Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 ✝ Karl Karlssonfæddist í Reykjavík 30.11. 1961. Hann lést í Norgegi 22.11. 2009. Móðir Karls er Hergerður Zak- aríasdóttir, f. 1936. Faðir hans var Karl Levy Jóhann- esson, f. 1919, d. 2008. Karl var elst- ur 11 systkina, og eru nú 5 þeirra lát- in. Börn föður hans, Kristofer (látinn), Sigríður, Kristín og Jó- hannes. Alsystkini Hörður (lát- inn), Hörður (látinn), Jóhann, Hera, Hörður og óskírð stúlka (látin). Börn móður hans eru Annika, Perla og Rósa. Karl kvæntist Ernu Hilm- arsdóttur og átti með henni 2 börn, Hafrúnu Öldu, f. 1983, og Adam Levy, f. 1985. Þau skildu. Karl lætur eftir sig unnustu í Nor- egi, Helgu Grön- seth, en hún á 3 uppkomin börn. Minningarathöfn um Karl verður í Kópavogs- kirkju í dag, fimmtudaginn 17. desember 2009, og hefst hún kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku Karl minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Ég man þegar ég var lítil og þú varst að passa mig, það skipti ekki máli hvort þú værir að fara í bíó með kærustu eða hanga með vin- unum, þá fékk ég að fljóta með. Þú varst alltaf svo góður og skemmtileg- ur bróðir. Þú sagðir alltaf við mig að það væri ekkert mál að vera með mig og auðveldast í heimi væri að svæfa mig, þú fiktaðir bara aðeins í hárinu á mér og ég var sofnuð. Þegar ég varð eldri þá varst þú alltaf til staðar og ég gat alltaf talað við þig um allt og kúrt uppí hjá þér. Eftir að þú fluttir til Noregs gistir þú alltaf hjá mér þegar þú komst heim til Íslands og dóttir mín elskaði þig alveg út af lífinu, hún hlakkaði svo til að fá þig í heimsókn. Ég man eitt skipti þá varst þú heima með henni á meðan ég skrapp í vinnuna og þegar ég kom heim varst þú svo ánægður með nýju klippinguna þína sem dóttir mín framkvæmdi á þér. Hún var ótrú- lega fín miðað við að 7 ára gömul stelpa klippti þig, enda léstu þessa klippingu duga í marga mánuði. Svona var allt hjá þér, þú svo afslapp- aður með allt, ekkert stress. Elsku Karl minn, ég sakna þín ótrúlega mikið og er búin að gráta daglega síðan þú fórst. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og líður vel. Ég vil biðja góðan guð að blessa alla fjöl- skylduna okkar, en þú ert fjórða barn mömmu sem kveður og það er meiri byrði en nokkur ætti að þola. Elsku Karl minn, við hittumst síðar. Ástar- og saknaðarkveðjur, Rósa systir. Karl Karlsson HINSTA KVEÐJA Elsku sonur minn, ég vil þakka þér fyrir allt. Saknaðarkveðja. Mamma. ✝ Aðalbjörn Schev-ing fæddist á Reyðarfirði 1. desem- ber 1953. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 4. desem- ber sl. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Scheving Magnússon lögregluvarðstjóri á Reyðarfirði, f. 6. nóv- ember 1923, d. 11. apríl 1989, og Anna Pálína Stefánsdóttir húsmóðir á Reyð- arfirði, f. 14. júlí 1922, d. 13. maí 1998. Systkini Aðalbjörns eru Stefán Scheving, f. 25.11. 1943, Grétar Scheving, f. 13.11. 1944, Magnús ber 1935. Dætur Aðalbjörns og Önnu eru 1) Freydís, f. 10. maí 1979, gift Róbert Línberg Runólfssyni, f. 6. janúar 1975, þeirra dætur eru Katla Ósk, f. 25. desember 2006, og Viktoría Rós, f. 8. september 2009. 2) Snædís Scheving, f. 21. maí 1982, sambýlismaður Óli Valur Guð- mundsson, f. 15. júní 1980. Aðalbjörn stundaði ýmsa verka- mannavinnu á Reyðarfirði frá ung- lingsárum. Lengst af starfaði hann hjá Reyðarfjarðarhreppi sem véla- maður og síðan hjá Fjarðabyggð. Árið 2001 hóf hann stöf hjá Orku- veitu Reykjavíkur og var til ársins 2005 er hann hóf störf hjá Malbik- unarstöðinni Höfða hf. og starfaði þar til dauðadags. Aðalbjörn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtudag- inn 17. desember 2009, og hefst at- höfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Scheving, f. 11.3. 1946, d. 8.5. 1946, Ragnar Scheving, f. 14.6. 1947, Anna Scheving, f. 23.5. 1949, Sigurjóna Scheving, f. 23.5. 1951, og Finnborg Scheving, f. 27.9. 1952. Eiginkona Að- albjörns er Anna Björg Björnsdóttir, f. 15. desember 1961. Foreldrar henn- ar eru Björn Jónsson, f. 23. mars 1929, d. 13. febrúar 1992, og Re- bekka Þórhallsdóttir, f. 15. desem- Elsku pabbi minn. Lífið er svo óréttlátt, ég spyr mig á hverjum degi, af hverju varstu tekinn frá okkur svona snemma, þú sem að áttir eftir að gera svo margt. Við ætluðum að halda jólin öll saman heima hjá þér og mömmu og við vorum farin að hlakka svo til. 9. nóv. fáum við svo fréttirnar að þú sért með krabbamein og þú ætlaðir þér alltaf að sigrast á því, en því miður varst þú tekinn frá okkur 4. des. Við gátum haldið upp á 56 ára afmælið þitt 1. des. Og þar vorum við öll saman komin. Ég er búin að vera að rifja upp æðislegar minningar um þig, þú varst alltaf svo glaður og skemmtilegur. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig og oft gátum við látið eins og fífl, strítt hvort öðru og skemmt okkur vel. Ég gleymi aldrei þegar mamma var búin að fá nóg af okkur við matarborðið og það end- aði með því að hún henti okkur út úr húsinu og skónum á eftir okkur. Við stóðum skellihlæjandi úti á tröppum þegar þú varst sóttur í hádeginu. Þú fórst alltaf með okkur í sunnudags- bíltúr um Reyðarfjörð, Eskifjörð eða þá að við fórum í Egilsstaði og oft var keyptur ís. Þegar ég var lítil var svo gaman að fara með þér í gröfunni að moka snjó eða fara með þér að smyrja gröfuna. Þú gafst þér alltaf tíma til að stoppa og tala við mig ef að þú sást mig, eða þá að þú vinkaðir mér bara. Þegar ég fékk bílprófið þá leyfðir þú mér að fara rúnt á Volvoinum okkar og þér fannst ég vera svo mikill klaufi að þú sagði mér bara að keyra þig heim, og ég skyldi æfa mig betur. Þegar ég flutti til Reykjavíkur þá komst þú stuttu seinna og þú bauðst mér oft í bíltúr með þér og þú tal- aðir oft um það að fólk í Reykjavík kynni ekki að keyra. Þegar ég og Róbert ákváðum að gifta okkur þá varstu svo glaður, þú varst svo stoltur þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið, ég titraði og skalf og þú spurðir mig hvort að ég vildi að þú héldir á mér að altarinu, því að þú hélst mér eiginlega bara uppi. Þú varst svo glaður þegar ég varð ófrísk, þú varst búinn að bíða lengi eftir því að verða afi. Svo fæddist prinsessa sem fékk nafnið Katla Ósk á jólanótt. Þú sagðir að þetta hefði verið besta jólagjöf sem þú hefðir geta fengið, enda elskaðir þú hana svo mikið, hún var líka algjör afastelpa. Þið fóruð saman í sunnu- dagsbíltúr, annað hvort á jeppanum eða í húsbílnum ykkar mömmu. Þið tókuð Kötlu Ósk með ykkur í þrjár útilegur í sumar og það er ég þakk- lát fyrir. Þú varst alltaf svo dugleg- ur að hringja þegar Katla Ósk var lasin og athuga hvernig hún hefði það, svo komstu í heimsókn um kvöldið. Viktoría Rós fæddist svo í september. Þú sást ekki sólina fyrir litlu sólargeislunum þínum og þegar þú varst á spítalanum núna þá gáfu stelpunar þér mynd af sér og þú sýndir öllum myndina af þeim svo stoltur varstu af þeim. Elsku pabbi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég sakna þín óendanlega mikið. Stórt skarð hefur verið rofið sem ekki verður hægt að fylla upp í. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði elsku pabbi minn. Þín, Freydís. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn frá okkur í blóma lífsins, þinn tími kom alltof fljótt. Þú skilur eftir margar góðar og skemmtilegar minningar. Ég man þegar ég var lít- il og fékk að vera með þér í gröfunni á Reyðarfirði, hjálpaði þér við að smyrja og bóna og það var alveg svakalega gott að sofna ofan á mið- stöðinni. Ég mátti ekki heyra í gröf- unni, þá var ég rokin út til að fá að sitja í með þér. Einnig er það mér minnisstætt þegar ég var 17 ára og nennti ekki að taka bílprófið, þá neyddir þú mig til að hringja í öku- kennarann og panta tíma þar sem þú ætlaðir nú ekki að vera að skutl- ast með mig yfir í aðra firði til að fara á böll og skemmtanir. Eftir að við fluttum öll suður varstu alltaf tilbúinn að aðstoða okkur Óla, bæði þegar við fluttum í nýju íbúðina okkar og svo hringdir þú reglulega og spurðir hvort að það þyrfti ekki að fara bóna bílana okkar. Þú varst alltaf boðinn og búinn til að aðstoða alla hvort sem þú þekktir þá eða ekki. Eftir að þið fenguð ykkur hús- bílinn var það nánast í hvert skipti þegar maður kíkti í heimsókn varstu eitthvað að dunda í Gullmol- anum úti á plani, hlæjandi og vildir ólmur sýna manni hvað tæki þú varst að setja í bílinn. Óli hafði nú gaman af því að aðstoða ykkur við að betrumbæta inni í bílnum. En ég er mjög glöð að þú lést þinn gamla draum rætast, að kaupa húsbíl. Þú iðaðir í skinninu þegar fór að vora og það styttist í fyrstu húsbílaferð- ina, allt klárt í Gullmolanum til að bruna úr bænum mörgum dögum áður. Það var sama hvað gekk á, það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér og þú hafðir nú alltaf gaman af því þegar Óli var að æsa mig upp og tókst nú undir með honum, því þið vissuð báðir hversu auðvelt það er. Ég man þegar ég sagði ykkur mömmu að ég færi til Bandaríkj- anna í þrjá mánuði árið 2007 og ykkur leist ekkert á það, að skilja Óla aleinan eftir heima, en ég talaði við ykkur næstum því á hverjum degi og ég man hvað þú varst sæll og glaður þegar ég færði þér kú- rekasylgjuna þegar ég kom heim. Ég man líka vel eftir því þegar ég sagði ykkur mömmu það að ég hefði komist inní HÍ og þú varst svo stolt- ur. Þú hringdir reglulega og spurðir hvernig gengi í skólanum. Ég fann fyrir stuðningnum frá þér. Eftir að þú veiktist stóðstu þig alveg eins og hetja, þú barst þig alltaf vel, alveg sama hvernig þér leið, þú kvartaðir aldrei. Elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað, en þú átt alltaf stórt og mik- ið pláss í hjarta mínu. Hvíldu í friði elsku pabbi. Þín, Snædís. Elsku Alli. Þær voru erfiðar síðustu vikurn- ar, fyrir okkur en þó sérstaklega þig. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér í þessi sjö ár sem við þekktumst, en auðvit- að hefði maður viljað að þau hefðu verið miklum mun fleiri. Þú varst alltaf tilbúinn að koma og redda hlutunum ef eitthvað var að, eitt símtal og þú varst kominn eftir smá stund. Þú komst til dyranna eins og þú varst klæddur, sagðir skoðanir þín- ar alveg óhræddur, þó svo að maður hafi nú ekki alltaf verið sammála. Ég þykist vita að þú hafir orðið fyrir örlitlum vonbrigðum með rólegheitin í mér að þú hafir ekki fengið að leiða dóttur þína upp að altarinu en ég veit að þú verður þar með okkur þegar að því kemur, en það var nú samt aldrei nein pressa frá þér með þessi mál. Ég man vel hvað þú varst ánægð- ur þegar þið keyptuð ykkur húsbíl- inn og það voru nú ófáar ánægju- stundirnar þínar við að dúlla þér í kringum hann, alltaf að spá í hvað mætti betur fara og reyndi ég að að- stoða þig af bestu getu við að fram- kvæma það og hafði gaman af. Þín verður sárt saknað en minn- ingin um þig lifir og verður í huga okkar það sem eftir er. Guð geymi þig. Óli Valur. Elsku bestu afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Það var svo gott að fá að kúra í afafangi þegar við vorum litlar og alltaf gam- an að fá þig og ömmu í heimsókn. Þú dinglaðir nokkrum sinnum og það var hlaupið á móti þér. Þú varst alltaf svo góður að koma í herbergið mitt að leika við mig. Og þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu þá leiruðum við saman eða þá að ég bauð í kaffiboð með fallegu bollun- um sem þið keyptuð handa mér. Það var svo gaman að fara í húsbílinn með þér og ömmu og ég fékk að gista hjá ykkur í bílnum og það var svo gaman. Þér fannst svo gaman að fá mig í mat því að ég er svo dug- leg að borða. Þú komst oft með mér á rólóinn hjá ykkur og ég fór oft með þér að henda blöðunum í gám- inn enda var ég algjör afastelpa. Svo fæddist Viktoría í september og þú og amma komuð og gistuð hjá mér. Um morguninn fórum við í bakaríið og þú keyptir ostaslaufu handa mér. Því miður færðu ekki að kynnast Viktoríu Rós eins og við kynntumst, en ég lofa að segja henni hvað þú varst góður afi. Við áttum svo góðan en stuttan tíma saman. Elsku afi okkar, við söknum þín svo mikið. Takk fyrir að vera svona góður afi. Við vildum að við hefðum getað átt meiri tíma með þér og far- ið með þér í margar útilegur og far- ið fleiri ferðir út á róló. Við geymum fallegar minningar um þig í hjörtum okkur og kveikjum á kerti fyrir þig á hverjum degi og förum með bæn- irnar fyrir þig á hverju kvöldi. Nú vitum við að þér líður betur og þú passar upp á okkur og ömmu. Elsku afi, hvíldu í friði. Þínar afastelpur, Katla Ósk og Viktoría Rós. Hve grimm og miskunnarlaus geta örlögin alltof oft orðið. Enn einu sinni hefur vágesturinn mikli haft vinninginn, hrifið með sér mann á bezta aldri, starfsins dygga þegn sem átti svo margt framund- an. Aðalbjörn Scheving, eða hann Alli eins og hann var jafnan kall- aður, hefur kvatt þetta líf. Örfá kveðjuorð skulu flutt að leiðarlokum frá okkur hjónum og fjölskyldum okkar. Aðalbjörn höfum við þekkt allt frá bernsku, hann var yngstur ágætra barna þeirra Pálínu Stef- ánsdóttur og Sigurjóns Scheving, en fyrstur til að kveðja. Einkenni hans voru hressileiki og glaðværð, hann átti ákveðnar skoðanir, fór hvergi dult með heldur hélt þeim fram af hreinskilni og einurð. Hann var traustur og virkur félagi okkar í Alþýðubandalaginu heima á Reyð- arfirði á sinni tíð og þegar kosn- ingar voru framundan þá var hann í essinu sínu. Hann var vinnusamur með ágætum og hafði yndi af öllu er vélum við kom, laginn og lipur- menni mikið, enda greiðamaður góður, alltaf allt sjálfsagt. Hann Alli skilur eftir í huga okk- ar mörg björt bros frá lífsleið sinni, margan glaðan hlátur sem yljaði samferðafólki í hversdagsins önn. Hvarvetna kom hann sér vel og lagði sitt góða liðsinni hverju því sem hann var kallaður til. Þegar við fögnuðum með honum fimmtugsaf- mæli hans sagði ég þetta m.a.: Dugmikill í dagsins erli, drenglyndur á æviferli. Gamansamur, gleði í ranni, góðviljaður er með sanni. Þetta voru vissulega orð sem áttu vel við þennan vin okkar. Hann Alli var gæfumaður á lífs- göngu sinni, eignaðist ljómandi góð- an lífsförunaut og afar vel gjörðar dætur. Að þeim er nú harmur kveð- inn og hugur okkar er hjá þeim.Við þökkum ljómandi samleið, aðeins alltof skamma, sendum Önnu eig- inkonu hans, dætrum þeirra, systk- inum hans og öðrum þeim sem áttu hann að einlægar samúðarkveðjur. Með Aðalbirni er góður og trúr þegn genginn. Blessuð sé mæt minning. Jóhanna og Helgi Seljan. Aðalbjörn, eða Alli eins og hann var ævinlega kallaður, hóf störf hjá Malbikunarstöðinni Höfða h.f. í maí 2005. Hann bar með sér ferskan andblæ, var glaðvær og léttur í lund. Hann sá ævinlega bjartar hliðar á öllum málum og það var varla til það málefni sem ekki var hægt að hlægja að. Alli var samt ekki skoðanalaus og hafði ákveðnar skoðanir á landsmálunum og var tilbúinn að ræða málin. Þá var ekki laust við að upp kæmi smá stríðni og gat hann æst rólyndustu menn upp, en þegar leikar stóðu sem hæst sló hann öllu upp í grín og þá var hlegið dátt. Alli var afbragðs liðsfélagi og frá- bær starfsmaður og var fljótur til þegar kallað var til verka. Hann lagði metnað sinn í að skila vönduðu verki og yfirgaf ekki vinnustaðinn fyrr en hann var viss um að ekki yrði betur gert. Alli var einstakur snyrtipinni og var hann ávallt boð- inn og búinn að þvo tæki og þrífa. Það er ekki auðvelt að halda mal- bikstækjum hreinum og snyrtileg- um, en öll tæki fyrirtækisins, stór og smá, voru jafnan hrein og bónuð svo eftir því var tekið. Þessi eig- inleiki er ekki öllum gefinn og verð- ur Alla sárt saknað. Ferðalög innanlands voru helsta áhugamál Alla. Undanfarin ár hefur fyrirtækið sótt verkefni vítt og breitt um suðvestanvert landið og líkaði Alla vel að sækja landsbyggð- ina heim. Þegar næði gafst hafði hann yndi af því að segja sögur af ferðalögum þeirra hjóna um landið í húsbílnum sínum. Það kom glampi í augun og það var augljóst að ást hans á landinu var fölskvalaus. Alli var mikill fjölskyldumaður og sagði margar sögur af barnabörnum sín- um og ljómaði allur þegar fjölskyld- an var til umræðu. Við starfsfélagar Alla senda Önnu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Hvíl þú í friði félagi. F.h. starfsfélaga hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf., Halldór Torfason. Vilberg Ágústsson. Aðalbjörn Scheving  Fleiri minningargreinar um Að- albjörn Scheving bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.