Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 NÚ ERU að verða níu ár síðan mér tókst að snúa við blaðinu og ná stjórn á lífi mínu. Eina ferðina enn hafði ég strokið af Vogi. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti. Í mörg ár hafði ég leitað mér hjálpar hjá SÁÁ og á öðrum meðferðarstöðum, með misjöfnum árangri. Mér var um megn að takast á við sjálfan mig. Ég varð að deyfa mig. Lausnin var þarna úti, ég stakk af og neyslan hélt áfram af fullum þunga. Síðan komu jólin í boði Bakkusar. Á aðfangadagskvöldið, aleinn við sjónvarpið í íbúðarholu, borðaði ég kvöldverðinn, SS-pylsur grillaðar í brauðristinni ásamt bökuðum baunum beint úr dósinni. Guðaveigarnar voru ekki af verri endanum og þóknanlegar gestgjafanum. Um leið og barinn opn- aði aftur var ég mættur þar. Lífið, bar- áttan hélt áfram. Undir morgun í janúarbyrjun 2001 kom ég heim eftir margra sólarhringa stanslausa neyslu. Ég var algerlega búinn. Þar sem ég sat þarna í stólnum fannst bara ein lausn í huga mér. Ég hringdi í yfirlækninn og eina ferðina enn bauð hann mig velkominn á Vog daginn eftir. Það tók mig langan tíma að ná lág- marksjafnvægi. „Þú ert mjög illa far- inn,“ sagði læknirinn við mig á þriðja degi. „Þú þarft að vera hér á Vogi í a.m.k fjórar vikur áður en við getum sent þig til eftirmeðferðar,“ hélt hann áfram. Ég var ekki alveg viss um að ég gæti tekist á við svo langa framtíð- arsýn. Á þessum tímapunkti snérist allt um að halda huganum við líðandi stund, takast á við sjálfan mig og stinga ekki af úr meðferðinni. Ég kláraði meðferð- ina á Vogi og var sendur í víkingameðferð á Stað- arfelli þaðan sem ég út- skrifaðist um miðjan júní 2001. Víkinga- meðferð er sérstök framhaldsmeðferð fyrir endurkomufólk sem fer fram á göngudeild SÁÁ í eitt ár að lokinni eft- irmeðferð. Á Staðarfelli naut ég aðstoðar frá- bærra ráðgjafa við að breyta viðhorfum mín- um og komast í andlegt og líkamlegt jafnvægi. Útskrift- aráætlunin mín frá Staðarfelli í þetta skipti var ofureinföld. Daglegir AA- fundir fyrstu mánuðina, búa á áfanga- heimili, ástunda víkingameðferðina forfallalaust og fara í ráðgjafarviðtöl eftir þörfum. Um haustið bauðst mér viðtals- meðferð hjá sálfræðingi SÁÁ sem starfar á göngudeildinni. Í samráði við hann fór ég á fjölskyldunámskeið SÁÁ, sem uppkomið barn alkóhólista, og byrjaði að stunda fundi í AL-anon. Ég notfærði mér ráðgjafarviðtölin á göngudeildinni óspart, mætti á alla miðvikudagsfyrirlestrana, fór á bat- anámskeið og fylgdi öllum þeim ráð- um sem mér voru veitt af læknum og ráðgjöfum SÁÁ. Smám saman fór allt að breytast í kringum mig ég varð hæfari til þess að takast á við lífið. Ég efldist og varð tilbúinn til stærri verka. Um haustið 2002 útskrifaðist ég úr víkingameðferðinni, með ástundun samkvæmt áætlun, og á sama tíma hóf ég nám við Kennarahá- skóla Íslands. Auðvitað var námið í Kennó erfitt því sjálfsmyndin ekki upp á marga fiska. Einbeitingarskortur var alveg að fara með mig. Svo sannarlega þurfti ég að takast á við sjálfan mig. En mér tókst það. Ég var tíður gestur á göngudeild SÁÁ þar sem ég naut aðstoðar ráðgjafa til að takast á við verkefni líðandi stundar. Um vorið 2004 útskrifaðist ég frá Kennarahá- skóla Íslands með glæsibrag. Haustið sama ár hóf ég störf sem umsjón- arkennari frábærra barna við einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar. Það eru skörp skil í lífi mínu sem dragast um daginn þann er ég innrit- aðist inn á Vog. Því miður, og sem bet- ur fer, hef ég skilið margt eftir í gamla lífinu. Nýja lífið er allt öðruvísi en ég átti von á. Ég fékk flest allt fólkið mitt til baka aftur. Mér auðnaðist sú gæfa að fá að taka á móti eldri afastráknum mínum, horfa í augu hans nýfæddum og lofa honum einhverju sem bara er milli mín og hans. Nýju fortíðina mína hef ég séð vaxa í augasteinunum mín- um, bræðrunum tveim. Ég á æðislega dóttur sem líka er uppkomið barn alkóhólista og hefur einnig notið góðs af starfsemi SÁÁ. Fyrir tæpum þrem- ur árum kvæntist ég yndislegri konu og fékk með henni fósturdóttur sem líka er bara æðisleg. Ég kvaddi báða foreldra mína með stuttu millibili í ár og á síðasta ári. Síðustu árin þeirra áttum við saman og þegar þau kvöddu voru þau stolt af mér og þakklát starf- semi SÁÁ. Alkóhólismi er sjúkdómur sem herjar á alla fjölskylduna. Í viðureign- inni við sjúkdóminn gegna göngu- deildir SÁÁ mikilvægu hlutverki. Alla daga ársins fer þar fram óeigingjarnt starf sem miðar ekki bara að því að endurhæfa alkóhólistann heldur líka aðstandendur hans. Hefði mér ekki hlotnast sú gæfa að taka þeirri leið- sögn sem mér var rétt af SÁÁ þá væri ég ekki sá maður sem ég er í dag. Ég þakka ykkur hjá SÁÁ lífgjöfina og megi ykkur hlotnast velvild og skilningur stjórnvalda svo þið getið haldið áfram að hjálpa alkóhólistum og aðstandendum þeirra til betra lífs. Grein þessa vil ég tileinka for- eldrum mínum sem eru mér svo of- arlega í huga um þessar mundir. Gæfan að taka leiðsögn Eftir Kjartan Sæmundsson » Á aðfangadags- kvöldið, aleinn við sjónvarpið í íbúð- arholu, borðaði ég kvöldverðinn, SS-pylsur grillaðar í brauðristinni ásamt bökuðum baun- um beint úr dósinni. Kjartan Sæmundsson Höfundur er grunnskólakennari. ÞAÐ MÁ með sanni segja að bættar sam- göngur séu eitt mesta hagsmunamál á Aust- urlandi, hvernig sem litið er á hinar ýmsu hliðar samfélagsmála fjórðungsins. Bættar samgöngur eru upphaf og endir allrar umræðu um öll helstu framfara- mál á Austurlandi, þ.m.t., aukið samstarf sveitarfélaga, betri samnýtingu allra þjónustuþátta á vegum hins opinbera eða í þeim fjölmörgu og sterku gjald- eyrisskapandi framleiðslugreinum sem eru til staðar í landshlutanum og þá sérstaklega í sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Þá má nefna aðgengi að fjöl- breyttri heilbrigðisþjónustu og menntastofnunum, sérstaklega, en á þessum sviðum hefur verið óhjá- kvæmilegt að hagræða á umliðnu ári og verður vísast áfram á næstu ár- um, ef fram heldur sem horfir. Á fundi sem við sveitarstjórn- armenn í Fjarðabyggð áttum með þingmönnum NA-kjördæmis, ásamt ráðherrum samgöngu- og sveit- arstjórnarmála og fjár- málaráðherra í kjör- dæmaviku þingmanna í lok október, s.l. var m.a., farið yfir öll þau helstu mál sem snerti hagsmuni sveitarfé- lagsins, sem og alls landsins um þessar mundir. Undirritaður varaði þar sérstaklega við fáránleika fyrning- arleiðar í sjávarútvegi, og að með hótandi yf- irlýsingum um aukna skattheimtu á orku/ auðlindir og orkufrekan iðnað, um- fram það sem samið hafði verið um og eðlilegt gæti talist væri verið að hægja á og jafnvel stöðva þá nauð- synlegu framþróun og gjaldeyr- isskapandi fjárfestingu sem land og þjóð þarf svo sannarlega á að halda um þessar mundir. Fulltrúar stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna í Fjarða- byggð, sem og fulltrúar Alcoa- Fjarðaáls komu til fundarins, og þar var töluð hrein og klár íslenska, þannig að ekkert fór á milli mála hvaða hagsmunum var ógnað með boðuðum aðgerðum eða aðgerð- arleysi stjórnvalda, er varðaði þessar mikilvægu gjaldeyrisaflandi fram- leiðslugreinar. 25% af gjaldeyristekjum þjóð- arinnar koma úr Fjarðabyggð Það var ítrekað á þessum, um margt upplýsandi samskiptafundi, að a.m.k. 25% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar verða nú til í Fjarða- byggð einni, og hefur það hlutfall far- ið um og yfir 30% á stundum á und- anförnum árum. Þessar borðliggjandi staðreyndir, og reyndar fjölmargar fleiri, mætti hafa í huga þegar verið er að ráðstafa fé úr sameiginlegum sjóðum lands- manna til framkvæmda á Austur- landi, eða annarra þjónustuverkefna á vegum ríkisins. Að sögn m.a., þing- manna kjördæmisins virðist, því mið- ur, því allt of oft vera haldið fram að nóg sé búið að setja af fjármagni til uppbyggingar á Austurlandi, og nú þurfi að sinna öðru, En því skal einn- ig haldið til haga hvaðan tekjur (gjaldeyrir) þessa lands kemur til samneyslunnar og greiðslu skulda þjóðarbúsins. Norðfjarðargöng á næsta ári Samgöngubætur á milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar, með jarð- göngum, hafa verið á dagskrá, og í undirbúningi, allt of lengi, en und- irbúningi til útboðs er nú að mestu lokið, enda hafa þau verið á sam- gönguáætlun, sem framkvæmd sem færi af stað næst á eftir Héðinsfjarð- argöngum. Nú er ljóst að verklokum á Tröllaskaganum hefur seinkað, en eru nú áætluð á síðasta ársfjórðungi næsta árs. Það þarf því að leita allra leiða til þess að framkvæmdir við Norðfjarðargöng geti hafist í lok árs 2010, eða snemma árs 2011, en til þess þarf þessi framkvæmd að fara í útboð um mitt næsta ár, þ.e., í maí – júlí 2010. Það má minna á í þessu sambandi að ný jarðgöng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar voru ein af helstu for- sendum fyrir því að Fjarðabyggð, (hin fyrri) varð til við sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar 1998, en síðan hefur Fjarðabyggð stækkað til suðurs og norðurs, með tilkomu jarðganga á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar, og nær nú suður fyrir Stöðv- arfjörð og norður fyrir Mjóafjörð og nær því yfir 6 firði, og stendur þann- ig vel undir nafni sínu. Að lokum, að sinni Það væri hér hægt að telja til öll þau fjölmörgu rök sem hreinlega kalla á það að Norðfjarðargöng verði nú loks sett í framkvæmd, enda hafa þau beðið lengi, og má þar nefna t.d. að ekki þarf annað en að halda eftir um 10% af þeim gjaldeyristekjum sem eingöngu fara um Norðfjarð- arhöfn til þess að standa undir stórum hluta af þeim kostnaði sem jarðgöngin myndu kosta. Þá eru þetta samgöngubætur innan sveitar- félagsins Fjarðabyggðar, sem er hamlandi um margt í fjölkjarnasveit- arfélagi, og myndi einnig bæta að- gengi að Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, FSN, sem þjónar öllu Austurlandi. Þessi mjög svo aðkallandi jarð- göng myndu síðan verða fyrsti áfangi að svokölluðum SAMGÖNGUM, sem tengdu betur saman firði og hérað. En meira um það síðar. Í gang með Norðfjarðargöng! Í gang með Norðfjarðargöng Eftir Valdimar O. Hermannsson » Leita þarf allra leiða til þess að framkvæmdir við Norðfjarðargöng geti hafist að ári liðnu, þegar lokið hefur verið við Héðinsfjarðargöng. Valdimar O. Hermannsson Höfundur er m.a. bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Á RÁÐSTEFNU á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar, sem undirrituð sótti í Kaupmannahöfn f.h. Kvenréttindafélags Ís- lands í lok nóvember, var rætt um það hvern- ig almenningur og ráðamenn Norður- landanna geta átt sem greiðust og best sam- skipti. Opnunarávarp flutti Halldór Ásgrímsson fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar og minnti hann gesti ráðstefnunnar, sem allir komu frá Norðurlöndunum, á einkenni lýð- ræðis á Norðurlöndunum, þ.e. virkt félagafrelsi og nálægð íbúa landanna við ráðamenn. Sú nálægð sem al- menningur hefur við yfirvöld er oftar en ekki fengin með þátttöku í hags- muna- og félagasamtökum hvers- konar sem hver um sig vinna að mál- efnum sem skipta félagana miklu máli og þeir hafa aflað sér mikillar þekkingar á. Ráðamenn eru á hinn bóginn nokkuð háðir þeirri þekkingu sem fé- lagasamtökin hafa viðað að sér og því er samstarf milli þessara aðila mik- ilvægt. Ýmis samtök og stofnanir, þ.m.t. Kvenréttindafélag Íslands, fá til að mynda send frumvörp er snerta þau málefni sem félögin vinna að og gefst þeim kostur á að skila inn umsögnum um frumvörpin auk þess sem fulltrúar félaganna eru kallaðir fyrir nefndir Alþingis þar sem sjón- armið þeirra og sérfræðiþekking er tíunduð frekar. Hinn svokallaði „þriðji geiri“ eða „þriðja valdið“ er því mikilvægur hlekkur í lýðræð- ishefð Norðurlandanna. Síðan efnahagshrunið varð á Ís- landi fyrir um ári síðan hafa ráða- menn seint þreyst á því að minna þjóðina á þann mikla mannauð sem er að finna hér á landi, þ.e. heilbrigða og menntaða þjóð sem býr yfir mik- illi þekkingu á fjölmörgum sviðum. En mannauðurinn einn og sér er einskis nýtur ef ekki eru skilyrði fyr- ir fólk til að koma auði sínum í far- veg, eins og t.d. í gegnum starf í fé- lagasamtökum. Á tímum sem þess- um er vert að muna að fólk sækir meira en annars inn í fé- lagasamtök og fé- lagasamtökin þjóna mikilvægum tilgangi í efnahagslægðum. Í því sambandi má nefna hjálparsamtök á borð við Rauða kross Ís- lands og Mæðrastyrks- nefnd. Nú þegar fjár- lagagerð stendur yfir bíða mörg fé- lög milli vonar og ótta um að fjár- hagslegur stuðningur við þeirra félag verði skorinn niður. Með þess- um greinarstúfi vill undirrituð minna ráðamenn á það að í lýðræðisríkjum Norðurlandanna er rík hefð fyrir því að hafa frjáls félagasamtök með í samráði þegar kemur að því að taka ákvarðanir um framtíð og fram- kvæmd mála er snerta borgarana. Kvennasamtök hafa t.d. í gegnum tíðina lagt grunninn að því að konur fengu kosningarrétt, kjörgengi og þar fram eftir götunum sem eflaust hefði ekki verið tekið á dagskrá stjórnmálamanna þeirra tíma. Enn í dag eru það í flestum tilvikum konur í áhrifastöðum, t.d. á þingi, sem koma málefnum er varða konur og börn sérstaklega á dagskrá. Norræna ráðherranefndin hyggst í framtíðinni styrkja samstarf sitt við frjáls félagasamtök og leitar enn meir en nú er gert eftir sér- fræðiþekkingu þeirra. Það er ósk- andi að Alþingi Íslendinga taki sömu afstöðu nú þegar fjárlagafrumvarpið liggur fyrir þinginu. Stöndum sterk- an vörð um frjáls félagasamtök á Ís- landi. Sterk félagasam- tök hluti af nor- rænni lýðræðishefð Eftir Halldóru Traustadóttur » Samvinna stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka eru hluti af sterkri lýðræðishefð Norðurlandanna. Halldóra Traustadóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands Tilkynningar um messur á aðfangadag, jóla- dag, annan jóladag og 27. desember verða birtar í Morgunblaðinu 23. desember og þurfa þær að berast í síðasta lagi 18. desem- ber. Hefðbundinn stafafjöldi hefur verið auk- inn um helming fyrir 23. desember.Tilkynn- ingar um messur á gamlársdag, 1. og 3. janúar verða birtar 30. desember og þurfa þær að berast í síðasta lagi 28. desember. Hefðbundinn stafa- fjöldi hefur verið aukinn um helming fyrir 30. desember. Messur um jól og áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.