Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 ✝ Karl Smári Guð-mundsson fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 5. ágúst 1964. Hann lést af slysförum við köfun í Hvalfirði 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Magnea Halldórs- dóttir, sérhæfður starfsmaður í dauð- hreinsun ríkisspít- alanna, f. 6.9. 1940, og Guðmundur Heiðmar Karlsson pípulagn- ingameistari, f. 1.5. 1936. Systkini Karls eru: 1) Ásrún Helga, f. 13.3. 1960, maki Ólafur Stígsson, f. 23.10. 1955, þau eiga þrjú börn. 2) Hlöðver Árni, f. 27.1. 1962, fráskilinn, á þrjá syni. 3) Sólrún Dögg, f. 10.7. 1975, hún á þrjú börn af fyrra hjónabandi, núverandi eiginmaður er Anders Vraa, f. 15.3. 1974. 1970 til 1986 og lærði síðan húsa- smíði í Fjölbrautarskólanum í Breið- holti. Eftir smíðanámið tók við einkaflugmannsnám, nám í sport- köfun, ársferðalag í kring um hnött- inn, iðnhönnunarnám í Bandaríkj- unum, fallhlífastökk, meistaranám í húsasmíði o.fl. Lengst af vann hann við húsa- smíði, en síðustu tíu ár eða svo var hann með eigið byggingarfyrirtæki. Þegar hann lést var hann að kafa eftir ígulkerum til útflutnings gegn- um Iceland Seafood, en hann snéri sér að því þegar dróst saman í bygg- ingavinnu á landinu. Hann var afar hugmyndaríkur og var stöðugt að finna upp leiðir til að betrumbæta hluti og búnað eins og t.d. í sambandi við köfun, stóla o.fl. Ætíð glaðlyndur og manna dugleg- astur við að hvetja aðra áfram. Hann ferðaðist mikið innanlands og utan með vinum og vandamönnum. Ekk- ert aumt mátti hann sjá, hjálpaði mörgum, þó hann hefði ekki hátt um það og var vinur í raun. Útför Karls Smára fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtudag- inn 17. desember 2009, og hefst at- höfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Fyrri sambýliskona Karls er Unnur Matt- híasdóttir, f. 27.8. 1962 og eignuðust þau einn son, Guðmund Þór, f. 6.8. 1996. Fyrir átti Unnur, Ragnar Ágúst Rúnarsson, f. 27.3. 1987. Seinni sambýlis- kona Karls er Berg- lind Ármannsdóttir, f. 3.8. 1966, börn hennar eru Auður Eir Guðna- dóttir, f. 15.5. 1988, hún á eina dóttur og Guðni Þór Guðnason, f. 30.9. 1994. Karl ólst upp í Hraunbæ 64 í Reykjavík, þegar Árbæjarhverfið var að byggjast með berjamóum, drullupollum og yndislega mörgum krökkum á svipuðum aldri, síðar flutti fjölskyldan ofar í hverfið í nýtt hús í Fjarðarási 16. Hann gekk í Árbæjarskóla frá Elsku ástin mín. Ég hefði aldrei getað trúað því, að þennan dag þegar þú kvaddir mig svo fallega, að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur. Þú opnaðir fyrir mér nýja vídd í tilverunni þegar við fórum í ferðalög- in okkar þar sem við áttum okkar fal- legustu stundir. Þú varst svo ótrúlega hugmyndaríkur og frjór í hugsun. Þú varst alltaf að skapa eitthvað nýtt. Það er erfitt að horfa upp á fjórhjólin og útilegudótið og finna ekki fyrir ná- lægðinni þinni, en ég trúi því að þú sért hér í anda með mér og börnunum okkar og vakir yfir okkur. Ég þakka þér ástin mín fyrir allt sem þú gafst mér og börnunum mínum, þú varst þeim svo góð fyrirmynd. Ég kveð þig elsku Kalli minn með brostið hjarta og bið góðan Guð að vernda þig og blessa. „Þó líði ár og öld er ást mín ætíð ætluð þér“. Hvíl í friði elsku ástin mín. Þín, Berglind. Elsku Kalli. Hér sitjum við og hugsum um síðustu stundirnar okkar saman, við þetta borðstofuborð okk- ar, um miðjan nóvember. Þið Berg- lind komuð með humarinn, ég eldaði og allt var eins og best á kosið. Ekki grunaði okkur að þetta væri okkar síðasta skipti saman, þó svo við höfð- um ekkert stofnað neinn matarklúbb eins og oft var rætt, það þurfti ekkert svoleiðis hjá okkur við vorum hvort sem er alltaf saman, „Hverjum eigum við að bjóða í mat“ Berglindi og Kalla“, svona hugsuðum við alltaf í báðar áttir, það var líka svo „homeí“. Það þurfti ekkert að taka til eða þurrka af, við vorum bara við sjálf, hvort sem það var að koma austur í Selárdal, Grímsnesið í bústaðinn eða bara heim. Ógleymanlegt atriðið okk- ar þegar það vantaði pott í bústaðinn, við reyndum og er það leyndarmál geymt hjá okkur „viðhaldsklúbbn- um“ eins og við ætluðum að skíra klúbbinn í góðu gríni. Útivist og ferðalög voru þitt uppáhald, ferðirnar til Ameríku sem þú og Berglind fóruð í voru algjör upplifun að hlusta á þeg- ar heim var komið, og ekki skemmdu gjafirnar. Eyþór var gallaður upp, gamla fékk flottustu kremin og ilm- vötnin og ég fékk nærbuxur eða nátt- buxur, og þú vissir hvað ég vildi „nógu ljótt, fannst mér nógu flott“ og hér sit ég í pulsu Joe boxer náttbux- um, bjór buxurnar á snúrunni. Fjórhjólaferðirnar sem þú tókst mig með í voru geggjaðar og er ógleymanleg ferðin 17. júní ’08, þegar við fórum hálf slappir eftir eitt matar- boðið, heiman frá ykkur Berglindi alla leið á Skjaldbreið (tók 8 klst., átti að vera 2 klst.) í besta veðri sem völ var á. Einnig þegar þú fórst með Hönnu mína og Eyþór son okkar að Apavatni síðasta sumar, meðan ég var fyrir austan að vinna. Þótt plássið hafði verið lítið hafðir þú alltaf nóg pláss fyrir alla sem þér þótti vænt um, og er ég þér ævinlega þakklátur fyrir þá ferð fyrir þeirra hönd. Elsku Kalli það er ólýsanleg til- finning að sitja hér og skrifa um þig minningargrein, við vorum rétt að byrja að fara gera hlutina sem við ætluðum okkur, en svona er lífið ósanngjarnt. Hversu góður þú varst er ekki hægt að lýsa, t.d þegar þú eignaðist Harley Davidson hjólið. Það seldist ekki og þú sagðir: æji Óli, nennir þú ekki bara að hafa það og keyra það, það þarf reyndar að skoða það; svo mátt þú bara hafa það, það eru fáir ef það er einhver sem myndu feta þessi spor. Elsku drengurinn þú varst einstakur að öllu leiti, þitt lífs- mottó held ég að hafi verið að gera allt í kringum þig best, og það gerðir þú, þú varst án efa besti pabbi í heimi og gerðir allt fyrir snillinginn hann son þinn Guðmund og Guðna hennar Berglindar, það eru ekki margir sem pabbar sem geta fetað í þín spor í tækjadellu fyrir svona pjakka, þú fórst alla leið, og erum við stolt af þér. Elsku Kalli okkar, við lofum þér að hugsa um allt sem þér þótti svo annt um, og sérstaklega snillinginn hann Guðmund son þinn, Berglindi þína, sem við öll elskum, Guðna, Auði og alla þína aðstandendur sem við get- um veit hlýju, styrk og gleði. Þínir vinir að eilífu. Óli Már, Hansína og Eyþór Andri. Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson) Hann dvaldi ekki lengi á þessum áningarstað hann Kalli. Það er stund- um sagt að fólk lifi hratt, en ég held að segja megi um hann að hann hafi nýtt tímann sinn vel. Við urðum sam- ferða um nokkurra ára skeið, einmitt á þeim tíma sem sonur hans Guð- mundur Þór fæddist, svo agnarlítill, og þurfti að dvelja á vökudeildinni í fjóra mánuði. Það var erfiður tími fyrir fjölskylduna. Kalli var mikil úti- vistarvera og náttúruunnandi og naut þess að sinna áhugamálum sínum sem voru fjölmörg, bæði með vinum sínum og fjölskyldu. Alltaf var Guð- mundur með, í öllu sem gert var, ef því varð við komið. Kalli var einstak- ur faðir drengnum sínum, og Guð- mundur mun búa að góðum minning- um, og tekur þær með sér inn í framtíðina. Það er við svona atburði, sem maður er svo rækilega minntur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Mað- ur skyldi vera hljóður, hver snerting gæti verið sú hinsta. Ég þakka Kalla góða viðkynningu og fyrir það hversu góður hann var ömmudrengjunum mínum, líka Ragnari Ágústi sem einnig naut ræktarsemi hans. Berglindi, börnum hennar, foreldr- um Kalla og systkinum votta ég sam- úð. Þorbjörg Ólafsdóttir. Ég kynntist Kalla fyrst fyrir 30 árum, en hann var frændi fyrrver- andi konu minnar. Kynnin voru ekki mikil í fyrstu en maður fylgdist með honum úr fjarlægð. Hann lærði húsasmíði, náði sér í meistararétt- indi, vann hér og þar um heiminn, fór í heimsreisu, lærði hönnun á Ítalíu, eignaðist konu og barn og hóf síðan eigin rekstur við húsbygging- ar. Eftir því sem árin liðu og bygg- ingaframkvæmdum sem ég stóð fyrir, eða hafði umsjón með, fjölg- aði, jukust kynnin enda kom sér oft vel að hafa aðgang að sívaxandi þekkingu hans á þessu sviði. Hjálp- fýsin var einstök og aldrei stóð á honum að gefa ráð, lána verkfæri eða verða að liði á hvern þann hátt sem honum var auðið. Aldrei gekk hann hart fram er kom að því að innheimta fyrir viðvikið. Það má segja að vinátta okkar hafi tekið á sig nýja mynd fyrir u.þ.b. þremur árum þegar hann átti orðið tvö fjór- hjól og vantaði ferðafélaga. Hann bauð mér í fjallaferð og síðar aðra tveimur vikum síðar og hafði þá tek- ist ætlunarverk sitt; að smita mig með útivistarbakteríunni. Í kjölfar- ið fékk ég mér mitt eigið hjól og höf- um við farið í ótal leiðangra síðan. Kalli var sérstaklega góður ferða- félagi, ljúfur og léttur í lund, gæt- inn, úrræðagóður og ávallt með all- ar nauðsynlegar græjur meðferðis. Oft slógust fleiri í lið með okkur og kynntumst við þannig vinum hvors annars. Sérstaklega er minnisstæð veiðiferð okkar í Þórisvatn sl. sum- ar. Þar lentum við í mokveiði og var unun að fylgjast með þeim æsku- félögum, Svenna og Kalla, þar sem þeir mokuðu upp silungi linnulaust tímunum saman og réðu sér vart fyrir kæti. Kalli var alla tíð með mörg járn í eldinum og meðal ann- ars hannaði hann margvíslega hluti sem hann ætlaði að hefja fram- leiðslu á í Kína. Réði hann verk- fræðing í Rúmeníu til að gera vinnu- teikningar en við efnahagshrunið breyttust áætlanirnar og hugði hann á framleiðslu þessara hluta hérlendis.Við hrunið varð nokkurn veginn sjálfhætt í byggingabrans- anum en Kalli sem var hugmynda- ríkur með afbrigðum og mikill frumkvöðull, skapaði sér nýtt lífs- viðurværi með því að kafa eftir ígul- kerjum til útflutnings. Var hann við þá iðju er hann lést. Kalla var mjög umhugað um vel- ferð barna sinna, hvort sem um var að ræða Ragnar son fyrri konu sinn- ar, sinn eigin son Guðmund Þór, eða Guðna og Auði, börn Berglindar, sem hann var svo lánsamur að kynnast fyrir 5-6 árum. Ég man eft- ir því að hafa oft hugsað til þess hversu sérstaklega heppinn Guð- mundur væri að eiga Kalla fyrir pabba. Við Þuríður sendum hans góðu konu, börnum, foreldrum og systkinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi þig Kalli minn, ég á eftir að sakna þín mikið. Tryggvi Hallvarðsson. Karl Smári Guðmundsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, EGGERT ÓLAFSSON fyrrv. yfirvélstjóri, Bogatúni 13, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 19. desember kl. 13.00. Hulda S. Eggertsdóttir, Fanney Ósk Eggertsdóttir, Elín Rún Eggertsdóttir, Margeir Rúnar Bjarnason og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÁGÚSTA ÓSKARSDÓTTIR, Ásavegi 2g, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Jóhanna Hjálmarsdóttir, Sigurjón Þór Guðjónsson, Viðar Hjálmarsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Hjálmar, Guðrún Ágústa, Bjarni Ólafur, Guðjón Orri og Franz. ✝ Ástkær stjúpmóðir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLAFÍA PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR frá Gilsfjarðarbrekku, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést laugardaginn 12. desember, verður jarðsungin frá Garpsdalskirkju laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Indriði E. Baldvinsson, Karólína Ingólfsdóttir, Jóna G. Baldvinsdóttir, Gunnar Helgi Guðmundsson, Ingibjörg Magnea Baldvinsdóttir, Jón Kjartansson, Elinborg A. Baldvinsdóttir, Helgi Stefánsson, Margrét H. Brynjólfsdóttir, Hugrún H . Einarsdóttir, Katrín Björk Baldvinsdóttir, Sæmundur Ó. Ólason og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN MARINÓ DÚASON, Hornbrekku, Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku mánudaginn 14. desember. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstu- daginn 18. desember kl. 13.30. Sigríður Vilhjálms, Kristinn Gíslason, Helga Björnsdóttir, Halldór Jónsson, Sigurður Björnsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Birna Björnsdóttir, Reynir Jónsson, Herdís Björnsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Edda Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, HLÍF ÞÓRBJÖRG JÓNSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 19. desember kl. 11.00. Jarðsett verður að Þorvaldsstöðum. Sigurjón Jónsson, Helga Ágústína Lúðvíksdóttir, Guðný Elín Jónsdóttir, Reynir Loftsson, Ingibjörg Guðlaug, Jón Garðar Steingrímsson, Ólafía Sigurjónsdóttir, Alejandro Arias, Jón Viðar Reynisson, Hlíf Ágústa Reynisdóttir, Jóna Snædís Reynisdóttir og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.