SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Side 11
4. apríl 2010 11
Þeir sem vilja taka tillit til um-
hverfis og heilsu við kaup á
fatnaði, sængurverum, hand-
klæðum eða annarri textílvöru
geta gert það á ýmsan hátt:
Kaupið lífræna vöru.
Athugið hvort hún sé vottuð
með viðurkenndum umhverf-
ismerkjum, s.s. Svaninum eða
Evrópublóminu.
Forðist plastþrykk úr PVC.
Forðist tau sem lyktar af efn-
um eða angar af ilmvatni.
Stundum er ilminum bætt við til
að fela efnalyktina.
Við þvott á fötum:
Viðrið þvottinn stöku sinnum
í stað þess að þvo hann. Það
sparar þvott og slítur honum
minna. Ekki þvo fatnaðinn fyrr
en hann er skítugur.
Fyllið þvottavélina og sleppið
forþvotti. Það sparar orku, vatn
og þvottaefni.
Veljið umhverfismerkt þvotta-
duft.
Notið mæliskeið til að mæla
þvottaduftið. Of mikið þvotta-
efni getur orsakað hvíta kekki í
þvottinum.
Forðist að nota mýkingarefni.
Hvað er
hægt að
gera?
F
æstir geta verið án fatnaðar – og
allra síst hér uppi á ísa köldu landi
þar sem fötin hlífa okkur, aðallega
við kulda en stöku sinnum við sól-
bruna. Þannig eru þau okkur bráðnauðsyn-
leg eigum við að halda heilsu. En þegar við
grípum til spjaranna í svefndrunganum á
morgnana leiðum við sjaldnast hugann að
því hvort flíkurnar geti verið skaðlegar fyrir
heilsu og jörð. Staðreyndin er hins vegar sú
að spjarirnar krefjast mismunandi fórna
eins og ný sænsk rannsókn leiðir í ljós sem
greint er frá á heimasíðu dönsku Upplýs-
ingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu
(Informationscenter for Miljø & Sundhed).
Samkvæmt rannsókninni er sennilegt að
þegar gamli slitni stuttermabolurinn hefur
lokið þjónustuhlutverki sínu og honum er
kastað í ruslatunnuna, hafi hann verið
skolaður með allt að einu kílói af efna-
blöndum í gegnum tíðina með tilheyrandi
skaða fyrir náttúru og heilsu þeirra sem
höndla með eða jafnvel nota flíkurnar. Sé
um að ræða gallabuxur er magn efnanna
þrefalt.
Allur fatnaður gengur fyrst í gegnum
framleiðsluferli áður en hann er notaður,
þveginn og loks fargað. Á hverju þessara
skeiða í lífssögu spjararinnar eru ýmiskonar
efni notuð, t.d. til að lita hana, þvo eða
breyta eiginleikum hennar á einhvern hátt.
Í sænsku rannsókninni er aðallega horft til
þess hversu mikið af efnum er notað við
framleiðslu flíkurinnar en einnig er efna-
notkun við flutninga og meðan á notkun
hennar stendur skoðuð.
Í rannsókninni voru fimm ólíkar flíkur
skoðaðar: stuttermabolur úr bómull, galla-
buxur, bómullarvinnubuxur, bolur úr vis-
kos og flíspeysa. Í ljós kom að mikil munur
var á magni efnakokteila sem plöggin fóru í
gegnum. Þannig hafði hálft til eitt kíló af
efnum komið við sögu þar sem stutt-
ermabolurinn var annars vegar, en galla-
buxurnar höfðu farið í gegnum 1,2 til 2,9
kíló af efnum. Það var jafnframt mesta
efnamagnið sem stök flík hafði á samvisk-
unni. Niðurstöðurnar sýndu hins vegar að
sé miðað við þyngd fatnaðarins var efna-
notkunin mest þar sem viskosbolurinn var
annars vegar.
Efna-
kokteillinn
í klæðunum
Fötin skapa manninn og
maðurinn skapar fötin.
Hann þvær þau líka ósköpin
öll og notar allskyns efna-
sambönd til að breyta eig-
inleikum þeirra.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Flest þurfum við meira en ruðningsbolta til að skýla okkur – og þá er betra að hafa þvotta-
vél við hendina til að skola mesta skítinn úr skjólflíkunum.
Reuters