Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Ekki er allt gull sem glóir Heimsborgarleg Lækjargatan í Reykjavík virðist hér gulli slegin í skammdegissólinni. Sjálfur Kári hefur verið í undurblíðu skapi síðustu daga og höfuðborgarbúar not- færa sér blíðuna óspart til bæjarferða og annarra erindagjörða. Sólargangurinn styttist nú óðum og vetrarsólhvörf eru handan við hornið. Það þýðir líka að brátt fer sól að hækka á lofti að nýju. Árni Sæberg ÍSLENDINGAR þekkja betur en nokk- ur þjóð hversu mik- ilvægt hafið er við- urværi manna. Án hlýrra hafstrauma sunnan úr Karíbahafi væri eyjan okkar varla byggileg – án auðlinda sjávar hefði vart verið hægt að halda lífi í þjóðinni síðustu 1100 ár. Vísindin sýna að hafið er líka bandamaður okkar jarðarbúa í bar- áttunni við loftslagsbreytingar, en nýjustu rannsóknir sýna að banda- lagið sé við það að bresta. Undanfarnar aldir hefur um- hverfið mótast æ meir af athafna- semi mannsins. Mikil losun koldíox- íðs og annarra gróðurhúsalofttegunda hefur m.a. leitt til breytinga á loftslagi jarðar, sem ekki sér fyrir endann á. Við megum þakka hafinu fyrir að nei- kvæð áhrif þessarar losunar á lofts- lag jarðar hafa ekki orðið meiri en raun ber vitni. Síðustu 200 árin er nefnilega talið að höfin hafi gleypt um fjórðung þess koldíoxíðs sem mannkynið hefur dælt út. Hafið hef- ur lengi tekið við – en ekki mikið lengur. Súrnun sjávar – verri lífskilyrði Koldíoxíð sem við höfum losað í andrúmsloftið og sjórinn tekið í sig hefur áhrif á efnasamsetningu sjáv- ar. Talið er að sýrustig sjávar hafi lækkað um 0,1 pH-stig frá því sem það var fyrir iðnbyltingu. Sú tala sýnist lítil, en er af þeirri stærðar- gráðu að geta skipt miklu fyrir líf- ríki sjávar. Súrari sjór gerir líf- verum erfiðara að mynda stoðvef eða skeljar úr kalki – en þeirra á meðal eru skeldýr og kórallar. Nú þegar höfum við þurft að sjá á eftir stórum hluta kóralrifja sjávar, en súrnun sjávar mun auka vand- ann. Kóralrifin eru heimkynni um einnar milljónar plöntu- og dýrateg- unda, þau eru „regnskógar hafsins“. Ef ekkert er að gert til að hefta los- un koldíoxíðs munu þau líklega hætta að vaxa fyrir lok aldarinnar. Það er raunveruleg hætta á að kóralrif heimsins deyi á líftíma núlifandi kynslóða. Framtíðarvá í Norðurhöfum Eyðing kóralrifja er sýnilegasta birting- armynd loftslagsvár- innar í höfunum. Hún er vandamál mannkyns jafnt sem lífríkisins. Kóralrifin eru hluti af vistkerfi sem sér um hálfum milljarði fólks fyrir fæðu. Þetta fólk treystir á sjóinn, eins og við Íslendingar. Rétt eins og á Ís- landi, þá hafa sveiflur í lífkerfi sjávar gífurleg áhrif á efnahag og afkomu fjölda þjóða í hitabeltinu. En hví skyldu Íslendingar hafa áhyggjur af þessarri þróun? Utan hitabeltisins er súrnun sjávar líklega helst vandamál á nyrstu og syðstu hafsvæðum jarðar. Súrnun er um tvöfalt hraðari í kringum Ísland en víðast annars staðar. Áhrifin á lífríki Norður-Atlantshafsins eru um margt á huldu – m.a. vegna þess hve stutt er síðan farið var að gefa súrnun sjávar gaum. Vísindamenn segja stundum að við þekkjum yfirborð Mars betur en við þekkjum hafsbotninn. Vís- indamenn vara nú við að óheft súrn- un sjávar geti hamlað viðgangi kald- sjávarkóralla, skeldýra og þörunga á komandi áratugum. Hún getur haft veruleg áhrif á vistkerfi hafsins í heild fyrir aldarlok. Tími skjótra aðgerða Þótt rannsóknir á súrnun sjávar séu tiltölulega nýjar af nálinni virðist samhengi hennar við styrk koldíoxíðs og athafnir manna vera sterkt og greinilegt. Ég hef engar efasemd- araddir heyrt þess efnis að súrnun sjávar eigi sér ekki stað, eða að af- leiðingar hennar séu ekki mikið áhyggjuefni. Ef slíkt efasemdarfólk fyrirfinnst, þá vildi ég óska að það hefði rétt fyrir sér, svo mikill er vandinn sem við stöndum frammi fyrir. En við getum ekki byggt stefnu okkar og aðgerðir á óskhyggju af því tagi. Ef ekkert er að gert verða höfin súrari um miðja öldina en þau hafa verið í tugmilljónir ára. Afleiðingar þess yrðu geigvænlegar fyrir lífríki sjávar og þann stóra hluta jarðarbúa sem treystir á hafið sem lífsviðurværi sitt. Vísindin segja okkur að betra sé að bregðast við fyrr en síðar. Þegar breytingar eru orðnar á efna- samsetningu sjávar gengur hægt að snúa þeim við. Því þarf að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti til að tryggja að súrnun sjávar verði ekki of mikil og óafturkræf. Hér dugar ekki að loka augunum og vona það besta. Viðkvæmt lífkerfi sjávar og framtíð barnanna okkar er í húfi. Verndum loftslagið og hafið Á næsta ári er von á ítarlegri skýrslu um ástand hafsvæðisins um- hverfis Ísland á vegum OSPAR- samningsins um verndun NA-Atlantshafsins. Þótt endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir eru sum- ar meginniðurstöður skýrslunnar kunnar. Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi sjávar í norðanverðu Atlantshafi er ein stærsta – ef ekki langstærsta – umhverfisváin sem svæðið stendur frammi fyrir. Verkið fyrir höndum er stórt, en ekki óyfirstíganlegt. OSPAR- samningurinn er dæmi um svæðis- bundna samvinnu til að hafa hemil á mengun af manna völdum. Fjöldi slíkra samninga og stofnana er til og hefur skilað góðum árangri. Íslend- ingar hafa sjálfir reynslu af því hvernig er hægt að vernda auðlindir sjávar með því að koma á fiskveiði- stjórnun sem hefur sjálfbæra nýt- ingu að leiðarljósi. Nú þurfa þjóðir heims að taka höndum saman í lofts- lagsmálum – ekki einungis til að vernda andrúmsloftið heldur og líf- ríki hafsins. Sem ráðherra í ríki sem hefur lengi byggt afkomu sína á sjón- um geng ég glöð til verka til að tryggja hagsmuni Íslendinga og vel- ferð til framtíðar. Eftir Svandísi Svavarsdóttur »Nú þurfa þjóðir heims að taka hönd- um saman í loftslags- málum – ekki einungis til að vernda andrúmsloftið heldur og lífríki hafsins. Svandís Svavarsdóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Súrnun hafsins ógnar fram- tíðarhagsmunum Íslendinga BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar ákvað samhljóða á fundi sín- um þann 18. desem- ber 2007 að selja 95% af því hlutafé sem bærinn átti í Hita- veitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavík- ur að upphæð rúm- lega 7 milljarðar króna. Forkaupsréttarhafar féllu allir frá forkaupsrétti sínum. Síðar var Hita- veitu Suðurnesja skipt upp í 2 fyr- irtæki, HS-Orku og HS-veitur í samræmi við ný lög um rafork- ustarfsemi. Gert er ráð fyrir að veitufyrirtækin séu að minnsta 50% í eigu opinberra aðila. Í janúar 2008 ákvað ný stjórn OR, eftir meiri- hlutaskipti í Reykjavík í sama mán- uði, að fresta greiðslu á uppgjörinu og vísa málinu til úrskurðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Samkeppn- isyfirvöld ályktuðu að OR mætti ekki eiga hlutinn til lengri tíma og bæri því að selja hann aftur. Hafn- arfjarðarbær höfðaði í kjölfarið inn- heimtumál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, enda ljóst að kaupin voru ekki ógild. Dómur í því máli (E-3120/2008) var kveðinn upp 18. mars sl. og var Hafnarfjarðarbæ að öllu leiti í hag. OR var dæmt til að standa við greiðslu á fyrrgreindum hlut. OR áfrýjaði málinu í kjölfarið til Hæstaréttar. Samningaumleitanir milli aðila Allan þennan tíma hafa farið fram samningaumleitanir milli deiluaðila. Í ágústmánuði náðist samkomulag um að Hafnarfjarðarbær yfirtæki aftur nær 15% hlut sinn í HS- veitum hf. að verðmæti 1,4 millj- arðar, en OR stæði við greiðslu á hlutnum í HS-Orku að fyrirvörum frágengnum, s.s. lánamála HS-Orku og ákvörðun forkaupsréttarhafa. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti þessa umleitan á fundi sínum í byrjun september með atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúa Haraldar Þórs Óla- sonar Sjálfstæðisflokki. Bæj- arfulltrúi Vinstri Grænna tók undir þau sjónarmið að Hafnarfjarðarbær eignaðist aftur hlut sinn í rafveitufyr- irtækinu HS-veitur. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru alfarið á móti samkomulaginu. Nú sér fyrir endann á þessu máli. Fyr- irvarar eru frágengn- ir. Hafnarfjarðarbær hefur tryggt sér stöðu í HS-veitum, ígildi gömlu Rafveitu Hafnarfjarðar sem sett var inn sem eignarhlutur fyrir nær áratug. Starfsemi og starfsstöð HS-veitna er tryggð í Hafnarfirði, jafnt sem uppgjör á kaupverði og vöxtum liggur fyrir. Með virði hlutabréf- anna má segja að um nær 9 millj- arða uppgjör sé að ræða milli að- ilanna. Niðurstaðan ásættanleg Nú mun OR draga til baka áfrýj- un sína til Hæstaréttar. Deilunni er lokið á milli þessara aðila, sem hafa allan tímann, þrátt fyrir deilurnar unnið málið í góðu samstarfi. Sam- starf OR og Hafnarfjarðarbæjar hefur alla tíð verið gott. OR hefur þjónustað bæjarbúa og fyrirtæki í bænum um heitt vatn, en OR hefur einkaleyfi á sölu á heitu vatni í Hafnarfirði. Samstarf Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Fráveitu Hafn- arfjarðar, OR og HS-veitna er einn- ig víðtækt á tæknilegum grunni. Það ber að þakka þeim sem að mál- inu hafa komið. Að hafa staðið vakt- ina, hagsmununum í hag, en um leið að hafa virt sjónarmið og skoðanir hvors um sig. Stjórnmálamenn hafa ólíkar skoðanir og það gildir svo sannarlega einnig um lögfræðinga og einstaka verkfræðinga. Eftir Gunnar Svavarsson »Deilunni er lokið á milli þessara aðila, sem hafa allan tímann, þrátt fyrir deilurnar, unnið málið í góðu samstarfi. Gunnar Svavarsson Höfundur er verkfræðingur og Hafnfirðingur. Milljarða deilu við OR lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.