Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 ÍSLENSK stjórn- völd fengu í gær afhenta við- urkenningu frá regnhlíf- arsamtökum kvenna, „Women and Gender Con- stituency“, fyrir að vera mál- svarar jafnrar þátttöku kvenna og karla í aðgerðum gegn loftslags- breytingum. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók við við- urkenningunni á málstofu sem haldin var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Íslendingar hlutu viðurkenn- inguna fyrir að koma texta um jafn- rétti kynjanna og virka þátttöku kvenna í aðgerðum gegn loftslags- breytingum inn í samningsdrögin. Þakkað fyrir að vinna að jafnrétti Svandís Svavarsdóttir Utanríkisráðu- neytið ætlar að styrkja verkefni Rauða krossins fyrir stríðsþjáða í Síerra Leóne, Palestínu og Afg- anistan um sam- tals 21 milljón kr. Átta milljónir króna renna í verkefni í Síerra Leóne til aðstoðar ungu fólki sem tók þátt í borgarastyrjöld í landinu. Verkefni um sálrænan stuðning við börn í Palestínu hlýtur einnig átta milljónir og verkefni sem íslenskur verkfræðingur, Magnús Gíslason, sendifulltrúi RKÍ, kemur að fær einnig styrk. Styrkja verkefni Rauða krossins STJÓRN Landssamtaka sauðfjár- bænda mótmælir fyrirhuguðum breytingum á skipulagi Stjórnar- ráðsins sem fela það í sér að leggja niður landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytið. Það liggur fyrir að landbúnaður og sjávarútvegur mun á næstu ár- um gegna mikilvægara hlutverki en nokkru sinni áður við að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og afla gjaldeyristekna til að standa undir þeim skuldbindingum sem þjóðin hefur tekist á hendur. Það er því frekar að leggja meiri áherslu á þennan málaflokk heldur en hitt. Sameining nú er líka fráleit vegna umsóknar Íslands að Evrópusam- bandinu þar sem sjávarútvegur og landbúnaður verða umfangsmiklir og erfiðir málaflokkar við að fást. Að endurskipuleggja ráðuneytið á sama tíma að það þarf alla sína orku við að verja hagsmuni Íslands mun aðeins skaða málaflokkinn, segir í tilkynningu. Ráðuneytið verði ekki lagt niður BISKUP Íslands hefur skipað Ax- el Árnason, sóknarprest í Stóra-Núps- prestakalli, til að vera héraðs- prestur í suður- prófastsdæmi frá og með 1. janúar 2010. Frá sama tíma kemur einnig til framkvæmda sameining Hrunaprestakalls og Stóra-Núpsprestakalls, sem sam- þykkt var á kirkjuþingi í nóvember. Suðurprófastsdæmi varð til við sameiningu Árnesprófastsdæmis, Skaftafellsprófastsdæmis og Rang- árvallaprófastsdæmis, sem einnig var samþykkt á kirkjuþinginu í nóvember. Héraðsprestur í suðurprófastsdæmi Axel Árnason STUTT Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „[FÉLAG löggiltra endurskoðenda] vill vekja athygli á því að með þessu frumvarpi er verið að gera skattkerf- ið flóknara og gagnsæi þess minnkar. Flókið skattkerfi býður heim hætt- unni á skattundanskotum og mistök- um. Eftirlit skattyfirvalda verður bæði erfiðara og flóknara,“ segir í umsögn félagsins um skattafrum- varp fjármálaráðherra. Boðaðar skattabreytingar ríkis- stjórnarinnar eru harðlega gagn- rýndar í fjölda umsagna sem efna- hags- og skattanefnd Alþingis hefur fengið í hendur. Umsagnarbeiðnirn- ar eru á annað hundrað talsins. At- hugasemdir eru gerðar við fjölmörg atriði, ekki síst þá fyrirætlun að bæta við tveimur þrepum í skattlagningu launafólks og ákvæði um auðlegðar- skatt. Í umsögn endurskoðendafyrirtæk- isins Deloitte er bent á að flestir ein- staklingar telja fram í mars og í síð- asta lagi í apríl en félög allt fram til 15. sept. Hluti auðlegðarskattstofns- ins sé byggður á skattalegu bók- færðu eigin fé félaga sem eiga eftir að telja fram þegar einstaklingurinn á að hafa byggt sitt framtal á framtali félagsins sem ekki hefur enn talið fram. „Auk þessa er langt frá því að það sé auðsótt mál hjá hluthafa fé- lags að fá afhent skattframtal félags, sérstaklega ef um lítinn eignarhlut er að ræða,“ segir í umsögn Deloitte. Aukin skattsvik og svört atvinnustarfsemi „Sýnilegt er að mönnum verður alls ómögulegt að telja fram með þeim hætti sem lagður er til í ákvæð- inu. Það styrkir ekki skattfram- kvæmd að leiða í lög ákvæði sem er óframkvæmanlegt,“ segir í umsögn KPMG hf. Í sameiginlegri umsögn átta sam- taka í atvinnulífinu er lýst mikilli andstöðu við þriggja þrepa tekju- skatt. Hann leiði til þess að skatt- greiðslur færist í auknum mæli í eft- irágreiðslu eftir álagningu sem valdi launamönnum miklu óhagræði. Hjón með sömu tekjur muni bera mismikla skattbyrði eftir því hvernig samsetn- ing þeirra er. „Flækjustig fram- kvæmdarinnar mun auk þess auka á skattsvik og svarta atvinnustarf- semi,“ segja samtökin. Í umsögn ríkisskattstjóra, sem tel- ur mörg ákvæði frumvarpsins styrkja skattaframkvæmd, eru þó ýmsir annmarkar tíundaðir m.a. við álagningu auðlegðarskatts og mat á raunvirði hlutabréfa. Mjög fá félög séu skráð á markaði á Íslandi og í flestum tilvikum þyrfti að sækja verðmæti hlutabréfanna í skattfram- töl viðkomandi félaga og skipta því verðmæti upp „með ærnum tilkostn- aði og fyrirhöfn á alla eigendur. Með öllu er óvíst hverju slíkt myndi skila. Framtalsskil lögaðila eru auk heldur síðar á árinu en framtalsskil einstak- linga. Þegar af þessari ástæðu getur orðið erfitt fyrir hlutabréfaeigendur, og jafnvel óframkvæmanlegt í sum- um tilvikum, að telja bréfin fram með réttum hætti, enda liggja upplýsing- arnar ekki fyrir á sama tímamarki,“ segir ríkisskattstjóri. Í umsögn skattstjóra Suðurlands- umdæmis segir að þó einfalt virðist að leggja á þrepaskiptan tekjuskatt, sé „Undirbúningstíminn ... nánast enginn og aðlögun launakerfa lands- manna tafsöm og dýr. Þungi fram- kvæmdarinnar lendir verulega á launagreiðendum. Fyrirsjáanlegt er að um verði að ræða verulega eftirá- vinnu að tekjuári loknu og að stað- greiðsluskil versni til muna frá því sem nú er,“ segir Steinþór Haralds- son skattstjóri. Launamaður verði ábyrgur Lögmannafélagið bendir á að skyldur launamanns til að upplýsa um rétt staðgreiðsluhlutfall og ábyrgð hans á því að haldið verði eft- ir réttri staðgreiðslu ,,virðist til þess fallin að auðveldlega komi upp tilfelli þar sem staðgreiðslu er ekki rétt haldið eftir og launamaður verði ábyrgur fyrir því.“ Lögmaður Kauphallarinnar telur í umsögn sinni að svona mikil hækkun á tekjuskatti geti „haft alvarlegar af- leiðingar fyrir umsvif og eftirspurn í þjóðfélaginu. Jafnframt vekur Kaup- höllin athygli á að skilvirkni skatt- kerfisins kunni að vera teflt í tvísýnu með jafn viðamiklum og flóknum breytingum og að er stefnt í frum- varpinu.“ Forstjóri Tryggingastofn- unar segir að reglur um útreikning á kostnaðarþátttöku vistmanna á dval- arheimilum verði ennþá flóknari og erfiðari í framkvæmd en nú er. Morgunblaðið/Heiddi Skattgreiðendur Boðaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar í fjölda umsagna sem efnahags- og skattanefnd hefur fengið. „Hefur í för með sér alls kyns flækjur í skattframkvæmd“  Skattabreytingar gagnrýndar í fjölda umsagna til efnahags- og skattanefndar Indriði H. Þorláksson, aðstoðar- maður fjármálaráðherra, segir að framkvæmd skattabreytinganna eigi að geta gengið vel eftir á næsta ári. „Það má reikna með að stað- greiðsluskilin verði eitthvað óná- kvæmari, sérstaklega fyrir þá sem eru í hærri tekjum og fara upp í þriðja þrepið en að öðru leyti á þetta ekki að hafa nein veruleg áhrif.“ Við álagningu hvers árs sé alltaf eitthvað um oftekna skatta hafi menn t.d. ekki fullnýtt per- sónuafsláttinn og eins sé með eftir- álagningu. Búast megi við að þetta muni aukast í einhverjum mæli en skattkerfið sé nú betur í stakk búið til að mæta slíku með endur- greiðslum og leiðréttingum innan hvers tímabils ef á þarf að halda. Á ekki að hafa nein veruleg áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.