Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sveitarfélöglandsins erumörg í vanda. Þau sem þannig eru stödd vitna til banka- kreppunnar sem skýringar á skuldastöðu sinni og þrengingum. Sú tilvísun er ekki nema að hluta til rétt. Meginregla við rekstur sveit- arfélaga á að vera sú að leitast við að fjármagna framkvæmdir sínar með þeim afgangi sem fyrir hendi er, þegar áætlað hefur verið fyrir rekstri. Und- antekningu frá þessari reglu má gera, í hófi þó, þegar í hlut eiga fyrirtæki sem fjármagna sig með gjaldskrá, sem sett er með hliðsjón af veittri þjón- ustu. En hin almennu verkefni sveitarfélaga á sviði fram- kvæmda í mannvirkjum og gatnagerð á að borga með rekstrarafgangi. Því má ekki gleyma að bankakreppan var bara endirinn á bólunni. Í mörg ár á undan höfðu sveitarfélögin á suðvesturhorninu fengið mik- inn tekjuauka ár eftir ár, langt umfram verðlagsþróun. Kaup- máttaraukning almennings skilaði sér í stórhækkuðum út- svarstekjum og fasteignaverð sem hækkaði meira en nokkurn tíma fyrr skaffaði miklar fúlgur í sveitarsjóði, því skattstofnar sveitarfélaganna voru ekki lækkaðir til móts við stór- hækkað fasteignamat. Sveit- arfélögin höfðu því alla burði til að fara í stóraukin verkefni, bæði þau nauðsynlegu og hin sem flokkast stundum undir gæluverkefni, sem ekki er endilega sanngjarnt. Þeir for- ráðamenn sveitarfélaga sem þótti hinn sérstaki fjárhagslegi meðbyr ekki nægjanlegur fóru því fram úr sjálfum sér. Þeir smituðust af útrásarstemning- unni. Allt var hægt. Byggjum í dag, borgum á morgun. Þessir sveitarstjórnarmenn verða sennilega ekki sjálfir sakaðir um að hafa farið í útrás og því hafi farið sem fór. En þeir und- irbjuggu örugglega innrás með framgöngu sinni. Sú innrás verður gerð í sparnað og fram- tíðar greiðslugetu íbúa sveitar- félaganna sem þeir stjórnuðu, því þangað verður reikning- urinn að lokum sendur, þótt ríkisvaldið komi í bili til skjal- anna og sjái um að halda lög- boðnum verkefnum og frum- skyldum á floti. Ríkisvaldið verður að gæta að sér við það verk, því ef of hart verður gengið fram munu íbúar við- komandi sveitarfélaga leitast við að flýja þau. Þeir munu ekki eiga hægt um vik við sölu húsa sinna og íbúða en hætt er við að lögheimilaskráning geti þá orð- ið einkar athyglisverð á næst- unni. Sum sveitarfélög gættu hvorki hófs né hefðbundinna sjónarmiða.} Sveitarfélög í vanda Það gerist nán-ast fyrir hverjar kosningar að ný framboð kynna sig til sögu sem flokk, samtök eða hreyfingu til að leysa gömlu „úr- sérgengnu“ flokkana af hólmi. En fjórflokkarnir blífa þótt fylgi færist örlítið á milli þeirra, eftir því hver hefur vind í seglin og hver í fangið það sinnið. Fulltrúar nýju fram- boðanna sem komast á þing þykja stundum klaufalegir og ósannfærandi þegar þangað er komið, ekki síst í augum þeirra sem fyrir eru. En sá dómur er ekki endilega sanngjarn. Hreyfingin hefur vissulega fengið á sig brotsjó oftar en einu sinni. Einn skolaði þing- manni fyrir borð og annar skildi að flokk og þingmenn. En þingmennirnir þrír hafa staðið sig að mörgu leyti vel. Þeir eru beittir í gagnrýni og einnig iðulega beinskeyttir í fyrirspurnum. Því til viðbótar sýna þessir nýju þingmenn staðfestu í stórum málum og láta ekki svo auð- veldlega setja sig út af laginu. Sjón- armið þeirra og viðhorf eru ekki endilega við allra hæfi og stinga oft í stúf við það sem hefðbundnara er. En það er í ágætu samræmi við boðskap þeirra fyrir síðustu kosningar. Það var einmitt réttlæting þeirra sem frambjóðenda fyrir því að kjósendur ættu að veita þeim brautargengi, að þeir nálguðust vandamálin með öðr- um hætti en „fjórflokkurinn“ og lausnir þeirra yrðu því einn- ig frábrugðnar því sem hinir æfðu stjórnmálamenn allra flokka byðu upp á. Það tók auð- vitað í að missa fjórðung þing- flokks fyrir borð og baklandið einnig. Því er framganga þing- flokks hreyfingarinnar á Al- þingi athyglisverðari en ella. Sá stjórnmálaflokkur sem á varla nokkurt kosningaloforð eftir ósvikið níu mánuðum síð- ar hefur að minnsta kosti ekki efni á að líta niður á minnsta þingflokkinn. Þingflokkur Hreyf- ingarinnar er sam- kvæmari sjálfum sér en sumir sem þykj- ast meira kunna.} Framganga Hreyfingarinnar Þ egar reiðin braust út á Austurvelli hér um árið og það komst í tísku að berja potta og pönnur, veitast að lögreglu og fella jólatré þá von- aði maður að rithöfundar þjóð- arinnar myndu hver af öðrum stíga fram og vara fólk við hatrinu. Kannski er það gam- aldags og rómantísk hugsun að rithöfundar eigi að hafa vit fyrir þjóð sinni en hún er nú þarna samt einhvers staðar í kollinum á manni. Svo er engum hollt að hata. Maður veit svosem ekki margt fyrir víst í þessu lífi en þetta veit maður þó. Og hélt að skáldin vissu það líka og jafnvel svo miklu betur en við hin. Á þessum vonda tíma í lífi þjóðarinnar sá maður í sjónvarpsfréttum að nokkur skáld voru á Austurvelli, og þau voru reið og höfðu hátt, alveg eins og hitt fólkið. Reitt fólk hefur afskaplega lítið að segja manni. En reiðu skáldin virtust alsæl með hlutskipti sitt og töldu sig hafa gríðarlega mikið fram að færa. En nákvæmlega hvað það var vitum við hin ekki svo gjörla. Þau hrópuðu bara: „Vanhæf rík- isstjórn“, alveg eins og allir aðrir á Austurvelli. Það slag- orð sagði manni eiginlega ekki neitt. Skáld sýna of oft af sér pólitíska glámskyggni og ganga öfgum á vald. Þá bera svokallaðar hugsjónir skynsemina ofurliði. Þetta er ekki ný saga. Þegar maður les seinni hlutann af stórgóðu og frábærlega vel unnu verki Péturs Gunnarssonar um ævi Þórbergs Þórðarsonar, Í forheimskunnar landi, þá kemst maður ekki undan því að velta fyrir sér hversu sorglegt það var að Þórbergur skyldi mest allt sitt líf hafa fylgt röngum málstað og lagt metnað sinn í að koma honum á framfæri. Margt í skrifum þessa mikla stílista er nú nánast móðgun við skynsemi manns, eins og kaflar í Bréfi til Láru eru gott dæmi um. Trú- in á allsherjarlausn fyrir mannkyn í formi kennisetningar er stórhættuleg og það er skelfilegt þegar skáldin festa sig þar. Lífið er allt of margbreytilegt og flókið til að hægt sé að gefa pólitíska uppskrift að því. Svo les maður aðra bók sem nýlega er komin út, Stjórnmál og bókmenntir, ritgerða- safn eftir George Orwell, og þá fer ekki hjá því að maður hugsi með sér að þarna sé mað- ur sem hafi náð þessu öllu rétt. Maðurinn sem skrifaði Dýrabæ og 1984 og ótal ritgerðir um stjórnmál og bókmenntir bjó yfir öfga- lausri hugsun. Hann var áhorfandi og skarpur greinandi sem var alltaf óhræddur og var ekki að leita að klappliði. Það er bara einn Orwell en maður vildi að þeir væru svo miklu fleiri. Orwell sagði að hann vildi helst gera pólitísk skrif að list. Það tókst honum betur en flestum öðrum. Hann hafði greindina og stílhæfileikana. Hið sama má reynar segja um fjölmörg önnur skáld sem hafa sinnt pólitískum skrifum. En Orwell hafði það fram yfir þau að hann var ekki áhrifagjarn. Og hann var algjörlega laus við öfgar. Hann var maður skynsemi og mannúðar. Eins og manni finnst að rithöfundur eigi að vera. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Öfgar skáldanna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Af hverju ætti læknir að vinna á Íslandi? FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is L æknar eiga auðveldara en flestir aðrir með að fá störf í útlöndum. Flestir hafa þeir lært erlendis og hafa starfs- reynslu þaðan. Víða er einnig mikil eftirspurn eftir læknum, til dæmis á Norðurlöndunum. Í kreppunni eru flestir, samkvæmt samtölum við fjölmarga lækna, farnir að leiða hugann að störfum erlendis. Morg- unblaðið greindi nýlega frá þremur sérfræðilæknum sem farnir eru frá landinu og síðan þá hafa fleiri læknar haft samband og sagst vera á förum eða á leið í atvinnuviðtöl er- lendis fyrir föst störf. Tvöfalt til þrefalt hærri laun Það er ólíku saman að jafna fyrir lækni að starfa hér eða erlendis. Margir fá 15-20% launalækkanir þessi misserin og fá í ofanálag tekjuskattshækkun, þar sem þeir teljast hátekjumenn. Samanburð- urinn verður ennþá verri þegar gengishrun krónunnar kemur inn í og ljóst er að tvöfalt til þrefalt hærri laun bjóðast annars staðar. Svo eru læknar í sömu vandræð- um og aðrir Íslendingar, vegna hús- næðisskulda í erlendri mynt. Fyrir suma er þetta því hreinlega spurn- ing um að sleppa frá gjaldþroti. Fyrirtækið Hvítir sloppar, sem rekur samnefnda vefsíðu, er vinnu- miðlun fyrir lækna. Fyrir milli- göngu fyrirtækisins hafa tugir ís- lenskra lækna farið í tímabundin störf erlendis á þessu ári, ekki síst heilsugæslulæknar. Einnig hafa nokkrir fengið fastráðningar er- lendis í gegnum fyrirtækið. Hvítir sloppar er eina íslenska vinnumiðlunin af þessum toga en ekki fara þó allir í gegnum hana. Sumir nota sín eigin tengsl til að fá störf og enn aðrir nota þjónustu er- lendra vinnumiðlana. Þann fyr- irvara verður þó að gera að læknar geta verið mjög mishreyfanlegir eft- ir því hvaða sérgrein þeir leggja stund á. Á móti kemur þá að sér- greinar eru mjög misfjölmennar. Til dæmis þyrftu afar fáir hjartaskurð- læknar að flytja úr landi til að slæmt ástand myndi skapast. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir stofnaði Hvíta sloppa sem hálfgert kreppufyrirtæki, fyrst og fremst til að auðvelda læknum að komast í tímabundin störf erlendis, aftur til að auðvelda þeim að vera áfram á Íslandi lungann úr árinu, eins og flestir þeirra vilji. Mörghundruð stöður í boði Hann segir eftirspurnina í Skand- inavíu hvarvetna gríðarlega mikla. „Í sumar og haust sýndu opinberar tölur eftirspurn eftir sérfræðingum í heimilislækningum í Västra Göta- land í Svíþjóð. Þar vantaði 330 sér- fræðinga í heimilislækningum,“ seg- ir Guðmundur. Annað lén, svipað Íslandi að fólksfjölda, hafi sent beiðni til hans um heimilislækna sem vantaði til að fylla þrjátíu stöð- ur. „Það er legið á mér um að skaffa lækna hingað og þangað,“ segir Guðmundur Karl. „Eftirsóknin eftir þessum starfskrafti er gríðarleg.“ Ekki náðist í Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra í gær, til að inna hana eftir viðbrögðum við mögu- legum atgervisflótta úr læknastétt. Morgunblaðið/Ásdís Uppskurður Í heilbrigðiskerfinu er mikill niðurskurður, sem hefur áhrif á kjör lækna. Læknar hafa reynslu að utan og þeir yngri eru hreyfanlegir. Eitt lén í Svíþjóð óskaði eftir þrjátíu sérfræðingum í heimilis- lækningum til starfa. Einnig vantaði 330 lækna á Gautaborg- arsvæðinu í haust, í kjölfar breyt- inga á heilbrigðiskerfinu þar. Læknar hafa verið um 3,7 á hverja þúsund íbúa hér á landi síðustu ár- in. Það er svipað og á Norðurlönd- unum og vel yfir meðaltali OECD ríkja. Á móti kemur að hér eru fá- menn samfélög sem þurfa engu að síður læknisþjónustu og því full þörf fyrir marga lækna miðað við fólksfjölda hér á landi. Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, segir minna um að læknar á LSH fari út en t.d. úr heilsugæslunni. Nokkur tilvik séu þó komin, jafnvel um fast- ráðningar og margir séu að hugsa sitt ráð. „Ég býst við að sérstaklega séu þetta yngri sérfræðingar. Sá hópur sem dregur með sér ný við- horf, þekkingu og reynslu til lands- ins,“ segir hann. Þetta sé ekki síst fólk undir fimmtugu, veruleg hætta sé á atgervisflótta úr þeim hópi og jafnvel hætta á að ein kynslóð lækna detti út að stórum hluta. DETTUR ÚT KYNSLÓÐ? ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.