Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 STARFSMENN Boeing í Washington-ríki fylgjast með langþráðri jómfrúferð Dreamliner-þotunnar sem fyrir- tækið bindur miklar vonir við. Fyrsta flugi þotunnar var frestað fimm sinnum og framleiðslan er nú tveimur árum á eftir áætlun. Gert er ráð fyrir því að fyrsta þot- an verði afhent á síðasta fjórðungi næsta árs. KOMST LOKS Í FYRSTU FERÐINA Reuters ÞÓTT ekki sé mikill vínandi í blóð- inu og aðeins timburmennirnir séu eftir, getur verið hættulegt að aka bíl daginn eftir að fólk gerir sér glaðan dag og drekkur of mikið áfengi. Reyndar mun það vera fjór- um sinnum hættulegra að aka með timburmenn en án þeirra, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Ökumönnum er því ráðlagt að hugsa sig tvisvar um áður en þeir setjast undir stýri morguninn eftir að hafa fengið sér í staupinu. Öku- menn með timburmenn fara fjórum sinnum oftar yfir hámarkshraða en þeir sem drukku ekki kvöldið áður og þeir fara jafnoft út af akbraut- inni, samkvæmt rannsókn á áhrifum timburmanna á ökuhæfnina. Rann- sóknin var á vegum danska trygg- ingafélagsins Codan Forsikring og þátttakendurnir notuðu ökuhermi. Um 23% telja sig færa um að aka með timburmenn Þessar niðurstöður eru áhuga- verðar í ljósi þess að viðhorfskönnun í Danmörku bendir til þess að 23% danskra ökumanna telji sig færa um að aka bíl morg- uninn eftir að hafa fengið sér neðan í því. Um þúsund manns tóku þátt í könn- uninni. „Margir vita því miður ekki að menn geta átt í vandræðum með að aka bíl á for- svaranlegan hátt daginn eftir fyllirí vegna þess að viðbragðshæfnin, dómgreindin og einbeitingin getur verið verulega skert,“ hefur frétta- vefur danska ríkisútvarpsins eftir lækninum og blaðamanninum Jerk W. Langer. Það eru einkum karlmenn og ung- ir ökumenn sem telja sig færa um að aka þrátt fyrir timburmenn. Um 45% kvennanna í könnuninni sögð- ust aldrei setjast undir stýri með timburmenn en aðeins 38% karl- mannanna. Um 62% ökumanna á aldrinum 60-74 ára sögðust aldrei aka með timburmenn en aðeins 27% ökumanna á aldrinum 18-29 ára. Timburmenn hættu- legir í umferðinni Timburmenn geta valdið slysum. LEIÐTOGAR vestrænna ríkja létu í gær í ljósi miklar áhyggjur af frétt- um um að Íranar hefðu skotið á loft langdrægri eldflaug, Sejil 2, í til- raunaskyni. Íranar skutu eldflauginni á loft þrátt fyrir að leiðtogar Vesturlanda væru að ræða hertar refsiaðgerðir gegn þeim vegna umdeildra kjarn- orkuáforma þeirra. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði að eldflaugar- tilraunin væri „mikið áhyggjuefni“ og ýtti undir að refsiaðgerðir yrðu hertar. Brown er í Kaupmannahöfn vegna loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna og kvaðst hafa rætt málið við Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóra samtakanna. „Mjög slæm skilaboð“ Frönsk stjórnvöld sögðu að Ír- anar hefðu „sent mjög slæm skila- boð“ með eldflaugartilrauninni og hún kynti undir áhyggjum Vestur- landa af kjarnorkuáformum klerka- stjórnarinnar í Íran. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, ræddi málið við at- kvæðamestu ráðherra sína og yfir- menn hersins. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að hindra áform Írana um að auðga úran til að búa til elds- neyti sem hægt væri að nota í kjarnavopn. Íranar segjast aðeins ætla að hag- nýta kjarnorkuna í friðsamlegum til- gangi, þ.e. til orkuframleiðslu. Íranar hafa varað við því að þeir kunni að svara hugsanlegum hernaði Bandaríkjamanna eða Ísraela með árásum á bandarískar herstöðvar við Persaflóa. Þeir hafa einnig hótað að loka Hormuz-sundi, milli Persa- flóa og Ómanflóa, og stöðva þannig siglingar olíuskipa. Talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði að eldflaug- artilraun Írana græfi undan fullyrð- ingum þeirra um að þeir hygðust að- eins nýta kjarnorkuna í friðsam- legum tilgangi. bogi@mbl.is Eldflaugar- skoti mótmælt Hóta Írönum hertum refsiaðgerðum Reuters Sejil 2 Langdrægri eldflaug skotið á loft á eyðimörk í Íran. Í HNOTSKURN » Að sögn íranskra stjórn-valda dregur eldflaugin allt að 2.000 kílómetra. » Hægt væri að skjóta henniá Ísrael, flest arabaríki og hluta Evrópu. TANNSTÖNGULL enska rithöf- undarins Charles Dickens hefur verið seldur á uppboði í New York- borg fyrir 9.150 dollara, jafnvirði 1,2 milljóna króna. Tannstöngullinn er úr fílabeini og gulli og upphafsstafir rithöfund- arins voru skornir á hann. Í bréfi frá mágkonu Dickens segir að hann hafi notað tannstöngulinn þar til hann lést árið 1870. Fyrir uppboðið var áætlað að stöngullinn yrði seldur fyrir 3.000 til 5.000 dollara. Eigendur bóksölu- fyrirtækisins Barnes & Noble seldu tannstöngulinn en kaupandinn ósk- aði nafnleyndar. Tannstöngull Dickens seldur á rúma milljón Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Við í þjónustuverinu önnumst málin fyrir fólk frá morgni til kvölds. Netbankinn stendur vaktina allan sólarhringinn. Jónína Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri í þjónustuveri F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.