SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 6

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 6
6 18. júlí 2010 Fram kemur í viðskiptaáætlun Höfðaborgar, annarrar stærstu borgar Suður-Afríku, frá árinu 2006 vegna HM að meðalfjöldi áhorfenda á knattspyrnuleik þar í borg sé undir 1.000. Hending sé ef fleiri mæti, en mjög gott þykir ef 15.000 áhorfendur láti sjá sig og það á stórleik erkifjenda af svæðinu, að því er staðarblaðið Cape Times greindi frá í vikunni. Slík aðsókn á deildarleik á Íslandi þætti saga til næsta bæjar en er aðeins dropi í hafið þegar nýr og glæsilegur leikvangur borgarinnar er annars vegar. Völlurinn tekur 64.100 manns í sæti og standa vonir borgaryfirvalda til að aukinn áhugi borgarbúa á knattlistinni muni skila hærri aðsóknartölum og þar með tryggja að 20.000 sæti í neðstu röðum vallarins verði skipuð þegar best lætur, a.m.k. í bili. Eins og sjá má hér til hliðar sló Cape Times málinu upp á forsíðu en þar segir að kostnaðaráætlun vegna vallarsins hafi rokið upp um 50% eða úr um 50 millj- örðum í um 74 milljarða króna. Ráðgjafafyrirtækið PriceWaterHouseCoopers hafi áætlað að þótt allt gengi upp yrði tap af rekstrinum næstu þrjú árin. 74 milljarða króna höfuðverkur Höfðaborgarbúa R íflega 700 milljónir manna, hartnær samanlagður íbúafjöldi Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins, fylgdust með þegar landsliðum Holl- endinga og Spánverja var ekið að knattspyrnu- leikvanginum í Jóhannesarborg síðasta sunnudag. Nokkrum auglýsingahléum síðar gengu leik- mennirnir 22 inn á völlinn. Úrslitaleikurinn var hafinn. Þetta var stór stund í lífi þeirra og kannski sú stærsta. Hjörtun slógu einnig hraðar umhverfis völlinn enda augnablikið stórt í sögu þjóðarinnar. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er risa- vaxið verkefni og hefur verið áætlað að nýafstaðin keppni hafi kostað Suður-Afríku sem svarar 536 milljörðum króna, að meðtöldum kostnaði við mannvirkjagerð og uppbyggingu innviða sem nýtast munu landinu um ókomna tíð. En borgaði keppnin sig? Ávinningurinn ofmetinn? Udesh Pillay, sérfræðingur hjá suðurafrísku rann- sóknarstofnuninni Human Science Research Council, svarar spurningunni neitandi. Efnahags- legur ábati mótshaldsins hafi verið ofmetinn. Máli sínu til stuðnings bendir Pillay, sem ræddi fjárhagshlið keppninnar og væntanlega bók sína um hana við dagblaðið Cape Times fyrir helgi, að mótið muni auka hagvöxt í landinu um 0,2-0,3% í ár, samanborið við áætlanir um 3% hagvöxt fyrir fjórum árum. Á hinn bóginn muni ávinningurinn ekki koma að fullu fram fyrr en að þremur til fimm árum liðnum. Virðist liggja í orðanna hljóð- an að of snemmt sé að skera úr um hvort keppnin muni reynast sú lyftistöng sem vonast var eftir. Keppnin snýst ekki aðeins um krónur og aura og má ætla af umræðunni að Suður-Afríkubúar séu hreyknir yfir því hversu vel tókst til. Pillay setur keppnina þannig í stærra samhengi. Mótið hafi sameinað þjóðina, einhugur sem bjóði upp á sögulegt tækifæri fyrir þjóð sem löngum var klofin til að fylkja liði og takast á við áskoranir í þróunarmálum sem sameinuð þjóð. „Heimsmeistaramótið gaf okkur tilefni til að hópast saman og fyllast stolti,“ segir Pillay í sam- tali við Cape Times og bendir á að keppnin hafi skapað 120.000 atvinnutækifæri, flest á sviði framkvæmda og til skamms tíma. Tvöhundruð milljarða innspýting Þá hafi á bilinu 250.000 og 300.000 manns heim- sótt landið gagngert vegna keppninnar og komið með sem svarar hátt í 200 milljarða króna inn í hagkerfið, upphæð sem hefði getað orðið hærri ef FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, hefði ekki sniðið smásölum þröngan stakk við sölu varnings. Vandi fylgir vegsemd hverri og telur Peroshni Govender, greinarhöfundur hjá suðurafríska dag- blaðinu Sunday Tribune, að glæsilegt mótshald kunni að baka Jacob Zuma, forseta landsins, vandræði vegna óraunsærra væntinga um að stjórninni muni takast jafn vel upp í landsmálum. Zuma hafi nauman tíma til að sanna sig fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári, eigi hann ekki að eiga á hættu að flokksbræður færi sér valta stöðu hans í nyt og velti honum úr sessi. Govender minnir á að meðan Zuma blandaði geði við þjóðarleiðtoga og kvikmyndastjörnur í heiðursstúkum leikvanganna hafi fátækt fólk mótmælt skorti á rafmagni og rennandi vatni. Leikvangurinn nýi í Höfðaborg og skakka stúkan. Reuters Tækifæri til að sameina þjóðina Einhugur Suður-Afríkumanna vegna heimsmeistaramótsins Vikuspegill Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrir leik Hollands og Úrúgvæ í Höfðaborg. Reuters Það yljaði mörgum um hjarta- rætur að sjá Nelson Mandela bregða fyrir á úrslitaleik keppninnar en hann var fjar- verandi á opnunarleiknum vegna andláts í fjölskyldunni. Rætist spár um aukna sam- stöðu þjóðarinnar vegna keppninnar gæti hún orðið til að treysta sáttaarfleifð hans. Nelson Mandela er 92 ára í dag. Reuters Draumur um sættir þjóðar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.