SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 52
52 11. apríl 2010
Einn dag, í kunningjahópi, barst talið að
Litla prinsinum, hinni fallegu sögu An-
toine de Saint Exupéry. Ein stúlka í
hópnum sagðist aldrei hafa lesið þá bók.
„Mjög margir gráta þegar þeir lesa þessa
bók,“ sagði töffarinn í hópnum og ekki
varð betur séð en að hann væri að gefa í
skyn að jafnvel hann leyfði sér að
klökkna við lesturinn. Áhugi stúlkunnar
var samstundis vakinn. Hún sagðist svo
gjarnan vilja lesa bók sem kæmi henni til
að gráta. Svo fór hún heim að lesa og til-
kynnti daginn eftir að hún hefði sann-
arlega grátið, og bara grátið heilmikið.
Það er eitthvað saklaust og fallegt við
tárin sem falla við lestur skáldskapar.
Þegar við erum hrifnæm börn með ríka
innlifunarhæfileika þykir okkur eðlilegt
að gráta yfir því sem okkur finnst sorg-
legt. En lífið herðir fólk, rænir það sak-
leysi og hrifnæmi
og gerir það
skynsamt. Þetta
eru ekki með öllu
góð örlög. Ein-
staka sinnum
losnum við þó
undan áþján yf-
irvegunar og lif-
um okkur svo
inn í bók að við
brestum í grát
við lesturinn.
Á sínum tíma,
á unglingsárum,
grét ég með ekka yfir Heimsljósi Laxness.
Þolinmæði og göfuglyndi Ólafs Kárasonar
í öllum hans ótal raunum reyndi verulega
á sálarlíf mitt. Mér fannst að hann hefði
ekki átt að þurfa að þola svona mikið. Um
daginn las ég bókina aftur og felldi ekki
tár, sem mér fannst heldur leiðinlegt. Ég
hefði svo gjarnan viljað lifa upp að nýju
þær sterku kenndir sem þessi tilfinninga-
sama skáldsaga vakti hjá mér á sínum
tíma.
Svo las ég Litla prinsinn og eftir lest-
urinn hágrét ég. Þegar ég lét loks huggast
– að lokum lætur maður alltaf huggast –
áttaði ég mig á því að ég hef sennilega les-
ið Litla prinsinn um það bil tíu sinnum á
ævinni, og í hvert sinn hef ég grátið eins
og ég hafi verið að frétta andlát einhvers
sem mér þótti afskaplega vænt um.
Ég þekki fólk sem finnst að það þurfi að
vera mjög gáfað meðan það les bækur.
Það lætur næstum því eins og það sé í
greindarprófi á meðan það les. Þessu fólki
finnst ekki við hæfi að gráta yfir því sem
gerist í bókum. Því finnst að það megi
ekki fréttast að fólk hafi misst stjórn á
sér, grátið og beðið þannig ósigur fyrir
höfundinum, sem á endanum reyndist
gáfaðri en það sjálft. Sjálfri finnst mér
alltaf langskemmtilegast þegar skáld-
skapurinn sigrar mann.
Lestur-
inn
og tárin
Orðanna
hljóðan
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
’
Einstaka
sinnum
losnum
við þó undan
áþján yfirveg-
unar og lifum
okkur svo inn í
bók að við
brestum í grát
við lesturinn.
R
afik Schami fæddist í Damas-
kus 1946 í kristna fjölskyldu og
var reyndar gefið nafnið Suheil
Fadél. Hann ólst upp í Damas-
kus og gekk þar í háskóla og nam efna-
fræði. Hann byrjaði ungur að skrifa sögur
á arabísku og tók þátt í að stofna bók-
menntarit sem hann ritstýrði frá 1964 til
1970. 1971 hélt hann í framhaldsnám til
Þýskalands og starfaði þar við ýmsa
verkamannavinnu til að fjármagna nám-
ið og lauk síðan doktorsnámi í efnafræði
frá háskólanum í Heidelberg 1979 og
vann sem efnafræðingur í Þýskalandi
næstu árin. Hann hélt áfram að skrifa,
hratt af stað félagsskap rithöfunda sem
kallaðist Sunnanvindur, Südwind, 1980
og einnig fjölþjóðlegt bóka- og listafélag,
PoLiKunst eða Polinationaler Literatur-
und Kunstverein, og tveimur árum síðar
sneri hann sér alfarið að skriftum.
Schami hefur jafnan verið framarlega í
flokki þeirra rithöfunda sem settust að í
Þýskalandi á tímum þjóðflutninga sjö-
unda og áttunda áratugarins, en þá
streymdu til Þýskalands verka- og iðn-
aðarmenn frá Grikklandi, Tyrklandi,
Marokkó. Með verkamönnunum bárust
nýir straumar í listum og menningu og á
áttunda og níunda áratugnum voru að-
fluttir rithöfundar, líkt og Rafik Schami,
áberandi í þýsku menningarlífi. Þeir
glíma við það að vera ævinlega gestir í
nýja landinu; verða aldrei Þjóðverjar þó
þeir fái þýskan ríkisborgararétt, eignist
þýska maka og þýsk börn og þegar þeir
snúa heim til gamla landsins í heimsókn
eru þeir gestir þar líka.
Helsta bók Schamis er Skuggahlið ást-
arinnar, Die dunkle Seite der Liebe, sem
kom út á ensku á síðasta ári undir heitinu
The Dark Side of Love, bók sem segir í
senn morðsögu og ástarsögu. Við kapellu
í Damaskus hangir karfa og í henni er lík
liðþjálfa. Hin illræmda leyniþjónusta
tekur málið að sér, en lögregluforinginn
Darudi er ekki sáttur við það og tekur til
við að rannsaka morðið á eigin spýtur.
Fljótlega blandast í rannsóknina ætt-
bálkar í borginni Mala í fjöllunum utan
við Damaskus, en þar búa kristnir menn
sem tala aramísku. Í þorpinu takast á
kaþólskir, Mustaj-ættin, og rétttrún-
aðarmenn, Shahin-ættin, og hafa gert
lengur en elstu menn muna, og saga
elskendanna Farids Mushtaks og Rana
Shahins virðist lykillinn að öllu saman.
Sögurnar sem við rekumst á eru þó
fleiri, sumar stuttar aðrar langar, sumar
harmþrungnar, aðrar eiginlega kímni-
sögur og á köflum er eins við séum að
lesa nútímalega gerð 1001 nætur sem er
ákall um umburðarlyndi og tilraun til að
sýna fram á að arabískt samfélag sé ekki
eins einsleitt og við teljum, þar þrífast
fjölmargir trúflokkar og allskyns fólk.
Schami er þó líka að segja sögu Sýrlands á
síðustu öld; hermenn skiptust á að ræna
völdum, landið var hernumið af Frökk-
um um tíma, gekk í ríkjasamband við
Egyptaland og smám saman fjaraði und-
an umburðarlyndinu eftir því sem línur
skerptust í pólitíkinni; hver nýr ráða-
maður reyndi að tryggja völd sín með því
að ráðast á einhvern minnihlutahópinn
eða etja saman trúarhópum. Þegar það
dugði ekki gripu menn síðan til klass-
ískra verkfæra einræðisherra: pyntinga,
fangelsunar án dóms og laga, launmorða
og spillingar. Önnur söguhetjan, Farid,
er einmitt dæmi um Sýrlending síðustu
áratuga (saga Farids og Rana gerist á sjö-
unda og áttunda áratugnum) – hann
gengur í alla þá andspyrnuflokka sem
hægt er að ganga í og hlýtur bágt fyrir.
Að þessu sögðu þá er bókin ekki bara
um Sýrland og Farid og Rana; hún er líka
saga Damaskus, jasmínborgarinnar, elstu
borgar heims. Ást Schamis á borginni er
hvarvetna sýnileg og hann lýsir borg
æsku sinnar á hrífandi og eftirminnilegan
hátt. Víst er það hluti af því að vera út-
lagi, þó sjálfskipaður sé; að horfa heim til
gamla landsins og sjá allt í hillingum; að
halda í minningu um heimaland þegar
maður situr fastur á milli heimalanda. Í
lokakafla bókarinnar, 304. kaflanum,
segir hann frá tilurð bókarinnar og því
hvernig hann raðaði henni saman eins og
mósaíkmynd sem er svo saman sett að
menn sjá ekki litina fyrr en þeir eru búnir
að raða saman hlutum hennar, köflunum
303. Þar er einnig að finna þessa setningu
um hlutskipti útlagans:
„Áður en ég fluttist til Þýskalands
hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að í
útlegðinni hugsar maður um borgina sína
á hverjum morgni. Í meira en þrjátíu og
fjögur ár hef ég hugsað um Damaskus,
fegurstu borg heims, í hvert sinn er ég
vakna.“
Rafik Schami
Ást í elstu borg heims
Rithöfundurinn Rafik
Schami hefur hugsað
um Damaskus síðan
hann fluttist þaðan
fyrir fjörutíu árum.
Skuggahlið ástarinnar
er hylling borgarinnar
sem hann saknar
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók