SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Qupperneq 30
30 11. apríl 2010 Þ að komu fram margar athyglisverðar upplýsingar í nýliðinni viku, sem þó vöktu ekki þá athygli sem vert væri. Ákúrur ríkisendurskoðanda Ríkisendurskoðandi setti ofan í við ráðherra með þunga sem enginn ráðherra hefur þurft að sitja undir í manna minnum. Núverandi forsætisráð- herra hefur á stjórnmálaferli sínum verið hvað há- værust um að mjög hafi skort á að ráðherrar bæru í raun ábyrgð á verkum sínum og næðu ekki vand- ræðalítið að sópa ávirðingum undir teppið. Því skal hér spáð að hún muni ekkert aðhafast í þessu máli fremur en öðrum. Háskóli Íslands er enn sem fyrr virkari í björgunaraðgerðum við ríkisstjórnina en fræknir menn á Fimmvörðuhálsi við villuráfandi ferðalanga. Stjórnsýslukennari virtist vilja reka ríkisendurskoðandann fyrir að bugta sig ekki fyrir ráðherranum. Og stjórnmálafræðiprófessorinn fann enga aðra leið til að slá skildi fyrir ráðherrann en að nefna að það gengju sögur um að eitthvað meira væri í málinu en fram hefði komið. Bréfritari hefur spurst fyrir og enginn veit hvað við er átt. Hvar heyrir stjórnmálaprófessorinn „sögur“ sem eru til þess fallnar að hreinsa ráðherra sem hlaupið hefur illa á sig? Varla dugar honum að heyra slíkar sögur frá ráðherranum sjálfum. Stjórnmálafræðin virðist dálítið deildaskipt umfram það sem skipurit háskólans sýnir. Skrímsladeildin er kunn og nú er vísað til slúðurfréttadeildarinnar sem grundvöll vísindalegrar niðurstöðu. Eldgos í vændum. Almannavarnanefnd í frí Önnur frétt og sýnu fróðlegri birtist hjá RÚV. Það var „skúbb“ sem farið hafði fram hjá öðrum og því miður þessum miðli einnig. Það kom fram í frétt- inni að formanni stjórnar Fjármálaeftirlits hafði ekki þótt ástæða að halda fundi í stjórn þess svo vikum og mánuðum skipti í aðdraganda banka- hrunsins. Hann reyndi að gefa þá skýringu að hlut- verk stjórnarinnar væri takmarkað við að fylgjast með störfum stofnunarinnar. Þetta var mjög alvar- leg rangfærsla. Í lögum um Fjármálaeftirlit er bein- línis tekið fram að stjórn þess verður að taka allar meiri ákvarðanir þess fyrir til samþykkis eða synj- unar. Það er aðeins dagleg afgreiðsla ákvarðana stofnunarinnar sem utan þessa skýra ákvæðis fell- ur. Sú ákvörðun stjórnarformanns Fjármálaeft- irlitsins að senda stjórnina í langt frí á viðkvæmasta tíma í aðdraganda hins mikla bankahruns er með miklum ólíkindum. Er ætlast til þess að landsmenn trúi því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki þurft að taka neinar ákvarðanir sem náðu því máli að teljast meiri en minni á vikunum og mánuðunum fyrir hrun. Ekkert bendir til að rannsóknarnefnd Al- þingis hafi rannsakað þennan alvarlega þátt sem sýnir ekki aðeins ótrúlegt sinnuleysi heldur einnig það mat stjórnarformannsins að allt væri í stakasta lagi í bankakerfinu mánuðina fyrir hrun. Andlegur leiðtogi gefur línu Þriðja fréttin sem óþarflega litla umfjöllun hefur fengið er viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún talar þar niður til Geirs Haardes, fyrrverandi forsætisráðherra í samsteypustjórn flokka þeirra. Ótal tilvísanir eru til, bæði opinberar og aðrar, um að Geir sýndi Ingibjörgu óvenjulegt traust og ótrú- legan trúnað til síðustu stundar samstarfsins. Gekk það svo langt að boðaður var skyndifundur í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins til að kalla saman Landsfund flokksins þar sem átti að reyna að fá hann að breyta með hraði stefnu flokksins í Evr- ópumálum, til að laga sig að kröfum Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingar hennar og tryggja þar með að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að njóta aðeins lengur samstarfs við Samfylkingu. En auk þessa ódrengskaparbragðs í garð þessa samstarfsmanns síns hefur einnig annað vakið athygli í yfirlýs- ingum Ingibjargar Sólrúnar. Hún vill „fresta“ að- ildarviðræðunum við Evrópusamstarfið. Það sé enginn að tala máli þeirra í raun og allar líkur standi til þess að þjóðin muni hafna aðild í kosn- ingum. Ingibjörg nafngreinir Geir Haarde þegar hún veitist að honum en hún kýs að leyfa Össuri Skarphéðinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur að njóta nafnleysis um hríð. Með „frestun“ á aðild- arviðræðum hlýtur fyrrverandi leiðtogi Samfylk- ingarinnar að eiga við afturköllun á umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hún óttast að þjóðin muni kolfella tilburði Samfylkingar um að koma henni inni í Evrópusambandið. Það er örugglega rétt mat. Þykist hún einnig sjá að með því væri þetta eina mál Samfylkingar komið út af borðinu og ekki væri hægt að ýta því upp á borðið næstu áratugina. Sjálfsagt gæti einhverjum þótt eft- irsóknarvert að afgreiða þetta mál með svo afger- andi hætti út af borðinu, og því ætti ekki að ljá máls á þessum hugmyndum Ingibjargar um „frestun“. En þá er að athuga að yfirskrift sem Samfylkingin fékk Alþingi til að gefa málinu er um aðild- arviðræður. ESB er ekki í þeim. Það lítur svo á að Ísland sé í „aðlögunarviðræðum“. Því beri íslensk- um stjórnvöldum og embættismönnum þess að hefja þegar í stað breytingar á íslenskri stjórnsýslu og stjórnskipan í samræmi við þetta aðlögunarferli. Alþingi hefur ekki veitt neina heimild til þess að þannig sé staðið að málum. En utanríkisráðuneytið hefur því miður virt þingið að vettugi og túlkar samþykkt þess í samræmi við samþykktir Evrópu- sambandsins eins og Ísland sé þegar gengið í það. Eru hér á ferðinni alvarleg brot í starfi, en fátt getur talist alvarlegra en brot embættismanna gegn stjórnskipun landsins. Eins og fyrr er nefnt vill ís- lenskur ráðherra hefja fyrsta skref í vegferð til að bola burtu embættismanni fyrir þá sök að hann hafði leitað ráða hjá Ríkisendurskoðun um það hvernig tryggja mætti að ríkissjóður yrði ekki fyrir ólögmætum útgjöldum. Þar er augljóslega ekki um brot að ræða heldur virðingarverða viðleitni op- inbers embættismanns. Öðru máli gegnir um framferði fjölmargra starfsmanna utanríkisráðuneytisins og reyndar nokkurra í öðrum ráðuneytum sem hafa gengið miklu lengra í Evrópusambandsákefð sinni en samræmist ákvörðunum Alþingis og skráðum stjórnsýslureglum landsins. Núverandi utanrík- isráðherra er þeirrar gerðar að lítið hald er í honum að veita leiðsögn um vinnubrögð sem standist lög og samþykktir Alþingis. Reykjavíkurbréf 09.04. 2010 Fjórar merkar fréttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.