SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Síða 7

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Síða 7
20. júní 2010 7 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í fyrrasumar slepptu stang- veiðimenn á Íslandi 57% þeirra stórlaxa sem þeir veiddu. Slepptum stórlöx- um fer fjölgandi með hverju árinu en engu að síður eru þessi 57% ekki hátt hlutfall. Hvers vegna? Vegna þess að sérfræð- ingar okkar segja að stórlaxinn eigi í vanda og að stórlaxinn eigi að vernda. Því eigum við veiði- menn að hlýða. Öll viljum við sem veiðum lax setja í og togast á við þá stóru, en til að svo geti verið þurfum við að skila þeim aftur út í strauminn. Stórlaxinn þarf að hrygna í ánum – hann á ekki að drepa. Það er einfaldlega rangt meðan okkar fremstu sér- fræðingar segja að svo sé. Ákall forstjórans Talsverð umræða hefur verið um stórlaxadráp og sleppingar síð- ustu vikur. Laxinn hefur gengið af krafti og veiðin farið vel af stað. Myndir sem birtust af veiðimönnum með dauða stór- laxa urðu þó til þess að Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiði- málastofnunar, birti ákall um að hlífa stórlaxinum. Sigurður talar tæpitungulaust þegar hann segir: „Áframhald- andi veiði mun eyða stórlax- inum.“ Stofnunin hafi í mörg ár hvatt til þess að stórlaxi sé hlíft en of hægt gangi. Því hvetji stofnunin alla sem að veiði koma til að drepa ekki stórlax, „þetta á við veiðifélög, netaveiðibændur og stangveiðimenn. Einungis þannig getum við átt von á því að njóta þessara tignarlegu fiska í framtíðinni“. Hvers vegna bregðast veiði- félögin ekki við og banna stór- laxadrápið? Viðvörunarraddir sérfræðinganna hafa hljómað í mörg ár. Á ársfundi Veiði- málastofnunar 2009 sagði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur: „Hægt er að nota orðið hrun um hvernig fyrir þessu er komið. Stórlaxi heldur áfram að hnigna.“ Netaveiðar tímaskekkja Nokkur vandamál blasa við þeim sem vilja banna allt dráp á stór- laxi. Megináherslan hlýtur að vera á friðun stórlaxa í ám með náttúrulegan laxastofn. Er ástæða til að skylda menn til að sleppa veiddum laxi í hafbeit- arám? Þá er það maðkveiðin; sagt er að ekki sé hægt að sleppa laxi sem gleypir maðkinn. Er það víst? Laxinn étur ekki eftir að hann kemur í ferskvatn og lifir til þess eins að hrygna. Ætti laxinn ekki að njóta vafans og menn klippa einfaldlega á taum ef krókur er ekki í tálknum. Dauð- ur lax hrygnir ekki. Svo eru það netin. Skelfileg tímaskekkja; girðingar til að ná í ódýrt fiskmeti sem skilar marg- falt meiri arði sem stangaveiddur lax í ánum í vatnakerfinu. Þar drepast margir stórlaxar. Oft er furðulegt að heyra rök þeirra sem eru á móti því að veiða og sleppa. Þeir tala um „meiða-og-sleppa“ og fullyrða að laxinn drepist eftir að vera sleppt. Þeir mættu kynna sér kanadískar rannsóknir sem sýna fram á að 98% slepptra laxa lifa, og þessi 2% eru oft laxar sem eru meðhöndlaðir heimskulega þeg- ar þeim er sleppt. Enginn þarf að sýna dauðan stórlax til að menn trúi því að þeir hafi veitt hann. Í staðalbún- aði veiðimannsins eiga mynda- vélin og málbandið að vera jafn- mikilvæg og veiðistöngin; myndin staðfestir fenginn og laxinn er farinn að leita sér að hrygningarstað þegar veiðimað- urinn er kominn í hús að færa veiðina til bókar. Sleppum stórlaxi! Franskur veiðimaður smellir kveðjukossi á stóra hrygnu áður en hann sleppir henni aftur út í strauminn í Selá. 57% stórlaxa var sleppt í fyrra. Morgunblaðið/Einar Falur Stangveiði hefur opið umhverfis landið Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Verið velkomin til okkar í sumar: Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands. Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Landsvirkjun býður alla velkomna í stöðvar sínar í sumar. Í stöðvum Landsvirkjunar umhverfis landið má kynna sér orkuvinnslu úr vatnsafli og jarðvarma. Samhliða orkufræðslu er boðið upp á sýningar af ýmsum toga, meðal annars í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð Íslands. Komdu í heimsókn í sumar Við tökum vel á móti þér Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur ókeypis. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 16 39

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.