Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 MAÐUR fórst þegar fimmtán tonna bát hvolfdi út af Vattarnesi við Fá- skrúðsfjörð í gærmorgun. Tveir menn voru um borð. Öðrum mann- inum tókst að komast um borð í gúmbjörgunarbát og var bjargað um borð í fiskibát. Mennirnir voru að ferja 15 tonna bát frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Ekki er vitað um tildrög slyssins. Veður var ágætt á vettvangi í gær. Rannsóknarnefnd sjóslysa fær at- vikið til skoðunar. Neyðarblys við Skrúð Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning kl. 8.40 í gærmorg- un um rautt ljós sem sást í námunda við eyjuna Skrúð sem er í mynni Fá- skrúðsfjarðar. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út og fóru á vettvang með björgunarskip, báta og kafara. Einnig var haft samband við nærstadda báta á svæðinu og þeir beðnir að svipast um eftir bátn- um. Kallaðir voru út kafarar á Austur- landi og einnig sótti Líf, þyrla Land- helgisgæslunnar, kafara á Höfn. Alls voru um fimmtíu björgunarsveitar- menn að störfum á svæðinu í gærdag auk lögreglumanna og mannskaps frá Landhelgisgæslunni. Dreginn til hafnar Neyðarblys sást frá Vattarnesi um hálftíuleytið og kom fiskibátur að gúmbjörgunarbátnum skömmu síð- ar. Annar mannanna úr bátnum var þar heill á húfi og var bjargað í land. Mannsins sem saknað var, var leitað fram eftir degi, á meðan bát- urinn var dreginn til lands. Hann fannst látinn um borð í bátnum, þeg- ar komið var til hafnar á Fáskrúðs- firði. Ljósmynd/LHG Björgunarstarf Fiskibáturinn maraði í hálfu kafi þegar dráttarbátur tók hann í tog. Björgunarmenn eru við bátinn. Maður fórst þegar bát hvolfdi við Skrúð Öðrum manni af bátnum var bjargað úr gúmbjörgunarbát Bát hvolfdi Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Andey Skrúður Seley Stöðvarfjörður Björgunarbátur finnst Vattarnes „VIÐ vonumst til að fá meira út úr þessu en í fyrra. Þetta hefur verið erfitt ár hjá björgunarsveitunum og þær hafa þurft að gæta vel að út- gjöldum og fresta fjárfestingum,“ segir Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kreppan sem skall á þjóðinni á síðasta ári og gengisfall krónunnar drógu mjög úr tekjum af flugeldasölu. Undirbúningur fyrir flugeldasöl- una um áramót hófst strax í janúar. Ákveðið var að panta svipað magn og í fyrra en þá var dregið úr innkaup- um á síðustu stundu. Þá eiga björg- unarsveitirnar nokkrar birgðir, sér- staklega af dýrari vörum. Flutningur á flugeldum er háður takmörkunum af öryggisástæðum. Þannig má aðeins hafa örfáa gáma í hverju skipi og umskipun í Evrópu má ekki taka nema sólarhring. Krist- inn segir að allt gangi þetta örugg- lega fyrir sig. Flugeldarnir skiluðu sér hingað til lands, frá Kína, í októ- ber og nóvember og þeir síðustu í byrjun þessa mánaðar. Allt er því að verða klárt fyrir flugeldasöluna sem hefst að venju 28. desember. Kristinn segir að farið verði var- lega í verðlagningu, miðað við þróun verðlags í landinu. Telur hann að vörurnar hækki að jafnaði um 5 til 10% frá síðasta ári. helgi@mbl.is Flugeldarnir eru komnir til landsins 5-10% verðhækkun Flugeldasýning Svipað magn af flugeldum var flutt inn og í fyrra. EKKI fengust í gær frekari upplýs- ingar um kyrrsetningu breska fjár- málaeftirlitsins á eignum Lands- bankans í Bretlandi, fimm dögum áður en bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum gagnvart Ís- landi. Ekki heldur um það hvort sömu aðgerð hafi verið beitt gegn Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið íslenska kvaðst ekki geta svarað spurningum um málið þar sem það væri bundið ríkri þagnarskyldu. Verið er að fara yfir spurningar blaðamanns hjá Seðla- banka Íslands. Engin svör hafa bor- ist frá skilanefndum Landsbankans og Kaupþings. Ekki fást upplýs- ingar um kyrrsetn- ingu eigna banka Eignir LÍ í London voru kyrrsettar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo pólska karl- menn, Marcin Piotr Gosz og Apoldeusz W. Wróblewski, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyr- ir innflutning á 5.995 töflum sem innhéldu metamfetamín og PCP, eða englaryk. Mennirnir voru handteknir í Leifsstöð við kom- una til landsins 12. september sl. Í álitsgerð Jakobs Krist- inssonar dósents við rann- sóknastofu í lyfja- og eitur- efnafræði kemur fram að hér á landi og eins á hinum Norð- urlöndunum hefur notkun engla- ryks verið nánast óþekkt. Í Nor- egi var lagt hald á efnið árið 2003 og voru þá liðin tíu ár frá því það sást þar síðast. Mennirnir neituðu sök og sögð- ust ekki þekkjast eða hafa hist áður. Dómurinn taldi mála- tilbúnað þeirra ótrúverðugan enda voru pakkningarnar sem fundust á þeim eins, efnin þau sömu, þ.m.t. englarykið og þeir voru með símanúmer hvor annars á sér. Með amfetamín og englaryk í töfluformi BJARKI Stein- grímsson var í gær settur af sem varafor- maður VR. Stjórn félagsins samþykkti til- lögu um van- traust á Bjarka en deilur hafa verið milli hans og annarra í stjórn. Steininn tók úr eftir fund á Austurvelli þar sem hann lítils- virti störf verkalýðshreyfing- arinnar í heild, eins og forysta VR kemst að orði. „Menn í trún- aðarstörfum verða að ganga í takt við meirihlutann,“ sagði Kristinn Jóhannesson formaður VR í samtali við Morgunblaðið. Hann segir Bjarka hafa dylgjað um meint leynimakk, farið með ósannindi og fleira. Á fundi stjórnar VR í gær var Ásta Rut Jónasdóttir kosin varaformaður. „Ég kallaði eftir siðbót innan VR en sú krafa hefur ekki fengið hljómgrunn. Að vera velt úr sessi er nokkuð sem ég bjóst við,“ sagði Bjarki Steingrímsson. sbs@mbl.is Stjórn VR setti vara- formann úr embætti Bjarki Steingrímsson SJÓSLYSIÐ við Skrúð í gær er fyrsta banaslysið á sjó á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa varð ekkert banaslys til sjós hér við land á síðasta ári. Það hafði þá ekki gerst áður í manna minn- um. Töldu kunnugir að fara þyrfti jafnvel aftur á landnáms- öld til að finna ár án mannskaða til sjós. Það sem af er árinu hafa 145 óhöpp og vinnuslys á sjó verið tilkynnt til rannsóknar- nefndarinnar. Á sama tíma í fyrra höfðu 166 slys verið til- kynnt og allt síðasta ár urðu þau 172 að tölu. Til viðbótar eru að jafnaði nokkur óhöpp sem aldr- ei koma á borð nefndarinnar, heldur eru tilkynnt til trygg- ingafélaga eða Trygginga- stofnunar. Rannsóknarnefndin hefur einnig til skoðunar banaslys sem varð við köfun í Hvalfirði á dögunum, en það er ekki flokk- að sem sjóslys. Fyrsti mannskað- inn á sjó á árinu Ríkisendurskoðun telur að það sé andstætt grunnforsendum reiknings- skila að færa fyrirframgreiðslur stór- iðjufyrirtækja á tekjuskatti til tekna, greiðslurn- ar séu í eðli sínu lánveiting. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og skatta- nefndar, óskaði eftir áliti Ríkis- endurskoðunar á möguleikum til tekjufærslu á fyr- irframgreiddum sköttum. Gert var ráð fyrir slíkum greiðslum fjögurra stóriðjufyrirtækja í samningi ríkisins við Samtök iðnaðarins og síðar í fjár- lagafrumvarpi. Fékk formaður nefndarinnar minnisblað Ríkisendur- skoðunar 11. nóvember þar sem fram kemur að ekki sé rétt að færa þessar fyrirframgreiðslur til tekna. Dregur ekki úr halla Þegar frumvarp iðnaðarráðherra um þetta mál var rætt á þingi í fyrra- kvöld gagnrýndu stjórnarandstæð- ingar fyrirhugaða tekjufærslu. „Þetta er vanhugsuð aðgerð sem engu máli skiptir fyrir afkomu ríkis- sjóðs á næsta ári. Ég tel að það skorti alla fagmennsku við þessar ákvarð- anir. Svona æfingar eiga að heyra for- tíðinni til,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Hann vísar til þess að reikningsskilum ríkissjóðs hafi verið breytt á sínum tíma til að draga úr möguleikum stjórnmálamanna til að breyta niðurstöðum rekstrar með slíkum tilfærslum milli ára. Ríkisendurskoðun ítrekaði skoðun sína í fyrradag með því að senda for- manni fjárlaganefndar minnisblaðið. Því var dreift í nefndinni. helgi@mbl.is Ekki skal tekjufæra Tryggvi Þór Herbertsson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði í vikunni kannabis- ræktun í tveimur íbúðum í Reykja- vík. Alls fundust um 200 kannabis- plöntur og einnig maríjúana. Um 160 kannabisplöntur á ýms- um stigum ræktunar og 25 g af maríjúana fundust í íbúð í fjöl- býlishúsi í Háaleiti. Húsráðandinn, karlmaður á þrítugsaldri, játaði aðild. Einnig var stöðvuð kanna- bisræktun í íbúð í miðborg Reykjavíkur eftir að lögreglumað- ur fann kannabislykt leggja frá húsi. Það leiddi til húsleitar og fundust 35 kannabisplöntur. Stöðvuðu kannabis- ræktun í borginni Faxafeni 5 S. 588 8477 Mjúkir pakkar ! Orginal heilsukoddi Kr. 15.120,- Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.