Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 ✝ Erna Matthías-dóttir fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1925. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. desem- ber sl. Foreldrar hennar voru Matthías Ólafsson smiður, f. á Syðri Völlum í Gaul- verjabæjarsókn, Árn. 1896, d. 1936, og Ing- unn Guðmundsdóttir, f. í Reykjavík 1903, d. 1977. Systur Ernu eru Þórunn, f. 1927, og Brynhildur, f. 1934. Hálfsystkini Ernu, sammæðra, eru Matthildur Haraldsdóttir, f. 1941, og Guð- mundur Haraldsson, f. 1942. Eiginmaður Ernu er Loftur Þor- steinsson verkfræðingur, f. í Reykja- vík 23. apríl 1925. Foreldrar hans voru Þorsteinn Loftsson, f. á Krossi í Ölfusi 1890, d. 1961 og Pálína Mar- grét Vigfúsdóttir frá Kálfárvöllum í Staðarsveit á Snæfellsnesi, f. 1895, d. 1973. Erna og Loftur giftust 2. nóvember 1949 og áttu þau því 60 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári. ardóttir, f. 1989. 4) Páll líffræðingur, f. 1959, kvæntur Önnu Pálu Vign- isdóttur, f. 1957. Börn þeirra eru a) Jóhanna Katrín, f. 1984, í sambúð með Jóni Karli Stefánssyni, f. 1981, b) Jón Bragi, f. 1988, unnusta hans Helga Jónsdóttir, f. 1988, og c) Leif- ur, f. 1996. Erna og Loftur hófu búskap í Bagsværd í Danmörku þar sem Loft- ur var í verkfræðinámi við Dan- marks Tekniske Højskole og Erna hafði stundað nám við húsmæðra- skóla í Sorø. Þau fluttu aftur heim 1951 og bjuggu þá á Óðinsgötu 24 í Reykjavík, í því húsi sem Erna ólst upp í. Árið 1958 fluttu þau að Álf- heimum 58 í Reykjavík og bjuggu þar í nær 45 ár uns þau fluttu að Má- natúni 4 í Reykjavík. Eftir versl- unarskólapróf vann Erna hjá Bygg- ingafélaginu Brú, en hún var heimavinnandi húsmóðir meðan börn hennar voru ung að árum eins og algengt var á þessum tíma. Frá árinu 1972 til 1995 starfaði Erna hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, fyrst á skrifstofu Mjólkursamsöl- unnar, en síðar sá hún um lífeyr- issjóð Mjólkursamsölunnar þar til hún hætti störfum sjötug að aldri. Útför Ernu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, fimmtudaginn 17. des- ember, og hefst athöfnin kl. 13. Börn Ernu og Lofts eru: 1) Þorsteinn lyfja- fræðingur, f. 1950, kvæntur Hönnu Lilju Guðleifsdóttur, f. 1951. Börn þeirra eru a) Loftur, f. 1975, kvæntur Kristrúnu Ýr Gísladóttur, f. 1975, börn þeirra Karen Lilja, f 1997 og Þor- steinn, f. 2005, og b) Gunnar Þór, f. 1977, barn hans Sara Björt, f. 2006. 2) Matthías jarðverkfræðingur, f. 1955, maki Kolbrún Þorsteinsdóttir, f. 1956. Börn hans og Hafdísar Krist- jánsdóttur, f. 1956, d. 1997, eru a) Kristján, f. 1979, í sambúð með Odd- nýju Jónsdóttur, f. 1985, og b) Erna, f. 1982. 3) Ingibjörg lífeindafræð- ingur, f. 1958, maki Trausti Sig- urjónsson, f. 1964. Börn hennar og Einars Rúnars Axelssonar, eru a) Axel, f. 1981, í sambúð með Ásthildi Erlingsdóttur, f. 1981. Þeirra barn Einar Páll, f. 2009. Hans barn Ronja, f. 2004. b) Ingunn, f. 1983, c) Loftur, f. 1989, unnusta Gyða Björg Sigurð- Erna, elskuleg tengdamóðir mín, lést núna á aðventunni. Alls staðar hljóma jólalög, garðar og hús eru ljósum prýdd, og það er einhver ilm- ur af jólum í loftinu, ilmur af greni og mandarínum. Erna bauð mér ein- mitt upp á mandarínur, þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar og Lofts, með tilvonandi eiginmanni mínum. Heimili þeirra bar vott um mikla smekkvísi og fágun, hver einasti hlutur átti sinn ákveðna stað, hér ríkti engin óreiða. Þarna var ýmis útsaumur eftir Ernu, allt gert af stakri natni. Það var líkt og henni félli aldrei verk úr hendi. Þegar ég fór sjálf að bjástra við að prjóna og sauma kom ég aldrei að tómum kof- unum hjá Ernu, hún var alltaf fús til að hjálpa. Hjálpfýsi og góðvild í garð allrar fjölskyldunnar var hennar að- alsmerki. Hún hafði alltaf tíma til að gæta barnabarnanna, hvort heldur sem var í smástund, eða á meðan foreldrar þeirra færu í frí til útlanda. Það var eins og hún hefði alltaf nóg- an tíma og hjartarúm fyrir alla. Það var greinilegt að hún var stolt af börnum sínum, barnabörnum og langömmubörnum, hún ljómaði þeg- ar hún talaði um þau öll sem eitt. Erna og Loftur höfðu unun af að ferðast, og fóru þau í margar ferðir til framandi landa. Í slíkum ferðum lögðu þau kapp á að kaupa gjafir handa öllum heima, og þar var eng- inn skilinn útundan. Það var líka al- veg ótrúlegt hvað hún gat munað eftir afmælisdögum allra í fjölskyld- unni, alveg undir það síðasta, jafnvel þó að afkomendurnir væru orðnir æði margir. Fyrir rúmum 15 árum festu Erna og Loftur, og börn þeirra, kaup á sumarbústað í nágrenni Hvolsvallar. Þar áttu þau margar góðar stundir. Þau innréttuðu bústaðinn af sömu nákvæmni og vandvirkni og heimili sitt í Reykjavík. Erna hafði mikla unun af að rækta blóm í kringum bú- staðinn, og var stundum keyrt aust- ur til þess eins að vökva blómin, og svo heim aftur að kvöldi. Lofti fannst ekkert mál að keyra þetta fram og til baka, jafnvel nokkrum sinnum í viku, enda naut hann sín líka vel í sveitinni. Erna og Loftur áttu farsælt hjónaband sem spannaði 60 ár. Þau hafa því verið saman megnið af æv- inni, stutt hvort annað og styrkt. Undir það síðasta átti Erna erfitt með gang, en Loftur rétti henni þá arminn eins og svo oft áður. Erna var tengdamóðir mín í hart- nær 38 ár og bar aldrei skugga á okkar samband, og á ég eftir að sakna hennar mikið, en minning hennar mun lifa í hjarta mínu. Hanna Lilja. Hvern einasta laugardag, árum saman, tókum við bræðurnir strætó úr Vesturbænum austur í Álfheima þar sem amma og afi tóku vel á móti okkur. Byrjað var á því að skjótast út á næstu myndbandaleigu með afa og fengum við strákarnir að velja okkur sitt hvora myndina, yfirleitt einhvern hasar eða 80’s-grínmyndir eins og þær gerast bestar, og fullan poka af sælgæti með. Á heimleiðinni voru svo keypt ný hamborgarabrauð í bakaríinu. Eftirmiðdagurinn fór síðan í vídeógláp og nammiát, og um kvöldið var svo boðið upp á ljúffenga, sérhnoðaða „Ömmuborgara“ (þá bestu á landinu og þótt víðar væri leitað). Amma og afi voru eflaust með þeim fyrstu hér á landi til að eignast myndbandstæki og einstaka sinnum fengu heppnir vinir okkar að laumast með á laugardögum til að njóta dýrð- arinnar. Í öllum veislum sem þau héldu fylltist svefnherbergið af barnabörnum til að horfa á „Tomma og Jenna“ (afi átti mikið safn af þeim þáttum á VHS-spólum, safn sem hann hefur nú fullkomnað á DVD). Á níunda áratugnum eyddum við fjöl- skyldan hverju sumri í Flórída þar sem pabbi starfaði við háskólann. Við bræðurnir eigum báðir afmæli yfir sumartímann og vorum því aldr- ei á landinu þegar stóri dagurinn rann upp. Amma og afi sendu okkur alltaf sitt hvorn $100-seðilinn í af- mælisgjöf, sem var mikil upphæð í þá daga og gríðarleg upphæð í aug- um barns í leikfangabúð. Við gátum bókstaflega fyllt innkaupakerruna með leikföngum og komum drekk- hlaðnir dóti heim til Íslands í lok sumars. Amma og afi voru dugleg að ferðast um heiminn og í hvert sinn sem þau fóru til útlanda sneru þau heim með fullar töskur af gjöfum handa barnabörnunum. Erna amma okkar var alltaf stoltust af börnunum sínum, svo ekki sé minnst á barna- börnin og barnabarnabörnin. Segja má að það hafi verið stöðugur straumur af börnum á heimili þeirra í gegnum árin, þar sem aðeins nokkrum mánuðum eftir að síðasta barnabarnið fæddist kom fyrsta barnabarnabarnið í heiminn. Amma var okkur alltaf góð og hafði alltaf tíma fyrir okkur, líka eft- ir að við urðum fullorðnir. Við eigum eftir að sakna hennar mikið, en við eigum ljúfar minningar um hana. Loftur og Gunnar Þór. Hún amma mín var afskaplega góð og hlýleg amma sem var svo ljúft að knúsa. Ég man vel þegar gömlu hjónin bjuggu í Álfheimunum. Ég var um tíu ára gömul og fékk að gista á milli þeirra í hjónarúminu. Um miðja nótt vaknaði ég við hrotukór. Afi hraut allsvakalega í vinstra eyranu og þeg- ar hann var að anda frá sér þá heyrð- ist í ömmu með svokallaðan hissandi hrotuhiksta í hægra eyranu. Það var sko ekki sofið meira þessa nótt. Litlu kleinurnar hennar ömmu voru í uppáhaldi hjá mér. Borðaði ég þær af bestu lyst með ískaldri mjólk á meðan ég spilaði við hana Olsen ol- sen og Rommí. Síðan sendi hún afa út til að koma með heilan stóran dall af KFC kjúklingum og eftir það var jafnvel labbað út í Álfheimaísbúðina með frænkunum. Algjör lúxus, ég kvartaði ekki. Amma var forvitna daman sem leitaði frétta af öllum sínum nánustu. Alltaf hafði hún gaman af því að heyra einkunnir barna, barnabarna og langömmubarna. Amma var prúð og pen kona. Ég veit ekki hvert svipurinn hennar ætlaði þegar gestur sleikti skúffukökuna af puttunum sínum. Eitt sem var í uppáhaldi hjá ömmu var að horfa á gamla, skemmtilega sakamálaþætti eins og „Murder she Wrote“, „Columbo“ og „Poirot“. Ég man þegar ég gaf henni „Murder she Wrote“ í afmælisgjöf á síðasta ári. Ég hafði þá ekki lengi séð hana labba svo hratt eins og þegar hún kom til mín brosmild á vör og sagði „Þú veist hvað ég vil, Ingunn mín“ og knúsaði mig fyrir. Gaman var að fylgjast með hve ástfangin hjónin voru enn eftir 60 ára samband, en fyrir stuttu sá ég þau leiðast heim að húsi sínu. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og megi góður Guð gefa afa styrk á erfiðum tímum. Þitt barnabarn, Ingunn. Elsku amma mín, þetta var erf- iður morgunn þann 10. des. að vakna við þá tilkynningu að þú vær- ir búin að yfirgefa þennan heim og þar með komið að kveðjustund okk- ar í bili. Er ég sit hér og rifja upp minningar mínar um þig, sem eru margar og allar jafn yndislegar, þá minnist ég þess helst hversu mikil ævintýrakona þú alltaf varst og hafðir mikið dálæti á að ferðast og kynnast nýjum heimum. Ég man er ég var lítil hvað mér þótti óskaplega gaman að koma í heimsókn til ykkar afa er þið komuð heim frá útlönd- um. Þá sat ég sem fastast og hlust- aði hugfangin á sögur þínar frá fjar- lægum löndum. Ætli það hafi ekki verið þarna sem ferðaáhugi minn myndaðist og þakka ég þér fyrir það. Einnig er mér mjög minnis- stætt hversu smekkvís og glæsileg þú varst alltaf til fara og jafnvel þó sjónin væri farin að versna þá hafði það ekkert að segja. Alltaf fannst þér jafn gaman að kíkja í búðir og man ég þegar ég heimsótti þig síð- ast upp á Landspítala, þá sagðir þú við mig „Guð, hvað ég nenni þessu ekki, mig langar bara að vera að skoða í búðir núna“. Elsku amma mín, ég veit að þú ert á góðum stað og að margar hendur hafi tekið á móti þér. Minn- ing þín mun lifa í hjarta mínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Saknaðarkveðja, Erna Matthíasdóttir. Ernan er flogin upp fyrir him- ininn. Eftir 84 ára þrautseigju kom hún 19 ungum á legg. Allir á réttri braut og langflestir á hinni svoköll- uðu beinu braut. Það er afrek ef miðað er við aðrar ernur landsins, en íslenska hafernan hefði verið sátt við helminginn. Í mínum huga var amma nefnilega amma. Eins og ha- fernan þá átti hún sama makann og næstum sama hreiðrið ævilangt, í Álfheimum. Hún sat í hreiðri sínu og passaði upp á að öll barnabörnin og barnabarnabörnin hefðu það gott. Hún dekraði en gaf ekkert eft- ir ef við vorum löt við að læra. Hún var siðgæðispostuli fjölskyldunnar og ef maður ætlaði sér að gera eitt- hvað af sér þá sá maður stundum hneykslunarsvipinn á henni í hug- anum og hætti snarlega við. Við átt- um að vera til fyrirmyndar. Hún gaf alltaf dýrustu jólagjafirnar. Sem voru þó stundum mjúkar og mestu máli skipti að það væri gott í flík- unum, eins og menn segja. Það var hins vegar ekki efst í forgangsröð minni sem strákur, en amma fór í tískubúðir og bað um það sem var dýrt og þætti móðins en dæmdi svo út frá gagnsemi flíkurinnar. Frá sjónarhorni barnabarns þá virtist allt snúast um barnabörnin hjá ömmu. Reyndar gerði hún sig stóra og starfaði utan heimilis á yngri ár- um, afa til hneykslunar, en það þótti ekki sjálfsagt þá að konur ynnu fyrir sér. Uppáhaldið hennar var Knut Hamsun, en dugnaður persóna í bókum hans voru dyggðir sem við áttum að hafa. Fátækt mátti ekki vera til meðal okkar, en fátækt er eitthvað sem fólk af hennar kynslóð þekkir, við hin höfum lesið um það í bókum. En ég man bara eftir henni sem ömmu, gömlu konunni sem vildi hafa mann vel dúðaðan, feitan og sællegan. Hún bauð uppá Star Wars og Tomma og Jenna en með fyrstu minningum mínum eru einmitt at- riði úr Stjörnustríðinu. Ég bjó hjá henni og afa einn vetur sem ungling- ur og þá átti ég að borða og læra en það varð þá næstum það eina sem ég gerði og hafði gagn af. Ef einhverjar hugmyndir um líf eftir dauðann eru sannar þá starfar hún þar við að vaka yfir afkomendum sínum. Ég hef erft þá menningu frá henni að hafa nám ofarlega í forgangsröð minni en ef hún sæi mig núna við skriftir þar sem ég á að vera að læra undir próf þá uppskæri ég hneyksl- un svo ég ætla að hætta snarlega. Ég er heppinn með að hafa átt hana að ömmu og greinilegt er að áhrif hennar lifa enn. Axel Wilhelm Einarsson. Við minnumst Ernu mágkonu með þakklæti og virðingu. Hún bar með sér lífskraft og kjark og beitti sinni heilbrigðu skynsemi og góðu menntun til að láta það sem hún tók sér fyrir hendur ganga upp og ganga vel. Okkur reyndist hún traustur og góður vinur. Takk fyrir allt elsku Erna. Við syrgjum þig sárt með stórum hópi fjölskyldu og vina og sendum þeim öllum samúðarkveðjur, sér- staklega Lofti sem hefur misst yndislegan lífsförunaut. Leifur og Friðrika. Erna Matthíasdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og lang- amma, GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR, Breiðabliki, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 18. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Gústaf Pálmason, Ragna Ólafsdóttir, Stefán Ólafsson, Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Gretar Reynisson, María Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Ásgarði, Dalasýslu, verður jarðsungin frá Hvammskirkju laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún. Sætaferð verður frá Umferðamiðstöðinni BSÍ laugardaginn 19. desember kl. 10.30. Bjarni Ásgeirsson, Benedikt Ásgeirsson.  Eiginmaður minn og besti vinur, faðir og tengda- faðir, EGILL EGILSSON eðlisfræðingur og rithöfundur, er látinn. Útförin verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. desember kl. 15.00. Jarðsetning að Stóranúpi sama dag. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sól á Suðurlandi, bankar. 152-26-5226, kt. 560508-1820. Guðfinna Eydal, Hildur Björg Eydal Egilsdóttir, Haraldur P. Guðmundsson, Ari Eydal Egilsson, Bessi Eydal Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.