SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 17

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 17
11. apríl 2010 17 Ólafur Garðarsson er einn af eigendum Lög- fræðistofu Reykjavíkur og hefur unnið við lög- mennsku frá því hann útskrifaðist fyrir aldarfjórð- ungi. Hann varð hæstaréttarlögmaður árið 1992 og varð sér úti um FIFA-réttindi þremur árum síðar. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á íþróttum, einkum fótbolta,“ segir hann. „Ég var oft fenginn til að lesa yfir samninga og spurði sjálfan mig af hverju ég gerði þetta ekki sjálf- ur. Á þessum tíma hafði enginn réttindi á Íslandi. Ég lagðist í ferðalög, heimsótti félagslið á Norð- urlöndum, Englandi, Skotlandi, Þýskalandi og Aust- urríki, kynntist þjálfurum liða og hef viðhaldið þeim tengslum, ásamt því að kynnast æ fleirum.“ Nú vinnur Ólafur fyrir um 20-25 íslenska atvinnu- menn, en það er um helmingur þeirra sem spila í efstu deildum ytra. „Ég hef unnið árum saman fyrir marga leikmenn sem gaman hefur verið að kynn- ast.“ Hann vill ekki gera upp á milli leikmanna, en á myndum á skrifstofunni má sjá að hann vinnur fyrir kappa á borð við Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Gunnar Heiðar Þor- valdsson, Kristján Örn Sigurðsson, Rúrik Gíslason, Gylfa Sigurðsson og marga fleiri. „Svo er fullt af efni- legum leikmönnum á uppleið og ekki síður spennandi hlið á þessu starfi að fylgjast með þeim.“ Skömmu eftir bankahrunið, í nóvember árið 2008, var leitað til Ólafs og hann spurður hvort hann vildi verða aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Kaupþings. „Ég spurði hvort það yrði ekki alltof mikið starf, en mér var sagt að það kláraðist líklega á sex til níu mánuðum. Síðar kom í ljós að lítið verður úr eignum banka ef þær eru innleystar allar í einu. Bróðurpartur eignanna eru hundruðir lána um allan heim sem flest verða eðli málsins samkvæmt að ganga til enda og það þarf að hugsa um þessi lán, menn eru sífellt að skipta um tryggingar, breyta lánstímanum og stundum á bankinn hlutafé í fyrirtækjunum. Það eru tæp- lega hundrað starfsmenn að hugsa um þessi lánasöfn og ljóst að það þarf að reka þau í einhver ár áður en hægt verður að afhenda þau kröfuhöfum. Það verður ekki fyrr en helstu málaferlum lýkur, í fyrsta lagi eftir tvö til þrjú ár, sem hægt verður að huga að því. Þetta hefur leitt til þess að nánast öll venjuleg verkefni mín á lögfræðistofunni hafa færst yfir á aðrar hendur eða aðrar stofur, því ég hef verið nánast alla daga að sinna Kaupþingsmálum frá því ég tók þetta að mér. En ég held þó fótboltanum áfram á mínu borði.“ Ólafur á fótboltaæfingu daginn fyrir aðgerð. Með bankamenn og knatt- spyrnumenn á sínum snærum ég hefði ekki fundið fyrir því áður, en maður finnur alltaf einhverjar skýringar. Óskar spurði hvort ég fyndi til í liðunum. Já, ég sagðist finna til í fingrunum og að ég fengi verki í aðra mjöðmina eftir fótbolta. Ég hefði leitað til læknis, en bara verið sett- ur á bólgueyðandi sem ég nennti ekki að taka daginn út og daginn inn. Ég skýrði þetta fyrir sjálfum mér með því að töluvert væri um liðagigt í fjölskyldunni.“ Loks spurði Óskar hvort Ólafur hefði þrútnað á fingr- um. „Já, tvisvar á síðustu tveimur árum hef ég látið stækka giftingarhringinn,“ sagði Ólafur. Þegar þarna var komið sögu spurði Óskar hvort Ólafur vildi setja sig í samband við Helgu Ágústu og gangast undir rannsóknir. En Ólafur svaraði: „Þarf það? Ef þetta væri Gettu betur, þá væri ég með allt rétt!“ Sex sjúklingar á fimm mánuðum Daginn eftir biðu skilaboð Helgu Ágústu um að hringja í Ólaf, sem henni „var bæði ljúft og skylt að gera“. Og hún segir að draga megi mikilvægan lærdóm af þessari sögu. „Við innkirtlalæknar rannsökum sjaldgæfa sjúkdóma, sem sjást oft utan á fólki þegar sjúkdómurinn er langt genginn, og við Óskar vonumst til að þeir sem annist sjúklingana hafi augun opin fyrir þessum einkennum. Við viljum fá þetta fólk til okkar áður en einkennin verða það mikil að ekki verði aftur snúið – þannig að við getum læknað en ekki bara líknað.“ Aðspurð hvernig fólk greinist yfirleitt svarar hún: „Stundum online í fréttatíma!“ Svo hlær hún. En bætir við að allur gangur sé á því hvernig sjúkdómurinn upp- götvast. „Ég hef fengið tvo sjúklinga til mín frá háls-, nef- og eyrnalæknum út af hæsi og breytingu á rödd, einn frá hjartalækni og ytra man ég eftir að hafa fengið sjúkling frá tannlækni því tennurnar breytast. Það þurfa margar mis- munandi sérgreinar læknisfræðinnar að vera vakandi fyr- ir þessu. Svo getur þetta uppgötvast fyrir slysni, til dæmis þegar fólk er myndað út af öðrum kvillum og það kemur í ljós hnútur við heiladingulinn.“ En Helga Ágústa undirstrikar að heiladingulsæxli sé ekki umgangspest eins og kvef, heldur mun sjaldgæfara. „Um það bil þrír sjúklingar af hverri milljón greinast á ári, Loftnet fest við höfuðkúpuna fyrir aðgerðina. Fíngerður meitill og hamar notaður til að komast í gegnum beinveggina að æxlinu. Aðgerðin að hefjast, læknarnir Ingvar og Arnar ásamt Önnu, skurðstofuhjúkrunarfræðingi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.