson er hæfileika- ríkur listamaður með persónulega til- finningu fyrir tungumálinu og áhuga- vert væri að sjá meira krefjandi verk af hans hálfu. Hann er laginn við að finna verkum sínum viðeigandi fram- setningu en eftirminnilegust eru orð hans og setningar sem sumar hverjar koma á óvart. Listasafn ASÍ Saxófónn eða kontór? Halldór Ragnarsson bbbnn Sýningu lauk 13. des. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST Halldór Hæfileikaríkur með tilfinningu fyrir tungumálinu. Rómantíkin í hversdagslífinu TÓNLISTARKONAN Jennifer Lopez heldur því fram að móð- urhlutverkið hafi gert hana að betri manneskju. Frá því hún ól tvíburana Max og Emmu, fyrir tæplega tveimur árum, hefur hún séð lífið öðrum aug- um og gert margar jákvæðar breytingar. „Frá því börnin mín fæddust hef ég til dæmis lært að hugsa betur um sjálfa mig,“ sagði Lopez. Söngkonan segist einnig fá ómetanlegan stuðning frá eig- inmanni sínum Marc sem hvet- ur hana óspart til að klæðast djörfum fötum, t.d. gull- kjólnum á Golden Globe verð- laununum. Lopez segist ekki vera jafn heltekin af því að líta vel út eins og hún gerði áður en hún varð móðir. Fjölskyldan J-Lo, Marc og börnin. Ánægð mamma Friðrik Karlsson kann sittfag. Þessi staðreyndkemur glöggt í ljós þeg-ar hlustað er á nýja jólaplötu hans, Töfrandi jól, sem ætlað er að veita slökun í formi jólalaga á að- ventu og jólum. Þetta er fyrsta jólaplata Frið- riks en hann hef- ur áður sent frá sér ógrynni slök- unarplatna sem hafa fengið mjög góðar viðtökur. Töfrandi jól er þar engin undantekning á og er ljóst að aðdáendur fyrri verka Friðriks verða ekki sviknir. Fyrir aðra er platan tilvalin til að njóta gömlu góðu jólalaganna en á sama tíma losa um jólastressið sem oft einkennir dimman des- embermánuð. Skotheld formúla slök- unartónlistar er hér klædd í jóla- búning og blóðmjólkuð með til- heyrandi flautuspili og áttundahækkunum en sem fyrr svínvirkar hún. Afburða hljóð- færaleikarar ljá Friðriki lið á plötunni og er frágangur allur til fyrirmyndar. Plötunni tekst að vera bæði há- tíðleg og afslöppuð á sama tíma sem verður að teljast vel af sér vikið og er fínt að hafa þennan slökunartónlistar-möguleika í jólatónlistarflóðinu. Lítið er hægt að setja út á plötuna sem slíka, en Töfrandi jól verður þó seint talin frumleg plata og skilur lítið eftir sig að jólaslökun lokinni. Geisladiskur Friðrik Karlsson – Töfrandi jól bbbnn HILDUR MARAL HAMÍÐSDÓTTIR TÓNLIST Formúlu-Friðrik Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rólegur Friðrik Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.