Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 14
Nokkrar af fyrstu hugmyndum um mögulega rekstrarhagræðingu Tölur eru í þúsundum króna Deild Tillögur Tekjur Laun og Annar Samtals tengd gjöld rekstrark. Fjárhagsaðstoð Auka fjárhagsaðstoð 2.000 2.000 Húsaleigubætur Hækkun húsaleigubóta 2.500 2.500 Dvalargj. og vist.kostn. Fella niður heimgreiðslur (þjónustutrygging) -13.000 -13.000 Akstur aldraðra Akstur aldraðra 3.000 3.000 Skólasvið Segja upp starfi fræðslustjóra (50%) og leikskólafulltrúa (100%) og ráða inn 1 ódýran starfsmann -3.000 -3.000 Dagvistun í heimahúsum Lækkun framlaga til dagmæðra -7.700 -7.700 Álftanesskóli Breyting viðmiðunar um hámarksfjölda í bekkjum o.fl. -25.000 -25.000 Leikskólar Leikskólastjóranum sagt upp -5.000 -5.000 Skólamötuneyti Þeir borga sem borða -10.000 -10.000 Tónlistarskóli Álftaness Starfsemin lögð niður tímabundið -53.382 -53.382 Annar tónlistarskólakostn. Hætta að greiða með utansveitarnemendum -3.500 -3.500 Bókasafn Loka almenningsbókasafni -250 -4.890 -1.783 -6.423 Íþrótta- og tómstundafull. Færa starfshlutfall niður úr 100% í 50% -3.000 -3.000 Vinnuskóli Ráða bara fyrir 8 m.kr. -10.000 -10.000 Sundlaug Breytingar á opnunartíma Íþróttamál Lækkun leigugreiðslna -13.000 -13.000 Íþróttafélög Fella niður styrki til mfl. knattsp. -1.000 -1.000 Íþróttafélög Lækka fastan styrk til UMFÁ -3.500 -3.500 Íþróttafélög Fella niður styrki til íþróttaiðkunar -2.500 -2.500 Sorpgjald Hækkun sorpgjalds um 10% Tæknideild Verkefni flutt í aðkeypta þjónustu í verkfræðistofu -9.500 5.000 -4.500 Viðhald gatna Draga úr öllu viðhaldi og framkvæmdum Almenningssamgöngur Hætta alm.samgöngum. Ef hætt þá 28,8 m.kr. í sparnað. Skoðað með tilliti til breytingu á fyrirkomulagi skóla. Umhverfisnefnd Segja upp samningi við náttúrufræðistofu vegna fuglaranns. -650 -1.500 -2.150 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VERÐI fyrstu hugmyndir að mögu- legri rekstrarhagræðingu á Álftanesi að veruleika er ljóst að þjónusta sveitarfélagsins mun dragast töluvert saman. Meðal hugmyndanna er að loka tónlistarskólanum og almenn- ingsbókasafninu og fella niður al- menningssamgöngur. Með þessari hagræðingu væri hægt að spara um 195 milljónir. Þá er lagt til að 15% álag verði sett á útsvar og fast- eignaskattar hækkaðir um 25%. Getur misst fjárráð Þessar fyrstu hugmyndir eru sett- ar fram í rannsókn sem Garðar Jóns- son hjá R3-ráðgjöf vann um fjár- reiður sveitarfélagsins að beiðni eftirlitsnefndar með fjármálum sveit- arfélaga. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um sparnað. Aðgerðirnar yrðu margar afar sársaukafullar og óvinsælar en hafa verður í huga að bæjarstjórn verður að leggja fram raunhæfa rekstr- aráætlun því að öðrum kosti getur samgönguráðuneytið skipað sveitar- félaginu fjárhaldsstjórn og þar með tekið fjárráðin af bæjarstjórninni. Áætluð greiðslubyrði lána árið 2010 nemur 626,3 milljónum, þar af eru 430 milljónir vegna svonefndra kúlulána. Takist að endurfjármagna lánin hefði það jákvæð áhrif á fjár- streymi. Skuldastaðan myndi samt ekkert skána. Margt í skýrslunni vekur furðu, m.a. að skýrsluhöfundur segir að svo virðist sem skuldbinding sveitarfé- lagsins upp á um einn milljarð króna hafi verið vantalin í ársreikningum Álftaness fyrir árið 2007. Skuldbind- ingin nær til viðbyggingar við íþrótta- hús og sundlaugarmannvirki sem leigð eru af eignarhaldsfélaginu Fast- eign og til leigusamnings vegna lóð- arinnar undir íþróttamannvirkin. Þessara skuldbindinga hafi ekki verið getið í skýringum með ársreikningi. Í skýrslunni er töluvert fjallað um áhrif af samningum sem Álftanes hef- ur gert við ýmsa aðila að undanförnu. Samkvæmt samningi Álftaness og Búmanna hsf. er gert ráð fyrir upp- byggingu á miðsvæði sveitarfé- lagsins. Samkvæmt honum á að byggja, í áföngum, þjónustumiðstöð og 30 íbúðir, auk bílakjallara og 30 raðhús. Samningur Álftaness við Bú- menn felur einkum í sér kaup Bú- manna á byggingarrétti fyrir mann- virkin og kaup sveitarfélagsins á „búseturétti“ þjónustumiðstöðvar og hluta af bílakjallara. Þá samdi Álftanes við bygging- arfélagið Ris ehf. um gatnagerð á miðsvæðinu í júlí á þessu ári. Ris áformar að reisa þriggja hæða „mið- svæðishús“ auk bílakjallara í grennd við grunnskólann. Fram kemur í skýrslunni að sveitarfélagið hafi skuldbundið sig til að leigja alla 1. hæð hússins og 24 bílastæði í kjallara í 30 ár, þ.e. frá 1. júlí 2012 til 30. júní 2042. Á 1. hæðinni átti að reka fé- lagsmiðstöð fyrir unglinga. Boðað hefur verið til borg- arafundar í íþróttahúsinu á Álftanesi annað kvöld klukkan 20. Héldu áfram að bæta við skuldbindingar Fyrstu hugmyndir ráðgjafa að hagræðingu á Álftanesi gera ráð fyrir skattahækkunum, uppsögnum og skertri þjónustu Í HNOTSKURN » Með álagi yrði útsvarið15,27% en ekki 13,28% og hlutfall fasteignaskatta færi upp í 0,625%. » Hærra útsvar myndi skilaum 120 milljónum á ári og hærri fasteignaskattar um 90 milljónum. » Halli á rekstri sveitarfé-lagsins á þessu ári stefnir í 232 milljónir en 568,3 milljónir ef ekki er tekið tillit til sölu byggingaréttar. Bæjarstjórn Álftaness gerði nýja samninga á árunum 2008 og 2009 sem voru til útgjaldaauka fyrir bæjarsjóð. Samningarnir áttu reyndar að stuðla að fjölgun íbúa og þar með auknum tekjum. Meira á mbl.is Skýrsluna og athugasemdir Á-lista má finna á mbl.is 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 7 dagar til jóla SKÓGRÆKTARFÉLAG Mosfells- bæjar er með sína árlegu jólatré- sölu í Hamrahlíðarskógi við Vestur- landsveg. Jólasveinninn verður í skóginum kl. 14, bæði laugardag og sunnudag eftir að hafa gefið þæg- um krökkum í skóginn. Í skóginum getur fjölskyldan átt skemmtilega samverustund og sagað sér al- íslenskt jólatré fyrir jólin. Í Hamra- hlíð hafa verið ræktuð tré í 50 ár. Jólatrésala í Hamrahlíðarskógi Um 300 leikskólabörn sækja Grasagarðinn í Reykjavík heim í desember en hefð hefur skapast fyrir því að bjóða leikskólabörnum í Reykjavík og nágrenni til kyrrlátra aðventustunda í garðinum. Garðskálinn í Grasagarðinum er af þessu til- efni skreyttur og upplýstur með jólaljósum. Börnin og föruneyti þeirra taka gjarnan með sér kakó og smákökur til að snæða saman í skálanum og fylgjast þau um leið með gullfiskunum í tjörn- inni. Ljósum prýtt jólatré stendur í Grasagarð- inum sem dansað er í kringum og jólasöngvar sungnir. Grasagarðurinn er opinn frá kl. 10-15 alla daga. Gleðileg jól í Grasagarðinum ÓLÖF Erla Bjarnadóttir, leir- listamaður, hefur hannað nýja ís- lenska jólakúlu. Ólöf Erla hefur hannað eina kúlu á ári frá árinu 2003 og nú árið 2009 kemur sjö- unda og síðasta kúlan út í þessari röð. Nýtt og spennandi tilbrigði við þessa jólahönnun kemur væntan- lega fyrir næstu jól. Kúlurnar eru gerðar úr postulíni og eru ein- stakur íslenskur safngripur. Íslenskur vetur er uppspretta hugmyndarinnar að jólakúlunum. Eftir að hafa verið búsett á bújörð á hálendi Íslands sitja eftir í hug- anum hinar margvíslegu birting- armyndir og litbrigði snjóbreið- unnar. Kaldir tónar hvíta vetrarins sem renna út í blátt og grænt. hörku frost, logn, norðurljós, stjörnur og tunglskin. Út frá þess- ari reynslu eru jólakúlurnar gerðar en þemað í þeim er þetta vetrarríki. Kúlurnar fást í Kirsuberjatrénu, Epal og Listafléttunni á Akureyri. Jólakúlur innblásnar af íslenskum vetri MEÐ því að senda eitt SMS getur fólk lagt sitt að mörkum til styktar Fjölskylduhjálp Íslands og þar með matvælasöfnun handa því fólki sem þarf á því að halda. Fólk skráir sig með einu SMS skilaboði FHI í síma 1900 og er þar með komið á styrkt- arlista Fjölskylduhjálparinnar. Við- komandi fær svo sent eitt SMS skilaboð á mánuði sem kostar hann 100 kr. og bætist á símreikning hans mánaðarlega. Ef að fólk vill afskrá sig af listanum sendir það FHI STOP í 1900. SMS til styrktar Fjölskylduhjálpinni JÓLIN eru hátíð ljóssins og er þá oft kveikt á fleiri ljósum og þau lát- in loga lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum. Meðal þeirra atriða sem vert er að hafa í huga er að láta aldrei loga á jólatrénu yfir nótt eða þegar fólk er að heiman, henda gömlum jóla- ljósum, nota ætíð perur af réttri gerð, stærð og styrkleika og gæta þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósum. Rafljós geta t.d. kveikt í gluggatjöldum engu síður en kertaljós. Jólaljós valda brunahættu TVEIR bæjarfulltrúar Á-listans á Álftanesi gera marg- víslegar athugasemdir við skýrslu um fjármál sveitar- félagsins. Á-listinn tók við völdum í bæjarfélaginu árið 2006 en missti tökin í sumar þegar einn bæjarfulltrúi listans myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðis- flokknum. Í skýrslunni sem unnin var af R3-ráðgjöf kemur m.a. fram að skuldir og skuldbindingar Álftaness nemi um 7,4 milljörðum. Í allítarlegum athugasemdum Sigurðar Magnússonar fyrrverandi bæjarstjóra og Kristínar Fjólu Bergþórsdóttur er þessi „framsetning“ gagn- rýnd. Nákvæmni skorti og ekki sé getið um margskon- ar hagræði og tekjur sem bæjarsjóður njóti vegna þess- ara skuldbindinga. Réttara sé að tala um að skuldir séu fjórir milljarðar. Þegar horft sé til skuldsetningar verði einnig að taka tillit til þess að sveitarfélagið eigi „eignir í löndum og lóðum fyrir u.þ.b. tvo milljarða, sem gert er ráð fyrir að verði seldar á næstu árum og skuldir lækkaðar.“ Lóðir og lönd sem bæjarfulltrúarnir benda á eru við Norður- nesveg og við Bjarnastaði. Þau séu metin í bókhaldi bæjarsins á 300-400 milljónir en söluandvirði sé nær því að vera 2-2,5 milljarðar. Í yfirlýsingunni er ekki fjallað um áhrif samdráttar á byggingamarkaði á þessa fyrirhuguðu lóðasölu. Fram- kvæmdastjóri R3 sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist standa við allar upplýsingar í skýrslunni. Bæjarfulltrúarnir gagnrýna einnig að í skýrslunni sé heldur ekkert fjallað um að við stærri fjárfestinga- ákvarðanir hafi verið kallað eftir sérfræðiálitum, skuldþolsútreikningum og áliti á afleiðingum af ákvörðunum fyrir bæjarsjóð. Sömuleiðis er ítrekuð sú krafa Á-listans að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga verði leiðrétt enda skýlaust réttlætismál. Á Álfta- nesi sé mjög hátt hlutfall íbúa ungmenni á skólaaldri og með réttu ættu framlög úr sjóðnum því að vera hærri. Geti selt lóðir fyrir 2 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.