SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Side 45

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Side 45
11. apríl 2010 45 M argir hafa reynt sig við töfraten- inginn (e. Rubik’s Cube) frá því hann kom fyrst á markað fyrir réttum þrjátíu árum – með misjöfnum árangri. Sumum mun aldrei takast að leysa þrautina enda þótt þeir verði eitt hundrað ára en aðrir láta sér nægja nokkrar sek- úndur. Heimsmetið á hollenskt ungmenni, Erik Akk- ersdijk að nafni, en hann þurfti ekki nema 7,08 sek- úndur til að mynda litablokkir á öllum hliðum teningsins sumarið 2008. Ekkert lát er á vinsældum teningsins en hann hefur selst í 350 milljónum eintaka um allan heim. Í tilefni af þrítugs- afmælinu veitti höfundur ten- ingsins, Ungverjinn Ernõ Ru- bik, viðtal, sem Sunnudagsmogginn hefur heimild til að vitna til. Þar lýsir hann ánægju sinni með útbreiðslu uppfinningar sinn- ar, ekki vegna þess að hún hafi fært sér frægð og frama heldur vegna þess að hann er stoltur af því að hafa skapað hlut sem hafi glatt fólk út um allan heim. „Teningurinn er uppfullur af mótsögnum,“ segir Rubik, „hann er efnislegur, hand- virkur og áþreifanlegur; þetta er sakleysislegur og barnalegur hlutur. Samt þarftu að beisla óreiðuna til að leysa þrautina. Teningurinn er í senn einfald- ur og flókinn. Spurningin er skýr en svarið snúið.“ Sumir segja að mögulegar samsetningar séu óþrjótandi. Það er ekki rétt. Þær eru ekki nema 43.252.003.274.489.- 856.000! Það þýðir að menn geta reynt að leysa þrautina einu sinni á klukkustund á hverjum einasta degi lífs síns án þess að fara nokkru sinni sömu leiðina. Styrkur tenings- ins liggur ekki síst í því að hann er hafinn yfir landamæri, menntun og menningu. „Hann endurspeglar lífið sjálft,“ út- skýrir Rubik. „Frá blautu barnsbeini höfum við tilhneig- ingu til að einfalda marg- breytileika heimsins til að freista þess að skilja hann. Töfrateningurinn er und- irstöðuform, hrein flatarmáls- fræði í þrívídd.“ Eðli málsins samkvæmt er töfrateningurinn kjörinn til keppni og á einum mánuði, janúar síðastliðnum, fóru fram mót í hvorki fleiri né færri en sextán löndum, þeirra á meðal Frakklandi, Kína og Ástralíu. Á liðnu ári voru keppnirnar alls 169 í 38 löndum. Mestrar hylli njóta keppnirnar meðal ungra manna, á tvítugs- og þrítugsaldri. Það þykir raunar undrum sæta hversu vel teningurinn hefur í einfaldleika sínum staðist samkeppni frá háþró- uðum tölvuleikjum. Rubik hefur skýringuna á því á reiðum höndum. „Teningurinn kom til sögunnar á níunda áratugnum, um svipað leyti og veraldarvefurinn og einkatölv- urnar. Fyrir vikið hafa kyn- slóðirnar sem alist hafa upp með honum aldrei upplifað heiminn öðruvísi en tækni- væddan. Samt heldur tening- urinn áfram að töfra þá,“ segir Rubik. Tæknin kemur sér líka vel fyrir skussana en finna má hálfa fjórðu milljón lausna á leitarforritinu Google, þ.e. myndbönd, skrifaðar leiðbein- ingar og bækur um það hvernig leysa á þrautina. Gera má því skóna að Ernõ Rubik sé frægasti núlifandi Ungverjinn, hann skákar jafn- vel ódauðlegum listamönnum á borð við Béla Bartók og Franz Liszt. Samt hefur hann aldrei borist á og hefur helgað líf sitt kennslu. Rubik var lengi prófessor við lista- og hönnunarháskóla en er nú að mestu sestur í helgan stein, 65 ára að aldri. „Ég hef helgað líf mitt menntun. Ég lærði til arkitekts en ílentist í háskóla- samfélaginu og las fyrir í tutt- ugu ár.“ Spurður hvort hann hafi í hyggju að halda sérstaklega upp á þrítugsafmæli sköp- unarverks síns svarar Rubik neitandi. „Mér leiðast afmæli. Hversdagurinn skiptir mestu máli í lífinu.“ Töfrateningurinn á ugglaust marga slíka fyrir höndum. orri@mbl.is Að beisla óreiðuna Ernõ Rubik Saga hlutanna Töfrateningurinn þrítugur Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 11/4 kl. 16:00 Sun 18/4 kl. 16:00 Ö Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00 U Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - lífið og lögin (Söguloftið) Lau 17/4 kl. 17:00 Lau 24/4 kl. 17:00 Sun 2/5 kl. 16:00 Lau 8/5 kl. 17:00 Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 17:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Jón Gnarr. Lifandi í Landnámssetri (Söguloftið) Lau 10/4 kl. 20:00 Ö Fös 16/4 kl. 20:00 Lau 24/4 kl. 20:00 Lau 1/5 kl. 20:00 Lau 8/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Lau 29/5 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Hellisbúinn Fös 16/4 kl. 20:00 Fös 23/4 kl. 20:00 Síðustu sýningar! Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Danstvennan Taka #2 (Hafnarfjarðarleikhúsið) Þri 13/4 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is Gauragangur HHHH EB, Fbl Faust HHHH IÞ, Mbl ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB Nánar á leikhus id.is Sími miðasölu 551 1200 Síðasta sýning 25. aprí l Tryggðu þér miða á þes sa frábæru fjölskyldusý ningu! Brosmilt fólk er venjulega ham- ingjusamara, býr yfir meira jafn- aðargeði, er í traustari sam- böndum og hefur meiri vitsmuni og samskiptahæfni en aðrir, að því er rannsóknir sýna. Nú hafa vísindamenn ljóstrað upp um enn einn ávinning af brosandi andliti því fólk með breið bros lifir lengur. Rannsóknin var gerð við Wayne State-háskólann í Bandaríkjunum og birt í sálfræðitímaritinu Psychological Science. Myndir voru skoðaðar af 230 hafnabolta- mönnum sem allir hófu feril sinn fyrir 1950. Þær voru stækkaðar og það metið hversu ákaft menn- irnir brostu. Þeir voru síðan flokk- aðir eftir því hvort þeir brostu mik- ið, lítið eða ekki neitt. Þessar upplýsingar voru svo bornar sam- an við upplýsingar um dauðsföll þeirra. Niðurstöðurnar voru svo leið- réttar með tilliti til annarra þátta sem taldir eru tengjast langlífi, s.s. líkamsþyngdarstuðuls, lengd- ar ferils, framaþróunar og mennt- unar. Í ljós kom að meðalævilengd leikmanna sem brostu ekkert á myndunum var 72,9 ár, þeir sem brostu svolítið lifðu í 75 ár að meðaltali en brosmildasti hóp- urinn lifði hins vegar að jafnaði í 79,9 ár. Brosa bæði blítt og breitt en ætli það bæti árum við lífið? Reuters Breitt bros lengir lífið

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.