SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 7
20. júní 2010 7 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í fyrrasumar slepptu stang- veiðimenn á Íslandi 57% þeirra stórlaxa sem þeir veiddu. Slepptum stórlöx- um fer fjölgandi með hverju árinu en engu að síður eru þessi 57% ekki hátt hlutfall. Hvers vegna? Vegna þess að sérfræð- ingar okkar segja að stórlaxinn eigi í vanda og að stórlaxinn eigi að vernda. Því eigum við veiði- menn að hlýða. Öll viljum við sem veiðum lax setja í og togast á við þá stóru, en til að svo geti verið þurfum við að skila þeim aftur út í strauminn. Stórlaxinn þarf að hrygna í ánum – hann á ekki að drepa. Það er einfaldlega rangt meðan okkar fremstu sér- fræðingar segja að svo sé. Ákall forstjórans Talsverð umræða hefur verið um stórlaxadráp og sleppingar síð- ustu vikur. Laxinn hefur gengið af krafti og veiðin farið vel af stað. Myndir sem birtust af veiðimönnum með dauða stór- laxa urðu þó til þess að Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiði- málastofnunar, birti ákall um að hlífa stórlaxinum. Sigurður talar tæpitungulaust þegar hann segir: „Áframhald- andi veiði mun eyða stórlax- inum.“ Stofnunin hafi í mörg ár hvatt til þess að stórlaxi sé hlíft en of hægt gangi. Því hvetji stofnunin alla sem að veiði koma til að drepa ekki stórlax, „þetta á við veiðifélög, netaveiðibændur og stangveiðimenn. Einungis þannig getum við átt von á því að njóta þessara tignarlegu fiska í framtíðinni“. Hvers vegna bregðast veiði- félögin ekki við og banna stór- laxadrápið? Viðvörunarraddir sérfræðinganna hafa hljómað í mörg ár. Á ársfundi Veiði- málastofnunar 2009 sagði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur: „Hægt er að nota orðið hrun um hvernig fyrir þessu er komið. Stórlaxi heldur áfram að hnigna.“ Netaveiðar tímaskekkja Nokkur vandamál blasa við þeim sem vilja banna allt dráp á stór- laxi. Megináherslan hlýtur að vera á friðun stórlaxa í ám með náttúrulegan laxastofn. Er ástæða til að skylda menn til að sleppa veiddum laxi í hafbeit- arám? Þá er það maðkveiðin; sagt er að ekki sé hægt að sleppa laxi sem gleypir maðkinn. Er það víst? Laxinn étur ekki eftir að hann kemur í ferskvatn og lifir til þess eins að hrygna. Ætti laxinn ekki að njóta vafans og menn klippa einfaldlega á taum ef krókur er ekki í tálknum. Dauð- ur lax hrygnir ekki. Svo eru það netin. Skelfileg tímaskekkja; girðingar til að ná í ódýrt fiskmeti sem skilar marg- falt meiri arði sem stangaveiddur lax í ánum í vatnakerfinu. Þar drepast margir stórlaxar. Oft er furðulegt að heyra rök þeirra sem eru á móti því að veiða og sleppa. Þeir tala um „meiða-og-sleppa“ og fullyrða að laxinn drepist eftir að vera sleppt. Þeir mættu kynna sér kanadískar rannsóknir sem sýna fram á að 98% slepptra laxa lifa, og þessi 2% eru oft laxar sem eru meðhöndlaðir heimskulega þeg- ar þeim er sleppt. Enginn þarf að sýna dauðan stórlax til að menn trúi því að þeir hafi veitt hann. Í staðalbún- aði veiðimannsins eiga mynda- vélin og málbandið að vera jafn- mikilvæg og veiðistöngin; myndin staðfestir fenginn og laxinn er farinn að leita sér að hrygningarstað þegar veiðimað- urinn er kominn í hús að færa veiðina til bókar. Sleppum stórlaxi! Franskur veiðimaður smellir kveðjukossi á stóra hrygnu áður en hann sleppir henni aftur út í strauminn í Selá. 57% stórlaxa var sleppt í fyrra. Morgunblaðið/Einar Falur Stangveiði hefur opið umhverfis landið Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Verið velkomin til okkar í sumar: Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands. Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Landsvirkjun býður alla velkomna í stöðvar sínar í sumar. Í stöðvum Landsvirkjunar umhverfis landið má kynna sér orkuvinnslu úr vatnsafli og jarðvarma. Samhliða orkufræðslu er boðið upp á sýningar af ýmsum toga, meðal annars í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð Íslands. Komdu í heimsókn í sumar Við tökum vel á móti þér Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur ókeypis. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 16 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.