Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Gott er til þess að vita að tæpri 1milljón króna hafi verið varið í sérfræðikostnað við þrjá hugar- flugsfundi í ráðuneytum landsins á árinu. Sérstaklega hlýtur að ylja landsmönnum um hjartarætur að sjá að hugarflugið á einum fund- inum snerist um „sparnaðarátak“.     Ýmislegt annað er umhugs-unarvert í svari forsætisráð- herra við fyrirspurn þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar. Það vekur til að mynda athygli að einn af gæð- ingum Samfylkingarinnar, Karl Th. Birgisson, skuli hafa fengið 180 þúsund krónur fyrir að skrifa ræðu um Evrópumál fyrir viðskiptaráð- herra og blaðagrein um sama efni. Hvað ætli álitsgjafinn hneyksl- unargjarni Karl Th. Birgisson segði um svona lagað?     Einnig vekur athygli í þessum 150milljóna króna sérfræði- greiðslum ráðuneytanna, að Helgi Áss Grétarsson, sem skyndilega snerist frá andstöðu til stuðnings við Icesave-ríkisábyrgðina, skuli hafa fengið 1 milljón króna fyrir gerð lagafrumvarps um þessar sömu ríkisábyrgðir.     Þá er forvitnilegt að Yngva ArnarKristinssonar, fyrrum fram- kvæmdastjóra í Landsbankanum, er að engu getið í svarinu, en hann starfar nú sem ráðgjafi félagsmála- ráðherra. Skýringin er sögð sú að hann hafi ekki enn lagt inn reikning fyrir þessi störf og bíða góðgerð- arsamtök spennt eftir þeirri kröfu.     Loks má geta þess að Jón Sigurðs-son, fyrrum formaður stjórnar FME og eðalkrati, þiggur ríflega 8 milljónir króna fyrir „ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum ríkjum“. Þær greiðslur voru víst ekki árang- urstengdar. Greiðslur til gæðinga Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 skýjað Lúxemborg -2 skýjað Algarve 17 skýjað Bolungarvík 7 skýjað Brussel -1 skýjað Madríd 0 frostrigning Akureyri -1 léttskýjað Dublin 6 skúrir Barcelona 7 léttskýjað Egilsstaðir 1 léttskýjað Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 2 skýjað London 1 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Nuuk -3 léttskýjað París -1 léttskýjað Aþena 12 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Amsterdam 1 léttskýjað Winnipeg -17 skýjað Ósló -5 skýjað Hamborg -1 heiðskírt Montreal -11 snjókoma Kaupmannahöfn 1 snjókoma Berlín -2 skýjað New York 1 léttskýjað Stokkhólmur -3 skýjað Vín -4 snjókoma Chicago -12 léttskýjað Helsinki -10 skýjað Moskva -22 upplýsingar bárust ekkiOrlando 21 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 17. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.34 0,7 6.51 4,0 13.07 0,7 19.06 3,6 11:19 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 2.29 0,5 8.41 2,1 15.12 0,4 20.54 1,8 12:06 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 4.44 0,3 10.51 1,2 17.20 0,1 23.39 1,0 11:51 14:34 DJÚPIVOGUR 4.03 2,1 10.18 0,4 16.04 1,7 22.13 0,3 10:58 14:50 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Hæg vestlæg átt, skýjað með köflum og hiti kringum frost- mark. Snýst smám saman í norðanátt er líður á daginn með dálitlum éljum norðaust- anlands og kólnandi veðri víð- ast hvar. Á laugardag og sunnudag Útlit fyrir nokkuð stífa norðan- átt með snjókomu eða éljum, einkum norðaustantil, en yf- irleitt léttskýjað suðvestan- og sunnanlands. Frost víða 2 til 8 stig. Á mánudag og þriðjudag Útlit fyrir norðaustanátt með éljagangi, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt og skýjað norðan- og vestantil, en víða léttskýjað sunnan- og suðaustanlands. Hiti 1 til 7 stig, en sums staðar vægt frost til landsins. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAU hafa fiskað vel, þessi skip sem hafa verið í Breiðafirðinum, samt hefur ekki verið auðvelt að eiga við þetta og síldin uppi í harða landi,“ sagði Sigurbergur Hauksson, skip- stjóri á Berki NK, en skipið kom til Neskaupstaðar á sunnudag að lok- inni síðustu veiðiferð ársins. Veiðar hafa gengið vel þótt langt hafi verið að sækja eða 36 tíma stím. Börkur hefur farið í 9 veiðiferðir á haustvertíðinni og hefur tíminn skipst þannig að um 650 tímar hafa farið í stím, 330 í löndun og aðeins hefur verið stoppað í 75 tíma á mið- unum. Afli Barkar á síldarvertíðinni er kominn yfir níu þúsund tonn og hefur nánast allur farið í manneldis- vinnslu. Aflaverðmæti skipsins í ár er 1.330 milljónir sem er 60 milljónum meira en 2008 þrátt fyrir að loðnu- vertíðin hafi dottið uppfyrir. Skipið hefur veitt 52 þúsund tonn og vegur veiði úr norsk-íslenska stofninum mest. Útflutningsverðmæti þess afla sem skipið hefur borið að landi er komið yfir 3 milljarða. Margir vilja pláss og fjölmiðlar sýna áhuga Sigurbergur segir margt hafa breyst á einu ári, fjölmargir falist nú eftir plássi á skipunum og allt í einu sýni fjölmiðlamenn útveginum áhuga. „Annars eru allir að velta fyrir sér hvað kemur út úr loðnurannsókn- unum, sem eru að klárast. Það er stóra spurningarmerkið,“ segir Sigurbergur skipstjóri á Berki. Kvótinn á sumargotssíldinni var 40 þúsund tonn og er langt komið með að veiða hann. Sýkingin sem kom upp í síldinni í fyrrahaust er enn viðvarandi og að loknum leið- angri í byrjun mánaðarins var hún metin í um eða yfir 40% veiði- stofnsins. Áfram verður fylgst með ástandi sýkingar í stofninum, m.a. með leiðangri í janúar. Stím og löndun margfalt tímafrek- ari en veiðarnar Morgunblaðið/Kristján Afli Landað úr Berki í Krossanesi fyrir nokkrum árum. Allir að velta fyrir sér hvað kemur út úr loðnurannsóknum, segir Sigurbergur á Berki GEORG JENSEN DAMASK Àrmùla 10 108 REYKJAVIK Sími 5 68 99 50 www.duxiana.is www.damask.dk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.