Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 3
LANDSBANKINN | landsbankinn.is | 410 4000NBI h f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M /S ÍA /N M 39 71 9 Kæru landsmenn Með samþykkt stofnefnahagsreiknings Landsbankans (NBI hf.) er stórum áfanga náð í endurreisn bankakerfisins á Íslandi. Efnahagsreikningurinn sýnir svo ekki verður um villst að bankinn hefur þá stærð og þann styrk sem þarf til að þjóna íslensku atvinnulífi og almenningi í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru. Erlend fjármögnun skapar Landsbankanum sterka stöðu og tryggir mikilvægan stuðning við útflutningsfyrirtækin. Landsbankinn víkur sér ekki undan sögu sinni. Í röðum starfsmanna sameinast þekking úr farsælu starfi bankans í ríflega eina öld og reynsla frá liðnum árum sem brýnt er að draga lærdóm af og nýta í uppbyggingarstarfinu framundan. Aðstæður kalla á að varkárni og tillitssemi sé höfð að leiðarljósi í því starfi. Þau gildi sem starfsfólkið hefur sameinast um að gera að leiðarstefi sínu eru: VIRÐING | HEILINDI | FAGMENNSKA | ELDMÓÐUR Gildin gera ríkar kröfur til þess að í daglegu starfi bankans fari saman orð og athafnir. Eignarhald Landsbankans er skýrt. Erindi hans er það líka. Einskis verður látið ófreistað til þess að bankinn öðlist fyrri sess í hugum Íslendinga. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Landsbankans bankastjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.