Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010. Heilsa og lífsstíll Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl mánudaginn 4. janúar 2010. Meðal efnis verður: Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Vinsælar æfingar. Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Umfjöllun um fitness. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Ný og spennandi námskeið á líkamsræktarstöðvum. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is MEÐAN flest sveitarfélög halda að sér höndum er stefnan tekin á framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit. Framundan er bygging nýs Heiðarskóla fyrir um 650 milljónir króna. Hluta af byggingarkostn- aði á sveitarfé- lagið í reiðufé, hluti verður greiddur með eignum úr safni og minnstur hluti bygging- arkostnaðar verður fjármagnaður með lántökum. Laufey Jóhannsdóttir sveit- arstjóri segir að vissulega sé þetta sérstök staða. Hún hafi þó eins og aðrir forystumenn í sveit- arstjórnum þurft að taka til í rekstrinum og aðhalds hafi verið gætt í hvívetna. Hins vegar sé því ekki að neita að sveitarfélagið búi við þá sérstöðu að fá fast- eignagjöld af tveimur stórum verk- smiðjum, það er frá Norðuráli og Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Auk þess sem starf- að hafi verið af krafti í Hvalstöð- inni síðasta sumar. „Ætli við séðum ekki eitt fárra sveitarfélaga, sem verður í slíkum framkvæmdum á næsta ári,“ segir Laufey. „Við gerum ráð fyrir að byggja meginhluta skólahússins árið 2010, ljúka framkvæmdum og taka nýjan skóla í notkun haustið 2011. Skólinn er ætlaður fyrir 130 nemendur með möguleika á við- byggingu, en núna eru um 100 nemendur í gamla Heiðarskóla.“ Sveitarfélagið á ýmsar eignir og sérstakt veðmætamat fór fram á nokkrum þeirra og voru þær metn- ar á 421 milljón króna. Verktakar sem taka þátt í útboðinu um bygg- ingu skólans skuldbinda sig til að taka eignir fyrir 180 milljónir úr þessu eignasafni sem greiðslu og reyndar er verktaka heimilt að taka allar þessar eignir fyrir 421 milljón sem greiðslu. Verktaki skuldbindur sig til að taka yfir raðhúsalengju við gamla Heiðarskóla að upphæð 36 millj- ónir. Síðan getur hann valið eignir eins og gamla Heiðarskóla að upp- hæð 111 milljónir, hluta úr landi jarðarinnar Stóru Fellsöxl sem er metinn á 145 milljónir, námu og námuréttur fyrir 109 milljónir og félagsheimilið Fannahlíð upp á 42 milljónir. Leið sem sveitarfélög hafa sjaldan farið „Á þennan hátt fjármögnum við meira en fjórðung fram- kvæmdanna og förum þarna leið sem ég held að hafi yfirleitt ekki tíðkast hjá sveitarfélögum,“ segir Laufey. „Tilboð liggja ekki fyrir, en við áætlum kostnað upp á 650 milljónir með frágangi á lóð og öðru sem tilheyrir. Sveitarsjóður á um 250 milljónir í handbæru fé í þetta verkefni, 180 milljónir að lág- marki koma úr eignasafni og svo er í fjárhagsáætlun næsta árs gert ráð fyrir 100 milljónum í lántökur.“ Þegar sveitarfélagið kynnti þessa framkvæmd var byrjað á því að kalla eftir því hverjir hefðu áhuga á að taka þátt í útboðinu. Alls sóttu 25 verktakafyrirtæki gögn og átta skiluðu fullnægjandi gögnum. „Þegar nánar var farið yfir gögn og okkar kröfur stóðu fjögur fyr- irtæki eftir: ÍAV, Eykt, JÁ-verk og Vestfirskir verktakar. Við höfðum vonast til að geta opnað tilboð um áramót, en það verður að öllum líkindum ekki fyrr en um miðjan janúar. Vonandi hefjast fram- kvæmdir fljótlega upp úr því,“ seg- ir Laufey. Raðhús, námur eða félags- heimili upp í skólabyggingu Tölvumynd/Studio Strik - arkitektar Heiðarskóli Ráðgert er að nýr skóli leysi þann gamla af haustið 2011 og á hann að rúma 130 nemendur. Laufey Jóhannsdóttir Við gerð fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar var forstöðumönnum sem og forsvarsmönnum nefnda gert að koma með tillögur og gengið var út frá sparnaði. Reynt var að fara ofan í alla kostnaðarliði og dregið úr kostnaði svo sem frekast var unnt. Álagningarhlutfall útsvars verður óbreytt frá yfirstandandi ári 13,03. Fasteignagjöld eru óbreytt frá yfirstandandi ári, sem og lóðaleiga. Ársverk hjá sveitarfélaginu eru áætluð um 50 og starfsmenn um 60. Fjárfrekasti málaflokkur sveitarfélagsins, fræðslu- og uppeldismál, eru um 54% af skatttekjum, eða 257 millj. kr. Gert er ráð fyrir óbreyttri starf- semi grunn- og leikskóla. Útsvarið óbreytt 13,03% KRISTJÁN Þór Júlíusson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, upplýsti á Alþingi í gær að Ríkisendurskoðun teldi að gera þyrfti grein fyrir sölu hlutafjár ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár. Slík lög voru sett á Alþingi í fyrradag en ekki var gerð grein fyrir þessu þar. Á fundi fjárlaganefndar í gær- morgun hafi verið lagt fram álit Rík- isendurskoðunar sem telji að gera þyrfti grein fyrir sölunni í fjárauka- lögum þar sem nýju bankarnir voru stofnaðir með 100% hlutafjárfram- lagi ríkisins. „Maður spyr sig í ljósi umræðunnar um einkavæðingu bankanna á sínum tíma hvernig Vinstri grænir ætla að fara í þetta mál. Geta þeir horft til að eignum ríkisins sé ráðstafað í algeru heim- ildarleysi?“ spurði Kristján Þór. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, sagði að því tímabili í sögu þjóð- arinnar væri vonandi lokið á Íslandi að ríkiseignir væru afhentar vinum og kunningjum ríkisstjórna. Rétt væri að rætt hefði verið á fundi fjár- laganefndar álitaefni milli Ríkisend- urskoðunar og fjármálaráðuneytis um ráðstöfun bankanna. Ríkisendurskoðun telji heimildar- ákvæði vanta í fjárlög til að ráðstafa eignunum. Fjármálaráðuneytið hafi á móti bent á að ríkið hafi með fram- lagi sínu verið að fjármagna bank- ana og halda þeim gangandi og kröfuhafar hafi svo leyst til sín eigur sínar. Því hafi ekki verið um að ræða eiginlega ráðstöfun ríkiseigna. Segir bankana vera selda í heimildarleysi SPJÖLL voru unnin á sendiráði Ís- lands í Kaupmannahöfn í fyrrinótt. Málningu var slett á veggi og úðað á eftirlitsmyndavél, rúður og skjaldar- merki Íslands. Hópur aðgerðasinna hefur lýst verknaðinum á hendur sér. Sendiherra Íslands í Danmörku segir málið í höndum dönsku lögreglunnar. Svavar Gestsson sendiherra sagði starfsmenn sendiráðsins hafa tekið eftir þessu er þeir mættu til vinnu í gærmorgun. „Síðan voru gerðar við- eigandi ráðstafanir gagnvart danska utanríkisráðuneytinu, lögreglu og öðrum. Síðan er þetta hreinsað.“ Að- spurður sagði Svavar spellvirkjana ekki hafa farið inn í sendiráðið. Fram kemur á vefsíðunni Indy- media Danmark að spjöll hafi verið unnin á sendiráðinu. Þar segir jafn- framt að íslensk stjórnvöld stæri sig af umhverfisvænni orku. Spellvirkj- arnir mótmæla því og segja að hug- takið „græn orka“ sé ekki til, sér í lagi ef hún er notuð til að knýja þungaiðn- að. Spjöll unnin á sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn Spellvirki Málningu var slett á veggi og úðað á skjaldarmerki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.