Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Eftir Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Undirbúningur jólanna fer ekki framhjá neinum sem kemur á Fáskrúðsfjörð þessa dagana. Sett hafa verið upp tvö jólatré, annað á vegum Loðnuvinnsl- unnar, en hitt á vegum Fjarðar- byggðar. Skreytingar í bænum eru með allra mesta móti og fóru snemma í gang. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga sendi öllum félagsmönnum sínum afslátt- arkort þar sem þeir gátu verslað með verulegum afslætti í Samkaup- verslunum sem eru á Austurlandi. Var þetta mörgum góð búbót.Veður hefur verið hagstætt til ferðalaga á milli staða og jarðgöngin á milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar hafa auðveldað fólki á suðurfjörðum öll ferðalög á miðsvæðið. Um síðustu helgi var messað í Fá- skrúðsfjarðarkirkju þar sem nýr sóknarprestur var setur í embætti, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Inn- setninguna framkvæmdi Davíð Baldursson prófastur. Viðstaddir voru prestar nokkurra prestakalla úr nágrenninu er aðstoð- uðu við messuna. Kirkjunni voru færðar gjafir frá börnum Þorleifs Kjartans Kristmundssonar og Þór- hildar Gísladóttir til minningar um þau hjón, en Þorleifur var sóknar- prestur í Kolfreyjustaðarsókn í 40 ár. Alnafni hans og sonarsonur af- henti Guðbrandsbiblíu. Að messu lokinni var kirkjugestum boðið til veislu í félagsheimilinu Skrúð. Tekið hefur verið í notkun nýtt íbúðarhús fyrir sóknarprest í þorp- inu, en ekki liggur fyrir hvað verður gert við Kolfreyjustað. Húsið þarfn- ast viðgerðar og var fyrir allnokkru talið óíbúðarhæft. Á síðasta ári var vígt 50 fermetra þjónustuhús við Kolfreyjustaða- kirkju er hlaut nafnið Pálshús. Um byggingu þess stóðu allnokkrar deil- ur í söfnuðinum, en meirihluti varð um bygginguna enda átti hún ekki að kosta nema 11 milljónir sam- kvæmt kostnaðaráætlun. Var jafn- framt ákveðið að verkið skyldi ekki boðið út, en þáverandi formaður sóknarnefndar tók að sér að byggja húsið í tímavinnu. Byggingartíminn varð rúm tvö ár og heildarkostnaður varð 24 milljónir. Prestur settur í embætti Morgunblaðið/Albert Kemp Gjöf Þorleifur Kjartan afhendir nýjum sóknarpresti Guðbrandsbiblíu. Bygging þjónustu- hússins fór langt fram úr áætlun Í HNOTSKURN »Þorleifur Kjartan Krist-mundsson afhenti sóknar- presti Guðbrandsbibblíu að gjöf til minningar um afa sinn og ömmu. »Bygging Pálshús varrþungur baggi fyrir Kirkju- sjóð þrátt fyrir að margar gjafir bárust í það verk. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í SKRIFLEGUM svörum forsætisráðherra við fyrirspurnum þingmanna Framsóknarflokksins, sem birt voru í fyrradag, var farið yfir kostnað á þessu ári vegna verktakavinnu fyrir ráðuneyti og embætti forseta Íslands. Þar kenndi ýmissa grasa og er hér leitast við að skýra nokkur atriði. Nýtt land ehf., félag í eigu Karls Th. Birgis- sonar, fékk 180 þúsund krónur vegna greinaskrifa í Morgunblaðið og ræðuskrifa. Þau svör fengust í ráðuneytinu að verkið hefði verið unnið í tíð Björgvins G. Sigurðssonar, í janúar. Aðspurður sagði Björgvin að hann hefði fengið Karl til að draga saman gögn í efnisgrunn, m.a. um Evrópu- mál og gjaldmiðilsmál. Þennan grunn hefði Björg- vin sem ráðherra notast við þegar hann skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið og nokkrar ræður. Björgvin sagði af sér ráðherraembættinu í lok janúar og notaði grunninn því ekki lengi. Var ekki aðstoðarmaður ráðherra þá Einnig kom fram að embætti forseta Íslands hefði fengið Alþjóðaver, félag í eigu Kristjáns Guys Burgess, til að vinna þrjú verkefni fyrir sig og greitt því ríflega milljón króna fyrir. Kristján er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðspurður segir Kristján að þau verk hafi verið unnin á árinu 2008, en hann varð ekki aðstoðarmaður ráðherra fyrr en í febrúar á þessu ári. Verkefnin hafi komið til því Alþjóðaver hafi áður unnið fyrir forsetann, meðal annars að skýrslu um jarðhitamál fyrir fund forsetans með bandarískri þingnefnd. Lúðvík látinn ljúka því sem hann byrjaði á Iðnaðarráðuneytið greiddi Bona fide, lögfræði- stofu í eigu Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns, 560 þúsund krónur fyrir vinnu við frumvarp til nýrra vatnalaga. Skýring ráðuneyt- isins er sú að Lúðvík var formaður nefndar, sem skipuð var af þingflokkum og ráðuneyti á sínum tíma og skilaði fyrstu skýrslu um málið. Í lok árs 2008 var Lúðvík fenginn í nefnd til að semja frum- varpsdrög upp úr þeirri skýrslu og vann hann að því eftir að hann lét af þingmennsku. Drögunum var skilað í ágúst. Svo var skipuð ný nefnd, undir formennsku Lúðvíks. Hún hafði samráð við helstu hagsmunaaðila um frumvarpið og skilaði því svo af sér til ráðuneytis í lok nóvember. Hægt er að nota peninga skattgreiðandans í margt 180 þúsund krónur fyrir að draga saman efni til notkunar í greinar og ræður Morgunblaðið/Heiddi Skiptimynt Verktakagreiðslur eru smáaurar í samhengi ríkisfjármálanna. Þó safnast þegar saman kemur og svo virðist sem margt sé bráðnauðsynlegt sem verktakar vinna í ráðuneytum, en annað ekki. Í svari forsætisráðherra sagði að Capacent Glac- ier hefði fengið 3,6 milljónir króna fyrir mat á ríkisábyrgð í tengslum við Icesave. Þetta er villa og því hefur slík skýrsla aldrei birst. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er þetta kostnaður vegna vinnu við mat á ríkisábyrgðargjaldi Lands- virkjunar. Þá stóð þar að Hagrannsóknir og ráðgjöf ehf., félag í eigu Ragnars Árnasonar, hefði fengið 352.000 krónur fyrir mat á þjóðhagslegum áhrifum Icesave-skuldbindinganna. Um er að ræða minnisblað sem Ragnar vann fyrir ráðu- neytið um áhrif þess að borga á þeim forsendum samkomulagsins við Hollendinga í tíð fyrri samninganefndarinnar og tengist því ekki þeim samningum sem nú eru til umræðu á Alþingi. Einnig kom fram að Jón Sigurðsson hefði fengið ríflega átta milljónir fyrir ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum ríkjum. Samkvæmt upp- lýsingum úr fjármálaráðuneytinu er það fyrir störf hans frá mars til októberloka á þessu ári, sem hafi verið fullt starf. Óbirtar skýrslur um Icesave – eða eitthvað allt annað? Forsætisráðherra gaf í fyrradag yfirlit um greiðslur fyrir verktakavinnu í ráðuneytum. Meint rándýr skýrsla um Icesave reyndist fjalla um ríkisábyrgðargjald Landsvirkjunar við nánari skoðun. Upplýsingar vantaði um greiðslur félagsmálaráðuneytisins til Yngva Arnar Kristinssonar ráðgjafa. Er það vegna þess að reikningur hefur ekki borist. Bryndís Ísfold Hlöð- versdóttir fékk hins vegar 360.000 krónur fyrir sérfræðivinnu vegna jafnréttisvaktar. Hún gerði skýrslu um áhrif kreppunnar á kynin. Var það forvinna að frekari vinnu á vegum velferðarvaktarinnar. Skv. upplýsingum úr ráðuneytinu var verkefnið afmarkað og þurfti að klára fljótt. Bryndís var formaður jafnréttisvaktar fram að þessu og var því fengin í verkefnið. Evrópuráðgjöf – Alþjóðatengsl ehf., nú Stjórnsýsluráðgjöf, fékk tæpar 2,8 milljónir króna frá sam- gönguráðuneytinu fyrir verkefni um sameiningu sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins. Fé- lagið er m.a. á vegum Sigurðar T. Björgvinssonar. Hann er í starfs- hópi sem skoðar möguleika á sam- einingu sveitarfélaga víða um land. Skýrsla um kyn í kreppu Fram kom í svari forsætisráðherra að Stefán Ólafsson prófessor væri að kanna mögulega samhæfingu, samstarf eða sameiningu stjórn- sýslustofnana heilbrigðisráðuneyt- isins. Ekki var gefinn upp kostn- aður vegna þess. Samkvæmt upplýsingum úr ráðu- neytinu er Stefán ekki einn í þeirri vinnu, heldur formaður hóps sem Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, á einnig sæti í. Nefndin var skipuð af Ög- mundi Jónassyni. Kostnaður var ekki tilgreindur þar sem verkinu er ekki lokið, en tímagjald mun vera 6.000 krónur, um helmingur af því sem telst algengt gjald fyrir slíka vinnu. Stefán var skipaður formaður vegna þekkingar sinnar á stjórn- sýslustofnunum, ekki síst á Norð- urlöndunum, sem horfa átti sér- staklega til. Með þeim í hópnum er einn starfsmaður ráðuneytisins, sem fær ekki sérgreiðslur fyrir. Stefán ekki einn á ferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.