Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 SJÁLFBOÐALIÐAR Fjölskylduhjálpar Íslands fengu óvænta heimsókn í gær þegar jólasveinninn Þvöru- sleikir rak höfuð inn um dyrnar hjá þeim í úthlutun- armiðstöðinni í Eskihlíð. Kom Þvörusleikir færandi hendi með heitt súkkulaði og piparkökur fyrir sjálf- boðaliða Fjölskylduhjálparinnar, auk nokkurra bretta af hreinlætispappír frá Papco sem dreift verður til þurfandi fjölskyldna fyrir jólin. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson ÞVÖRUSLEIKIR GLEÐUR SJÁLFBOÐALIÐA FORSVARSMENN íslenskrar kvikmyndagerðar skora á ráðamenn þjóðarinnar að draga úr niðurskurði á framlögum til Kvikmyndamið- stöðvar. Þetta kemur fram í bréfi frá fulltrúum kvikmyndagerðarmanna sem sent var þingmönnum. Í bréfinu kemur fram að öllum megi vera ljóst að skera þurfi niður útgjöld ríkisins. Það gildi jafnt um menningarmál sem aðra málaflokka. „Okkur undirrituðum þykir hins vegar ótækt hve hart er gengið að kvikmyndagerðinni umfram aðrar listgreinar og raunar umfram aðrar starfsgreinar þessa lands.“ Síðustu fregnir bendi til þess að framlag til Kvikmyndamiðstöðvar verði lækkað um 140 milljónir frá framlagi síðasta árs, sem er tæplega fjórðungs lækkun. Sú upphæð jafn- gildi tveggja ára framlögum úr Sjón- varpssjóði. „Varla er það vilji Al- þingis að leggja af þær vinsælu og almennt vel heppnuðu þáttaraðir sem framleiddar eru fyrir atbeina sjóðsins,“ segir í bréfinu. Erfitt sé að finna listgrein sem leggi jafnmikið til þjóðarbúsins og kvikmyndagerðin. Rök hafi verið að því leidd að ríkið fái sitt framlag til baka og vel það. Þau rök virðist þó ekki hafa sannfært þá sem ráða nú. Of hart gengið að kvikmynda- gerðinni Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „MÉR telst til að það séu einir 72 staðir sem ég hef komið á til að lesa upp úr bókinni og árita. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími og ég hef verið umkringdur hlýlegu, góðu og hressilegu fólki,“ segir sr. Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur en ævisaga hans, Hjartsláttur, hefur fengið glimr- andi góðar viðtökur frá því að bók- in kom út í byrjun nóvember. Hefur Hjálmar verið á þeytingi um landið síðustu vikurnar, jafnt um landsbyggðina sem höfuðborg- arsvæðið, og líkast til fáir skrásetj- arar sem lesið hafa upp á fleiri stöðum á þetta skömmum tíma. „Fyrir mér er Ísland eitt kjör- dæmi núna. Það er alltaf gaman að fara um landið og hitta fólk og þarna hafa sýnt sig bestu hliðar prófkjörsins,“ segir Hjálmar en hann sat sem kunnugt er á Alþingi í nokkur ár. Spurður hvort ferða- lögin hafi kveikt löngun hjá honum til að snúa aftur í stjórnmálin segir Hjálmar alls ekki svo vera. Frekar hafi þessi góðu viðbrögð hvatt hann til að skrifa meira, ferðast um og hitta fólk. Þakklátur fyrir móttökurnar „Ferðalögin hafa sannað fyrir mér enn og aftur að samskiptin við fólkið eru dýrmætust alls, gömul vinátta og ný. Ég er afar þakk- látur fyrir þær móttökur sem bók- in hefur fengið. Ég skil rithöfunda vel núna, þá sem baukað hafa við það lengi að semja texta og fara með hann út á meðal fólks. Ég hélt að stærsti áfanginn væri að baki þegar ég var búinn að skrifa bók- ina en það reyndist þægilegur mis- skilningur. En svona hefur aðvent- an oftast verið hjá mér, að fara á milli fólks og flytja mál aðvent- unnar og jólanna. Með sérstökum hætti hef ég notið þess núna, öðr- um þræði vegna þess að ég á í minningunni margar góðar jóla- og aðventustundir og hef fengið tæki- færi til að rifja þær upp,“ segir hann. Ekki laus stund til jóla Annríkið er ekki aðeins mikið vegna bókarinnar heldur er varla nokkur laus stund hjá dómkirkju- prestinum til jóla. Framundan eru fjórar jarðarfarir til jóla og síðan tekur við undirbúningur fyrir messuhald yfir jólin. Að venju verður aftansöng útvarpað frá Dómkirkjunni klukkan sex á að- fangadag. Hjartsláttur á 72 stöðum  Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur á þeytingi um landið að lesa upp úr ævisögunni  „Eins og bestu hliðar prófkjörs,“ segir þingmaðurinn fyrrverandi Útgáfa Hjálmar Jónsson ritar ævi- sögu sína, Hjartslátt, sjálfur. Efnahags- brotadeild bresku lögregl- unnar, Serious Fraud Office, hefur tilkynnt að hafin sé formleg rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin í starfsemi Kaup- þings í Bretlandi fyrir fall bankans. Rannsóknin beinist einkum að því hvaða aðferðum var beitt til að fá sparifjáreigendur og fjárfesta til að leggja fé inn á Kaupthing Edge reikningana. Grunur leikur á að misvísandi upplýsingum hafi verið komið á framfæri til að laða breska fjárfesta að. Einnig eru til rann- sóknar ákvarðanir stjórnenda sem talið er að hafi leitt til þess að um- talsverð verðmæti voru tekin út úr Kaupþingi dagana fyrir fall hans bankans. Efnahagsbrotanefndin hefur unnið náið með embætti sérstaks saksóknara frá því í september og skipst hefur verið á upplýsingum, m.a. um Kaupþing. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að SFO vinni mál sín þannig að fyrst sé farið í eftir- grennslan. Síðar er lagt mat á hvort hefja eigi rannsókn. Í bresk- um fjölmiðlum í gær kom fram að þessi rannsókn gæti leidd til þess að starfsmenn bankans yrðu ákærðir í Bretlandi fyrir brot á hegning- arlögum sem gæti leitt til fangels- isdóma. andri@mbl.is SFO hefur formlega rannsókn á Kaupþingi Ólafur Þór Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.