SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 38
38 11. apríl 2010 Ferðalög Þ eir eru eflaust ekki margir Ís- lendingarnir sem búa í villu með þremur sundlaugum á lóðinni. Nei, þetta er ekki prentvilla. Sundlaugarnar eru í raun og veru þrjár. Hafa aukinheldur einkabíl- stjóra, þjónustufólk og garðyrkjumann. Andri Jóhannesson er ekki útrásarvík- ingur sem smaug í gegnum nálaraugað, heldur þyrluflugmaður hjá belgísku fyr- irtæki sem þjónustar olíuborpall úti fyrir ströndum Afríkuríkisins Gana. Andri réðst til starfa hjá Landhelg- isgæslunni í desember 2007 en áður hafði hann unnið sem þyrluflugmaður á Grænlandi um þriggja mánaða skeið. Um þetta leyti í fyrra fékk hann síðan upp- sagnarbréf en Gæslunni var þá gert að segja upp þremur flugmönnum af fimm- tán vegna niðurskurðar. Kreppan bítur víða. Andri lét af störfum hjá Gæslunni í lok maí í fyrra og fór þegar í stað að svipast um eftir nýrri vinnu. Hann frétti í gegn- um íslenskan flugvirkja að belgíska fyr- irtækið NHV væri að leita að þyrlu- flugmönnum vegna olíuverkefnis í Gana. Hann sótti um og var ráðinn í byrjun október. Örbirgðin áberandi „Menn hafa fundið mikla olíu í Gana, jafnvel mestu olíulindir í heimi og NHV er með þjónustusamning við skoska ol- íufyrirtækið Tullow sem vinnur þar við borun,“ útskýrir Andri. „Hlutverk okkar er að ferja starfsmenn til og frá borpall- inum.“ NHV er með þrjár þyrlur af gerðinni Dolphin AS365N3 á svæðinu, sex flug- menn og þrjá flugvirkja. Andri fór fyrst í endurmennt- unarþjálfun en hélt áleiðis til Gana í nóv- mun ódýrara fyrir belgíska fyrirtækið en að hafa nímenningana á hóteli í Takoradi. Heimsótti þrælaströndina Andri segir vinnuafl mjög ódýrt í Gana en mánaðarlaun skrifstofufólks munu vera um 120 evrur að meðaltali, ríflega 20 þúsund krónur. „Samt er fólk almennt ánægt með sinn hlut.“ Spurður um eigin kjör segir Andri þau ágæt en hann fær greitt í evrum. Frítíma sínum ver Andri að miklu leyti á ströndinni, auk þess sem hann hefur skoðað sig rækilega um í Takoradi og ná- grenni. Eftirminnilegust er heimsókn á þrælaströndina, þaðan sem galeiður Bandaríkjamanna sigldu á sínum tíma. „Barack Obama Bandaríkjaforseti kom þangað í heimsókn í fyrra og hefur ríkt Obama-æði í landinu síðan,“ segir Andri. Þegar menn eru fjarri heimahögum er sjónvarpið góð afþreying en Andri hefur aðgang að um eitt þúsund stöðvum í vill- unni. „Ég held svei mér þá að ég sjái meira af enska boltanum í Gana en hér heima,“ segir Andri sem er ákaflega sparkelskur maður. Lék meira að segja unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma. norskt og ber pallurinn það skemmtilega nafn Eiríkur rauði. Að sögn Andra er Ei- ríkur stærsti fljótandi borpallur í heimi. Öll helstu þægindi eru um borð, meira að segja skurðstofa komi eitthvað upp á. „Ég hef mjög gaman af því að stríða norsku verkamönnunum á því að bor- pallurinn heiti í höfuðið á Íslendingi,“ segir Andri en auk Norðmanna starfa að- allega Bretar, Bandaríkjamenn og Kan- adamenn á Eiríki rauða. Fyrsta kastið bjuggu Andri og félagar hjá NHV á hóteli í Takoradi en þar sem vestræn þjónusta er dýr í Afríku áttuðu menn sig fljótt á því að hagkvæmara væri að leigja hús fyrir flugmennina og flug- virkjana. Hús er kannski heldur hófstillt orð, nær væri að kalla það villu. „Þetta er flottasta hús sem ég hef komið inn í um dagana,“ viðurkennir Andri en óhætt er að segja að dekrað sé við þá. Kona sér um öll þrif í húsinu og maður um þvottinn. Hengir allar skyrtur stroknar og fínar inn í skáp á eftir. „Eftir að ég vandist þessari þjónustu er mikil pressa á konunni þegar ég kem heim,“ segir Andri og skellihlær. Eins og áður segir eru þeir líka með bílstjóra og garðyrkjumann, auk sund- lauganna þriggja. Samt sem áður er þetta ember. Það var fyrsta ferð hans til Afr- íku. Á leiðinni hafði hann viðkomu í Marokkó, Vestur-Sahara, Senegal, Búrk- ína Fasó og Malí. Hann viðurkennir að hafa fengið menningarsjokk í fyrstu, einkum í þremur síðastnefndu lönd- unum, sem eru í hópi þeirra fátækustu í álfunni. „Örbirgðin er áberandi í þessum löndum. Leigubíllinn sem við tókum frá flugvellinum í Malí var við það að hrynja, hékk eiginlega bara saman á lyginni. Það var erfitt að horfa upp á börnin reyna að troða baukunum sínum inn í bílinn í von um ölmusu. Út um allt býr fólk í pappa- kössum,“ upplýsir Andri. Hann segir mútur daglegt brauð á flugvöllum í þessum löndum. „Tollverð- irnir voru mjög hreinskilnir í Búrkína Fasó. „Ef þið látið okkur fá pening geng- ur allt hratt og vel fyrir sig,“ sögðu þeir kinnroðalaust við okkur. Félagar mínir sem eru frá Frakklandi, Belgíu og Dan- mörku höfðu komið þarna áður og voru því með peninginn tilbúinn. Ekkert ves- en. Tollverðirnir voru mjög gestrisnir í Malí en þegar búið var að afgreiða okkur fór ekkert á milli mála að þeir ætluðust líka til þess að fá greitt fyrir ómakið. Það er mjög skrýtið fyrir Vesturlandabúa að upplifa svona vinnubrögð.“ Andri og félagar hafa aðsetur í Se- kondi-Takoradi, höfuðborg vesturhluta Gana. Þurrkatíðin stóð sem hæst þegar þá bar að garði í nóvember og velur Andri orðið „svakalegur“ til að lýsa hit- anum. Skurðstofa um borð í Eiríki Starf Andra og félaga felst í því að fljúga með verkamenn frá flugvellinum í Tako- radi út á olíuborpall og -skip í grennd- inni. Það eru um 75 sjómílur og eru farn- ar nokkrar ferðir á dag. Hvort tveggja er Bíllinn hékk saman á lyginni Andri Jóhannesson þyrluflugmaður vinnur við að fljúga með olíuverkamenn til og frá borpall- inum Eiríki rauða úti fyrir ströndum Afríkurík- isins Gana. Honum líkar starfið ágætlega og ber Ganamönnum vel söguna en segir erfitt að vera fjarri eiginkonu og tveimur litlum börnum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Andri Jóhannesson hefur notað frítímann til að skoða sig um í Takoradi og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.